Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 4
ÞEGAR Reykvíkingar ganga í kjörklefana þann 27. maí, þá verð ui' meðal þeirra hópur manna og kvenna sem aldrei hafa greitt atkvæði við borgarstjórnarkosn- ingar. Það er ungt fólk, æska Reykjavikur. Það fólk sem á í framtíðinni að byggja Reykjavík, breyta henni úr smábæ í stórborg glæsilega borg byggða aC stórhug ©g djörfung, Reykjavík framtíðar inhar. Við skyldum ætia að þetta unga fólk hefði eitthvað að segja Þetta unga fólk sam ætlar að framkvæma þessar glæsilegu hug mýndir hefur vissulega margt að eegja. Sú Reykjavík sem við búum í nú í dag er okkur vissulega kær, en samt sem áður eV hún ekki sú Reykjavik sem við æskjura að búa í í' framtíðinni. Við vitum áð Gvendi Jóns- og séra Lijarna er illa við að raska vesturbænum. En það kemur ekki í veg fyrir það að ef Reykjavík á að verða borg fyrir okkur sem ólumst upp á öld tækni og framfara þá verður margt að breytast. Það sem einkennir framkvæmd ir á vegum borgarinnar er fyrst ■og fremst skipulagsleysi og sér- hágsmunas j ónar mið. Engum æskumanni eða æsku- konu er það launungamál að þau vilja breyta höfuðborginni í formfastari og stílhreinni borg. Það sem æska Reykjavíkur hlýtur að krefjast af þeirri borg arstjórn sem tekur við völdum eftir 27. maí er fyrst og fremst þetta: ★ Húsnæðismál! Það hefur á undanförnum árum og áratugum orðið þannig með íslendinga að giftingaraldurinn hefur færst niður, þannig að al- gegnt er að ungt fólk giftist áður en það nær löglegum giftingar- aldri. Þetta fólk á yfirleitt í mikl um erfiðleikum með að stofna heimili, koma þaki yfir höfuðið. Það hlýtur að verða krafa aiis ungs fólks að borgaryfirvöldin byggi leiguibúðir fyrir það og annað efnalítið fólk. Það hlyiur líka að verða krafa þess fólks sem treystir sér út í það að kaupa sér sitt eigið húsnæði, að gerðar .séu ráðstafanir til aukinnar lána st^irfsemi. Einnig er á það bend andi að til þess að þessum nauð- synjamálum verði komið í höfn, þá mundi það spara borginni mík il útgjöld að úthlutun lóða og skipulag nýrra hverfa verði full- komnara og að sérhagsmunasjón- armið einstakra manna verði ekiti látin ráða. Það hlýtur að verða ráðamönnum ljóst fyrr eða síðar að það skipulagsleysi sem nú r>k ir við úthlutun lóða verður að bæta. Við þekkjum það í dag af þeirri reynslu sem þegar er feng in að sú aðferð sem höfð er, að allt að þrír verktakar byggja sama fjölbýlishúsið getur ekki verið heilladrjúg og hefur valdið mörgum borgarbúa, fjárhagsiega stórtjóni. -*•' Heilbrigðismál Reykvíkingar hljóta að gera þá kröfu 'til ráðamanna Reykjavíkur borgar, að læknisþjónusta í höpuð borginni verði stórlega bætt, tú þjónusta sem hefur verið ríkj- andi liér i borginni til þessa hefur verið mörgum til tjóns og jafnvel kostað mannslíf. Ungir Reykvíkingar, sem stofn að hafa heimili og eiga böx-n, hljóta að krefjast þess að bömum þeirra verði gert vel til á þe>rra 'vaxtarskeiði og sköpuð önnur WMMMtMMVMWMWMWimM iðngreinum hljóta að verða kraia allra ungra manna, sem hug h : ‘ i á einhverskonar iðnnámi. Vöntun á þessum farskólum hefur valdið mörgum ungum manni óbætan legu tjóni. Það hlýtur áð verðn öllu ungu fólki kappsmál að Reykjavík eignist fullkominn og glæsilegan menntaskóla, það get ur ekki gengið að komið sé í veg fyrir framhaldsnám ungs fólks, vegna skorts á fullnægjandi skóla húsnæði. Tómstundaheimili og íþrótta- svæði eru grundvöllur fyrir heil brigðri og þroskandi tómstunda- Ræða Eyjólfs Sigurðssonar, formanns FUJ á A-listafundinum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld aðstaða til leiks og þroska en hinar ósjálegu götur Reykja- víkur. í skólamálum höfuðborgarinn ar ríkir hið mesta öngþveiti. Skól ar eru yfirleitt þrísetnir og geta allir gert sér grein fyrir því hvaða áhrif það hefur á menntun bam anna. Brýn nauðsyn er að bætt verði hin verklega kennsla í unglinga- og gagnfræðaskólunum til að auka þekkingu íslenzkrar æsku á aðal atvinnuvegum landsmanna. Starfsfræðslu þarf að auka veru- lega til hagræðis því unga fólki, sem leitar sér að ævistarfi fyrir sitt hæfi. Farskólar í hinum ýmsu iðju og skyldu verða staðsett í öllum íbúðahverfum borgarinnar. íþróttamannvirkin í Laugardal eru stórt skref í rétta átt, en ekki verður það sagt að þær fram- kvæmdir hafi verið unnar se. skyldi. Gatnagerð Reykjavíkur er í megnasta ólestri og einkennist eins og aðrar framkvæmdir á veg um borgarinnar af megnasta skipulagsleysi. Við horfum upp á það að ýmsir smábæir úti um land hafa byrjað á að steinsteypa götur, en Reykjavik hefur orðið að mestu úti um framkvæmdir á varanlegri gatnagerð. Það skipu lagsleysi sem nú ríkir í gatna- gerð í Reykjavík hlýtur að verða að hverfa og það sjónarmið að allt sé fullkomnað, þegar lokið hefur verið að malbika götur inn an Hringbrautar, getur ekki rikt í áraraðir. Bráðnauðsynlegt er að gamli bærinn verði endurskipulagður og óhjákvæmiiegt er að þau gömlu hús sem standa á beztu lóðum í þessari borg verði látin víkja fyrir reisulegum nýtízku byggingum. Til eflingar útgerð og sjávaraf- urðarvinnslu er óhjákvæmilegt að Reykjavíkurhöfn stækki og verði skipulögð á betri veg en verið hefur. Bæjarútgerð Reykja- víkur baráttumál Alþýðuflokksins verður að efla, enda hefur hún sannað ágæti sitt á undanförnum árum með því að vera stærsti at- vinnuveitandinn í Reykjavík. Þar sem nú hefur fundist ný auðlind fyrir Reykvikinga og íslendinga síldveiðin hér 1 Faxaflóa, hlýtur það að verða verkefni næstu Borgarstjórnar Reykjavíkur -að! athuga möguleika á fullkomnari! vinnslu á þessum sjávarafurðum. Það er margt fleira sem mætti taka til meðferðar hér þegar tal að er um borgarmál Reykjavíkur En þar sem að margir ræðumenn eru hér í kvöld verður að ætla að flest þau málefni sem snerta liöfuðborgina verði tekin til meðferðar þrátt fyrir að hver og einn flytji aðeins stutt ávarp. Eftir að hafa aðeins drepið á nokkur helztu atriði í framkvæmd um Reykjavíkur sem þegar hafa verið hafnar eða hljóta óhjá- kvæmilega að verða hafnar fyrr eða síðar, munu margir hugleiða með sér hverjum á að fela það mikla starf sem á að framkvæma á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráð ið lögum og lofum í höfuðborg inni í tugi ára og öllum er kun x ugt um að sú meirihluta stjórn í borgarmálunum sem rikt hefx;r riðar nú til falls fyrst og fremst af þeirri staðreynd að Reykvík- ingar hafa nú loks fengið sig fu, sadda af því framkvæmdaleysi sem hér hefur ríkt. Það er hættu | leg þróun að einn flokkur hafi hreina einræðisaðstöðu um fram- kvæmdir á svo ört vaxandi borg, sem Reykjavík er. Það er því kom inn tími til að ýtt sé við honurr og hvaða flokki ber að grípa í taumana. Ekki erum við svo sky. > skroppnir að halda að borgin væri betur komin undir stjórn slikra landráðaflokka sem Fram- sókn og kommúnistar eru. Nei, góðir Reykvíkingar ég ætla ykkur ekki þá hneisu að þið kjósið þessi sundrungaröfl til for ustu í okkar höfuðborg, sá eim sem getur komið heill til baráttu og sannað sitt ágæti, sinn stór- hug í öllum framfaramálum þjóðarinnar er hinn eini og sanni flokkur alþýðunnar, Alþýðuflokk urinn. — Reykvíkingar, ungir sem gamlir sýnum í verki að við viinim að Reykjavík og allri þjóðinni, sé búin hin farsælasta framtíð. Setjum X við A 27. maí. Kosninga- skrifstofur Akranes Kosningaskrifstofan er í hinu nýia félagsheimili að Vestnrgötu 53 sími 716 AlþýSuflokks- fólk er hvatt til að koma þangað og veita iiðsinni sitt við kosninga- undirbúninginn. Kópavogur Skrifstofa Alþýðuflokksins I Kópavogi er í félagsheimilinu Auð brekku 50, sími 38130. Er hún daf lega opin kl. 16-19 og kl. 20-22. Al- þýðuflokksmenn Kópavogi komið á skrifstofuna og vinnið vel í kom andi bæjarstjórnarkosningum f Kópavogi. HafnarfJörSur Kosningaskrifstofan er í Alþýðu húsinu við Strandgötu. Hún er op 'in 10-22, símar 51498 51499. Alþýðu flokksmenn eru hvattir til að líta inn og leggja hönd að verki. Keflavík ★ KOSNIN GASKRIFSTOFA A- listans er að Hafnargötu 62. Hún er opin kl. 2—6 og 8—10 síðdegis. Sími 1850. — Allt Alþýðuflokks- fólk og aðrir stuðningsmenn list- ans eru beðnir að gefa sig fram til starfa. Siglufjörður Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks ins á Siglufirði er í Borgarkaffl, opið kl. 17—19 og kl. 20—22. Akureyri Kosninga skrifstofan er að Tún- ' götu 2, sínxi 1399. Alþýðuflokks- fólk er hvatt til að líta inn og veita þá aðstoð senx unnt er. ! ísafjörStir Hinn sameiginlegi framboðslistl Alþýðuflokksins, Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokksins á ísa- firði er Hllistinn. Kosningaskrif- stofan er í Alþýðuhúsinu, sími, 507. Grænmefi Framhald af 13. síðu. meltingin öll erfiðari og ófull- komnari. Þeim tíma væri ekki illa varið, sem notaður væri í að kenna börnum í barnaskólum að tyggja fæðuna, því að ástandið er sízt betra hjá okkur í þesöum efnum en t.d. Norðmönnum og Svium, áður en þeir tóku skipulega á þessum málum. Einmitt nú er auðvelt að kenna þetta, þegar það sjálfsagða fyrirkomuiag er að komast á, að börnin fá rnjólk í skólunum og borða bitann sinn með, í stað þess að hiaupa út í næstu búð, drekka gosdrykki og borða vínarbrauð. «iMHWwwxmmxxxtxxxtxxmixxxmtxxx Tekið á móti íramlögum lá skrifstofu flokksins 4 22. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.