Alþýðublaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 13
í ALÞÝÐUBLAÐINU hinn 6 f. m. birfist grein undirrit- uð af K. I. með ádeilu á Skipaútgerð ríkisins í sam- bandi við strandsiglingaþjón- ustu við Hornafj arðarbyggðar lag og skal þessu hér með svarað að nokkru. I. Það er rangt í greininni, að Herjólfur sigli ekki sam kvæmt fyrirframgerðri ferða áætlun. Slíkar áætlanir hafa ávallt verið gefnar út fyrir skipið, venjulega fyrir 1—2 mánuði í senn, en þar sem reksturinn hefur til skamms tíma verið á nokkru reynslu stigi og nauðsynleg afbrigði komið fyrir, einkum að sumr inu í sambandi við Vesl- mannaeyjar og Þorlákshöfn, hefur ekki þólt ástæða til að gefa út ferðaáætlun til lengri tíma í senn. Ferðaáætlanir fyrir Herj- ólf eru mjög einfaldar. Venju lega er skipið afgreitt í Rvík á mánudögum, miðvikudög um og föstudögum og í 'Vest- mannaeyjum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardög- um. En þetta truflast svo venjulega á þann hátt, að þá vikuna, sem 'skipið fer til Hornafjarðar, verður af- greiðsla þar á föstudegi, en ekki í Reykjavík. Undirritaður veit ekki belur en ferðaáætlanir Herj- ólfs hafi ávallt verið sendar til hlutaðeigandi afgreiðslna og til skipstjórans, en hafi slík sending til Hornafjarðar einhverntíma misfarizt, var vissulega mjög auðvelt að bæta úr því og fá að vita ttm fyrirhugaðar ferðir skipsins. II. K. í. telur að hringferðir Herðubreiðar, sem upp voru teknar á árinu 1960, eftir að Herjólfur hóf siglingar, séu óheppilegar á allan hátt. En af því tilefni skal upplýst, að um það leyli, sem Herjólfur var tekinn í notkun, hafði undirritaður nokkrar áhyggj- ur af því, að vöruflutningar hans til og frá Hornafirði myndu taka svo spón úr aski Herðubreiðar, að rekstrar- hallinn á henni ykist mjög tilfinnanlega, þar eð hún yrði að bæta sér upp viðskipta- tapið með meiri langsiglingum en áður, norður fyrir Langa- nes til Þórshafnar og Kópa- skers næstum í hverri ferð. Þetta virtist alvarlegt með tilliti tií þess að ca. 80% af tekjum Herðubreiðar — sem flestra annarra strandferða- skipaSkipaútgerðarinnar - eru bundnar við flutning til og frá Reykjavík, en til jöfn- unar lífskjara eru farmgjöld hin sömu allt í kringum land án tillits til vegalengda. Þann ig er sama flutningsgjald milli Reykjavíkur og Hornafjarðar (263 sjómílur) og milli Rvík ur og Þórshafnar (612 sjóm.). Sér þá hver maður, að raun- verulega er hægt að flytja fyrir minna gjald hina styttri leið, ef ekki þarf að fara lengra. Skal nú skýrt tölulega hvers vegna Herðubreið var látin taka upp umræddar hringferðir. Siglingaleið austur um land til Kópaskers með við- komu á öllum höfnum er 672 sjómílur, en vestur fyrir land beinustu leið til Reykjavíkur 339 sjómílur. Ganghraði Herðubreiðar í strandferðum er að meðaltali varla meiri en 8 sjómílur á klst., og samkv. því tekur það hana 5,25 sólarhringa að sigla 672 + 339 = 1011 sjómílur, en til uppskipunar, hleðslu og tafa, m. a. við að koma og fara úr höfnum, er skipinu skv. ferðaáætlun yfirleitt veittir 1,75 sólarhringar í (42 klst.) í umræddum hringferð um austur fyrir land með viðkomu á 17 höfnum. Skip- inu eru þannig gefnir 7 dag- ar til þessara hringferða auk tíma til afgreiðslu í Reykja- vík, sem venjulega er 2 dagar, samtals 9 dagar til hverrar ferðar og undirbúnings ferð- ar. K. I. leggur til, að Herðu- breið verði í hverri ferð látin sigla austur um land til Ak- ureyrar með viðkomu á öllum höfnum (18—19) á báðum leiðum. Þessi siglingaleið er 752 x 2 = 1504 sjómílur, en með 8 mílna ferð er Herðu- breið 188 klst. eða nærri 8 sólarhringa aðeins að sigla þá leið. Eftir er þá að réikna tíma vegna tafa og afgreiðslu í sambandi við 37—39 við- komur á höfnum, og má gera ráð fyrir að svona ferð taki að meðaltali lOlá dag, þólt reiknað sé með undir helm- ingi viðstöðutíma á höffnum á bakaleið sökum lítilla verk- efna. Samkvæmt framangreindu er áællað, að umræddar hring ferðir um Kópasker taki 7 +- 2 = 9 daga, en hinar IOV2 + 2 = 12+! dag. Að frádregnum tíma til viðhalds og úrfalla vegna há tíða, er raunverulegur út- haldstími skipsins áætlaður 300 dagar á ári, og myndi á þeim tíma vera hægt að fara 33,3 hringferðir um Kópasker á móti 24 ferðum austur um land til Akureyrar með við- komu á öllum höfnum. Út af því, sem áður er sagt, og ótta um aukinn rekstrar- halla á Herðubreið 1960, eftir komu Herjólfs, er skemmti- legt að upplýsa, að þvert á móti tókst að auka tekjur skipsins og minnka rekstrar- halla þess um rúmlega 300 þús. kr. miðað við árið 1959. Þessi bætta rekstrarútkoma á skipinu stafaði að nokkru leyti af siglingaúrföllum hjá öðrum skipum vegna flokk- unarviðgerða, en að nokkru leyti stafaði hún einnig af því, að beitt var þeirri hag- sýni um tilhögun ferða, sem hér hefur verið gerð að um- ræðuefni. Með svipaðri tilhögun ferða og að undanförnu og miðað við kaupgjald og verðlag 1960 áætlaði undirritaður síðast liðið vor í sambandi við und- irbúning fjárlaga fyrir 1962, að flutningatekjur Herðu- breiðar yrðu 2,4 millj. kr. á árinu, og þar við er nú til- ætlunin að bætist ca. 30% vegna hækkunar flutnings- gjalda. Eru því áætlunartekj- urnar nú fyrir árið 1962 kr. 3.120.000. Én sé þeim tekj- um deilt á 33,3 ferðir sam- kvæmt framangreindu, koma tekjur á hverja ferð kr. 93,693,00. Væri hins vegar horfið að því ráði um tilhögun ferða, sem K. I. leggur til, er mjög ólíklegt, að tekjur skipsins í hinum lengdu ferðum ykjust um meira en ca. 10% eða upp í kr. 103,062.00 í ferð, og myndu þá heildartekjurnar yfir árið væntanlega verða 24 x 103,062,00 = 2.473,488,00 Guðjón F. Teitsson, forstjóri: - Svar við gagnrýni o.fl. - á móti kr. 3.120,000.00 samkv. hinu fyrirkomulaginu. Rekstr arhalli myndi þannig aukast um nokkur hundruð þúsund kr., og slíkt myndi almennt talið óæskilegt. Afleiðingin yrði ennfremur sú, að meðan Herðubreið væri að sveima um hafnir með litlum verk- efnum, en tilfinnanlegum hafnargjöldum og afgreiðslu kostaði, biðu vörur til smá- hafnanna flutnings í Reykja- vík og yrðu jafnvel aldrei fluttar. nr. Umræddur greinarhöfund- ur segir, að Herjólfur hafi átt að vera í förum til Horna- fjarðar á 14 daga fresti, en þetta hafi viljað bregðast, og er látið liggja að því, að slíkt heyri undir vanefndir. Út af þessu skal tekið fram, að ekki er kannast við á- kveðna skuldbindingu af hálfu Skipaútgerðarinnar eða ann- arra yfirvalda um þetta. Hilt var um talað, að þegar Herðu breið væri látin taka á sig mun meiri flutninga en áður til norðlægari hafna, svo sem til Þórshafnar og Kópaskers, þar sem hin stærri skip út- gerðarinnar fara aldrei að bryggju, þá væri það varla hægt nema lála Herjólf bæta Hornfirðingum upp skerðingu flutningsrúms í Herðubreið. Það mun þó almennt kunn- ugt, að Herjólfur var smíðað ur fyrst og fremst miðað við þarfir Vestmannaeyja um far- þega og vöruflutning, þar með flutning mjólkur, sem sér- stakur bátur með ríkisstyrk hafði áður annast. Hefur nýt- ing skipsins í þágu Vestmanna eyja verið tiltölulega góð frá byrjun, og munu nú flestir á einu máli um að rétt hafi ver ið að fá skipið. í ferðum til Hornafjarðar hefur nýting Herjólfs hins vegar ekki verið eins alhliða. Skipið er að töluverðu leyti farþegaskip, en í ferðum milli Vestmannaeyja og Hornafjarðar hefur farþega- rýmið sjaldan verið nýtt nema að mjög lillu leyti. Skal í þessu sambandi upp lýst, að Herjólfur hefur svefn rúm í farþegaklefum fyrir 21 farþega og varasvefnrúm í borðsal fyrir 12 að auki í einnar nætur siglingum. Þá geta 7 farþegar haft svefnskil yrði í setusal á sófabekkjum, ef ekki eru margir svo nefnd ir sætisfarþegar, sem að vísu kemur oft fyrir á leiðinni milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Fargjöld skipsins fyrir 33 farþega milli Vest- mannaeyja og Reykjavíkur fram og til baka eru með nú- gildandi taxta kr. 12,030,00, en fyrir sætisfarþega kynnu að bætast við fargjaldatekjur allt að kr. 8556,00 í ferð mið- að við takmörkun farþegatölu á vetri. í upphafi var ráðgert, að Hornfirðingar sendu nýmjólk með Herjólfi (í mjólkurkæli- rúmi skipsins) til ‘Vestmanna eyja í staðinn fyrir mjólk, sem komið hefði frá Reykja- vík í vikulok, ef siglt hefði verið þangað, en því miður hefur sjaldan, a. m. k. á vetrarvertíðinni, verið til næg fersk mjólk á Hornarirði til þess að fullnægja eftirspurn inni í Vestmannaeyjum nema að nokkru leyti, enda verður ekki séð, að ferskmjólkursala á hálfsmánaðarfresti skapi teljandi kjölfestu fyrir mjólk urframleiðslu í héraði. 'Verður því yfirleitt skerð- ing á bæði mjólkurflutnings— þjónustunni og farþegaflutn- ingsþjónustunni við Vest- mannaeyjar þá vikuna, sem Herjólfur fer til Hornafjarð- ar, og er það auðvitað galli, Hins vegar hefur Herjólfur haft verulegar tekjur fyrir vöruflutning ti) og frá Horna firði, og sumpart meiri vegna þess að vörum til sendingar þaðan virðist fremur hafa ver ið haldið til Herjólfs en Herðu breiðar. V. 'Við hér í höfuðborginni er- um óánægð með göturnar okk ar og ferðir almenningsvagna, og fólk í dreifbýlinu þráir betri samgöngur á landi, í lofti 0g á legi. Vekur það því enga undrun, þótt Hornfirð- ingar óski að fá Herjólf til sín reglulega á hálfsmánaðar fresti í viðbót við siglingar Herðubreiðar. En þar sem skipakostur til strandferða er mjög takmarkaður, verður að skammta þjónustuna á hverj um tíma, eins og eðlilegt má telja með tilliti til marg þættra ástæðna, sv0 sem að veita hámarksþjónustu með sem minnstum tilkostnaði og hafa þó í huga að veita lág- markstíðni skipaferða til af- skekktra staða. Hilt er annað mál, sem und irritaður hefur áður rakið á öðrum vettvangi, að hann tel ur núverandi strandferðaskip +Heklu, Esju, Herðubreið og Skjaldbreið) vegna breyttra ástæðna ekki lengur nógu hentug, því að keppa þarf að sem fyllstri nýtingu dýrra tækja á hverjum stað og tíma. Veldur það óþarflega slæmri rekstrarútkomu, að þau skipin, sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga, eru alltof lítil, og eru því hin til- tölulega stóru farþegaskip not uð að mestu leyti til vöruflutn inga á stóru svæði, þótt síðar nefnd skip þurfi rúmlega helmingi fjölmennari áhafnir en hin og séu auk þess af eðli legum ástæðum miður fallin til vöruflutninga en skip, sem fremur eru byggð fyrir það hlutverk. Guðjón F. Teitsson. VIÐ minnum félaga okkar og aðra á, að panta hinar ódýru plötur hjá okkur fyrir helgina. Listarnir eru afhent ir á afgreiðslu blaðsins. Til flýtis mununi við fá plöt- urnar flugleiðis. ilaðið — 10. jan. 1962 33

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.