Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 13
GARÐYRKJURITIÐ 1962 er ný-
komi3 út, fjölbreytt a3 efni. RitiS
er 69 bls., auk auglýsinga, og er
þar að finna margar greinar um
garðyrkjumál, sumar myndskreytt-
ar. Ritstjóri Garðyrkjuritsins er Ing
ólfur Davíðsson, grasafræðingur,
en ritnefnd skipa Halldór Ó. ións
són og Óli Valur Hansson. Útgef
andi er Garðyrkjufélag fslands. Með
fylgjandi grein úr Garðyrkjuritinu
birtist hér með góðfúslegu leyfi
höfundar.
FISKUR og kjöt er undirstöðu
matur okkar íslendinga — og
hefur lengi verið. Neyzla græn-
metis fer samt mjög vaxandi. En
er nokkur kraftur í grænmetinu?
Þetta er mest vatn segja sumir!
Jú, cn eru ekki um % hlutar
líkamsþunga okkar sjálfra vatn?
— Fyrr á tímum var gildi matar
aðallega miðað við hitaeiningarn
ar í honum. Htiaeiningarnar eru
góðar, en ekki eru þær taldar al-
gildar lepgur, síður en svo. Fleira
þarf til þess að fæði sé kjarngott,
t.d. fjörefni og málmsölt. Kemur
þá grænmeti i góðar þarfir. Þurr
efni grænmetis er að jafnaði tal
ið 5-15% mest kolvetni, þ.e.
mjölvi og sykur. Eggjahvítuefni
aðeins 1-2%. Undantekning eru
ertur og baunir, sem eru eggja
hvíturíkar. Nota Austurlandabúar
jafnvel sojabaunir í kjöts stað að
kalla má. Fita er hverfandi lítil
í grænmeti (minna en 1%). í
grænmeti er jafnaðarlega um 1%
af steinefnum. einkum kalki;
minna af fosfór og mjög mismikið
af járni. Einnig ofurlítið af joði,
magníum, kalíum, natríum o.fl.
í grænmeti eru fjölbreytileg
fjörefni (vítamín), sem verja gegn
skyrbjúg, augnaþursýki, % nátt
blindu, Beri-beri, pellagra o.fl.
hörgulsjúkdómum. Bæði fjörefn
in og steinefnin eru ríkulegast
í nýju „grænu grænmeti“, þ.c.
grænum blöðum, t.d. fífilblöðum,
skarfakáli, salat, spínat, græn-
káli o.fl. kálblöðum, gulrófna-
blöðum, steinselju o.fl. Er stein
seljan jafnvel auðugri af c-fjör-
efni en sítrónur Trénið (sellulósa)
í grænmetinu örfar hreyfingar
þarmanna. En ekki má það vera
of gróft, né óhæfilega mikið af
því. Bezt er grænmetið hrátt sem
salat, eða t.d. saxað saman við
skyr, eða borðað nýrifið. Brytjið
ekki grænmetið smátt til suðu og
sjóðið það í sem minnstu vatni —
og drekkið vatnið. Ekki má sjóða
í járn- eða koparpottum! Nokkuð
af C-fjörefni fer út í vatnið við
suðuna. Eftir 15 mínútna suðu
1200 gr af grænkáli, reyndust
300 mg af C-fjörefni hafa farið
út í vatnið. Ef grænmeti er lialdið
heitu klukkstundum saman, eins
og t.d. oft ber, við í eldhúsum
njatsölustaða, eyðileggst mest-
allt C-fjörefnið. í 100 g af rósa
káli eru 85-90 mg. af C-fjörefni.
En eftir tveggja tíma suðu aðeins
30 mg. og eftir 6 tíma 3 mg., eða
nær ekkert. Er langsoðið, eða
marg upphitað grænmeti (þ.á.m.
kartöflur) lítils virði. Stutt suða
í litlu vatni bezt. Frakkar hafa
hrátt grænmetið í sjóðandi olíu
og aðeins svolítið vatn svo það
brenni ekki. Er það talin ágæt að
ferð.
í tímaritið Heilbrigt líf 1-4 tbl.
1961 ritar Baldur Johnsen læknir
fróðlega grein „Þættir úr mann
eldisfræðinni". Segir þar svo
m.a. „Þrjár fæðutegundir kartöfl
ur, gulrófur og mjólk verða allt-
af uppistaðan í C-vítamínbúskap
okkar íslendinga, af þvi að þær
tilheyra daglegu fæði okkar eru
auðvejdar í framleiðslu. ódýrar
og geymast vel, ef aðgæzla er
viðhöfð og eru bragðgóðar og
innihalda mörg önnur efni, sem
einnig eru mjög mikilvæg líf-
fræðilega séð. Af ræktuðu kál-
meti má benda á steinselju, græn
kál, spínat, salat, blómkál, hvít-
kál og rabarbara, einkum vínar-
rabarbara (C-fiörefnið eyði-
leggst þó við sultugerð). .Tarðar-
ber eru mjög auðug af C-fjörefni
meðan þau eru ný. Ekki má held
ur gleyma tómötum n<: lauk. Marg
ar villijurtir eru ágætir C-fjörefn
isgjafar svo sem skarfakái, hvönn,
söl, njóli, túnsúra, arfi, fífilblöð,
smári og túngrösin. Blöðin eru
bezt. Súruát barnanna á vorin
kemur áreiðanlega í góðar þarfir
Úr 100 gr. af hráum kartöflum
að hausti fást allt að 20 mg. af
C-fjörefni, en 10 mg. að vori.
Við suðu tapast um 1/5 partur,
minna við gufusuðu og minnst við
hraðsuðu. Mikið af því tapi má
vinna upp með því að nota soðið
í súpur. Guliauga og rauðar ís-
lenzkar kartöflur hafa reynzt
beztar. — Úr 100 gr. af hráum
gulrófum fást allt að 40 mg. af
C-fjörefni, og við suðuna tapast
MUNiÐ
25 KRÓNU
VELTUNA
mjög lítið (10-15%), nema því
lengur sé soðið. Fjörefnistapið
er líka hverfandi lítið yfir vetur-
inn, ef geymglan er góð. Þegar á
allt er litið má segja, að gulrófur
séu bezti C-fjörefnisgjafi okkar
íslendinga. Rófnakál er lika fjör-
efnaríkara en flestar káltegundir
iGarðyrtyjumenn ættu að gefa
orðum læknisins gaum, rækta
nóg af grænmeti og hefja áróður
fyrir aukinni neyzlu þess.
í þessu sambandi má minnast
á þjóðarsjúkdóm íslendinga bann
setta tannpínuna. Ein helzta or-
sök hennar er talin óhemju mikil
neyzla sykurs og allskonar sæl
gætissætinda; víða samfara mik-
illi notkun fínmalaðs, fjörefna-
snauðs hveitimjöls. Sykurinn og
sælgætið draga mjög úr lyst á
hollri fæðu og verka þannig .
ills — líka óbeinlínis. Um skeið
var talið að burstun tannanua
væri aðalhjálpræðið gegn ta:-.i -
skemmdum — og svo að fylU í
holur og draga út ónýtar tennur.
En betra er að fyrirbyggja en
tjasla í skemmdirnar. Burstun
tanna er sjálfsögð hreinlætisráð
stöfun, en engin allsherjarlækn-
ing. Margir trúa á sýrugerlakenu
inguna gömlu, þ.e.að matarleifar,
aðallega auðleyst kolvetni (sykur,
mjölvi), sýrist á tönnunum "(
skemmi þær. Sykurinn verkar
mjög fljótt, jafnvel 5 mínútum
eftir að tönn var pensluð með
sykurupplausn. Sýrustig þá orðið
4,8 ph, þ.e. mjög súrt. En eftir
25 mínútur hafði sýrustig 3
breytzt aftur í 6, þ.e. var orðit3
lítið súrt, óskaðlegt tönnum að
talið er. Nú borðum við margs
konar mat miklu súrari þetta. í
nýlegu riti „Tandernas íullnaring
som kariesprofylax“ eftir Alfred
Áslander dósent í Stokkhólmi seg
ir svo um sýrustig nokkurra mat
væla og drykkja: Súrmjólk 4,32
youghurt 3,96, epli 3,2-3,5, tómat
ar 4,35, appelsínur 3,84, sítrónur
2,26, súrbrauð frá ýmsum löndum
4,2-4,6, gosdrykkir (límonaði) 2,64
kóka kóla 2,5 o.s.frv. Með öðrum
orðum. Þetta er allt mjög súrt
(skyrið líka). En skemmir þetta
„súrmeti” allt tennurnar? Varla
Farið er að efast um algildi sýru
gerlakenningarinnar, en leggja á-
herzlu á heilnæmt fæði sem í séu
öll nauðsynleg næringarefni fyrir
tennurnar. Það sé aðalatriðið. Of
neyzla hreinsaðs sykurs og safl
gætis eflaust skaðleg og því
héettulegri, sem fæðið er lélegra.
Munið það. Suður í Vestur-Ind-
íum og víðar naga börnin dag-
lega sykurreir, það er þeirra
sleikjupinnasælgæti. En ekki
skemmir það tennur krakkanna.
Sykurreirinn er nefnilega stein
efnaríkur og það ræður úrslitum.
En fullorðna fólkið þarna í suð-
vestrinu er gráðugt í lireinsaðan
sykur, nærri eins og við — og
það þjáist af tannpínu1 Bandarisx
ir tannlæknar ráðleggja sérhverj
77.000 skip, samtais 4,1 milljón tonna, fóru um KílarskurS ár-
iff 1961 og fluttu ekki minna en 57 miiljónir tonna af farmi. Þó aff
þetta séu háar tölur, eru þær þó affeins undir skipafjölda og vöru
magni, sem um skurðinn fóru á metárinu 1960.
um manni að snæða epli eftir mál
tíð og hafa mjólk og hrátt græn
meti í aukamáltíðir. Þar vaxa
epli nær hvarvetna. — Á Islandi
má éta hráar gulrófur og gulræt
ur með sama árangri Þetta hre'ns
ar tennurnar á við góða burstur
og er mesta hollmeti, en,sælgæti‘
er fjörefnasnautt og tannskemm
andi. — Brúkunarleysi tanna og
kjálka eru líka athugunarvert
„menningarfyrirbæri". Fólkið vi,I
helzt mjúkmeti og margur nennir
varla að tyggja! Erlendis hafa ný
lega verið gerðar tilraunir í barna
skólum með tyggingu. Börnin
voru látin tyggja vandlega gróft
brauð, án þess að drekka neitt
fyrr en á eftir. Kunnu sum varla
að tyggja að gagni og kvörtuðu
fyrst í stað. En tennur og kjálkar
styrkjast ekki eðlilega nema á
þá sé reynt. Harðfiskur, gróft
brauð, hrátt grænmeti o.s.frv. er
líka hollmeti að þessu leyti, þ.e.
styrkir tennurnar. Græðgi barna
og unglinga 1 sælgæti stendur oft
í sambandi við ófullnaegjandi
fæði. Og krökkum er eiginlegt
að reyna á tennur og kjálka. hau
„jórtra“ tyggigúmmí heldur vi
ekki neitt. Fæðið var mjúkt a?
reyndi ekkert á. Það eru í raun
inni engin vinahót að gefa krakka
sælgæti og mikinn sykur. Þvert
á móti er það skaðlegur ávani.
Styrkið tennur og kjálka heldur á
harðfiski, hráum rófum, gulrót-
fum og margskonar grænmeti
Tannskemmdir eru að öllum lík-
indum aðallega hörgulkvilli; þ.c.
nauðsynleg efni vantar í daglega
fæðu; svo sem fjörefni, kalk, 1,
fór o.s.frv. Áður fyrr borðuöu
menn brjósk og lin bein til holl
ustu. Farið er að gera tilraunir
með beinamjöl í þess stað og
blanda í ýmsa rétti. Flúorblandað
drykkjarvatn er sums staðar
reynt. En flúor um of er ó hinn
bóginn eitur. Næringarríkt íæÚ
verður eflaust aðalhjálparheliau
Og garðyrkjumenn geta átt drjú|'
an þátt í bættu mataræði þjóðar
innar. í greinargerð Tannlækaa
félags íslands 17/2 1962 segir
m.a. svo:
Að komast hjá tannskemmdum
er það sem árungursríkast er þeg
ar barizt er gegn tannskemmdum.
Tannviðgerðirnar mætti frekar
líta á sem neyðarúrræði, er grípa
verður til við þær tennur. sem
skemmast.
Sem dæmi um, hve mikil á-
herzla er lögð á þetta atriði, t.d.
í Osló og víðar, má nefna. að óll,
iúm barnaskólabörnum þar er
veitt ókeypis máltíð, sem saman
stendur af grófu brauði, hörðu
skonroki, gulrót og mjólk. Þetta
verður að borðast eftir vissum
reglum í skólanum. Fyrst er
brauðið borðað þurrt, síðan er
mjólkin drukkin og að lokum er
gulrótin nöguð. Eftir að þetta fyr
irkomulag var tekið upp, tók upp
undir klukkutíma fyrir sum börn
in að borða skammtinn sinn.Enda
skiljanlegt með tilliti til þess að
vaninn var orðinn sá að tyggja
fæðuna ekki, heldur renna bit-
unum niður ótuggðum með mjólk
kaffi eða einhverju öðru. Slíkt
leiðir aftur á móti af sér, að tenn
urnar og tannholdið fá ekki það
álag, sem nauðsynlegt og eðlilegt
er. Tennurnar verða óhreinar og
tannholdið bólgið. Tev.ntirnar
losna jafnvel og detta úr vegna
notkunarleysis. Auk þess verður
Framhald á 4. síðu.
DAVÍÐSSON
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. maí 1962 |3