Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 2
fStatíórar: Gisli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AðstoSarritstjórl: Björgyin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — AÖsetur: Alþýðuhúsia. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu ■—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á máriuðl. í lausasölu kr. 3.00 emt. Útgef- andi: Aipýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Lóöaglíman við íhaldið EKKERT er ofar í huga ungra hjóna, sem eru að (byrja að búa en að eignast eigið húsnæði. Og æska Œteykjavíkur hefur verið stórhuga. Hún hefur ekki talið eftir sér að vinna mikið til 'þess að geta eign- <azt þak yfir höfuðið. Dæmin eru orðin mörg um unga menn, sem unnið hafa sjálfir baki brotnu í <aukavinnu að því að koma sér upp húsnæði. En það <eru mörg ljón á veginum, sem mæta þeim, er koma Vilja sér upp húsnæði í höfuðstaðnum. Og það ifurðulega er, að oft er það erfiðast að fá lóð til að foyggja á. Það kostar mörg sporin á skrifstofur fborgarstjórnar að komast yfir lóð. Og þeir eru orðn ir nokkuð margir Reykvíkingarnir, sem gefizt ■tiafa upp í lóðaglímunni við íhaldið í Reykjavík. *Þessir menn hafa að vísu ekki gefizt upp við að t»yggja en þeir hafa orðið að 'hrekjast í önnur bæj- ■cirfélög vegna þess að fæðingarbær þeirra gat ekki «éð þeim fyrir lóðum. Þannig hafa fjölmargir fReykvkingar orðið að leita til Kópavogs og Hafn- arfjarðar til þess að fá lóðir vegna þess að borg- arstjórn Reykjavíkur hafði ekki komið því í verk «að skipuleggja nægilega stór svæði undir íbúðalóð ir. Hér er pottur brotin. Þeir, sem fæddir eru í höf uðstaðnum og vilja búa þar eiga þá kröfu á borg- arstjórn að hún búi þannig að þeim, að þeir þurfi ekki nauðugir að hrekjast á brott. Og lóðimar eiga <að vera fyrir fleiri en útvalda gæðinga Sjálfstæðis ’f lokksins. Þær eiga að verða fyrir reykvíska borg 1 <ara hvar í flokki, sem þeir standa. Sannleikurinn er sá að lóðamálin í Reykjavík eru a algeru öngþveiti. Það er engin leið fyrir þann er vill byggja að fá lóð undir hús eða íbúð af þeirri 1 <stærð, er hentar fjölskyldu hans. íhaldið auglýsir ef til vill að nú verði úthlutað nokkrum lóðum und ir t. d. tveggja hæða hús, en að sérhver geti sótt um ■ lóð undir íbúð er hentar fjölskyldu hans, er útilok- : <*Ö. Þess vegna verða flestir að byggja hús af allt annarri stærð en þeim hentar og er hér að finna ' eina ástæðuna fyrir hinu óhagkvæma húsnæði í höfuðborginni þar sem nýting er verri en í nokkru Öðru landi Vestur-Evrópu. Það er kominn tími til að hér verði breyting á. En slík. breyting verður ekki nema Sjálfstæðisflokkurinn missi meirihlut lann í næstu kosningum til borgarstjórnar. BAZAR OG KAFFISALA er í Landakotsskóla í dag frá kl. 2—8. £ á » Allir velkomnir. 12 KJORBUÐIR A 5 ARUM í ■ , KRON opnaði sjálfsafgreiðslubúð 28. nóv. 1942 og var það fyrsta kjörbúðin í Evrópu. Sú búð varð þó ekki langlíf — en 1957 var þráðurinn tekinn upp að nýju, og kjör- búðir byggðar eða gömlum búðum breytt sem hér segir: 1. Hlíðarvegi 19, Kópavogi Marz 1957 2. Skólavörðustíg 12 Sept. 1958 3. Langholtsvegi 130 Des. 1958 4. Dunhaga 20 Júní 1959 5. Hrísateigi 19 Febr. 1960 6. Tunguvegi 19 Des. 1960 7. Nesvegi 31 Febr. 1961 8 Barmahlíð 4 Ágúst 1961 9. Álfhólsvegi 32, Kópavogi Okt. 1961 10. Borgarholtsbraut 19, Kópav. Nóv. 1961 11. Ægisgötu 10 Febr. 1962 12. Þverveg 2, Skerjafirði Marz 1962 Sími 15963 - 11245 - 32715 - 14520 - 32188 - 37360 - 15664 ~ - 15750 - 19645 - 19212 - 14769 - 11246 Aðrar búðir KRON Matvörubúð, Grettisgötu 46 Sími 14671 Matvörubúð, Bræðraborgarstíg 47 — 13507 Matvörubúð, Langholtsvegi 24 — 34165 Vefnaðarvörubúð og skóbúð, Skólavörðustíg 12 — 12725 Bókabúð, Bankastræti 2 — 15325 Raftækjabúð, Skólavörðustíg 6 — 16441 Búsáhaldabúð, Skólavörðustíg 23 — 11248 Járnvörubúð, Hverfisgötu 52 — 15345 Sendum heim samdægurs ef pönfun berzf fyrir hádegi Á laugardögum ef pönfun berzt á fösfudag KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS 2 15. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.