Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 11
T i Hik FT- 1 /V 5 A/W - hlt. BU VTA > T Ó/Va/ SftM- 4ÚS 5 Am- HlJ. TALA 5/óm- H L J. ÝTÉT/V/V' TéiftCr • - •-T~ 'C.'T^í** , -■•••• T 0/v/v; V- I P - L BiÞJA UAA $7yó4 Jfl ,'• . .•.-..•••r. ;-:i ý&yj y'fípj foR 6rÉ 1 S A f - rV f Kf-5 f J .. •/3 •. !'/• '‘V. /VOÓvA .-Ln (rb$f\N l-U 4 í;í a Qs 5 A CÓain K öajA •• *i TÓ/Va/->> s m'a- Fíytja. • ; Pc 5 r- U R Ll T A l A Sam u/i. L Í K m * íWK- bTfiF UR STéáA Lfí Ta/. B/tA/ V( RþA tRFl^ARA - ■ - is/ € i) A N Á íÓTU/Vi JkRlf/jRl (/V> 1 ,/VCr íþRÓrtfl- t-\Lf\Cc KRýDD F 0 R - FAi iR Þ)l/V6rJ) LITA HfcTifc 'AFLO& V£ Rmi 5 P ujRrt -»V ÍA/ /VIA^uR -■> STÓR V i/v/v- i/VÚrUR 1 •» 'Pi öRb FAST T öaa ÉVÍ)A <r * / / iT •. V-V TA lA f FV 1 ■yöN'í) FRost- 5k L/m/vó KLti>i AA A L. i N -- fi ._•'■ • fc' SÓ0./V £l /VL> VvúrR l, {fcVSKAÓ fÆí>ll< ->FL í k ■V Vftl/V í fts 1 U -f., >x.«; ••• 'Tv;-T • í $0 HU - 1 At K.J dT- Bi Tf\ •'• • >cf 'fv ■ ‘ .i* ÞAÐ er algengt, þegar einhvern mann skortir fé og hann á þess kost að fá það að láni, að lán- veitandinn geri það að skilyrði fyrir láninu, að einhver þriðji maður ábyrgist greiðslu lánsins. Ábyrgð eins manns á skuldum annars getur einnig átt rót sína að rekja til annarra atvika en lántöku. í sambandi við ábyrgðir eru ávallt fyrir hendi þrír aðílar. Ábyrgðarmaður heitir sá, sem tekur á sig ábyrgðina. Aðalskuld- ari er sá nefndur, sem ábyrgzt er fyrir, en kröfuhafi (skuldareig- andi), sá, sem öðlast hefur rétt gagnvart ábyrgðarmanni. Tíðast er það, að um ábyrgð sé gerður skriflegur samningur. Er það oftast gert með þeim hætti, að á samning aðalskuldara og kröfuhafa eða á einhliða skuld- arviðurkenningu skuldara er rit- uð yfirlýsing ábyrgðarmanns. — Víxilritun er oft notuð sem form fyrir ábyrgðarskuldbindingu. Skylda slíks „ábyrgðarmanns” er þá mjög undir því komin, hvar nafn hans stendur á víxlinum, enda byggist sú skylda í einu og öllu á víxilréttinum, en um þann rétt hefur áður verið ritað í þáttum þessum. Skrifleg yfirlýsing er ekki skil- yrði ábyrgðar. Munnlegt loforð eða samningur getur og stofnað ábyrgð, en sönnun fyrir t.ilvist slíkrar ábyrgðar er torveldari, heldur en þegar hún er skrifieg. Jafnvel með atferli sínu einu saman geta menn tekizt á hend- ur ábyrgð. Svo er t. d. talið, þeg- ar ákveðinn maður biður um lán eða vöruúttekt handa öðr- um manni. Þegar löglega hefur verið frá ábyrgð gengið, Jrefur stofnazt réttarsamband milli kröfuiiaía og ábyrgðarmanns. Á þetta rétt- arsamband reynir þó eJcki, ef að- alskuldari innir skyldur sínar af hendi samkvæmt skilmálum við kröfuhafa. Ef nú reynir á ábyrgðina, skipt ir miklu máli, með hvaða hætti ábyrgðin er. Er þar greint á milli einfaldrar ábyrgðar og sjálfskuldarábyrgðar. Einföld er ábyrgðin, þegar ábyrgðarmaður er ekki skyldur til að greiða skuldina, nema kröfuhafi hafi fullreynt að innheimta hana hjá aðalskuldara, og hvilir sönnunar byrðin um þetta atriði á kröfu- hafa. Þessa sönnun tryggir Jiann sér jafnan með málssókn og eft- irfarandi árangurslausri aðfarar- gerð á hendur aðalskuldara. Þegar um sjálfskuldarábyrgð er að ræða, er ábyrgðarmanni skylt að greiða skuldina á giald- daga, þótt engar tilraunir hafi verið gerðar til innheimtu hjá aðalskuldara. Þegar skuldin er í gjalddaga fallin, hefur kröfu- hafi heimild til að krefja nvort heldur aðalskuldarann eða á- byrgOormanninn. Af þessu sést hinn mikli mun- ur á þessum tveimur tegundum ábyrgða. Ábyrgðarskuldbinding er talin einföld ábyrgð, nema um annað sé sámið, lög mæli fyrir á annan veg eða annað sé venja. Sjálfskuldarábyrgð er venjulega gefin til kynna með orðalaginu „sem sjálfskuldarábyrgðarmað- ur“, „in solidum” eða „solidar- iskt“. Ábyrgðarsamningurinn segir oftast til um það hve skylda á- byrgðarmannsins er víðtæk. — Ljóst er, að skylda þessi nær á- vallt til greiðslu höfuðstólsins. Ef skyldan á einnig að ná til vaxtagreiðslu, er öruggast að taka það fram í ábyrgðaryfirlýs- ingunni. Vera má þó, að ábyrgð- armaður yrði dæmdur til vaxta- greiðslu, ef sannað væri, að liann hefði vitað, að skuldin ætti að bera ávöxt, en hefði ekki sérstak lega undanþegið sig ábyrgð á greiðslu þeirra. Um greiðslu málskostnaðar í máli kröfuhafa gegn aðalskuld- ara gilda mismunandi reglur eft- ir því, hvort um sjálfskuldará- byrgð er að ræða eða einfalda á- byrgð Sjálfskuldarábyrgðarmað- ur ábyrgist ekki greiðslu á þess- um málskostnaði, því að liann getur bent á, að kröfuhafi hefði getað leitað beint til sín og spar- að sér málaferli gegn aðalskuid- ara. í sambandi við einfalda á- byrgð er þessu á gagnstæðan veg farið. Þar er málarekstur nauðsynlegt skiíyrði fyrir kröíu- hafa til að sanna getuleysi aðal skuldara í þeim tilgangi að öðl- ast heimild til að ganga að á- byrgðarmanninum. Slíkur á- byrgðarmaður verður þvi a8 greiða áfallinn málskostnað. Dráttarvexti þarf sjálfskuldar- ábyrgðarmaður ekki að greiða, nema sérstaklega sé um samið, en -ábyrgðarmaður samkvæmb einfaldri ábyrgð verður greiða dráttarvextina. Um samband aðalskuldara og ábyrgðarmanns er það að segja, að sá síðarnefndi gengur venju- lega í ábyrgðina vegna tiimæla. skuldara. Vfirleitt ber ábyrgífar- manni ekkert endurgjald fyrir ábyrgðina út af fyrir sig, nema sérstaklega sé um samið. Þcss vegna kemur endurgjald ekkl tik greina, ef ábyrgðarmaður gcngsb ótilkvaddur í ábyrgðina. Þurfi ábyrgðarmaður að ieysa til sín ábyrgðarskuldina, á hanu heimtingu á að fá endurgreiddr an allan nauðsynlegan kostnað, sem hann hefur orðið að greiða vegna ábyrgðarinnar. Hins veg- ar getur hann ekki krafið kostn- að, sem hann gat komið í vejj. fyrir að til væri stofnað, t. <i. málskostnaður á dómstóli kröfu- hafa gegn ábyrgðarmanni. Þegar ábyrgðarmaður hefu* greitt skuldina, á hann rétt tifc að fá skuldina framselda sér, og, við það framsal öðlast hann allan, þann rétt, sem framsalshafar al- mennt fá í slíkum tilfellum. Oft er það, að fleiri en eirii>, maður takast á hendur ábyrgðt fyrir aðalskuldara. Slík ábyrgtk getur verið með tvennum hætt- um. Ábyrgðin er sögð pro rato. (að hluta), þegar hver ábyrgðar- Framhald á 12. síðu. ALÞÝÐUBLAOIÐ - 15. apríl 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.