Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 11
Jafntefli Fram og KR Fram var nær sigri Hið sigursæla Iiff Ár manns í sundknattleik. Frá sundmeistaramóti íslands: SUNDMEISTARAMÓT íslands fór fram í Hveragerði um helgina, en keppt var í 50 ni. iauginni að Laugaskarði. Veffur var hið feg- ursta í Hveragerði báffa tlagana, en þó enn betra síðari daginn. Áhorf- endur voru fáir á laugardag, en Nafnarnir Guffmundur Gíslason og Guffmimdur Þ. Harffarson, sem samanlagt sigruffu í 9 greinum á Sundmóti íslands í Hveragerffi. Sá fyrrnefndi í sex og nafni hans Harffarson i 3 greinum unglinga. allmargir á sunnudag og virtust skemmta sér vel. Mótið var mikil sigurganga fyrir Reykvíkinga, sem hlutu alla meist arana, Guðmundur Gíslason varð sexfaldur meistari (2 boðsund tal- in með) og í öllum greinum hafði hann mikla yfirburði. Guðmundur er í mjög góðri æfingu og mun vafa laust ná lágmarki því í 400 m. fjór sundi, sem SSÍ hefur sett sem skil yrði til að eiga möguleika á að verða keppandi íslands á Evrópu meistaramótinu í Leipzig 18. til 25. ágúst í sumar. Hörður B. Finnsson varð fjór- faldur meistari, sigraði í 100 og 200 m. bringusundi, en aðalkeppinaut ur hans, Árni Þ. Kristjánsson var ekki langt undan. Auk þess var Hörður í boðsundssveitum SSR. Það er hægt að segja það sama um Hörð og Guðmund, hann er í mjög góðri æfingu og hefur nú þegar náð lágmarki SSÍ í 200 m. bringus. Okkar kunna sundkona, Hrafn hildur Guðmundsdóttir varð meist ari í þeim einstaklingsgreinum kvenna, sem keppt var í, 100 m. bringusundi og skriðsundi. Hún var einnig að sjálfsögðu í boðsunds sveit SSR og átti þar stærstan þátt í sígri sveitarinnar. Þetta afreks- fólk.Guðmundur, Hörður og Hrafn hildur skara mjög fram úr í röðum sundmanna og kvenna í dag og án þeirra var risið ekki hátt i sund- iþróttinni, sem keppnisíþróttar. í röðum unglinga bera 5 mjög af og lofa góðu fyrir framtíðina. Þau Margrét Óskarsdóttir, Guðm. Þ. Harðarson, Erlingur Þ. Jóhannsson Ólafur B. Ólafsson og Davíð Val- garðsson. Með dugnaði og áhuga geta þau öll náð mjög langt og fleira af ungu fólki er ekki langt undan. Afreksbikar mótsins, Pálsbikar inn, sem gefinn er af Forseta ís- lands, hlaut Guðmundur Gíslason sem fékk 810 stig fyrir 100 m, skriðsund, en Ilörður B. Finnsson látti annað og þriðja bezta afrekið ! fyrir 100 og 200 m. bringusund. Á móti þessu var einnig afhentur svonefndur Kolbrúnsbikar, mjög fallegur, sem gefinn er af nokkrum sundvinum Kolbrúnar Ólafsdóttur, en hún lézt fyrir nokkrum árum ung að aldri. Eins og kunnugt er var Kolbrún í fremstu röð sund kvenna okkar um nokkurra ára skeið. Bikar þessi er gefinn fyrir liðið keppnisár hverju sinni og af- hendist á meistaramótinu. Að þessu sinni hlaut Ágústa Þorsteinsdóttir bikarinn fyrir 1:05,2 mín í 100 m. skriðsundi, sem gefur-912 stig. Er- lingur Pálsson formaður SSÍ af- henti bikarinn með stuttri ræðu. Franih. á 12. síffu MEGINATRIÐIÐ í knattspyrnu-1 kappleik er að skora mark. Um það snýst öll baráttan, þessar 90 mínútur, sem leikurinn varir. Þá rís leikurinn hæst þegar marki er náð og fagnaðarlætin kveða við. En þrátt fyrir það þó enginn sé hápunkturinn í leiknum, þ. e. engu marki náð, getur hann samt verið hinn fjörugasti og með ýmsum spennandi augnablikum. Leikur Fram og KR sl. sunnu- dagskvöld í Reykjavíkurmótinu, sem talinn var af mörgum raun- verulegur úrslitaleikur mótsins, lauk einmitt án nokkurra há-, punkta, en með jafntefli og án þess að mai’ki yrði náð. En þessar 90 mínútur buðu, þrátt fyrir það, uppá ýms skemmtileg tilvik, á köfl um, rétt laglegan samleik og stundum allgóð skot. En í heild var hann samt ekki nærri nógu vel leikinn, miðað við þaíð, að hér átt- ust við þau lið vor, sem telja verð- ur bezt, eins og sakir standa. Hér réði tilviljunin um of, í mörgum tilfellum hvar knötturinn hafnaði, og tækifæri glötuðust vegna þess að ekki fylgdi hugur fæti. Knatt- spyrnan er öðrum íþróttum fremur íþrótt hinnar rökréttu hugsunar. Því ná menn engum á- rangri þar nema beita hugsuninni rétt. Menn geta verið þolnir og fljótir, jafnvel haft sæmilega knattmeðferð, en án hugsunar, verður það sem „hvellandi málm- ur og hljómandi bjalla”. Það verð- ur að gera þá kröfu til knattspyrnu manna vorra, að þeir hugsi gjörr, líti ripp og gæti betur að, en oft er gert, áður en knötturinn er sendur, svo hann lendi hjá sam- herja en fari ekki beina leið í mót- herjann. Hversu mörg sóknarlotan, sem fór vel af stað, hefur ekki lið- ast í sundur, vegna þokukenndrar hugsunar? Það, sem hér er sagt, á ekki ein- göngu við hina stríðandi kappa sunnudagskvöldsins, heldur al- mennt við leikmenn vora, þar sem rökrétt og hröð knattspyrnu- hugsun virðist oft á tíðum ekki eiga upp á pallborðið. En nóg um það að sinni. Það virðist vera um allmikla taugaspennu að ræða hjá báðum' liðum og bar meira á því hjá KR, sem í leik þessum hafði allt a3 vinna. Með sigri sínum var sigur þess í Reykjavíkurmótinu tryggð- ur. En þar sem Fram á enn eftir að leika við Val, en KR-ingar hafa þegar gengið frá þeim keppinaut, geta þeir verið rólegir enn um sinn. Svo tilviljunarkennd er knattspyrnan hjá okkur, að sá sem sigrar glæsilega í dag, getur beðið óvæntan ósigur á morgun. Annars voru KR-ingar heppnir að sleppa með jafntefli í þessum leik. Eftir öllum gangi hans að dæma hefði sigur Fram verið réttmæt úrslit. Fram átti hættu- legri tækifæri og tvívegis í fyrri hálfleiknum skall hurð virkilega nærri hælum, við KR-markið. Er Hallgrími Scheving skeikaði fótur fyrir opnu marki eftir góða horn- ispyrnu, þó enn frekar er Ás- geir Sigurðsson, en þessir léku á v, væng sóknarlínu Fram, átti hörkuskot nokkru síðar, í stöng, en knötturinn hrökk út og til Hall- gríms, sem skaut þegar aft.ur, en Heimir varði, nær ósjálfrátt. Tví- vegis áttu KR-ingar að vísu tæki- færi einnig í þessuni hálfleik, 1 fyrra skiptið hættulegt skot frá Jóni Sigurðssyni, úr góðri send- ingu frá Ellert, en rétt utan við stöng. og í síðara skiptið ágætan skalla, þó hættu minni, frá Sveinl Jónssyni. þar sem knötturinn fór yfir slá. Á síðustu mínút- um hálfleiks sótti Fram fast á, þó áf)Ns*angurs. ■ Er stutt var liðið á síðari há)<- leik sendi Guðmundur Óskarsscn knöttinn á KR-markið með góðu skoti en Heimir greip sendinguna öruggum höndum. Þetta var til- tölulega hættulítil sending. Öllu meiri hætta fylgdi fyrirsendingu Baldurs Scheving nokkru síðar, þar bjargaði Bjarni Felixsson úr nær- tækum háska, með því að gera Framh. á 1-1. síðu Þessi mynd er tekin viff mark Fram og Gcir hinn snj alli markmaffur Fram hefur gómaff boltann. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. maí 1962 J, j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.