Alþýðublaðið - 01.03.1962, Síða 13

Alþýðublaðið - 01.03.1962, Síða 13
HÉR BIRTAST MYNDIR af nokkrum prjónaflíkum á yngstu meðlimi fjöiskyldunnar. Lesendur Aljiýðublaðsins geta sent beiðni um uppskriftir að þessum prjónaflíkum, - en beiðnirnar þurfa að hafa borizt fyrir 15. marz. Við munum svo senda endurgjaldslaust uppskriftir til þeirra, sem þess kunna að óska. Þið eruð beðnar að taka greinilega fram, hvaða uppskriftir þið viljið fá, - og við vonum, að margar njóti góðs af þess- um uppskriftum. — Bara að skrifa, —, merkja upslagið: UPPSKRIFTIR, skrifa greinilega nafn og heimilisfang, — og uppskriftirnar koma með næsta pósti. HEYRT EÐA (OG) SÉÐ Á FUNDI kvennafélags- skapar hér f bæ í vik- unni var tekin til um- ræðu útgáfa barnabóka. Frú Jóhanna Kristjóns- dóttir hafði framsögu á fundinum. Hún sagði m. a., að nú væri skrifað fyrir vissa aldursflokka: fyrir börn, unglinga og fullorðið fólk, — cn áð- ur hefðu börnin verið látin lesa bækur, sem ætlaðar voru fyrir fólk, almennt, á öllum aldri, og þau hefðu broskazt á því að glíma við erfiðu orðin og orðasamböndin, sem þau í fyrstunni ekki skildu, — en lærðu síð- an að skilja og uku þar með við orðaforða sinn og þroska. Nú væri aftur á móti streitzt við að skrifa bækur fyrir börn, og þess væri vandlega gætt, að ekkert væri þar, sem börnin ekki fyrirfram skilja. Barna- bækur nútímans eru fremur til að hefta þroska barnanna en efla hann, sagði Jóhanna. — Hún gagnrýndi málið, sem barnabækurnar væru skrifaðar á og for- dæmdi lákúruna í boð- skap þeirra og stíl. Hún tók til dæmis upphaf . barnabókar, sein liún sagðist hafa nýverið rek- izt á. Það var svona: Vatn í katli, ef vcl þú hitar, verður gufa, — er þig svitar. Fundarkonur stóðu margar upp að lokinni ræðu frú Jóhönnu. Voru þær flestar á einu máli um það, að bæta þyrfti barnabókaútgáfu þótt þær greindi dálítið á um hvort Litla gula hænan væri góð barna- bókmennt eða ekki. — Þær samþykktu, að skora á barnabókaútge'f- endur að vanda útgáfu barnabóka. S 1 Bókaútgefandi hér í bæ var á dögunum að því spurður, hvort hann vildi gefa út mynd- skreytt ævintýri frá ýmsum löndum, — mjög falleg og góð ævintýri. Hann sagði, að hann langaði til að gefa um- ræddar bækur út, — hefði sjálfur dáðst að þeim á bókasýningu er- lendis, — en útgáfa þeirra væri tilgangslaus hér, — það vildu allir nýtízkulegar barnabæk- ur urn geimfara og eld- f Iaugar ... Alþýðublaðið — 1. marz 1962

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.