Alþýðublaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 3
ÚTI 13“ liðar rekiiir LIVINGSTONE, 9. jan. (NTB—Reuter) Hópur 31 Evrópumanns, sem lýst er sem málalið- um, og eru á leið til Kat anga, komu til Living- stone í Norður Rhodesíu frá Brazzaville í fv. Frönsku Kongó, á mánu- dagskvöld. Hins vegar urðu 27 þeirra að snúa aftur til Brazzaville í morgun þar eð þeir höfðu ekki farar leyfi. Kimba gramur ELISABETHVILLE 9. jan- úar (NTB-Reuter) Kimba, utan ríkisráðherra Katanga er kom inn heim úr förinni til Brússel og Parísar. Aðspurður kvaðst hann hafa heyrt þar um fjár hagsáætlun fyrir Kongó. Hann sagði,, að með þessu fjár haldi væri ætlunin að ráð þess stjórnað; Kongó á árunum 1962 — 1987 og í ráði/iu ættu að eiga fulltrúar allra þeirra, er has:smuna eiga að gæta í Kongó, auk fulltrúa einstakra nágrannalanda. Kimba sagði, að þetta mundi leiðq til þess, að borgaralegir embætti smenn f rá útlöndum mundu taka við stjórn Kongó. Auk þess yrðu hersveitir Kat . anga og Konoó innlimaðar í hersveitir SÞ. Slík skipan .mun.ennfremur leiða til efna . hagslegs f járhalds, sagði Kimiba. Kimba sagði e nnig, að i Leo- poldville væri tæknileg aðstoð og efnahagshjálp dulbúin nýlendustefna; K mba sagði, að harðstjórnin og kverkatak doll- arans hefðu sannarlega náð tök um á Leopoldville. DJAKARTA, 9. janúar (NTB—Reuter) Súkarno forseti mun ákveða j á næstu tíu dögum hvort hann semji við Hollendinga um lausn á deilunni um Vestur N.- Guineu. Subandrio utanríkis- ráðherra sagði hins vegar hóp blaðamanna, að litlar líkur virt ust vera á samningaviðræðum vegna veikrar og óákveðinnar afstöðu Hollendinga. Súkarno útnefndi í dag yfir hershöfðingja, sem á að stjórna herför indónesísku hersveit- j anna inn í Vestur Nýju Gui- I neu. Samtímis þessu var sagt ] frá nýjum liðssafnaði í eystri Ihluta Indónesíu. Hermenn flotastjórnarinnar á Austur- Java, en þar er hin mikilvæga flotastöð Surabaja, hafa verið kallaðir úr orlofi. + BJARTSÝNI“ Hinar dlplómatísku tilraun- ir til friðsamlegrar lausnar á | deilunni voru gerðar á fundi þeirra Súkarno forseta og ' bandaríska sendiherrans Ho- r ward Jones í dag. Vestrænar, | diplómatískar heimildir herma, ; að ,,varkár bjartsýni" um lausn hafi verið ríkjandi.Líkur eru á því, að Indónesar fallist á við ræður um rétt til stjórnar á landsvæðinu og láti vandamál yfirráðanna bíða síðari með- ferðar. Hins vegar er talið, að stríðshótanir Indónesa séu al- varlegar, en ósennilegt er talið að Indónesía hefji árás á lands, svæðið fyrr en seinna í ár. + NÝR YFIRMAÐUR í Suharto hershöfðingi hefur verið skipaður yfirmaður end- anlegra aðgerða í Vestur Nýju Guineu. Útnefninguna ákvað Súkarno forseti í dag, að af- loknum fundi með helztu her foringjum landsins. Suharto hershöfðingi fær æðri fulltrúa flughersins og flota sér við hlið, að því sagt er. Öryggisráðstafanirnar í Dja karta hafa verið gerðar eflir hið m:sheppnaða banalilræði við Sukarno forseta á sunnu- dag. Talsmaður stjórnarinnar sagði í dag, að þeir, sem á- byrgðina bæru á tilræðinu væru í slagtogi með Hollend- ingum. FÉKK Á FÓLK: Tilræðið varð til þess, að hraðað var hernaðarundirbún ingi í Indónesíu, heríndu áreið anlegar heimildir í dag sam- kvæmt AFP. Fréttin varð allri þjóðinni mikið áfall, en lífið gekk sinn vanagang eigi að síður. Blöðin birtu fréttirn- ar undir stórum fyrirsögnum, en var sagt að gera engar at- hugasemdir við hina opinberu tilkynningu. í dag var banninu við öllum blaðafregnum um tilræðið síð an aflétt. MOSKVA, 9. janúar (NTB—Reuter) Leyndardómurinn með Molo tov fyrrverandi utanríkisráð- herra var a& nokkru leystur í dag, þegar talsmaður sovézka utanríkisráðuneytisins upp- lýsti, að Molotov væri ekki far inn eftir allt saman. Daginn áður var tilkynnt op inberlega, að Molotov væri á leiðinni til Vinar að taka við embætti sínu sem formaður sov ézku sendinefndarinnar hjá al þjóðlegu kjarnorkustofnuninni. Síðast í dag var staðfest í sov- ézka utanríkisráðuneytinu, að Molotov hefði farið til Vínar- borgar ásamt konu sinni á laugardag sl. Talsmaður Sovétstjórnarinn- ar upplýsti síðdegis í dag, að Molotov hefði átt að fara á laugardaginn, en hann hefði ekki gert það. Aðspurður hve nær Molotov færi svaraði tals j maðurinn, að því nviður gæti ,hann ekkert um það sagt, og ! nánari upplýsingar eða skýring |ar voru ekki gefnar. | Samkvæmt óstaðfestum fregnum í Moskva kemur Mo- lotov til með að fara næstkom andi föstudag, en ekki liggui fyrir nein staðfesting á þessu Hins vegar bendir ekkert til þess, að Molotov hafi missl stöðu sína sem yfirmaðui kjarnorkusendinefndarinnar Vínarborg. Þjóðverjar taka þátt í kostnaði Bonn, 9. janúar. (NTB-Reuter). MAGMILLAN forsætisráð- herra og Adenauer kanzlari ræddu í dag tímabær og póli- tísk málefni svo og aðgerð r til þess að takmarka eyðsiu Breta á erlendum gjaldeyri í sambandj við dvöl herliðs í Vestur Þýzka landi. Gierðsla þessara kaupa gerð var eftir fundinn í Bonn er upplýst,. að .Vestur-Þjóoverjar muni auka vopnakaup sín í Bret landi. Geriðsla þessara kaupa skal renna 11 reksturs brezkra hersveita í Þýzkalandi. Af brezkri hálfu var sagt, að góður andi hefði ríkt á fundin- I um. Meðal vandamála. er rædd I voru, var sambúð Austurs og Vesturs — þ. á. m. ástandlð j -•Berlín— og horfurnar í mark- jiaðsmálum Evrópu. r......... ., . Utanríkisráðherrarnir Home lávarður og Gerliart Schröder ræddu útgjöldin í saiinbandi við brezku hersveit rnar á sérstök- um f undi, en þetta mál kom aft- ur fyrir á lokafundi Macmill.ans og Adenauers. Skömmu síðar hélt Macm llan aftur til London. V.-þýzki fjármálaráðherranr., Heinz Starke, sat einnig fund- inn Fel x von Eckardt, blaðafull trúi v.-þýzku stjórnarinnar sagði á blaðamannafundi, að þýzK- brezk nefnd mundi koma 11 fundar í Bonn 22. jani'ia- að ræða aukin vopnakaup Þjóð- verja í Bretlandi. Annars sagði í tilkynn ngunnj, að forsætisráðherrarnir værti sammála um að reyna áfram að f nna viðræðugrundvöll í Berlínarmálinu. Jafnframt ítr- ekuðu þeir þau þann ákveðna vilja sinn, að verja frelsi Vestur Berlínar. Þá létu þeir þá von í ljós að hlutde ld Breta í sam- markaðnum leiddi til umfangs meira efnahagsbandalags Evr- ópu. ! Fer hann eða ekki? Alþýðublaðið — 10. jan. 1962 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.