Alþýðublaðið - 27.05.1962, Side 8

Alþýðublaðið - 27.05.1962, Side 8
BLAÐAMAÐUR Alþýðublaffs- Ins brá sér fyrir skömmu í róður með Nóa, RE 10. Nói er gerður út héðan frá Reykja« munu einhverntíma hafa siglt út um hafnarkjaftinn hér í Reykjavík, en þeir munu færri sem siglt hafa út skipstjórinn okkur á því að þarna hefðu þeir lent í vit- lausum fiski kvöldið áður, og skyldum við því byrja hér. vík, og er byggður sérstak- lega með það fyrir augum að hægt sé að stunda á honum sjóstangaveiðar. Við lögðum af stað frá bryggjunni í Nauthólsvík um kí. 6.30 að kveldi. Beðið var í fimm mínútur eftir einum, sem tilkynnt hafði þátttöku, en hann lét ekki sjá sig og var þá umsvifalaust lagt af stað. Veður var stillt, logn, en skúrir öðru hverju, og rigndi þá ákaflega. En það kom ekki að sök, því innan stundar vor- um við aliir fimm komnir í forláta hlífðarföt. Þau fær maður um borð í Nóa og geta menn því bara komið um borð í sparifötunum, því þar er allt til alis. Voru menn hinir víga legustu, er þeir höfðu skrýðzt þessum klæðum og virtust færir í flestan sjó. Þótt ekki væru nema fimm á að þessu sinni auk skipstjóra, þá er aðstaða til veiða fyrir 7 hverju sinni. Velflestir Reykvíkingar Skerjafjörð, er það vel þess virði að það sé gert. Alda var sama og engin og stóðum við landkrabbarnir hinir mannalegustu, algallað- ir, og horfðum í land, meðan siglt var út fjörðinn. Skip- stjórinn hafði sagt okkur, að við mundum sigla í svo sem einn og hálfan tíma, áður en við renndum. Brátt vorum við komnir á móts við Suðumes, því að Nói gengur vel. Víða sáust sker, enda ber Skerjafjörður nafn með rentu og mun ekki auðsigldur ókunnugum. Innan skamms fórum við framhjá Kerlingarskersbauj- unni, og síðan fram hjá sex baujunni svo kölluðu. Skipstjórinn sagði okkur að þar í kfing hefði oft verið gott til fiskjar, en í vor hefðu þeir orðið að sækia dýpra. Þegar við höfðum siglt í um það bil eina og hálfa klukkustund, vorum við komn ir svona sex mílur út af Gróttu. Dýpi var þarna um fimmtán faðmar. Fræddi Við þessi tíðindi urðu menn heldur kampakátir, og hófust strax handa um að koma sér fyrir. Ekki leið á löngu þangað til sá fyrsti var innbyrtur, var það ljómandi falleg og feit ýsa. Beitu notuðum við enga nema svo kallaða gervibeitu, þarna hefur fiskurinn nóg æti, svo að ekkert þýðir að bjóða honum síld. En gervi- beituna tekur hann samt, þótt saddur sé. Eftir tiltölulega skamma stund voru allir búnir að fá fisk, og sumir fleiri en einn og fleiri en tvo. Mðst var um ýsu, einnig komu nokkrir þyrsklingar og einn ufsi. Þegar fór að tregast þarna var kippt, á sjómannamáli þýðir það að færa sig til. Fór- um við nú lítið eitt dýpra. Þar voru þó nokkrir innbyrtir, og síðan var aftur kippt og þá í síðasta skipti, en þar urðum við ekki varir. Eins og áður er sagt, var næstum blankalogn, betra hefði verið, þó ekki hefði ver- Loftur Guðmundsson rithöfundur er hugrsi. — veginn að stanza, þess vegna er svona mikið Þegar myndin var tekin var báturinn í þann rót á sjónum. ið nema örlítil gjóla, því þá hefði okkur sennilega getað rekið yfir isk, og þá hefðum við ekkert þurft að kippa, heldur bara getað látið reka. Um klukkan 9,30 lögðum við svo á stað í land. Skömmu siðar spurði skipstjórinn blaðamanninn hvort hann vildi ekki stýra fyrir sig smá- stund. Þáði blaðamaðurinn það og settist undir stýri og skyldi stýra suð-austur. Held- ur gekk það nú skrykkjótt til að byrja með, en skánaði þó þegar frá leið, þegar blaða- maðurinn var rétt að komast að raun um hvernig allt funk- eraði kom skipstjóri aftur og tók við stjóminni. Og varð blaðamaðurinn eiginlega hálft í hvoru feginn. Þegar yið höfðum siglt skamma stund sigldum við í gegnum stórfiskavöðu, voru það sennilega höfrungar. — Gaman var að sjá hvernig. þeir veltu sér í vatnsborðinu og stukku hátt uppur sjón- um með sporðaköstum og gusugangi skammt frá bátn- um. Þegar komið var á móts við Suðurnes fórum við flestir úr hlífðarfötunum og settumst inn í káetu. Káetan á Náa er mjög vist- leg, þykkt teppi á gólfi og veggir allir spónlagðir. Auð- séð er að ekkert hefur verið til sparað að gera bátinn sem bezt úr garði. Á það við um bátinn allan. Forvígismenn Sjóstanga- veiðinnar hf. eiga þakkir skil- ið fyrir að hafa látið byggja þennan fallega bát og gefa Reykvíkingum þannig kost á að komast til sjós fyrir lítið verð. Þegar eitthvað nýtt kemur fram á sjónarsviðið er fólk alltaf dálítið vantrúað til að byrja með. En vafalaust líð- ur ekki á löngu áður en Reykvíkingar læra að meta sjóstangaveiði, sem áreiðan- lega gefur lax og silungsveiði lítið eftir, hvað skemmtileg- heitin snertir. Með hverju ár- inu . ýerðúr erfiðara að fá véiðileyfi í‘góðum ám og vötn um, auk 'þe'ss sem þau eru oft- ast óheyrilega dýr. Nóg er plássið á hafinu, og þar þarf ekki að borga okurfé fyrir veiðileyfi. Þeir, sem fóru þessa ferð, Hér liggur Nói F voru allir sammá fara aftur á sjó, sv nægju höfðu þeir ferð. Fyrir menn, sem Hér er Smári Karlsson að kenna verðandi veiðimönnum meðferð veiðitækjanna. inni eru talið frá vinstri: Sverrir Sigurðsson, Haraidur Gíslason, Loftur Guðmunt Smári Karlsson. 8 27. maí 1962 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.