Alþýðublaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson '(áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: BJörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu •«5-10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í .lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhajmesson. }['& ■ . - Tii umhugsunar við kjörborðið ÞAÐ ER MARGT, sem kosið verður um við kjör borðið í dag. Nokkur höfuðatriði, sem Reykvíking- ar þurfa að hugsa um, eru þessi: 1) Það er kosið um meirihluta í borgarstjórn. Sjálf stæðisflokkurinn er algerlega viss um þennan meirihluta, eins og fundurinn í Háskólabíói sýnir. Hins vegar er ekki æskilegt, að flokkur- inn fái 10 af 15 bæjarfulltrúum — það er of mikið. 2) Það er kosið um, hvort kommúnistar eða Al- þýðuflokkurinn verði annar stærsti flokkur Reykjavíkur. Samkvæmt úrslitum síðustu þing kosninga skorti Alþýðuflokkinn aðeins 598 at- kvæði til að ná öðru sætinu af kommum. Það mundi verða mesti ósigur, sem kommúnistar gætu beðið, ef þeir misstu nú stöðu sína sem annar stærsti flokkur höfuðstaðarins. Hér er mikilsvert verkefni, sem allir andstæðingar kommúnista geta sameinazt um. 3) Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið þröngsýnn sérhagsmunaflokkur bænda. Það er gott fyrir bændastéttina — en fullgild orsök þess, að Framsókn á ekki erindi í kaupstaðina, þótt hún leggi óhemju fé og áróður í það nú. Vegna stjórnarandstöðu og áhrifaleysis hefur Framsókn falið sérhagsmuni þá, sem alltaf ráða flokknum, þegar hann fær völd. Þess vegna mega kjósendur ekki blekkjast til að styðja Framsókn í þéttbýlinu. 4) Kommúnistar hafa í þessari kosningabaráttu orðið fyrir meiri skakkaföllum en dæmi eru til áður. Leyniupplýsingar stúdentanna fyrir aust an tjald og njósnir tékkneska fulltrúans hafa opinberað, hvers konar flokkur kommúnistar eru. Þeir munu því verða fyrir miklu atkvæða tapi í dag. 5) Það er nauðsynlegt að styrkja ábyrga, lýðræðis sinnaða menn í bæjarstjórn og skapa þar hæfi legt aðhald. Þess vegna kjósa menn A-listann. Það er nauðsynlegt að hrinda kommúnistum úr öðru sæti meðal flokkanna. Það getur A-list inn. Það er nauðsynlegt að efla styrk Alþýðu- 2 flokksins í bæjar- og landsmálum. Þess vegna kjósa menn A-listann í dag. xAxAxAxA 4 £ 27. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Svlf jbú inn I svefninn á springdýnu frá Ragnari Björnssyni Lækjargötu 20. Hafnarfirði. Sími 50 397. Blekkingar hraktar Hreppsnefndarmenn ai- þýðuflokksins í Sandgerði óska að taka fram eftirfarandi vegna blekkinga, er fram koma í grein eftir Pál Pálsson í Morg- unblaðinu um lireppsnefndarmál Miðneshrepps: 1. Hreppsreikningar fyrir árið 1957 liafa vcrið afgreiddir at- hugasemdalaust á löglegan liátt, bæði í sýslunefnd og hreppsnefnd af réttkjörnum endurskoðendum og það er algerlega rangt að þeim hafi verið vísað frá vegna óreiðu. Hins vegar hafa hreppsrcikning- ar kjörtímabilsins ekki verið af- greiddir. 2. Höfnin. Framkvæmdir þær, er unnar hafa verið við höfnina á síðasta kjörtímabili byggjast að miklu leyti á láni, er fengið var af Guðmundi í. Guðmunds- syni og Emil Jónssyni, þ. e. ame- rísku láni, vörukaupaláni að upp- hæð 1,5 millj. og öðrum lánum m er tekizt hefur að útvega m. a. úr hafnarbótasjóði og lífeyris- sjóði. 3. Skólinn. Það lán er tókst að útvega til þess að ljúka skólr/- byggingunni er að Iángmestu leyti Ólafi Vilhjálmssyni að þakka, þar sem honum tókst að útvega lán í Sparisjóði Keflavík- ur að upphæð 600,000 kr. í fyrra- sumar og hefði ekki tekizt að ljúka byggingunni annars. 4. Það virðist koma fram hjá Páli Pálssyni að allt sem gert hafi verið í Miðneshreppi hafi verið Sjálfstæðisflokknum að þakka. Mætti því halda að þeir hefðu liaft meirihluta í hrepps- nefndinni en þeir höfðu aöeina 2 af 5. og eins og allir vita er til þekkja liefur samkomulag ver ið um afgreiðslu mála og yf .-.-i leitt hefur Sjálfstæðisflokkurinn engar tillögur flutt í hreppsnef'id inni er máli skipta. Eggriaaykning í Firðinum SAMKVÆMT bráðabirgða- uppgjöri bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar fyrir árið 1961, sem nú liggur fyrir, hefur kómið í ljós, að skuldlaus eign bæj- arsjóðsins hefur vaxið um 5 milljónir króna á árinu. Á öllu kjörtímabilinu hafa skuldlausar eignir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar því vaxið um rúmlega 21 milljón króna. Þessar ánægjulegu stað- reyndir liafa Hafnfirðingar í huga þegar þeir ganga í kjör klefann í dag. Fyrir hafnfirzka íhaldið eru þessar tölur mikið áfall, eftir botnlausan lygaáróður í Hamri og Morgunblaðinu um fjárhag bæjarsjóðs Hafn arfjarðar. IWtMWtWWWMWWMWWMWWWtWWWWWWWiMWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.