Alþýðublaðið - 18.04.1962, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.04.1962, Qupperneq 4
BIG STEEL er nafnið, sem stóru amerísku stálframleiðslu fyrirtækin gangra undir í venju legu máli vestur |>ar og mundi þar ekki aðeins vera átt við stærð þeirra eina saman heldur einnlg þau geysilegu áhrif, sem þau og framleiðsla þeirra hefur áhjákvæmilega á amerískt þjóð líf. Stál er í heiminum í dag einhver veigamesta framleiðslu varan, sem svo tii allur iðn varningur, allt frá eidflaugum niður í stálnagla, er að verulegu leyti gerður úr. Stærð fyrir- tækjanna gerir það einnig að verkum, að þau hafa mjög mikil bein áhrif á vinnumarkaðinn vegna hins mikla fjölda verka manna, sem hjá þeim starfar. - . , Nýlega hefur verið gerður samningur um kaup og kjör milli sambands verkamanna í stáliðnaðinum og hinna stóru félaga og var sá samningur raun verulega mjög sögulegur at burður, því að farið Var raun verulega inn á alveg nýja braut í þeirri samningsgerð. Byggist mikiivægi samnings þessa á því, að hann náðist fyrir bcina með algöngu stjórnarvaldanna, og þá fyrst og fremst Arthurs J. Gold berg, verkamálaráðherra, í sam ráði við Kennedy forsta. Það virðist hafa verið stefna Kennedystjórnarinnar undanfar ið að reyna að hafa áhrif á kjaramál, ekki með beinum af skiptum heldur öllu fremur með því að láta aðilja ekki vera í neinum vafa um afstöðu stjórn arinnar og skoðanir hennar á því, hvað hún teldi horfa til almenningsheilla í þeim málum. í desember sl. skoraði forsetinn t.d. á verkalýðshreyfinguna að sýna ábyrgðartilfinningu sína með því að sníða latmakröfur sínar eftir aukningu framleiðn innar. Á sama tíma lét hann þau orð falla til framleiðenda, að hann vonaðist til, að þeir þeirra sem stæðu í kjarasamningum, viðurkenndu nauðsyn þess að halda eins stöðugu verðlagi og unnt væri.Stjórn Kennedys hef ur sem sagt verið að gera til raun til þess að breyta nokkuð því fyrirkomulagi frjálsra samn inga verkamanna og vinnuveit enda, sem ríkt hefur, og færa satnninga meira inn á það svið að aðilar séu þrír, verkamenn, vinnuveitendur og loks hags munir almennings og þjpðar- heildarinnar. J»að er því ekkert undrunar efni, þó að forsetinn reiddist í síðustu viku, þegar Blough, fyr irsvarsmaður U.S. Stéel, til- kynnti honum, að félagið hefði ákveðið að hækka verð á stáli um heila 6 dollara tonnið. Al- veg burt séð frá því, að þessi hækkun mundi hafa kostað rík issjóð Bandaríkjanna 1 milljarð dollara í auknum útgjöldum til hernaðarþarfa, þá hlaut þessi hækkun að hafa áhrif á verðlag á ótal öðrum sviðum og síðast, %i ekki sizt, taldi forsetinn þessa ákvörðun beinlínis brot á trúnaði við sig, þar eð fram Ieiðendur höfðu ekki minnzt á það einu orði við nýgerða samninga, að verðhækk- unnar væri þörf. — Sagði forsetinn á blaðamannafundi sínum ín. a., að Big Steel hlyti að hafa vitað, áður en samningarnir voru gerðir, að hækkun á verði stáls stæði fyrir dyrum. Lýsti hann yfir miklum vonbrigðum sínum yfir þessari ákvörðun og aðferðinni allri saman og kallaði ákvörðunina „ábyrgðarlausa ögrun“ við hags muni þjóðarinnar. Kennedystjórnin hefur lagt áherzlu á samræmi I hinum svo kallaða „launa-verðlags-þrí- hyrningi“ og virðist samband verkamanna í stáliðnaðinum hafa tekið tillit til skynsemi þeirrar stefnu, því að það féllst á 10 senta hækkun á klst., sem var innan við þau takmörk, sem stjórnin taldi að hægt væri að greiða af aukinni framleiðni og án hækkunar á verðlagi. Þegar framleiðendur nú vildu hækka verðlag var hætt við að hinn ákafari hluti verkalýðssamtak anna mundi saka sambandið um að hafa samið af sér og stuðlað að því að auka ágóða framleiðenda. Þar með er hætt við, að hin nýja stefna Kenne dys í þessum málum hefði sung ið sitt síðasta vers. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við þessum aðgerðum stálfram leiðenda voru skjót og ákveðin, Þingnefnd hóf þegar rannsókn, m.a. á gróða stálfélaganna, og hin harða afstaða stjórnarinnar og flestra blaða bar fljótlega árangur, því að á laugardag til kynntu Inland Steel, sem er átt undi stærsti framleiðandinn, og Kaiser, að þau fyrirtæki mundu ekki hækka verð sitt að svo stöddu. Skömmu síðar sama dag gafst svo Betleliem Steel, annar stærsti framleiðandinn, upp og skömmu síðar tilkynnti svo U.S. Steel Corporation að fyrirtækið hefði látið af fyrirætlun sinni um hækkun. Inland Steel kvað hækkunina nauðsynlega, en kvaðst ekki mundu faækka vegna tillitssemi við þjóðarhag. Tilkynning Betlehem Steel kom skömmu eftir að stjórnin hafði tilkynnt, að stálkaup hins opin bera yrðu, hvar sem því yrði við komið, flutt yfir til þeirra fyrirtækja sem ekki hefðu hækk að verð sitt. Þessi ákvörðun, á- samt rannsókninni, viröist hafa verið veigamesti þátturinn í því að Big Steel gafst upp. Það hef ur verið tilkynnt, að rannsókn in muni samt fara fram. Ýmsar getgátur eru uppi um það, hvers vegna Big Steel hef ur farið út á þessa braut og er ein þeirra ekki mjög ósennileg, en hún er sú, að famleiðendur hafi einmitt óttazt hina nýju braut í samningum, sem stjórn in hefur ’verið að reyna að fara inn á. Big Steel vilji með þessu kyrkja í fæðingunnni það, sem þeir telji óæskileg ríkisfskipti af samningum um kaup og kjör. Niðurstaða þessa máls er ó- neitanlega mjög mikill sigur fyrir Kennedy Bandaríkjafor- seta og hina nýju stefnu hans í kjaramálum, og þetta er gott dæmi um það að „kapítalið" ræður ekki öllu, ef það á í höggi við heiðarlega stjórnmálamenn sem ekki eru hræddir við að beita völdum sínum gegn því, þegar þörf krefur. Það er enn of snemmt að segja fyrir um, hvort nokkrar sérstakar ráð- stafanir verði gerðar í þessu sambandi eða hvort sérstök lög verði sett, en það er rétt að Ijúka þessu rabbi með þvl að tilfæra orð New York Times frá s.l. fimmtudegi, en þá sagði það blað í lciðara: „Á sama tíma og margir draga í efa, að einka-ákvarðanir nægi til að standast þá erfiðleika, er liljótast af sjálfvirkni og er- lendri samkeppni, þá hafa stál jfélögin veitt þeim mönnum skotfæri, sem telja, að fela beri ríkisstjórninni miklu meiri á- byrgð á efnahagsáætlunum. Hin ar vanhugsuðu aðgerðir þeirra hafa grafið undan öllum þeim meginreglum um einkaframtak, sem þeir telja sér svo kærar.“ Fimmtugur i dag: Adolf Biörnsson hankafulltrúi ADOLF Björnsson bankafull- trúi er fimmtugur í dag. Hann er fæddur í Hafnarfirði 18. apríl 1912 sonur merkishjónanna Björns Helgasonar skipstjóra og konu hans Ragnhildar Gísladótt ur, sem þar bjuggu um áratuga skeið, og voru í hópi hinna nýt ustu og merkustu borgara. Adolf stundaði nám í Flensborgarskóla og síðar Verzlunarskóla og lauk prófi á báðum stöðum. Fram- haldsnám í verzlunar- og við- skiptafræðum stundaði hann í Englandi og hlaut einnig þar lof samlegan vitnisburð. 1934 gerðist hann starfsmaður Útvegsbanka íslands og hefur verið það síðan, eða í hart nær 30 ár. Hann hefir ADOLF BJÖRNSSON gegnt þar hinum margvíslegustu störfum og jafnan áunnið sér óskipta hylli viðskiptamanna bankans. Þetta stutta yfirlit yfir náms- og starfsferil Adolfs Björnssonar segir þó ekki nemá hálfa sögu. Fljótlega eftir að hann hóf störf í bankanum gerð ist hann virkur þátttakandi I starfsmannafélaginu þar og var fljótlega gerður að trúnaðar- manni þess félags. Hann hefir nú um fjölda ára verið formaður félagsins og lagt í það mikið starf með góðum árangri, enda nýtur hann fullkomins trausts allra starfsfélaga sinna. í stjórn landssamtaka íslenzkra banka- manna hefir hann einnig setið um langt skeið. — Adolf hefir lengst af búið í Hafnarfirði, fylgt Alþýðuflokknum að málum og gegnt fyrir hann fjölda mörgum trúnaðarstörfum. Ég hefi þekkt Adolf Björnsson vel í fjöldamörg ár. Megin ein kennið í öllu hans fari hefur mér jafnan fundist vera dreng- skapur lians, hjálpfýsi og félags hyggja. Hann vill öllum gott gera og hvers manns vanda leysa, enda vinsæll og vinmargur. — Þó að hann hafi nú náð þessum aldri veit ég að hans bíða mörg verk efni, sem ég vona að honum end ist aldur til að leysa. Ég óska Adolf Björnssyni inni lega til hamingju á fimmtugsaf mælinu og þakka honum fyrir vinsemd hans og góðhug á liðnum árum, og undir það veit ég að hinir mö.rgu vinir hans muni líka íaka. Emil Jónsson Hvers eigum við að gjaida? I MÖRGUNBLAÐINU nýlega birtist frásögn af eftirlitsferð lög reglunnar í Reykjavík með börn um borgarinnar og nokkrar mynd ir látnar prýða hana. Á einni ihyndinni blasti við okkur lítil fleyta, þar sem tveir framtakssamir strákar réru með að því er virtist hræddan blaða mann og umvöndunarsaman lög regluþjón. Allt átti þetta víst að sýna okkur hina óskeikulu föður legu stjórn íhaldsins á málum „borgar okkar“ eins og þeim er orðið svo tamt að kalla hana. En herra borgarstjóri, er nauðsyn legt að senda á okkur lögreglu þó við reynum við lítil efni að bregða okkur hér út á sundin í stafa logni? Verður nokkur óbarinn biskup eða borgarstjóri? Hvernig sjómenn verða þeir, sem ekki fá sem unglingar að „míga í saltan sjó?” Hvaða aðstöðu skapar borgin okkur til þess að við getum eins óg unglingar annara þjóða, róið og siglt. Erlendis er það talið sport og sjálfsagður hlutur. Hvað þá hér meðal afkomenda víkingal Hvernig er með þessa karla hér í Reykjavík? Muna þeir ekki eftic sínum gömlu dögum? Ef manni er sagt frá gömlu Reykjavík eða sýndar myndir frá þeim tímum, þá kemur í ljós að strákar vóru öllum stundum á bátum og skip um við höfnina og sundin. Hvað hefur breytzt. — Jú, við erum syndir. Er þetta ekki misskiln ingur, að lofa okkur ekki að reyna okkur á sundunum? Liggur svo mikil hætta í því? Er meiri hætta þar en á götunni? Liggur hættan ekki einmitt í því að okk ur er gjört allt ómögulegt með að kynnast þessum freistandi á- gæta leik, sem alla drengi lang- ar til að reyna? Gæti það ekki líka komið sér vel seinna að hafa fengið undir stöðuþekkingu á því hvernig beri að haga sér í smábát á meðan við höfum hæfileika og löngun til þess? Það gæti t.d. komið sér vel fyrir okkur hvort lieldur við verð Framhald á 14. rí3n. 4 18. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.