Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 2
BJtstJórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritsljóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 300 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 1-r—10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Reykjavík hafnar Framsókn , I YMSUM kann að virðast það vanhugsaður áróð •ur að halda fram, að Framsóknarflokkurinn sé fjandsamlegur Reykjavík. Mönnum finnst ótrú- íegt, að hægt sé að segja slíkt um heilan stjórnmála flokk, jafnvel þótt hann eigi meginfylgi sitt ann- ■ars staðar. Sannleikurinn er sá, að sumir af frambjóðendum framsóknarmanna eru einlægir Reykvíkingar og vilja starfa af beztu getu fyrir bæinn. En þetta skiptir ekki meginmáli, heldur hitt, að hinir raun verulega ráðamenn flokksins hafa aldrei litið ' Reykjavík réttu auga. Nálega allir þingmenn fram sóknar hugsa þannig, að þeir séu fulltrúar hinna dreifðu byggða, og þeir eigi að verjast hinum stöð- uga vexti og hinu vaxandi valdi Reykjavíkur. Þessi hugsun er svo rík, að Eysteinn og menn hans telja það sjálfsagt og eðlilegt að ganga á hlut Reykjavíkur, hvenær sem þeir geta. Það er hægt að Þnefna mörg dæmi um þetta. Með an framsókn var við völd, krafðist hún þess að aldrei mætti fara einn eyrir af atvinnuaukningar fé til Reykjavíkur og nágrannabyggða. Það var sama hvernig á stóð. Þetta var alger regla, sem ekki mátti víkja frá. Meðan framsókn var í stjórn mátti Reykjavík ekkert fá. Þessu hefur núverandi stjórn breytt. Annað dæmi voru tillögur framsóknarmanna um stóríbúðaskatt fyrir nokkrum árum. Þennan skatt átti raunar að leggja á flestar íbúðir, þannig að jafnvel sumir verkamannabústaðir hefðu verið skattlagðir. Þessi framsóknarskattur átti ein- •göngu að leggjast á Reykjavík en ekki aðra lands- . hluta. í vinstri stjórninni starfaði framsókn þannig, að . kommúnistar hafa í f lokkssamþykktum sínum lýst því, að sú stjórn hafi aðeins unnið fyrir atvinnu- líf þriggja fjórðunga. Þar vantar algerlega höfuð- borgina og nágrenni hennar. Þetta töldu kommún- istar einn mesta gallann á samstarfi við framsókn, ■ og það mun jafnan reynast svo, að hinir eiginlegu ráðamenn framsóknar telja sjálfsagt að ganga svo á hlut Reykjavíkur og nágrannabæjanna, sem þeir framast geta. Frá sjónarmiði þeirra byggða, þar sem framsókn hefur mest kjörfylgi, er þetta ekki óeðlileg stefna, |)ótt slík mismunun landshluta sé í sjálfu ser smá- sálarleg. En þetta er líka aðalástæða þess, að fram sókn hefur aldrei náð verulegri fóstfestu í Reykja n ík og mun ekki náhenni enn. Ráðamenn framsókn ar skilja ekki Reykjavík — en Reykjavík skilur þá og hafnar forustu þeirra. •* Fyrsfa flokks skófatnaður á heildsöluverði Vegna væntanlegra breytinga á húsnæði, seljast allar vörur verzlunar- innar á HEILDSÖLUVERÐ I. Til dæmis: Hcrrabomsur Gúmmíklossar fyrir licrra .... Karlmannaskólilífar .......... Kvenskór með lágum hæl Kvenskór með háum hæl Kventöflur — — — .... Rúmenskir kven-gönguskór .... — 167,00 325,00 Barnastrigaskór (fyrir telpur) Kr. 85,00 155,00 Uppreimaðir barna-strigaskór — 65,00 450.00 Plast-sandalar (fyrir telpur) .. — 45,00 117,00 80,00 Veiðistígvél, dönsk mjög góð tegund — 395,00 175,00 215.00 310,00 Margskonar annar skófatnaður. 372,00 Skóáburður í túbum — 6.50 598,00 153,00 — í dósum — 7,50 167,00 Skókrem í glerdósum — 9.00 Sérstaklega lágt verð. Allt fyrsta flokks vörur Rýmingarsalan stendur yíir aðeins fáa daga ennþá Skóbúö Reykjaví kur Aðalstræti 8. DRAUGAGA OG DAUÐA UR SUNDRUNG alþýðuhreyfingarinn ar fyrr á árum er mesta ógæfa ís- lenzku þjóðarinnar. Hún er ekki bú in að bíta úr nálinni með það, því að tii licnnar má rekja alla þá ó- vissu í efnahagsmálum sem ríkt hefur árum saman, sífelld verkföll og vinnuóróleika, gengisfellingar og aðra erfiðleika. Hefði hér feng- ið að þróast heilstypt verkalýðs- hreyfing eins og í nágrannalönd- um okkar, þá hefði hún, eftir fyrstu baráttuárin tekið fulla á- byrgð á eðlilegri efnahagsþróun, gætt þess að atvinnuvegirnir gætu lifað góðu lífi, en um leið haft vakandi auga með því, að einstakl- ingar gætu ekki safnað í sinn sjoð og gert að klingjandi mynt svita- dropa verkafólksins. EN ÞRÓUNIN varð ekki á þenn- an veg. Kommúnistar réðu stefn- unni, verklýðshreyfingin sundrað- ist og bræðravígin urðu aðalvið- fangsefnið, yfirborð og kröfuharka á pappírnum urðu aðalslagorðin og Sjálfstæðisflokkurinn spilaði undir, magnaði kommúnistana til áhrifa og studdi þá leynt og ljóst. Það gctur verið að engar kröfur sé hægt að gera til flokks eins og kommúnistaflokksins vegna þess, að sjónarmið hans eru í raun og veru ekki íslenzk, en afrek Sjálf- stæðisflokksins í þessum málum munu aldrei gleymast og alltaf verða talin dauðasynd hans. ÞAÐ ER LÍKA að koma æ skýr- ar í ljós, að víxlarnir eru farnir að falla hjá þeim flokki. Ég hló við er ég las í Tímanum viðtal við Svein nokkurn, sem heimtar „rétt- læti“ af Sjálfstæðisflokknum, en í þeim flokki liefur liann verið ára- tugum saman. Við í verklýðshreyf- Framlt. á 7. síðu 2 22. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.