Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 45

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 45
^rmr^mYTrmvTVTYTr IÞÓTT jólin séu al- •þjóðleg hátíð eru þau^ ;um leið þjóðlegasta!^ • hátíð ársins. Jólin] £?eru hátíð heimilanna, ^ -og því hafa skapazt* t"meiri venjur og hald-?3 >-izt fleiri siðir í sam~*^ £!bandi við þau en; ■ nokkra aðra hátíð. ;Þessir slðir hafa marg! ~ir hverjir viðhaldizt* ;öld fram af öld, þótt; ‘nú á síðustu tízkutímj «um séu þeir á hröðu^ undanhaldi fyrir er~' ~lendum áhrifum og>» ; aðkeyptum skr aut- ^fjöðrum. En gömlu,£" •íslenzku jólasiðirnir^/ !hafa sérstaka töfra og»< ljóma yfir sér. í von?Á um að takast megi að“0 " ; halda þeim á lofti enn" lum stund og endur-; 1 vekja einhverja, seni*ý •-•* (*Jef tJl vill eru undir; ; lok liðnir og gleymd-!£) , ir, birtum við hér frá; ^?sögn Jóns Árnasonari^ af jólasiðum á íslandi^ - og ýmis konar trúTT £ fólksins í sambandi; 1 við jól og nýjár. „EINNA mest ber á álfum um jólaleytið og nýjárið, og virðist fleira en eitt bera til þess_ Bæði er skemmtana- tími þeirra mestur um það leyti ársins þó einnig finnist dæmi til þess, að þeir haldi bæði til páska og sumardags- ins fyrsta, en um jólin hafa þeir samsæti og veizlur, hljóðfæraslátt og dansferð ýmist í mannahíbýlum eða í álfabyggðum, og þar að auki halda þeir fardaga sína um nýjárið, og var þá ávallt nokkuð um dýrðir fyrir þeim, og er einkum sagt, að þeir hafi farið á nýjársnótt úr einum stað í annan vistferl- um og búferlum. Því var sú venja hér lengi höfð, að kon- ur og húsmæður létu ljós loga í hverju horni og hverju húsi á bæ sínum svo hvergi bæri skugga á alla nóttina. Allar dyr áttu ag standa opnar upp á gátt, og allt að vera sópað og hreint svo hvergi sæi sorp né duft í krók eða kima. Síðan skyldi kona eða húsmóðir sjálf ganga til og frá um allan bæ- inn og segja: „Veri þeir,. sem vera vilja,“ eða „komi þeir, sem koma vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ ÁLFASAGA. Úlfhildur álfkona „EINU SINNI var bóndi á bæ. Hann bjó norður við Mývatn. Það vatn er svo stórl, að ekki er minni vegur utan um það en þingmanna- leið. Það bar til einu sinni í byrjun túnasláttar, þegar fólk allt var að heyvinnu úti á túninu, að kona kemur frá vatninu og stefnir að bæn- um. Hún gengur til bónda og vikan er liðin kveðst bóndi nú ekki lengur geta haldið hana, en það fer eins og fyrr, að þá fer Úlfhildur að gráta. Verður það úr, að hann lofar henni að vera sumarið út og verður hún því mjög fegin. Öllum á heimilinu líkaði vel við Úlfhildi, því enginn þótt- ist hafa þekkt duglegri, þrifnari eða siðferðisbetri kvenmann. Þegar líður á haustið er það ráðgjört, að Úlfhildur skuli vera árið út, og litlu seinna er hún föluð til að vera næsta ár. Þegar líður að jólum fram þann næsta vetur, fær húsfreyja henni skæði til að gjöra úr skó til jólanna handa sér og vinnumönnum þeim tveim- ur, sem hún þjónaði. Hún gjörir skæðin handa vinnu- hlula sakir. Er ekkert til frá- sagnar þar til líður að þriðju jólunum. Húsfreyja fær Úlfhildi skæði í jólaskó að vanda, og gjörir hún skóna handa vinnumönnunum eins og fyrr, en ekki sína. Hús- freyja mælti við Úlfhildi, að nú yrði hún að fara til kirkju á jóladaginn, því hún kvaðst hafa mætt álasi af presti fyrir það. að hún færi aldrei til kirkju. Úlfhildur talaði fátt um og eyddi því. Þegar allir eru háttaðir á jólanóttina, en vinnumaður sá vakandi, sem áður er um getið, þá fer Úlfhildur á fæt- ur hægt svo enginn heyrir og laumast út úr bænum, en vinnumaður fep á eftir. Hún gengur að vatninu, og þegar hún kemur þar, tekur hún biður hann að lofa sér að vera í nótt. Bóndi lofar henni það. Hann spyr hana að nafni, en hún kvaðst heita Úlfhildur. Bóndi spyr, hvað- an hún sé, en hún eyddi því. Um kvöldið er tekið saman hey hjá bónda og biður Úlf- hildur þá um hrífu. Rakar Úlfhildur þá ei minna en á við tvo meðalkvenmenn og þó í gildara lagi væru. Næsta morgun vill Úlfhildur raka með hinum vinnukonunum, en bóndi kveðst ekki þurfa þess með og lætur á sér heyra, að hann helzt vilji, að hún fari burtu. Þá fer Úlfhildur að gráta. Lofar þá bóndi henni að vera þennan dag. Næsta morgun segir bóndi að nú verði hún að fara, en þá fer hún að gráta: kennir bóndi þá í brjí'ísti um hana og leyfir henni að vera viku. Þegar mönnunum, en sín skæði lælur hún vera ógjörð. Á jóladaginn fara allir í kirkju nema Úlfhildur er ein heima. Er nú ekkert til frásagnar þangað til að líður fram að næstu jólum. Húsfreyja fær Úlfhildi skæði eins og fyrra árið til jólanna, en hún gjör- ir skæði vinnumannanna en ekki sín skæði. Á jóladaginn fara allir lil kirkju nema Úlfhildur er ein heima. En á jólanóttina þótt ist annar .vinnumaðurinn hafa orðið þess var, að Úlf- hildur hefði eitthvað á burt farið og hugsaði sér, að hann yrði henni samtíða næstu jólanótt að gæta betur að, hvað henni liði. Líða nú jól- in og veturinn, og kemur Úlf hildur sér einkar vel, og þóttust menn ekki vita henn- ar jafningja fyrir margra upp glófa og gnýr þá. Verð- ur þegar brú yfir vatnið. Gengur hún brúna og vinnu maður á eftir. Þegar hún er komin yfir vatnið gnýr hún glófana aftur svo brúin hverfur. Úlfhildur heldur á- fram ferðinni og sýnist vinnu manni sem hún nú haldi niður í jörðina, og verður dimmt mjög þar sem hún fer. Getur þó vinnumaður séð til hennar og heldur allt af á eftir. Þau halda áfram ferðinni þangað til smátt og smátt fer leiðin að verða bjartari Loksins komu þau á slétta og fagra völlu: voru þeir svo blómlegir, að vinnumaður hafði aldrei séð svo fallegan stað. Beggja megin vegarins var alþakið fögrum blómum, og voru grundirnar ljós- bleikar á að líta, þegar sólin skein á fíflana og aldinin. Sauðahjörðin lék sér á flat- lendinu, en stundum reif hún 'í sig blómin með áfergju. Náttúran var yfir höfuð íklædd hinum fegursta bún- ingi. Á þessu graslendi miðju stóð fögur höll og virtist vinnumanni það vera konungshöll, svo v.ar hún skrautleg til að sjá. Þangað gekk Úlfhildur og inn í höll- ina. En vinnumaður stóð í afkima fyrir utan. Hjá höll- inni stóð kirkja og var það fögur bygging. Þegar lítil stund er liðin, kemur Úlfhildur út úr höll- inni íklædd drottningar- skrúða og hefur gullhring á hverjum fingri. Hún ber barn á handlegg sér, en við hina hlið hennar gengur maður með kórónu á höfði og klædd ur konungsskrúða; ímyndar vinnumaður sér, að þetta sé kóngur og drottning. Þau gengu í kirkjuna og fylgdi þeim mikill fjöldi fólks, sem allt var einkar vel búið og var gleðisvipur á öllum. Vinnumaður gekk nú að kirkj udyrunum og sá hann enginn, og Úlfhildur vissi heldur ekkert af honum. í þessu bili var tekið til messu og mátti heyra fallegar hörpur og fallegan söng. Barnið, sem Úlfhildur hélt á varð óspakt um messuna og hljóðaði: léði hún því þá einn gullhring af hendi sinni, en barnið fleygði hon um fram eftir kirkjugólfinu, svo vinnumaður gat náð hringnum. Þegar messan var úti gengu allir úr kirkju og Úlfhildur með hinum vel- klædda manni inn í höllina og sýndist þá vinnumanni vera sorgarsvipur á öllum. Að stundarkorni liðnu kemur Úlfhildur í sínum fyrra búningi, gengur frá höllinni og flýtir sér. Hún fer vegipn sama, sem hún kom og vinnumaður á eftir. Er ekkert frá sagt fyrr en þau koma að vatninu og leit vegurinn eins út að vatninu eins og fyrr er frá sagt. Við vatnið gnýr hún glófana, og þá kemur brúin og ganga Ör þjóösögum Jóns Árnasonar Jólabók Alþýðublaðsins 1961 — 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.