Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 13
✓ / • • GO 1LIDO i KVQLD Stórt úrval vinninga: Flugferð til útlanda — ísskápur — Grillofn — Bónvél — Ryksuga — Páskaferð, innanlands og fjöldi annarra glæsi- legra vinninga. Stjórnandi Svavar Gests. — Ókeypis aðgangur. — Dansað til kl. 1. Kvöldverðargestir frá 1 spjald ókeypis. S.U.J. SJÓDIÐ VATNIÐ í nótt og mikil rigning yrði, var talið, aS þctta gæti þó breytzt. Gunnar Steinsen, starfsmað- ur vatnsveitunnar, skýrði blað- inu svo frá í gær, að vatnið liefði hjaðnað um 15 cm um liá* degi. Seinna í gær ætluðu starfsmenn vatnsveitunnar að athuga ástandið nánar. Dælustöðin í Gvendarbrunn um er umflotin vatni. í dælu- stöðinni eru tvö inntök, og er annað þeirra gamalt. Gunnar Steinsen skýrði blaðinu svo frá, að ástandið væri verra við yngra inntakið, en hætt liefði verið að dæla. Gunnar sagði að lokum, að í gærmorgun hefði vatnsyfir- borðið verið 1.20 m. hærra en það var á föstudagsmorgun. •- Hann sagði, að um óvenju slórt hlaup væri að ræða. Gkki væri hægt að gera sér grein fyr ir hvernig á þessu stæði, þó að leysingarnar yllu þessu að ein- hverju leyti. Einn starfsmaður vatnsveit- unnar, sem starfað hefur við hana í 30 ár telur, að aldrei hafi áður orðið eins mikil flóð þarna á þessu svæði. Erfitt var að komast að Jaðri í gær neina á stórum bílum, en þó mun díU liafa komizt í gær að Silunga- polli. Vatnavextirnir komu að miklu Ieyti um Hólmsá, en Suðurá vex ekki. Vatnið hleyp ur yfir allt, og í Rauðhólum er allt á floti. Vatnsyfirborðið í Elliðaám hefur hækkað að mun. Sem dæmi má nefna, að vatnið flaut yfir tvo garða vatnsveitunnar við inntökin í dælustöðina. Framhald ,af 1. síðu. að livort vatnið væri skaðlegt cða hættulegt vegna gruggs- ins í því, en sjálfsagt væri að vera vel á verði og neyta þess ekki nema það væri soðið. Hann sagði ennfremur, að sama gilti um sjúkraliús og skip og íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness. — Fylgzt yrði vel með þessu, og aðalatriðið væri að vera vel á verði og líta þetta ekki of dökk um augum. Sigurður Pétursson gerla- fræðingur mun taka „prúfur” af vatninu, en það er gert einu sinni í viku þó að ekkert til- efni sé til. Hann mun rækta gerla í vatninu, og getur það tekið 24—48 klukkutíma. Ó- hrcinindin í vatninu munu ekki vera hættuleg, en í því munu vera saurgerlar eða Coli- gerlar, sem éru ekki hættuleg- ir, en ef hins vegar faraldur geysar geta þeir verið sýkla- berar. Samkvæmt óstaðfestum lieim ildum mun ástandið í Gvendar- brunnum ekki vera verra en oft gerist hjá vatnsveitum úti á landi. Vatnið hafði hjaðnað eftir liádegi, og ekki er hætta á að það vaxi. Ef hann hvessti 50 ára verzlunar- afmæli VERZLXJNIN Marteinn Ein- arsson & Co., ein stærsta vefnaðarvöruverzlun bæjar- ins, á 50 ára verzlunarafmæli á mánudaginn keinur. Á myndinni sést 'hið glæsilega verzlunarhús, sem Marteinn Einarsson byggði við Lauga- veg 31 árið 1928. Verzlunin hefur nú nær eingöngu á boðstólum ým- iss konar álnavöru, en áður var hún líka með matvörur og nýlenduvörur. Núverandi eigendur verzlunarinnar eru börn Marteins, sem verzl unin lieitir eftir, bræðurnir j Gunnar og Eberhardt. Nemendasýnlngu heldur Dansskóli Hermanns Ragnars í Austurbæjarbíó, miðviku daginn 18. apríl kl. 5,15 e. h. Um 200 nemendur, börn, unglingar og fullorðnir koma fram á sýningunni. Gamlir dansar eins og t. d. Lambet Walk — Charleston og 40 ára gamall Tangó. Nýir dansar eins og t. d. Cha-sha-cha — Jive — Pachanca — Twist. Hljómsveit Magnúsar Péturssonar aðstoðar. Sýningin verður ekki endurtekin. HREINSUM VEL HREINSUM FLJÓTT Hreinsum allan fatnað Sækjum — Sendum Efnalaugin LINDIN Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51 Sími 18820. Sími 18825. Bandalag háskólamanrta heldur almennan fund háskólamenntaðra manna í 1. kennslustofu Háskólans í dag kl. 14.00. Fundarefni: Frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna og afstaða BHM til þess. Fulltrúaráð BHM. Fyrir páskana SOKKABUXUR fyrir börn, verð frá kr. 89,— ENSKAR BARNAHÚFUR, verð frá kr. 54,— CREPE LEISTAR, hvítir, mislitir. Mikið úrval af TELPUGOLFTREYJUM. Verzlunin ÁSA Skólavörðustíg 17 — Sími 15188. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. apríl 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.