Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 7
GLÆSILEGAR \ NÝJAR BIFREIÐAR FORD u'mboðið ZEPHYR 4 ZEPHYR 6 ZODIAC Kynnum ZEPHYR 4 í dag kl. 1Ö—17 á ióð okkar að Suðurlandsbraut 2 Kr. Kristjánsson h.f. Hvað gerðist í Bonn? Þ A Ð hefur verið ?agt, að mað- ur sem einu sinni hefur verið blaðamaður, verði alltaf blaða- maður. Þetta er augljóslega rétt um hinn gamla góðvin okkar á Alþýðublaðinu, Finnboga Rút Valdimarsson. Enda þótt langt sé síðan hann setti líf og f jör í for- síður blaðsins okkar, hefur hann enn tilfinningu fyrir ævintýra- legri frásögn. Gallinn er aðeins sá, að honum hættir til að geta í eyðurnar og búa til þær fréttir, sem hann langar til að segja — og vesalings sannleikurinn verð- ur stundum fyrir áföllum, þegar Finnbogi beitir sér nú á dögum. Þannig var um ræðu þá, sem hann flutti í útvarpsumræðun- um, en hún fjallaði um afstöðu íslendinga til Efnahagsbandalags Evrópu. Finnbogi hefur frétt af við- burðum, sem honum finnst frétta matur. Tveir íslenzkir ráðherrar fóru til höfuðborgar Vestur- Þýzkaiands. Þeir óku í fínum bílum til viðskiptamálaráðuneyt- is dr. Erhards í úthverfi borgar- innar og sátu þar á leynifundum. Þetta veit Finnbogi og svo býr hann til það, sem honum finnst á vanta. Hann hefur um árabil verið í illum félagsskap komm- anna, og framhaldið getur aðeins verið eitt: Ráðherrarnir voru að svíkja þjóðina, selja landið. Alþýðublaðið vill nú bjarga hinum gamla vini sínum úr þess- um ógöngum og segja honum sannleikann. Til þess verður að rekja örlítið gang móla varðandi efnahagssamvinnu í Evrópu, en sú saga teygir sig allt aftur til ára vinstri stjórnarinnar. EBE (Efnahagsbandalag Evr- ópu) byrjaði 1956 eins og vinsiri stjórnin okkar. Þá urðu miklar umræður um þessi mál á vegum Efnahagssamvinnustofnunar Evr ópu (OEEC) í París, en ráðherra þeirra mála var þá þegar Gylfi Þ. Gíslason, sem hefur haft með þau að gera æ slðan. Gylfi fylgd ist nákvæmlega með öllu þessu, svo og umræðum um hugsanlega stofnun allsherjar bandalags, sem þá fóru fram í París. Þá sat vinstri stjórnin að völdum og gerðu ráðherrar hinna flokk- anna enga athugasemd við það. Kommar voru þannig samábyrg- ir og hefðu orðið það, ef nýtt bandalag hefði verið stofnað, eins og til stóð. Nú tókst ekki að sameina álf- una þá, en upp risu tvö banda- lög, sem kennd eru við tölu þátt- tökuríkja, Sex eða Sjö. íslend- ingar stóðu utan við bæði um sinn, en augljóst var, að fyrr eða síðar yrðum við að móta ákveðna afstöðu til þeirra. Gylfi hafði nefnd embættismanna í þessu alla tíð, og fylgdust þeir með öllu. athuguðu nákvæmlega af- stöðu íslendinga og létu ríkis- stjórnina vita, hvað var að ger- ast. Árið 1960 gerðust á þessu sviði mikil tíðindi. Var augljóst, að breytingar mundu framund- an, og þótti nú Gylfa óstæða lil að undirhúa menn hér heima. — Hann myndaði þá fjölmenna nefnd, sem í áttu sæti fulltrúar frá öllum helztu útflutnings- og innflutningsaðilum, svo og frá helztu stéttasamtökum í landinu, og voru þeir settir inn í málið. Skömmu síðar gaf Gylfi utan- ríkismálanefnd skýrslu um mál- 'ið, en þó frétti Finnbogi Rútur um það — og hefur gert það að tilefni til ótrúlegustu imyndana. Þetta sumar ákváðu Bretar að sækja um upptöku í EBE og Danir fylgdu þegar í fótspor þeirra. Þetta gerbreytti málinu og hlutu íslendingar nú að at- huga sinn gang vel. Gylfi kallaði saman stóru nefndina og spurði hana: Telja menn rétt að ríkis- stjórnin athugi, með hvaða skil- yrðum íslendingar gætu tengst stækkuðu efnahagsbandalagi? Þessu svöruðu allir játandi, nema fulltrúi Alþýðusambands- ins. Það var augljóst, að komm- únistar þurftu ekki einu sinni að kynna sér málið frá íslenzku sjónarmiði. Þeir voru búnir að fá línuna. Finnbogi talaði mikið um kommúnista í þessu sambandi. Auðvitað geta menn verið með eða móti þátttöku Islands í öllu þessu án þess að vera kommún- istar. En Finnbogi var ekki að- eins á móti þátttöku ísiands, hann var á móti sjálfu Efnahags- bandalaginu. Þá afstöðu geta að- eins kommúnistar haft, sem hugsa málin út frá sjónarmiði Rússa til heimsmálanna. Þess vegna kom Finnbogi fram eins og hreinræktaður kommúnisti í málinu. Nú þurfti ríkisstjórn okkar að kanna þessi mál og fá að vita, hvort hugsanleg væri aðild ís- lands með þeim skilyrðum, sem allir hafa verið sammála um liér á landi. Þegar menn vilja kanna þingmál hér á landi, tala þeir við alþingismenn eða pólitísku flokkana, sem eru aðilar á þingi — en ekki við skrifstofu Alþing- is. Á sama hátt var augljóst, að stjórnin átti að tala við aðila Sexveldanna en ekki við skrif- stofu EBE í Briissel. Ríkin eru þessi: Ítalía, Frakkland, Holland, Þýzkaland, Luxemburg og Belgía. Er augljóst, að af þessum ríkjum hafa Þjóðverjar mest kynni af íslandi og eru líklegastir til að skilja aðstöðu okkar. Þess vegna var ákveðið að tala sérstaklega við þá sem fulltrúa sexveldanna, til að kanna, hvers konar sam- band ísland gæti hugsanlega haft við EBE til að tryggja hina stór- felldu markaði sina í Evrópu. Þeir Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar Thoroddsen fóru síðast- liðið haust til Vínar á árlegan fund Alþjóða bankans og Gjald- eyrissjóðsins. Var þá skrifað til dr. Erhards, efnahagsráðherra Þjóðverja, og beðið um fund með honum í Vín til að ræða málin. Vegna þýzku kosning- anna og stjórnarmyndunar eftir þær gat dr. Erhard ekki farið á Vinarfundinn, en hann stakk upp á, að íslenzku ráðherrarnir kæmu við í Bonn á heimleiðinni til að ræða málin. Þeir- Gylfi, Gunnar og Jónas' Haralz fóru nú til Bonn og ræddu þar við Þjóðverja um hugsanlegt sem hér heima hefur verið ræíb um. Þjóðverjar gáfu nýjar upp- lýsingar á móti og loíuðu að veita frekari tæknilegar upplýs- ingar um málið. Annað gerðist þarna ekki, og frásagnir Finn- boga Rúts um að íslenzka ríkis- stjórnin hafði þarna verið að því komin að ganga í Efnahagsbanda lagið, eru hrein vitleyka. Hér er um að ræða sjólfsagða aðferð til að halda sem bezt á hagsmunamálum- þjóðarinnar — fá allar upplýsingar og skýra öðr um aðilum frá afstöðu okkar. Ríkisstjórnin hefur enn aldrei tekið neina ákvörðun um endan- lega afstöðu okkar til bandalaga ins og allt tal um að hún sé at> gana út í einhver ævintýr eri» fásinna. Hér hefur verið haldið á stórmáli af hinni mestu ábyrgO og endanleg afstaða verður ek'kl tekin, fyrr en fyrir liggur, eftir samninga Breta, Dana og Norð- manna við bandalagið, hvaða kosta er völ, meðal annars ur» fisksölumálin. Það eru aðeins öfgamenn, sem hafa þegar myndað sér afdrótt- arlausa skoðun um þetta mál. 3s- lendingar vita ekki í dag, hvaða spil verða á hendinni í þessw máli, og segja þvi ekkert fyrr en þeir sjá spilin. Kommarn ir taka ekki sjólfstæða afstöðu —og það gerir Finnbogi Rútur ekki heldur. Þeir segja pass fyr- irfram — af því að Rússar vilja það. Hafnarf]örður Smurt brauð — Snittur samband íslendinga við EBE. ■— Þeir ræddu við Erhard, en aðal viðæðurnar voru við ráðuneytis- stjóra hans prófessor Miiller Ar- mack og ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins Dr. Lahr. Þar lögðu íslenzku ráðherrarnir fram upplýsingar um afstöðu íslend- inga, þar á meðal algera sér- stöðu varðandi ýms þau atriði, Heitur matur — Kaffi — Öl. Brauðstofan Eeykjavíkurvegi 6 Sími 50810 ALÞÝ0UBLAOIÐ' 35. apríl 1962 ^ tJiOAJöLIUYM l.\ - : ,tt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.