Alþýðublaðið - 18.04.1962, Page 2
JMtstjórar: Glsii J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími*
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Utgef-
andi: Aipýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Meistarinn og börnin
'SUMARDAGURINN FYRSTI er4 morgun, skír-
dag'. Þar eð þetta er fyrsti dagur páskahelginnar,
hafa forráðamenn barnadagsins, sem haldinn er há
tíðlegur við sumarkomu, ekki séð sér annað fært
en að fella niður hátíð barnanna. Þetta er mjög illa
farið og gefur tilefni til umhugsunar um þessa
helgivkiu, eins og hún er hér á landi.
Páskahátíðin stendur í raun réttri yfir fimm
daga, því laugardagurinn er t:I lítils starfs með
tvo helgidaga bak og fyrir. Allan þennan - tíma
stÖðvast mikill hluti af framleiðslu þjóðarinnar
og alls konar þjónusta er felld niður, samanber
það, að ekki er unnt að halda nokkrar barnaskemmt
anir á skírdag. Kann að vera, að svo löng hátíð hafi
•litlu máli skipt fyrir fátæka bændaþjóð, eins og
íslendingar voru öldum saman. En fyrir nútíma
þjóðfélag er þetta stórfelld sóun á vinnukrafti og
verðmætum. Fyrir»verkamenn og annað fólk, sem
tekúr laun fyrir tímavinnu, er þetta stórfellt rang
læti vegna tekjumissis, sem fastlaunamenn ekki
finna fyrir.
Það er sjálfsagt að fólk fái nægilegar tómstundir
og þarf að breyta starfsháttum þjóðarinnar svo, að
þær stundir skiptist jafnt niður allt árið, of mikil
eftirvinna og helgidagavinna leggist niður, en
menn hafi sómasamlegar tekjur fyrir eðlilegan
vinnutíma. Hins vegar er ógerningur, að allir taki
frí sömu dagana og hjól þjóðfélagsins stöðvist.
Vissulega er hollt fyrir fólk að komast á fjöll í
páskafríi, Hins ber þó að minnast, að yfirgnæfahdi
meirihluti þjóðarinnar kemst ekki í ferðalög, get-
ur ekkert gert sér til dægrastyttingar á opinber-
um vettvangi, því allt er lokað, og situr heima.
Trúarlegur grundvöllur fyrir fimm daga páska
íhelgi er ekki til á íslandi. Og ýmsa rámar í, að
Meistarinn frá Nazaret hafi viljað láta börnin
!t:oma til sín. Nú er hans nafn notað til að banna
Uörnunum að gleðjast yfir komu vors og sólar.
Rétt væri að stytta páskahelgina um tvo daga,
iata hana ná frá föstudeginum langa til páskadags.
Skírdegi og öðrum páskadegi á hiklaust að sleppa
sem helgidögum eða almennum frídögum.
Sigur Kennedys
KENNEDY Bandaríkjaforseti hefur lagt til at-
lögu gegn einbverjum öflugustu auðhringum
Bandaríkjanna í stáliðnaði. Hann hefur unnið
tglæsilegan sigur með því að knýja þá til að láta af
áforjmum xun stórhækkun á stálverði. Þessi sigur
mun styrkja forsetann verulega og opna honum
nýjar leiðir í baráttunni gegn atvinnuleysi, án þess
að Isiða verðbólgu yfir þjóð sína.
2 18. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HANNES
Á HORNINU
★ Um launakjör verka-
manna og annarra.
★ Sofnun félags fyrir land
búnaðarverkamanna.
★ Staðsetning fangelis-
húsa á Islandi og Nor-
egi.
HAKALDUR ANTOVSSON
KENNARI SKRIFAft: í vetur hef
ur mikið verið skrifað um það í
blöðin, hve mikill launamunur sé
réttiætar.iegur milli hinna ýmsu
stétta þjóðfélagsins, en þó virðast
mér ýmis mikilvæg atriði hafa1
gleymzt í þessum skrifum. Á þess
um atriðum langar mig til að vekja
athygli þína:
FÁIR HAFA MINNZT Á ÞAÐ,
hve mikil gæfa er í því fólgin að
fá að svala menntaþrá sinni og
hljóta starf, sem er við hæfi og
veitir lífsgleði. Ég hygg til dæmis
að margir mundu verða leiðir, ef
þeir hefðu það að aðalstarfi í lengri
tíma að færa til kassa, sekki, tunn
ur og kúta í einhverri vörugeymslu
í slíku starfi yrðu launin alltaf
aðaldriffjöðrin. Mér hefur alltaf
þótt, að þeir sem hefðu góða heilsu
og góða hæfileika til að læra og
fengju að njóta þeirra, mættu
þakka Guði fyrir það, þó að þeir
fengju ekki auk þess miklu hærri
laun en hinir, sem hlutu minna í
vöggugjöf. Viss lágmarkslífskjör
handa öllum á að vera fyrsta boð
orðið í nútímaþjóðfélagi. Þegar
þetta hefur verið framkvæmt, þá
skiptir ekki eins miklu máli, hvern
ig tekjuskipting er. Enginn algild
ur mælikvarði er til á það, hvernig
tekjuskipting á að vera. Sennilega
verða laun í frjálsu þjóðfélagi
alltaf að nokkru leyti háð því, hve
mikið framboð er eftir fólki til
hinna ýmsu starfa.
FLESTAR STÉTTIR, sem hafa
farið fram á launahækkun, telja
sig eiga rétt á hærri launum en ó
sérmenntaðir verkamenn, en það
tel ég mjög vafasamt. Verkamanna
vinna er oft óholl og óþrifaleg og
krefst mikils hlífðarfatnaðar, og
svo þurfa þeir töluverðan tíma til
að, skipta um föt og þrífa sig. Hjá
þessu komast til dæmis skrifstofu
menn.. Ætli marga fýsi fremur til
að standa í holræsagreftri í krapa
hríð til lengda en vera í góðri
innivinnu? Af þessum sökum með
al annars sækja svo margir eftir
skrifstofuvinnu og afgreiðslustörf
um, þó að kaupið sé stundum
lægra en verkamannakaup. Auk
þess er vinnutími þessa fólks
venjulega styttri en verkamanna.
Yfirleitt þarf ekki að segja fólki,
hvar eldurinn brennur bezt. Gagn
laust er að fjarviðrast yfir fólks-
flótta úr sveitum eða því, að menn
fáist eklci á togaéa, heldur reyna
að skilja orsökina og gera ein-
liverjar raunhæfar úrbætur.
OFT ER TALAÐ UM hve mikið
kosti að læra og hve hart náms-
fólk verði að leggja að séf. Auð-
vitað er mikill sannleikur í þessu,
Ú'n mjög er þetta misgjafnt eftir
því, hvaða nám er stundað. Inn-
anlands þurfa nemendur ekki að
greiða skólagjöld nema í fáum skól
um og þau þá lág. Aftur á móti
verður nám erlendis oft á tíðum
kostnaðarsamt, en íslenzka ríkið
léttir þó töluvert undir byrðarn-
ar með styrkjum og lánum. Hér
vil, ég skjóta því inn í. að rétt
væri af ríkisvaldinu að fá þá, sem
væru óráðnir í því, hvað þeir ætl
uðu að læra, til að læra þær grein
ar, sem þörf væri á mönnum í hér
lendis, svo að færri þyrftu að
setjast að erlendis vegna atvinnu
leysis i sinni grein á íslandi.
MIKIÐ HEFUR VERIÐ rætt
am Haunamál opinberra starfs-
manna og hvort þeir eigi að hafa
verkfallsrétt fða ekki. Þeir telja
sig bera skarðan hlut frá borði og
vel getur verið töluvert rétt í því.
Aftur J. móti er atvinnuöryggi
þeirra meira en annarra stétta og ís
lenzka ríkið greiðir mikið fé í
lííeyrissjóði þeirra. Auk þess hafa
þeir eftirlaun. Á þessi hlunnindi
er aldrei minnzt, þegar rætt er
um launmál þeirra. Nýlega var
sagt frá því í blaði, að fjöldi kenn
ara í Reykjavík ætlaði að segja
upp starfi, ef ekki væri komið
til móts við kröfur þeirra.
ÉG VEIT, að laun kennara eru
ekki nógu mikil, einkum barna-
kennara, en taka verður tillit til
þess, að þeir hafa 3 — 4 mánaða
sumarleyfi, sem er lengra en í öðr
um löndum, þar sem ég þekki til.
Mér finnst, að ríkið eigi að reyna
að sjá þeim kennurum, sem óska
þess, fyrir vinnu hluta úr sumr-
inu, svo að þeir gætu aukið tekj-
ur sínar auk þess, sem þeir fengju
nokkra launahækkun. Þetta þykja
þeim ef til vill afturhalds skoðan-
ir, en hafa verður það í huga, að
eigi hið litla, íslenzka þjóðfélag
að geta staðið á cigin fótum og
skapað öllum viðunandi lífskjör,
þá verður að nýta starfskrafta
þess vel og skynsamlega.
ÞÁ ÆTLA ÉG að láta í ljós þá
skoðun mínr, að sveitafólk sé tví
mælalaust sú stétt á íslandi, sem
fær minnst greitt fyrir vinnu sína.
Ég er alin upp í kaupstað og hef
uuia ua ‘jetj nuuiA xssiuiý i giJOA
ig hef ég töluvert verið í sveit
sumar og vetur, svo að ég tel mig
vera dómbæran á þetta. Auk þess
hef ég kynnt mér skýrslur um
þetta efni.
VAFAÉAUST MÁ BÆTA kjör
sveilafólks mikið með meiri vinnu
hagræðingu og meiri samvinnu
um vélar, þá má koma upp véla-
stöðvum, sem lánuðu bændum
ýmsar vélar, sem þeir þyrftu ekki
að nota við daglegan búrekstur
eins og jarðtætara og mykju-
dreifara. Þessar vélastöðvar gætu
verið fyrirtæki samvinnufélaga
eða einstaklinga. Aukin samvinna
milli bænda um vélar og rekstur
vélastöðva getur orðið til að draga
úr fjárfestingu í vélum, en betri
vinnuhagræðing mun krefjast
meiri fjárfestingar í byggingum.
Aftur á móti rt un liún stytta vinnn
tíma sveitafólks án þess að afköst
þess minnki.
EITT ER VÍST, að stytta þarf
vinnutíma sveitafólks og auka
tekjur þess. Að sjálfsögðu á að
velja til þess leiðir, sem eru bæði
hagkvæmar fyrir sveitafólkið og
þjóðfélagið í heild. Þá vil ég minn
ast á mál, sem ég tel þörf á að
hrinda í framkvæmd, en það er
stofnun félags landbúnaðarverka-
manna. Þeir eru ekki margir á ís
landi og fáir eru í þeirri stétt
Framh. á 11. síðu
VORBOÐINN!
Ausíin Sjö (Mini)
Páskarnir nálgast. Eigum fyrirliggjandi þennan
umtalaða vagn. ^
Komið.
Reynið.
Sannfærist.
Garðar Gíslason hl.
Bifreiðaverzlun