Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 3
Eru þeir erkiaular? ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur átt tal við Jón Sigurðsson, formann Sjó- mannafélags Reykjavikur, vegna opinberrar fullyrðingar Ragnars Tliorsteinsson útgerðarmanns, um Karlsefnismenn. Jóni fórust orð á þessa leið: „í dagblaðinu Vísi í gær, var það haft eftir Ragnari Thorstein- son, að það muni álit skipshafnar á Karlsefni, að þeir væru ekkert verkfallsbrot að fremja, þótt þeir færu á veiðar eftir að til verkfalls var komið á togaraflotanum. Ég held að Ragnar þessi sé bú- inn að gera áhöfninni nóg til bölv- unar, þótt hann klykki ekki út með því að auglýsa alla hásetana á Karlsefni og fleiri á skipinu, sem einhverja erkiaula, sem ekki hafi JON SIGURÐSSON vitað hvaða reglum skyldi fylgt, ef til verkfalls skyldi koma, en um það var ákveðið samið, þegar samn- ignar voru síðast undirritaðir. í 26. gr. þess samnings segir svo: Ef til verkfalls kemur, þegar samningur þessi er úr gildi og samkomulag hefur ekki náðst um nýjan samning, heimilast togur- um þeim, er verkfallið nær til, að ljúka veiðiferð þeirri er þeir voru komnir í þegar verkfallið hófst og telst þar með söluferð ef skipið hefur veitt fyrir erlendan markað. Ilins vegar skuldbinda útgerðarmenn sig til að láta skip- in koma heim og hætta að Iokinni veiðiferðinni, ef verkfalii er ekki lokið. Sé ekki staðið við þá skuld- bindingu, eru skipverjar ekki skyldir að framkvæma neina vinnu í þágu útgerðarinnar, nema því einu að sigla skipinu heim. Það er alveg þýðingarlaust fyr- ir útgerðarmanninn, að bera það á borð fyrir alþjóð, að hvorki hann eða skipshöfn Karlsefnis, hafi ekkert vitað um þessar reglur, sem fylgja skyldi og haldnar hafa verið af öllum útgerðarmönnum togara að undanteknum þessum I Fréttaþjónusta G J Á ÞAÐ LITUR UT FYRIR FRAM- BJÓÐENDAVOR í ÁR “þO ERT VISS UM HANN HEFÐI EKKI MÁTT V/ERA MINNI. JÓNMINN’" r f. PiQQ FUNDUR í DAGSBRÚN ★ DAGSBRÚN heldur félagsfund í Iðnó í dag kl. 2. Á dagskrá fund- arins er m. a. tillaga stjórnar fé- lagsins um að Dagsbrún kaupi, á- samt Sjómannafélaginu hús. Þá verða kaupgjaldsmálin rædd og ýmislegt fleira. BANDARÍSKU stáliðjuverin, sem hækkað höfðu verð á stáli, hafa nú tilkynnt að þau hafi tekið aftur verðhækkunina. Hefur Kenn Vegir lokast vesna flóða MIKIÐ hefur flætt yfir vegi á síðustu dögum vegna hlákunnar. Suðurlandsvegur er víða lokaður af völdum vatns. Hólmsá flæðir yfir veginn á 200 metra svæði. — Flóð er við Lækjarbotna, og lijá Ilvolsvelli er vegurir.n iokaður. í Varmahlíð undir Eyjafjöllum flæðir yfir vegi og á mörgum stöð- um í Vestur-Skaftafellssýslu. — Krísuvíkurleið er lokuð vegna skemmda. Þessi mikli vatnsgangur stafar af því að stórrigning kom ofan á lausan snjó svo að hann bráðnaði miklu fyrr en ella. Enn háir snjór samgöngum víða um land, en þó er nú fært til Ak- ureyrar. Húsavíkurleiðin verður opnuð stórum bílum á morgun. — Útnesvegur er fær stórum bílum, og fært er í Dali. Svínadalsleið í Dalasýslu og leið in fyrir Gilsfjörð verður rudd á mánudag og þriðjudag. Ekkert hef ur frétzt af samgöngum á Aust- fjörðum, en þó má telja víst að færð þar hafi batnað, vegna leys- inganna. edy forscti því unnið skjótan og glæsilegan sigur með aðgerðum sínum gegn stáliðjuverunum, en verðhækkunin olli mikilli ólgu og óánægju í Bandaríkjunum, Skömmu eftir að verðhækkunin hafði verið tilkynnt, fordæmdi Kennedy liana harðlega á fundi með blaðamönnum. Sagði hann, að forstöðumenn stáliðjuveranna væru gersamlega skeytingarlausir um þjóðarhag, en hugsuðu einung- is um cigin górða. Verðhækkunin væri óréttlætanleg. Samtímis fól Robert Kennedy, dómsmálaráðlierra, dómstói cinum í New York fylki, að rannsaka, hvort verðhækkunin bryti ekki í bága við löggjöf um auðhringa. Þá tilkynnti McNamara, land- varnaráðherra, að gerðir yrðu nýj- ir samningar um kaup á stáli til hernaðarþarfa og myndu þeir samn ingar gerðir við þau fyrirtæki, sem ekki liefðu hækkað stálverðið. Verkalýðsleiðtogar og stjórn- málamenn í Bandaríkjunum réðust liarðlcga í ræðu og riti gegu for- ustumönnum stáliðjuveranna og sömuleiðis flest dagblaðanna. í fyrradag tilkynntu svo ýmis smærri stáliðjuver, að þau myndu I ekki hækka verðið og síðan til- ! kynnti stórfyrirtækið Betlehem 1 Steel að það hefði hætt við verð' hækkunina. Gerðu þá önnur stór- fyrirtæki slíkt hið sama vegna „breyttrar samkeppnisaðstöðu", eins og þau orðuðu það. Þykir þetta einn mesti stjórn- málasigur sem stjórn Kennedya hefur unnið og eru Demokratar ofsakátir yfir úrslitum málsins. Fellf aS fjölga Á FUNDI bæjarstjórnar Keflavíkur sl. fimmtudag báru fulltrúar Alþýðuflokks- ins fram tillögu þess efnis, að bæjarfulltrúum í Kefla- víkurkaupstað yrði fjölgað úr 7 í 9. Tillagan var felld með 4 atkvæðum íhaldsmeirihlut- ans gegn 3 atkvæðum Al- þýðuflokksmanna og Fram- sóknarmannsins. Keflavík er þvi eini stóri kaupstaðurinn, sem enn hef ur aðeins sjö bæjarfulltrúa. MMMMMMMMMMMIMMUM flo.kkurinn REYKJAVÍK ★ HVERFISSTJÓRAR Al- þýðuflokksins í Reykjavík eru minntir á fundinn ann- að kvöld, mánudag, klukkan 8,30 í Alþýðuliúsinu, niðri. — Mjög áríðandi að mætt sé vel og stundvíslega. AKRANES ★ ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK Akra- nesi! Áríðandi fundur á sunnudag kl. 5, í Stúkuheimilinu. Fundar- efni: Gengið frá framboðslista tll bæjarstjórnarkosninga. — Alþýðu- flokksfélögin. KEFLAVÍK FULLTRÚARÁÐ Alþýðuflokksins í Keflavík heldur fund mánudag- inn 16. apríl kl. 8 síðdegis í Ung- mennafélagshúsinu. ★ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN I KEFLAVÍK: Að I o k n u m fundi Full- trúaráðsins kl. 9 síðdegis verður sameiginlegur fundur Alþýðu- flokksfélaganna á samá stað, og verður þar tekin fullnaðarákvörð- un um framboð flokksins til bæj- arstjórnarkosninganna. 1. maí nefndin 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna f Reykjavík heldur fund í dag kl. 10-30 f. h. I Alþýöuliúsinu við Hverfisgötu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. apríl 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.