Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 9
heslum niður í Borgarnes, þaðan með einhverjum gufu- dalli til Reykjavíkur og frá Reykjavik með Botníu, Láru eða einhverju þeirra skipa vestur á Bíldudal. Þaðan var svo aftur bátsferð á árabát út í Stapadal. — Eg átti góða æsku. Yndislega æsku ! Eg var allt- af höfð vel klædd, og mig skorti aldrei neitt. Eg get nefnt það til dæmis um vel- sæld mína, að ég átti t. d. alltaf danska blankskó, sem ekki þótti ónýt eign í þá daga. Og ég man ennþá eftir sum- um kjólunum mínum, hvað mér þóttu þeir fallegir. Einn vhr t. d. Ijósrauður með dökk rauðum leggingum. Pabbi hafði sjálfur ofið í hann, en mamma saumað. Eg var eina barnið þeirra „mömmu“ og „pabba“ og það var ekkert. sem þau vildu ekki veita mér. — Það voru tvær fjöl- skyldur í Stapadal, og á hin- um bænum voru hjón með mörg börn. Það var því oft glatt á hjalla hjá okkur úti á veturna, þegar við fórum á skautum og skíðum og óðum í snjónum. Eg hafði sérstak- lega gaman af að vera á skíð um, — var minna fyrir skaut ana. _ — Frá Stapadal var klukku tíma gangur til næstu bæja, — Álftamýrar og Lokin- hamra. — Þar ólst upp á þessum tíma Guðmundur Hagalín, og við smöluðum saman eitt sumar. Þar var fimm býli. Yfirleilt var marg býlt á bæjunum þarna, og bændur voru margir hverjir mjög á undan sínum tíma í búskaparháttum. Eg held, ___ þótl sumum finnist það kann- ski vera mont, — að bænd- ur þarna hafi margir verið ó- venjulega miklir framfara- menn, og að þessi framsýni þeirra hafi komið þvf orði á að þeir væru galdramenn! En það er sagt, að mest og lengst hafi verið um galdra- menn á Vestfjörðum. í Arnar firði var þr'fnaðar- og dugn- aðarfólk. Sérstök gestrisni var á hverjum bæ og flestir vel bjargálna. Þeir sóttu sjó- inn með búskapnum og nýttu fiskinn, en á haustin var dilkum slátrað, kjöt hengt upp og reykt, saltað niður í tunnur, soðið slátur, lunda- bapgar, rúllupylsur og fleira góðgæti. — Fyrst, þegar ég man eft- ir mér í Stapadal, var þar torfbær, með 15 álna löng- um göngum, en svo var hluli af bænum rifinn og byggð ný pallbaðstofa úr timbri. Þar var því betri húsbúnaður en víða annars staðar í byrjun aldarinnar. — Nú eru margir þessara bæja í eyði. — Þú ert að spyrja um jólaundirbúninginn og jól’n mín. Það var snemma byrjað á því að búa til jólanna. — Það var unnið úr ullinni, kembt og táið, spunnið og ofið allt haustið og keppzt við af öllum mætti, svo að öllu væri aflokið, sem þurfa þótti fyrir jól. — A Þorláksmessu var svo soðið hangikjöt og skata. Skatan var borðuð á Þorláks messu, en hangikjötið á jól- unum. Svo voru bakaðar lummur, pönnukökur og kleinur,. allur bærinn þveg- inn og snyrtur í hólf og gólf, og ljós selt um allt, svo að lýsti út í hvern krók og kima. Það var alltaf haft log- andi Ijós á jólanóttinni heima. — Til merkis um búskap- arhætti þarna, get ég sagt þér, að’við vorum búin að fá kolavél á þessum tíma og kolamaskínu í gamla húsið. Það voru komnir olíulampar í bæinn og luktir í útihúsin. Það var ekki undarlegt, þótt ýmsir héldu því fram, að Vestfirðingar væru göldrótt- ir. Langafí minn, sr. Markús á Álftamýri, réri til fiskjar og yrkti jörðina, enda var hann talinn rammgöldrótt- ur. Símon, langafi, bjó á Dynjanda, hann var líka tal- inn vila lengra en nef hans náði. — Nú, en höldum áfram með jólin. — Þegar búið var að þrífa allt og funsa fyrir jólin, voru ljósin kveikt og kolu stungið í bæjargöngin. Þá var lesinn húslestur á aðfangadags- kvöldið, en það var raunar gert á hverjum einasta sunnu degi — úr Vídalínspostillu. Það voru óskaplegir lestrar. Eg man, að ég spurði pabba einu sinni að því, af hverju mætti bölva í lestrinum, — en ég mælti ekki bölva. Þetta voru líka ákaflega langir lestrar, og postillan var með gotnesku letri. . . -— Einhvern veginn finnst mér allt hafi verið hátíðlegra þá en nú. Það var af því, að ef eitlhvað stóð til, var svo mikið haft við, og það voru þá svo mikil viðbrigði frá hversdagsleikanum. — Á vökunni voru alltaf sagðar sögur og lesið úr þjóð sögunum. Ég varð snemma læs, strax þegar ég var fjög- urra ára, og mér var þá harð bannað að fara í þjóðsögurn ar, — en auðvitað var þetta bann til þess, að það fyrsta, sem ég leitaði uppi voru draugasögurnar og laumað- ist til að lesa þær, svo eng- inn vissi. — Alltaf var til siðs að fara í kirkju á jólunum að Álfta- mýr>. Og um nýjárið var mik ið um dýrðir, tekið í spil, spiluð hjónasæng og allt hvað eina. Reykjavíkur- dvöl 1913-16 — Árið 1912 fór ég fyrst að heiman. Þá fór ég til Stykkishólms til Sigríðar systur minnar, sem var þar gift Sigurjóni Markússyni sýslumanni. Þar var ég í eitt ár, en þá fór ég til Reykja- víkur og var hér í þrjú ár eða fram til ársins 1916. Eg var í kaupavinnu á sumrin, en á vetuma í 'Verzlunarskólan- um. Eg var t. d. í kaupavinnu á Blikastöðum hjá Magnúsi. Hann var einn bezti hús- bóndi, sem ég hef haft. — Mér líkaði vel í Reykja- vík, en maður þorði nú ekki að hafa sig mikið í frammi. Eg bjó hjá Jóhönnu Gests- dóttur á Stýrimannastíg 7, og þar var margt um stráka úr Sjómannaskólanum. Það var þá helzt um að ræða að fara á Sjómannaskólaball og kannski tvö böll önnur vfir veturinn, en svo var það bú- ið. — Þá var nú öðruvísi um að litast í Reykjavík en nú er. Vegalengdirnar voru þá svo óskaplegar. Það þótti heljar- vegur inn að því, sem nú heit- ir Barónsstígur, og Vestur- bærinn var eitt tún. — 1916 var ég ráðin til að vinna í Silkibúðinni, — en þá tóku forlögin í taumana. Mamma og pabbi veiktust, og þau áttu engan að nema mig. Eg fór heim, — burt frá Reykjavík og búðarstörfun- um. Mig langaði þá mest til að vera hjúkrunarkona, mig hafði alltaf dreymt um það, — en það fór nú-eins og það fór. Eg hef ekki ráðið mín- um lífskjörum. ■ • — Eg fór heim í Arnar- fjörð og smátt og smátt fóru mamma og pabbi að hressast, — en ég fór ekki aftur til Reykjavíkur fyrr en eftir mörg ár. — Eftir þetta var ég tvö ár hjá sr. Böðvari á Rafnseyri. — Frændur mínir áttu skip á ísafirði. Og hauslið 1917 fórum við tvaer ungu stúlk- urnar, ég og Sigríður G>sla- dóttir, heimasæta á Alfta- mýri, með þeim frændum til að sjá ísafjörð. 'Við ætluð- um bara að vera þar viku- tíma, en svo vildi til, að það var haldið ball í bænum þessa daga, sem við ætluðum að vera. Við fórum auðvitað báðar á ballið, — og þar hitt- um við báðar mannsefnin okk ar. Þar með var draumurinn um að ferðast og læra — búinn. Við fórum aftur heim í Amarfjörð um haustið, en um vorið, 4. maí 1918, fór ég alfarin heiman að úr Arnar- firðinum og hef aldrei komið þar síðan. Þá fór ég til isa- fjarðar og giftist þar ári seinna. Hjónabands- árin — Þetta voru fallegir piltar, sem við hittum á Ísa- firði. Maðurinn minn hét Karl Kristinsson. Hann hafði alltaf nóga vinnu bæði á sjó og í landi og hann var músik- alskur, spilaði vel á harmon- ikku, og það var oft glatt á hjalla hjá okkur. En það var nú svona ýmislegt, sem á dagana dreif. Mamma og pabbi komu til okkar bæði rúmliggjandi og dóu bæði hjá okkur. Hann dó eftir um það bil fimm ára legu, en hún lá mestan partinn af 13 ár- um. Við eignuðumst 5 börn, Karl og ég, — en eitt dó skömmu eftir fæðingu. — Maðurinn minn drukkn- aði 12, nóvember árið 1931, en mamma dó tveim dögum seinna. Hann ætlaði sér að- eins að skreppa yfir sundið til að gá að kind, sem við áttum, — en kom ekki aftur. Veðrið var ágætt, þegar hann lagði af stað, en seinna um kvöldið skall á ofviðri. Allir nema ég, héldu, að hann hefði gist í Arnardal, þegar hann kom ekki um kvöldið, en ég vissi einhvern veginn, að hann mundi ekki koma aftur og að svona hefði farið. Um morg- uninn fékk ég mann til að leita. Hann fann ár úr bátn- um, og bátinn rak seinna um daginn. Líkið var slætt upp nokkru síðar. — Þetta voru erfiðir tímar, einkum þó, þegar það bætt- ist ofan á, að mamma dó um þetta leyti, en hún hafði lengi legið fársjúk, og elzta dóttir mín var á leið á spít- aia. Hún var lögð inn 6. jan. og lá í sex mánuði. — En ég get ekki sagt, að ég hafi staðið ein uppi með börnin fjögur. Allir vildu rétta mér hjálparhönd, og ég v'ldi, að ég gæti þakkað. sem verðugt væri, öllum þeim, sem hjálpuðu mér bæði fjár- hagslega og andlega. Allra hendur voru framréttar til hjálpar. En nú reið á að missa ekki kjark'nn, og ég gerði það ekki — ekki þá. .. — Eg barðist í að fá lán og vann úti til að hafa ofan af fyrir mér og börnunum. Eg vann bæði í fiski og við hrein gerningar, yfirleitt allt, sem til féll, Loks kom ég upp dá- litlu húsi á erfðafestulandi, sem við áttum inn með fsa- firði. Húsið kallaði ég Sól- gerði, og þar lifði ég níu sælu- ár. Eg færði þangað kindurn- ar, sem við áttum, en vann svo áfram úti. En ég vil taka það fram enn og aftur, að þetta hefði ég aldrei getað, ef ég hefði ekki notið hjálpar og styrks góðra manna, — en það er mitt lán í lífinu, hvað ég hef alltaf hitt og þekkí, gott fólk, —- ekkert nema gott fólk. — Við íluttumst að Sólgerði árið 1932, ári eftir að maður- inn minn drukknaði. Eg haíðl oftast vinnu í fiski í Stakka- nesi. sem er þar skammt fr4 og þegar árin liðu, uxu börn- in upp og fóru að hjálpa til. 'Við vorum hamingjusöm. —■ En 2. marz kom snjóflóðið og tók allt sanian, Snjóflóðið — Það var búinn að vera voðalegur bylur í fulla viku. Svo var það á sunnudags- kvöldi klúkkán hálf' átta,'"vð ég var uppi á lofti að koma krökkunum niður. Dótturdótt ir mín, tveggja ára, var hjá mér, og drengur, sem ég tók í nokkrar vikur fyrir konu -4 ísafirði. Stóru krakkarnir, dætur mínar tvær, 13 og 17 ára, 11 ára bróðurdóttir mannsins míns og sonur minn, 19 ára, voru niðri'sð spila. Drengur úr húsi þarna skammt frá hafði verið hjá okkur allan daginn, — en það var svo emkennilegt, að rétfc áður en þetta gerðist, sagov ég allt í einu við hann, að nú skyldi hann fara heimTii sín. Hann vildi ekki fara, — sagðist ætla að bíða eftir krökkunum, sem ætluðu úteft ir eftir mat, — en ég sagðl honum, að hann yrði að fara mömmu hans myndi vera far- ið að leiðast eftir honum. En rétt á eftir kom snjóflóð’- ið. Eg heyrði fyrst hræðilegt ýlfur, ógurlegan hvin, — en það er alveg sérstakt hljóð, sem snjóflóðum fylgir. Eg vissi fyrst ekkert, hvað þetta var, en svo fór allt af stað, og húsið rann í heilu lagi' ftfcí ur í sjó. Skorsteinninn datt um leið og húsið fór af stað, og eldur læsti sig um húsið. „Ætla ég nú að brenna inni;rt var það fyrsta, sem mér varð hugsað. Eg ætlaði að reyna að slá úr gafhnn og komast út, en í því sé ég smugu, sem ég komst út um með bæfe' börnin á höndunum, vafin í sængurnar. Eg kallaði í Bó- bó, drenginn minn, og mér heyrðist hann svara einhvers staðar. En það var eng- inn tími til neins nema að reyna að komast út með- börnin. Eg hitti Bóbó, og eldri dótturina, Olafíu, strax og ég komst út, og við Bóbó lögðum af stað út bakkann með smábörnin. Veðrið var ofsalegt. Við óðum snjó og sjó og börðumst á móti vind- inum. Þegar við komumst í húsaskjól til Péturs Njarðvík, voru þar komnir menn, sem höfðu séð eldinn hinum meg- in frá úr firðinum og héldu að kviknað væri í. Það var strax farið að gæta að telp- unum, — en þær voru þá báðar dánar. Þær höfðu lent undir hlera og dáið strax. Dóttir mín, Sigríður, hefði átt að fermast um vorið. — Allt brann til kaldra kola, og við stóðum uppi alls Framhald á 49. síðu. LIFSSAGA SALOME Jólabók Alþýðublaðsms 1961 — ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.