Alþýðublaðið - 27.05.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 27.05.1962, Qupperneq 15
FRÁ SOVÉT nú var ekki tími fyrir persónu- lega hluti. Öll fyrri þjálfun henn ar sagði henni, að þetta væri verk fyrir ríkið. Hún var nú að vinna fyrir land sitt. Af einhverjum ástæðum nafði liún verið valin í mikilvægt samsæri. Sem foringi í MGB varð hún:að gera skyldu sína og gera hana vel. Hún hlust aði af athygli. „Að sinni”, sagði Rosa Klebb með valdsmannslegum tón, „mun ég vera stuttorð. Þér munuð lieyra meira síðar. Naéstu vikur munuð þér fá vandlega þjálfun fyrir þetta verk, þar til þér vitið nákvænrlega, hvað gera á í hveíju tilfelli. Yður verða kenndar viss- ar erlendar venjur. Yður verða fengin falleg föt. Yður verða kenndar allar listir tálsins. Síð- an verðið þér send til erlends ríkis i Evrópu. Þar munuð þér hitta þennan mann. Þér eigið að tæla hann. í því efni eigið þér ekki að vera með neinar barna- legar vomur. Ríkið á líkama yð- ar. Allt frá barnæskh hefur rík- ið brauðfætt yður. Nú verður líkami yðar að vinna fyrir ríkið. Er það skilið?” „Já, félagi ofursti”. Rökin voru óhagganleg. „Þér eigið að fara með þess- um manni til Englands. Þar verð ið þér vafalaust yfirheyrð. Yfir- heyrslan verður auðveld. Eng- lendingar nota ekki harðýðgis- legar aðferðir. Þér gefið þær upp lýsingar, sem þér getið, án þéss að stofna ríkinu í hættu. Við iát- um yður í té viss svör, sem við viljum, að séu gefin. Þér verðið sennilega send til Kanada. Þang- að senda Englendingar vissa teg- und af erlendum föngum. Yður verður síðan bjargað og síðan verðið þér flutt aftur til Moskvu” Rosa Klebb rj'ndi fram- an í stúikuna. Hún virtist taka þessu öllu sem sjálfsögðum hlut. .... „Þér sjáið, að þetta er til- tölulega auðvelt. Hafið þér nokkrar spurningar á þessu stigi málsins?” „Hvað verður um manninn, fé- lagi ofursti?” „Það gildir okkur einu. Við ætlúm aðeins að nota hann til að koma yöur inn í England. Tilgangurinn með aögerð þessari er að gefa Bretum rangar upp- lýsingar. Það mun að sjólfsögðu gleðja okkur, félagi, að heyra álit yðar á lífinu í Englandi. Skýrslur velþjálfaðrar og gáfaðrar stúlku, eins og yðar, verða veigamiklar fyrir ríkið”. „Er það virkilega, félagi of- ursti!” Tatiana fann til sín. Skyndilega virtist allt þetta vera æsandi. Ef hún bara gæti gert það vel. Hún skyldi gera sitt bezta. En ef henni skyldi nú ekki takast að gera njósnarann ást- fanginn í sér. Hún horfði aftur á myndina. Hún hallaði undir flatt. Þetta var aðlaðandi andlit. Hverjar voru þessar „listir táls- ins”, sem konan hafði talað um? Hverjar gátu þær verið? Ef til vill mundu þær lijálpa til. Ánægð stóð Rosa Klebb upp frá borðum. „Og nú getum við tekið það rólega, góða mín. — Vinnunni er lokið í kvöld. Ég ætla að fara og taka mig til, og svo mösum við saman á eftir. — Borðið þetta konfekt, annars skemmist það”. Rosa Klebb veif aði hendinni og hvarf, eins og annars hugar, inn í næsta lier- bergi. Tatiana hallaði. sér aftur i stólnum. Svo þetta var þá allt og sumt! Það var þá hreint- ekki svo slæmt. Hvílíkur léttir! Og hví- líkur heiður að hafa orðið fyrir valinu. En bjánalegt af henni að hafa verið svona hrædd! Auð- vitað mundu hinir miklu forvígis menn ríkisins ekki leyfa, að neitt illt henti saklausan borg- ara, sem ynni mikið og hefði ekki neitt á móti sér í sinni zapiska. Skyndilega fann hún til mikillar þakklátssemi til þeirrar föður- myndar, sem var Ríkið, og stolts yfir því að fá tækifæri til að end urgreiða eitthvað af skuldum sínum. Jafnvel þessi Klebb kerl- ing var ekki svo slæm, þegar öllu var á botninn hvolft. Tatiana var enn að hugsa glað lega um ástandið, þegar svefn- herbergisdyrnar opnuðust og „þessi Klebb kerling" birtist í gættinni. „Hvernig lízt þér á, góða mín?” Klebb ofursti breiddi út feita handleggina og snerist á tá, eins og sýningarstúlka. Hún staðnæmdist með annan hand- legginn útréttan og hinn á mjöðm. Munnur Tatiönu hafði oþnazt. Hún flýtti sér að loka honum. Hún leitaði að einliverju til að segja. Klebb oíursti í SMERSH var í hálfgagnsæjum náttkjól úr rauðgplu crepe de chine. Það voru fellingar úr sama efni í háls málinu og fellingar á úlnliðun- um. Undir náttkjólnum sást brjóstahaldari, sem var tvær stór ar, bleikar satín-rósir. A, neðan var hún í gamalsdags uandirbux- um úr bleiku satíni með teygju fyrir ofan hné. Annað feitt hné- ið birtist eins og gulleit kókos- hneta milli hálfopinna felling anna á náttkjólnum, í hinni klassísku stellingu sýningarstúlk unnar. Á fótum hafði hún bleika satín-inniskó með gifurlegum strútsfjörðum. Rosa Klebb hafði tekið af sér gleraugun og nakið andlitið var nú þakið augna- skuggum og kinnaroða og vara- lit. Hún leit út eins og elzta og for ljótasta hóra heims. Tatiana stamaði: „Hann er mjög fallegur”. „Finnst þér ekki“, suðaði kon an. Hún gekk að breiðum bekk í horni herbergisins. Hann var þakinn litskrúðugum sveitavefn aði. Við vegginn voru hálfskitug ar satínsessur í pastillitum. Með ánægjuískri fleygði Rosa Klebb sér niður á bekkin og lá eins og stúlka úr málverki eftir Recalier. Hún teygði upp annan handlegginn og kveikti á borð- lampa með bleikum skermi. Hún Klappaði á sessuna við hlið sér. „Slökktu á loftljósinu, góða. Slökkvarinn er við dyrnar. Komdu svo og setztu hjá mér. Við verðum að kynnast hvor ann arri betur“. Tatiana gekk fram að dyrun- um. Hún slökkti á loftljósinu. Hönd hennar féll beint niður á liurðarhúninn. Hún sneri honum, opnaði dyrnar og gekk rólega fram í ganginn. Skyndilega missti liún kjarkinn. Hún skellti dyrunum á eftir sér og hljóp æð islega út eftir ganginum og hélt ‘liöndunum um eyrUn til að lieyra ekki orðaflauminn, sem aldrei-kom. 10. kafli. TUNDURÞRÁÐURINN BRENNUR Að morgni næsta dags. Klebb ofursti sat við skrif- borðið í skrifstofu sinni, sem var i neðanjarðarkjallara í SM ERSII. Hcrbergið líktist meira herráðsherbergi en skrifstofu. Einn veggurinn var algjörlega þakinn með landabréfi af vest- urhveli jarðar. Veggurinn á móti þakinn korti af austurhveli. Aftan við skrifborð hennar, svo nærri, að hún náði auðveldlega til hans, var fjarriti, svokallaður Telekrypton og gerður fyrir dul málsskeyti. Við og við glamraði í honum, ér liann ritaði það, sem verið var að senda út frá dul- máladeildinni á efstu hæð, rétt undir háum útvarpsstöngunum á þaki hússins. Þegar K’ébb of usti mundi eftir því, reif hún af langan strimil og las skeytin. Þetta var aðeins formsatriði. Ef eitthvað verúléga veigamikið var á ferðinni, mundi síminn hringja. Öllum starfsmönnum SMERSH um víða veröld var stjórnað úr þessu herbergi, og það var sívakandi járneftirlit; Feitt andlitið var fýlulegt. Það voru pokar undir augúnum og rauðar æðar voru sprungnar í augnahvítunum. Einn af þrem simum á borðinu iuðaði lágt. Hún tók upp heyrn artækið. „Sendið hann inn“. Hún sneri sér að Kronsteer* sem sat og stangaði liugsandi úr tönnunum- með pappirsklemmu, þar sem hann sat í hægindastól vinstra megin í herberginu, und ir suðurodda Afríku. „Gronitsky". Kronsteen sneri höfðinu hægt og horfði til dyra. Red Grant kom inn og lok- aði dyrunum hljóðlaust á eftir sér. Hann gekk að skrifborðinu og stóð og horfði hlöðinn, jafn vel hungraður, í augu yfirmanns síns. Kronsteen fannst hann líta út eins og sterkur varðhundui, sem biði eftir að fá mat. Rosa Klebb horfði kuldalega á hann. „Eruð þér hraustur og til búinn til starfa?" „Já, félagi ofursti“. ,Látum oss sjá yður. Farí| fötunum”. Red Grant sýndi engin m'Mi undrunar. Hann fór úr jakkaö- um og ‘sparkaði loks af sér skóii um. Grant stóð afslappaður, hendúr hans héngu niður méS síðunum óg annað hnéið var lít illpga geygt fram, eins og hann væri að sitja fyrir hjá nemend- um í teikningu. Rosa Klebb stóð upp og gekk umhverfis borðið. Hún skoð aði líkamann vandlega, ýtti og kleip hér og þar, eins og hún væri að kaupa hest. Hún gekk aftur fyrir manninn og hélt á- fram hinni nákvæmu rannsókri sinni. Áður en hún gekk aftur fram fyrir hann, sá Kronsteeri hana taka eitthvað upp úr vasa sinum og setja á hönd sér. Það glitti á málm. Konan kom fram fyrir og stóS |Hff——tW.1 lli—li. JIUMMMMB——' ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. maí 1962 FULLTRÚARÁÐ Alþýðuflokksins í Reykjavíkur hefur nú opnaff flestar umdæmisskrifstofur sínar í Reykjavík. Eru þær þessar: BREIÐAGERÐISSKÓLINN : Sogavegi 76, sími 38210. SJÓMANNASKÓLINN: Stórholt 1 (efstu hæff), sími 20213. LAUGARNESSKÓLINN: Dalbraut 1. Sími 350S5. LANGHOLTSSKÓLINN: Laugarásvegi 29 (efri hæff). Sími 38097. Umdæmisskrifstofurnar eru opnar kl. 5-10 e. h. Hverfisstjórar í hinum ýmsu umdæmum eru beffnir að mæta á umdæmisskrifstof um sínum öll kvöld kl. 8,30. Auk hverfisstjóranna er nauðsynlegt aff starfsfólk á kjördegi og alþýffuflokksfólk almennt komi á umdæmisskrifstofurnar út alla vikuna. Starfsfólk á kjördegi. A-listanum er brýn nauffsyn aff fá sem flesta til starfa á kjör- degi. Vinsamlegast tilkynniff ykkur á umdæmisskrifstofunum effa á affalskrifstofunni í Alþýffuhúsinu, símar 15020, 16724. Bifreiöar á kjördegi. Þeir bifreiffaeigendur, er lána vilja bifreiffar sínar til aksturs fyr- ir A-listann á kjördag, eru beffnir aff láta strax vita á affalskrif- stofuna, símar 15020 og 16724. Utankjörstaðakosningin. Utankjörstaffakosning stendur yfir. Þeir, sem ekki verffa heima á kjördegi, geta kosiff hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hrepps stjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráffum og ræðismönnum, sem taia íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGASKÓLA. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-12, 2-6 og 8-10. Sunnu- daga kl. 2-6.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.