Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 4
Guöni Guðmundsson:
ERLEND TIÐINDI
GAGNSEMI Sameinuðu j»jóð
anna hefur verið mjög íil um
ræðu í Bandaríkjunum undan-
farið og sitt sýnzt hverjum.
Stjórnmálamenn hafa tekið til
máls með og móti Sþ, en þó
mun það vera staðreynd sam-
kvæmt skoðanakönnun, að að-
eins um 5Vc almennings í Banda
ríkjunum vilji, að landið fari úr
samtökunum.
Þesg deila, ef kalla má hana
svo, er ekki ný af nálinni. Það
er vitað, að Dean Acheson, fyrr
verandi utanríkisráðherra í for-
setatíð Trumans, hafði ekki sér
iega háar hugmydir um Sþ í'
ráðherratíð sinni og hefur það
tæplega enn í dag, hann er eins-
konar óopinber ráðunautur
, demókratafl. uin utanrikismál.
Þó að það sé tekið með í reikn
inginn, að viðhorf smáþjóða til
alþjóðasamtaka hljóti að vera
önnur en stórþjóða, þá hlýtur
það að koma borgurum smá-
þjóða á óvart, að stjórnmála-
menn, sem fyrst og fremst eru
kenndir við frjálslyndi og víð
sýni, skuli ganga fram fyrir
skjöldu í andstöðu við Sþ. En
þetta hefur einmitt gerzt vestra
nú upp á síðkastið.
Henry Jackson, öidungadeild-
arþingmaður frá Wasliington-
ríki, hélt fyrir skömmu ræðu í
Blaðamannaklúbbnum í JVas
bhigton D.C., þar sem hann réð
f.st alliiarkalega á samtökin og
kvað stjórn Kennedys forseta
hafa fallið í sömu gröf og stjórn
Eisenhowers, nefnilega að telja
Sameinuðu þjóðirnar miklu
veigameiri en ástæða væri til.
f ræðu sinni sagði Jackson m.a.:
„Þó að við höfum ekki talað
mikið um það upp á siðkastið,
er sannleikurinn sá, að bezta
vonin um frið og freisi er ekki
hjá Sþ. Sannleikurinn er raun
verulega þveröfugur. Bezta von
Sþ liggur í varðveiziu friðarins
og friðurinn er kominn undir
styrknum og einingunni innan
Atlantshafsbandalagsins og
dugnaði diplómata okkar.“
Það er svo sem nokkúð víst,
að efasemdirnar um Sþ eru ekki
aðailega meðal bandarískra
stjórnmálamanna, heldur ná
þær miklu víðar og stafa senni
lega aðallega af þeim hlutfalls
breytingum, sem orðið hafa
undanfarið í samsetningu sam
takanna vegna hins mikla f jölda
nýrra ríkja, sem hlotið hafa
sjálfstæði í Afríku og öll fengið
aðild að samtökunum. Tvö at-
riði önnur hafa líka haft veru
leg áhrif í þessa átt.. Annars
vegar Kongó-málið og hins veg
ar Belgrad-ráðstefna hinna hlut
lausu.
Kongómálið olli því fyrst og
fremst, að ýmis hægri öfl, sem
hliðholl voru Tshombe í Kat-
anga, hófu hávær mótmæli út
af afskiptum Sþ og sömuleiðis
fengu aðrir aðilar bakþanka út
af því í því máli lentu Banda-
ríkjamenn í nokkurri andstöðu
við bandamenn sína í Evrópu —
Ráðstefnan í Belgrad gerði sig
hins vegar seka um að fordæma
vesturveldin með miklu meiri
ofsa en kommúnistaríkin, og er
ekki óeðlilegt að draga af því
þann lærdóm, að a.m.k. veru-
legur hluti hinna hlutlausu og
nýju ríkja standi nær kommún
istum. Þegar tekið er tillit til
þeirrar „saltpoka-aðstöðu", sem
þau liafa, er ekki óeðlilegt, að
nokrar efasemdir geri vart við
sig.
Á það hefur verið bent, að
ýnisir framámenn í heimi hér
séu af öllu þessu farnir að.
gera lítið úr því, sem kallað
hefur verið „almenningsálitið í
heiminum“ og m.a. taldi Jack
son í ræðu sinni að menn skýldu
sér oft bak við þetta hugtak,
þegar þeir væru komnir í rök-
þrot. Ennfremur er með réttu
bent á þá staðreynd, að þetta
hugtak beið nokkurn hnekki,
þegar Asíu- og Afríkuríkin hjá
Sameinuðu þjóðunum skrifuðu
undir þá kenningu Indverja i
sambandi við hernám Goa, að
til væru „réttlát stríð“. Er eng
inn vafi á, að sú samþykkt Sþ
liefur haft verri afleiðingar fyr
ir Sþ, en flest annað, sem fyrir
þær hafa kolnið.
Það skyldi þó enginn ætla,
að Jackson sé sá eini vestan
hafs, sem látið hafa í ljós skoð
un á þessum málum. Viðbrögðin
við ræðu hans létu ekki bíða eft
ir sér. Það var Hubert H. Hump
hrey, öldungardeildarmaður frá
Minnesota, sem brá einna harð
ast við. í sjónvarpsræðu 1. apríl
sakaði liann Jackson raunveru-
lega um að baka öryggi Banda-
ríkjanna verulegt tjón með
gagnrýni sinni á þeim áhrifum
sem Sþ hafi á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna. Hann minntist
ekki á Jackson með nafni, en
augljóst var, að hann átti við
hann, því að hann ræddi ýmis
sömu atriðin, sem komið höfðu
fram í ræðu Jacksons, í sama
sjónvarpsþætti tók Stevenson,
sendiherra Bandaríkjanna lijá
Sþ, mjög í sama streng og Hump
hrey, þó að hann væri ekki eins
harður í horn að taka.
Það er enginn efi á því, að
það er í raun og veru gott að
fá þessar umræður um viðhorf
ið til Sþ fram í dagsljósið, þó
að þær kunni ef til vill að skaða
Bandaríkin eitthvað um stund.
The New York Times bendir
réttilega á, að hinum látnu for
ingjum flokks Jacksons, Wilson
og Roosvelt, mundi hafa kom
ið orð hans spánskt fyrir sjónir
mönnum, sem hvor um sig
tengdu svo miklar vonir við
Þjóðabandalagið og Saineinuðu
þjóðirnar.
Kennedy forseti virðist enn
ekki hafa tekið af skarið um
afstöðu sína til orða Jacksons.
Á blaðamannafundi sínum í s.I.
viku varði hann Sþ af miklum
ákafa, en sagði jafnframt, að
ekki væri nein óeining milli
sin og Jacksons. Það má hins
vegar búast við því, að umræð
ur þessar skýri nokkuð viðhorf
in til Sþ, og lítil ástæða virðist
vera til að ætta annað, en tengsl
in styrkist frekar en liitt.
Þau ummæli Jacksons, að
Bandaríkjamenn geti betur
starfað innan NATO eru að sjálf
sögðu vitleysa, því að hvar verð
ur annars staðar náð beint til
103 þjóða en einmitt hjá Sþ.
LIST OG MENNT
I YMSLHVI LÖNDUM
^YZKI myndhöggvarinn Ewald.
Mataré (sjá mynd) hélt upp á
75 ára afmælið sitt 25. febrúar
s. 1. Hann var málari áður en
lann sneri sér að liöggmyndalist,
sém' hann auðgaði með skörpu
formi og hugmyndaríkum skreyt
ingum.
Höggmyndarinn, sem fæddist
í Aachen, vakti snemma á sér at-
4 6. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
hygli fyrir dýralíkneski, sem
einkum sýndu ketti, kýr og hesta
í hvíld. Dýrin eru mótuð í suð-
ræna viði eða stein og umkringd
leyndardómum.
Ewald Mataré varð hvorki
fyrir áhrifum frá né afvegaleidd-
ur af expressionismanum, sem
fór eins og eldur í sinu um Þýzka-
land um þetta leyti.
Hann leitaði að og fann sinn
eiginn stíl, sem síðar var lýst.
sem „töfra-raunveruleiki“. Hann
ferðaðist um Norðurlönd og fékk
ágæta dóma fyrir ýmsar sýning-
ar sínar og loks árið 1932 hlaut
liann stöðu, fyrirlesara við Lista-
liáskólann í Diisseldorf.
Þar sem liann neitaði að gang-
ast undir afskipti Hitler-stjórnar-
/
Þar að auki bjó liann til á
vinnustofu sinni tréskurðarmynd-
ir, veðurvita og medalíur, sem
bera hugmyndaauðgi hans glæsi-
legt vitni.
Myndin er af styttunni „Fön-
ix“, sem er skreytt útflúri. Hún
var í öndvegi á sýningu á utan-
hússlist í Hamborg 1953, en prýð-
ir nú stóra skrifstofubyggingu.
innar af málefnum listarinnar
varð hann að segja lausri stöð-
unni 1933. Næstu árin bjó hann
í kyrrþey og helgaði sig einkum
írúarlegri list.
Það var ekki fyrr en 1945, að
hann varð háskólakennari i Diiss-
eldorf og eftir styrjöldina hefur
liann skapað mörg framúrskar-
andi listaverk.