Alþýðublaðið - 18.01.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.01.1962, Blaðsíða 5
HRAKFARIR KOMMÚNISTA Á FUNDI VARÐBERGS FUNDUR Varðbergs í Hafnarfirði í fyrrakvöld var'ð} geysifjölmennur og vel heppn aður. Hlutu ræður frummæl- enda mjög góðar undirtektirj og greinilegt var, að mikill á- j hugi er fyrir bví í Hafnarfirði að efla vestræna samvinnu.' Kommúhistár Jiöfðu Kaft nokk 1 urn liðssafnað fyrir fundinn og hugðust greinilega gera til[ raun til þess að ná yfirtökun- um á fundinum. En sú til- raun þeirra mistókst gersam lega og fóru þeir hinar mestu hrakfarir á fundinum. Formaður Varðbergs, Guð- mundur Garðarsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Skýrði hann frá því að fundurinn værj liður í fundarherferð Varðbergs um allt landv Sagði hann, að fundir þessir væru aíls stáðár með sama sniði, umræðufundir, en engar ályktanir gerðar. Síðar tóku frummælendur til máls. Fyrstur talaði Björgvin Guðmundsson. Ræddi hann í Upphafi máls síns klofning hinnar alþjóðlegu verkaiýðs- hreyfingar í kommúnista og jafnaðarmenn og ástæðuna fyrir þeim klofningi. Komm- únistar hefðu viljað fara bylt- ingarleiðina til þess að ná völd um, en jafnaðarmenn lýðræðis leiðina. Ræðumaður sagði, að síðar hefðu kommúnistar að vísu dregið yfir sig lýðræðis- Iijúp og í orði talað fagurlega um lýðræðið en þrátt fyrir það, hefðu þeir aila tíð verið fylgjandi valdbeitingu, ein- ræði og kúgun. Björgvin sagði að á sama hátt og kommúnist ar hefðu viljað beita valdi innan ríkjanna, hefðu þeir og viijað beita þvingunum, hótun um og vopnavaldi í samskipt- um þjóðanna. Hefði þetla kom ið vel í Ijós í heimsstyrjöld- inni síðari og upp úr henni er kommúnistar hefðu í skjóli rúSsneskra vopna hrifsað til sín völdin í Eystrasaltsríkjun um og mörgum ríkjum Austur Evrópu. Og með vopnavaldi hefði fólkinu í ríkjum þessum verið haldið í skefjum. Upp- reisn alþýðunnar í Ungverja- landi' ög Austur-Berlín hefði verið bæld niður með aðstoð 'rússneskrá' bryndreka. Björgvin sagði, að íslenzkir kommúnistar hefðu alltaf lagt blessun sína yfir ofbeldisstefnu hins: alþjóðlega kommúnisma. Einar Olgeirsson hefði sagt í síðustu áramótagrein sinni, að Sósíalistaflokkurinn væri með sósíalismarium í Sovétríkjun- um, Kína og Austur Evrópu- ríkjunum. Þannig legðu ís- lenzkir kommúnistar blessun sína- ýfir öll þau ódæðisverk, sem unnin hefðu verið í nafni sósíalismans í löndum þessum. Björgvin sagði að valdarán kommúnista í Auslur-Evrópu hefði opnað augu manna í V- Evrópurikjunum fyrir því að þau yrðu að bindast samtök- um sín á milli í því skyni að sporna gegn útþenslu kommún ismans. Þess vegna hefði At- lantshafsbandalagið verið stofn að. íslendingar hefðu gerzt að- ilar að því vegna þess, að þeir hefðu séð örlög smáríkjanna við Eystrasalt og í Austur— Evrópu og vegna þess að þeir hefðu enga möguleika haft á því að verja frelsi sitt sjálfir, ef hinn kommúnistíski hramm ur -mundi seilast til valda hér á landi. Hefðu íslendingar vissulega stigið rétt skref með aðild að NATO. Og staðreynd væri það, að síðan NATO var sto^nað, hefði friður haldizt og r kkert ríki Evrópu glatað frelsi sínu. Björgvin sagði, að meðan ís- lenzkir kommúnistar ynnu að því að grafa undan lýðræði og frelsi íslands, yrðu allir unn- endur frelsis og lýðræðis hér á landi að vera á varðbergi. Sýna yrði þjóðinni fram á tví skinnunginn og blekkingarn- ar, sem væru einkenni starf-s- aðférðá kommúnista. Og ef það væri gert, mundu þeir tapa fylgi._ Heimir Hannesson talaði' næstur. Brá hann upp mynd af stjórnarfarinu í Auslur-Evróp Framhald á 15. síttu rtWMWWWMWWWWWMWM AÐ undanförnu hefur Leikfélag' Kópavogs sýnt sakamálalé’kntið „Gildr- an“ eftir Robert Thonias, . við mikla aðsókn. Næsta og 11. sýning verður í Kópayogsbíó í kvöjd. Leik stjóri er Benedikt Árna- son. Mynd n sýnir Pétur Sveinsson og Auffi Jóns- dóttur í .hjutverkum sm- um. WWWWHWWMWWWWWM Sements- geymar í Ártúnshöfða BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum 5. janúar síðastl. að gefa Sementsverksmiðju ríkisins kost á landi í Árlúns- höfða. Sementsverksmiðjan fær kost á þessu landi undir sements- geyma og fleira eftir nánari I útvísun borgarverkfræðings og , hafnarstjóra og skilmálum, er þeir setja. Greiðsla gatnagerð- argjalds er áskilin. AKBORÐSHL Stykkishólmi í gær. Varðskipiff Þór kom með < Skjaldbreið hingað um k!. 8 í morgun. Var Skjaldbreið lagt! hér við bryggju, og síðan '■ byrjað að reyna að dæla úrj henni og rannsaka skemmd- i irnar. Froskmaður af Þór fór i niður, og fann hann gai á fcafc borðshlið skipsins, sem er um faðmur á lengd. Einnig cr þa3 dældað við slingubrettið. Strax eftir að Skjaldtreið kom hingað voru settar fjórar dælur um borð, og reynt að létta skipið með því aö dæla úr lestinni. Ekki tókst þa'ð bet- ur en svo, að vatnsborðið læklc aði lítið sem ekkert. Var þá ' gef'zt upp við það og mun vera ætlunin að setja eitthvað fyrir gatið meðan dælt er úr lest- inni. Skömmu eftir að Skjaldbreið lagðisl að bryggju, stöðvuðust vélar hennai’, en aðalvéiinni hafði verið haldið í gángi til að dæla úr vélarrúminu, en t.ölu- verður sjór komst í vélarrúm- ið eftir strandið. Þegar skipið var dregið hing að inn flæddi sjór yfir þiifarið, og skipið rásaði til og fiá í tog inu, og gátu skipsmenn litla stjórn haft á stýrinu, þar scm skipið lá svo djúpt. Farþegarnir tveir, sem cftir voru um borð, komu strax í land, en áhöfnin var eftir um. borð, og mun ásamt Þórsmönn um vinna við björgunina. Sá hluti áhafnarinnar, sem fluttur var id Grafarness mun vcra þar enn í góðu yfi.-læt'. Asg. Alþýðublaðið — 18. jar. 1562 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.