Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 15
eftir Jean Carceau ó undan. Hann var alltaf til að vera síðasta nafnið sem lesið var npp — hann vissi að það kom síðast og að fólk myndi muna eftir því”. Clark lék í síðasta sinn í út- varp árið 1939 í marz. Þá lék hann ásamt Claudette Colbert í Óskars-hlutverkunum í 4,Það skeði um nótt“. „Ást á hlaupum" gekk svo illa að MGM ákvað að breyta til um hlutverkaskipun fyrir Clark. Hann átti að leika Charl- es Parnell, ískan föðurlandsvin, sem berst fyrir frelsi írlands. Myrna Loy lék Kathie O'Shea sem verður honum að falli. Clark bjó sig vel undir lilut- verkið, hann lét barta sína og yfirl'regg vaxa og æfði sig á írskum hreirh, því móðir Pern ells hafði verið amerísk og því var ekki nauðsynlegt að hann talaði með hreinum írskum hreim. Þegar átti að fara að farða Clark og laga hann til kom Stan, farðarinn með heitt krullujárn til að krulla langt yfirvaraskegg ið. „Ég krullaði endana fagur- lega“, segir Stan“, en járnið var of heitt og þegar Clark snerti broddana urðu þeir að ösku einniv Ég var skelfdur en Clark bara hló og sagði: „Fari það til fjárans, við verðum að nota það yfirvaraskegg sem ég hef eft- ir“. Kvikmyndin var sýnd snemma í júní og auglýst mikið. Um það leyti voru Clark og Carole farin að vera mikið saman. Hún Skreytti allt kvikmyndaver MG merkjum með nafninu Parnell á. Parnell myndin var mjög mis lieppnuð. Þúsundir reiðra aðdá enda skrifuðu MGM og skpmm- uðust yfir hlutverkinu. Fólk vildi ekki að Clark færi að leika hetjur sem létu konur verða sér til falls. Þeir vildu hafa hann harlmanqlegan, og „töff“ í kvennamálum". Yinir Clarks stríddu honum ó- spart með ,,Parnell“. Clark tók því öllu vel en hann sagði síð- ar: „Það skal enginn framar fara svona með mig. Ég þekki mín takmörk, ég er beztur í galla buxum og bússum". ÍCarole hafði látið prenta þús undir af Parnell merkjunum og eftir að þau voru gift sta'/t hún þeim í ailt mögulegt á heim/- inu. Merkin voru alltaf að finn ast í bókunum hans Clarks, föt unum hans, matnum og á öðr- um óvæntum stöðumi. MGM setti Clark aftur í hans venjulegu hlutverk í næstu mynd „Saratoga" og þar lék Clark á móti Jean Harlow. Je- an dó á meðan á kvikmyndun- inni stóð og félagið varð að taka ákvörðunum hvort ætti að taka alla myndina upp aftur' eða hvort ætti að láta staðgengil Jean Mary Dee leika lilutverk hennar. Þrjár sti|.kur voru reyndar með endurtekningu myndarinn ar í huga. Ein af þeim var sex tán ára stúlka, Yirginia Grey, lag leg og ljóshærð stúlka sem fékk sjötíu og fimm dali á viku. Clark lék á móti Virginiu í reynslumjlidinni. „Ég var hræðilega taugaó- styrk þegar ég var látin vita um þetta“, segir Virgina. ,^ér var sagt að Clark væri lirein- asti Casanova og ég var á v«Í5ii „Hann kemst ekki langt með mig“, sagði ég við sjálfa mig“. „En mér til mikillar un'drunar var hann svo elskulegur. Hann var svo vingjarnlegur og hjálp aði mér svo mikið að mér fannst ég hafa eignast sannan vin“.\ Loks ákvað MGM að ljúka myndinni með aðstoð ungfrú Dee (en andlit hennar sést hvergi og Virginia hélt áfram að bíða eftir „heppninni". En eftir j/etta sá Clark svo um að hún fengi hlutverk í öll- um haps myndum sem hægt var. Um haustið komst Clark aft- ur í fyrirsagnir blaðanna. Ed Sullivan sem sá um fréttir frá Hollywood fyrir stóran blaða- hring hafði verið beðinn um að lialda keppni um konung og drottningu kvikmyndanna. Dagblöðin sáu um atkvæða- söfnun í borgunum og eftir því sem Ed segir komu inn tuttugu milljón atkvæðaseðlar í fimmtíu og fimm borgum. Árangurinn varð sá að Clark var útnefnd- ur „Kóngur" og Myrna Loy „Drottning". Formleg krýningarahöfn var haldin í MGM kvikmyndaverinu og Ed Sullivan var siðameistari. Kórónurnar voru skreyttar úr- klippum úr dagblöðunum sem að keppninni stóðu. „Þessi frétt birtist um allan heim“, segir Ed, „því dagblöðin sem að henni stóðu voru áhrifa rík og þau sögðu öll þessa frétt sem forsíðufrétt". Auknefnið „Kóngurinn" fest ist við Clark eftir það og varð notað innan kvikmyndaiðnaðs- ins. Þegar einhver sagði „Kóng urinn“ var ekki um villst við hvern var átt, nefnilega Clark Gable. Carole og vinir hans stríddu honum oft með þessu en hann tók þvi öllu góðlátlega þó stundum yrði hann hálf sauðs legur á svipinn. „Flugmaðurinn' var kvik- rm\\d eftir Clarks höfði því g.\mli vinur hans Victor Flem ing stjórnaði myndinni og hann lék með tveim þeirra manna sem hann dáði mest Lionel Barrymore og Spencer Tracy. Myma Loy Vör aðalleikkonan og Virginia litla Gray hafði smá- hlutverk með höndum. Það var farið á fjórar aðalbækistöðvar Aughersins til að fá góðar mynd ir og Clark kynntist þar tveim mönnum sem áttu eftir að reyn ast honum sannir vinir, þeim Paul Mantz sem stjórnaði flug myndunum og A1 Menasco sem stjórnaði Menasco Motors og sem útvegaði reynsluflugvélina sem Clark fékk að nota í mynd inni. A1 hafði teiknað og byggt flugvélahreyfil og hann hafði verið flugmaður i heimstyrjöld- inni fyrri og var góðvinur Jimipy Doolittle. Ray Morre sem flaug vélinni í upptökunum bjó með A1 og Clark heimsótti þá oft. Á meðan upptaka „Flugmanns ins“ stóð yfir fór Spencer Tracy, sem fór með hlutverk vélamanns CKark, mörgum háðu legum orðum um Parnell svo allir veltust um af hlátri. Einn daginn fór Spencer snemma því hann átti ekki að leika með í þeim atriðum sem tekin voru þann dag. Clark reyndi að ná sér niðri með því að segja „Vertu sá;ll grís frá Wisconsin og kom ekki heldur á morg- un“. Spencer leit á Myrnu. „Minnstu þess kæra Myrne“, sagði hann, „að þegar ég er far inn hefurðu aðeins Parnell eft ir“. Clark henti handritinu í hann, Spencer beygði sig og þeir sprungu báðir af hlátri. Clark áleit að „Spence" væri mesti leikari sem hann hefði kynnst. i einu alriði „Flug mannsins" sitja Gifirk og Myrna í framsæti bifreiðar en Spencer Ævisaga CLARK GABLE \ > / í aftursætinu, Spencer dró at hygli allra að sér. „Allir aðrir en Clark hefðu heimtað að þetta atriði yrði klippt út“, segir Stan Campbell' „en Clark var aldrei afbrýðissam ur við samleikara sína. Þegar kvikmyndin va^ reynslu sýnd sagði hann: „Sjáið þið þenn>n náunga hann Tracy, sem situr þarna og gerir .ekkert nema stela atriðinu". Honum fannst dásamlegt að Spencer skildi geta þetta“. Þegar kvikmyndin var frum sýnd voru boðskortin send með flugvél frá Sulver City til Los Angeles. Clark og Myrna tóku þátt í flugferðinni sem stóð í fjóra og hálfa mínútu. Clark lét aftur ásamt Myrnu í „Bennheitt", sem var léleg saga um djarfa ljósmyndara sem bjargar Myrnu úr brennandi flugvélarflaki. Slík atriði eru tek in með því sem nefnt er „tqrm- inn eldur.“ En í þetta skipti tók eldurinn völdin og Jack Con- way skipaði að upptöku skildi hætt og að brunaliðsmenn ættu að bjarga Myrnu. „Haltu áfram að snúa Jack“, kallaði Clark, „ég skal ná í hana“. Cg það gerði hann. Það voru engin svik í tafli þar. Þessi saga var forsíðufrétt um allt landið og henni fygldu myndir af björg uninni sem teknar voru meðan upptakan fór fram. Um miðjan ágúst 1938 til- kynnti David SelzniCk að Clark hefði verið valinn til að leika Rhett Butler í „Á hverfandl hvéli”. „Almenningshylli Clarks var blátt áfram, ótrúleg", segir Corn ey Packson. ,,Hann var að vísu auglýstur vel upp af kvikmynda félaginu en meirihluti auglýs- inganna var ókeypis og þær fékk hann með því að VERA Clark Gable. AUs staðar þar sem hann og Carole sáust birtist niúgur óg margmenn. Það lá við að þáu stælu öllurrt heiðrinum íh Normu þegar Marie Antoinette'* var frumsýnd. Og þessi hylli Clarks varð til þess að ungfrú Shearer valdi hann sem aðalmótleikara sinn í „Anægja heimskingjans“, sem hafið var að taka um haustið 1938. Carole var að aðstoða hann við dansana í þeirri mynd þegar ég fór að vinna fyrir hann. - „Clark er ekki sá kærulausu sjálfumglaði maður“, sem al- me/mingur heldur að hann né, sagði hún einu sinni við mlg. „Hann hefur aldrei verið ham ingjusamur og honum hættir til að vera þunglyrjiur og áhyggju fullur. Ég vil gera hann ánægð an og þú átt að hjálpa mér. Við skulym stríða Ijonum svo hann gleymi öllu öðru“. Og Carole lagði sig alla fram. Meðan hann var að æfa dans- ana í þessari mynd sendi hún honr/i risastóran ballettbúning og skó í stíl (Virginia Gréy dapsaði í myndinni og Comey Jackson var viðstaddur mynda- tökuna). „Carole lét færa honum stór- an blómvönd, þegar kvikmynda tökunni vsf lokið“, segir Com ey. „Alveg -sins og fiann værí primadonna. Clark fannst allt sem hún gerði stórkostlegt". Fyrir Sumurdaoinn fyrsta r GUÐRÚN RAUÐARÁRSTÍG 1 sími 15077 Bílastæði við búðina. Ný sending Hollenzkir vorkjólar TÍZKUVERZLUNIN LA LIG NE PRINCESS^ ALÞÝÐUBLAÐID - 15. apríl 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.