Alþýðublaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 4
 Skýrsla til JÓNS BALDVINSSONAR ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur alla tíð fylgt þeirri reglu aS eiga samstarf við aðra flokka til að koma málefnum sínum fram. Þetta hefur þýtt, að flokkurinn hefur setið í ríkisstjórnum og ■ bæjarstjórnum með öllum hinum þingflokkunum. Hefur þá jafn- . an verið hrópað að okkur jafn- aðarmönnum, að nú værum við að svíkja hina gömlu stefnu okk- ar (sem allir þykjast fylgja nú á dögum) og erum við ýmist sagðir vera að hverfa í gin Framsóknar, verða kommúnistum að bráð eða láta íhaldið gleypa okkur. Þetta er vanhugsaður áróður. Og hálfgert óbragð er að því, þeg- ar framsóknarmenn eru að hneykslast, af því að þeir sátu í heil 12 ár á ríkisstjórnarbekk með Sjálfstæðinu, og kommar hafa raunar hlaupið í slíkt sam- starf, hvenær sem færi hefur gefizt. Það er tilgangslítið að velta vöngum yfir slíkum áróðri. Hitt er skynsamlegra að athuga mál- efnin og gera upp við sig á þeim grundvelli, hvað flokkar eru að gera. í fyrrakvöld settist ég niður á skrifstofu minni og setti fyrir framan mig háan hlaða af þing- skjölum. Það voru öll skjöl þess þings, sem stóð síðastliðið haust og vetur. Svo leit ég á mynd Jóns Baldvinssonar, sem hangir á veggnum, og ákvað að gefa gamla manninum skýrslu — ekki um áróðurinn, heldur um nokk- ur þeirra mála, sem Alþýðuflokk- urinn tók þátt í að leysa á síðast- liðnum vetri. Ég byrjaði auðvitað á þing- skjali nr. 1, sem voru fjárlögin. Það var ekki hægt að fara ná- kvæmlega 'í gegnum þá bók, en rétt er að benda á, að fyrst og fremst fvrir áhrif jafnaðarmarma eru fjárframlög ríkisins til fé- lagsmála orðin 416,9 milljónir — langhæsti liður fjárlaga. Þetta er kjarni jafnaðarstefnunnar, til- flutningur á tekjum frá hinum heilsuhraustu og efnuðu til sjúkra, fatlaðra, gamalmenna, ekkna, barna fjölskyldna o. s. frv. Það var höfuðatriði i samstarfi okkar vio S.iálfstæðið að fá þetta hækkað stórlega — en það hafði JON BALDVINSSON okkur ekki tekizt í vinstri stjórn- inni með kommum og framsókn. Það er fleira í fjárlögum, sem Jóni Baldvinssyni liefði þótt tíð- indi, svo sem 213 milljónir til kennslumála og tugir milljóna til framkvæmda á öllum sviðum. En málin voru fleiri. Það var mikið talað um efna- hagsmál á þinginu, en Jón Bald- vinsson var ábyrgur raunsæis- maður á því sviði. Hann hefði ekki verið á móti því að taka gengisgróða af stórlöxunum, en á móti því barðist Framsókn. Jón hefði fagnað landsútsvcrum 'og auknum tekjustofnum sveita- félaga. Hann hefði talið það bót fyrir atvinnuvegina að fá lausa- skuldum breytt í föst lán. Jóni hefði líkað vel það aukna vald ríkisstjórnar yfir peningamálum, og liann hefði fagnað auknum sparnaði landsmanna, sem nú gerir bönkunum kleift að leggja 50 milljónir til viðbótar í íbúða- lán. Þá er rétt að skýra hinum gamla formanni Alþýðuflokksins frá því, að lögin um verkamanna- bústaði hafa verið gerð óvirk og gagnslaus í stjórnartíð Framsókn ar og kommúnista. Nú tók Alþýðu flokksráðlierra málið upp og hef- ur fengið þingið til að eudur- skapa og blása í það aýju lífi. Einnig verður að telja þá breyt- ingu, að íbúðalán hækkuðu í 150,000 krónur. Framhald á 11. síðu. I ÞEGAH teknir eru fyrstu 2 stafirnir í hinum frönsku nöfn- um á ríkjunum Frakklandi, Þýzkalandi og Ítalíu, kemur FEALIT, nafnið á pólitískri hugmynd, sem farin er að hafa talsverð áhrif á Vestur-Evrópu. Fralit, segir The New York Times í sl. viku, er hugarfóstur Richard Nikolaus Coudenhove- Kalergis greifa, sem almennt er talinn faðir Al-Evrópustefn- unnar, en hún er nú farin að bera nokkum árangur í Efna- hagsbandalagi Evrópu. Greifinn sendi ríkisstjórnum fyrrnefndra þriggja ríkja ný- lega orðsendingu, þar sem sting ur upp á pólitískri einingu- þessara landa, ef Beneluxlönd- in, (Belgía, Holland og Lúxem- borg) haldi áfram að koma í veg fyrir pólitískan samruna sexveldanna í Efnahagsbanda- laginu. í orðsendingunni er talað um, að þessi þrjú stórveldi á meginlandi Evrópu myndi („kjarna sameinaðrar EvktópU, sem allt frá fæðingu væri jafn- ingi Bandaríkja Norður-Ame- ríku.” Segir greifinn, að fyrr eða síðar mundi slíkt þrístirni draga að sér önnur Evrópu- lönd. Hamborgarblaðið Die Welt, sem er andstætt hugmynd Coudenhove-Iíalergis, telur þó, að ekki megi vanmeta „tilgang- inn" að baki hugmyndinni. Seg- ir blaðið, að orðsending greif- ans „sýni nokkuð greinilega það hugarfar," sem ríkti á Par- ísarfundi utanríkisráðherra Sameiginlega markaðsins í sl. mánuði, er Belgar og Hollend- ingar stóðu fast á því, að Bretar yrðu fyrst að verða aðilar að Efnahagsbandalaginu, og stöðv- uðu því allar tilraunir í átt til einingar. (Aths. Afstaða Spaak, utanríkisráðherra Belgíu, virð- ist þó hafa breytzt nokkuð síð- ustu daga í þessu efni). The New York Times heldur áfram og segir engan ofsaáhuga á Fralit sjáanlegan í Vestur- Evrópu. Andstæðingar hugmynd arinnar líti á hana sem skemmd á einingar-hreyfingu Evrópu og sé skref aftur á bak til tíma Karlamagnúsar fyrir 1200 ár- um, er mundi kljúfa megin- landið í andstæðar herbúðir. Allt um það, segir blaðið, hefur ókyrrðin í stjómmálum vegna sambands Bretlands við meginlandið orðið til þess að hugmyndin hefur breiðst út. — Sumir diplómatar óttast, að hugmyndin muni gefa hinum smærri ríkjum, sem andstæð eru áætlunum de Gaulles Frakk landsforseta, tæki til eins konar pólitískrar fjárkúgunar. Þessir diplómatar benda á, að á blaðamannafundi sínum í sl. viku talaði de Gaulle iðulega um Evrópu sem ríkin þrjú, er eiga að mynda Fralit, fremur en sem sexveldin, sem aðild eiga að Sameiginlega markaðnum. Sameiginleg stefna Frakka, Þjóðverja og ítala í því að koma skuli á pólitískri einingu, — fékkst fram í sl. mánuði á fund- um de Gaulles og Adenauers og de Gaulles og Fanfanis. Bæði Adenauer og Fanfanl féllust á tillögur franska forset- ans um laust samband fullvalda ríkja, en þeirri hugmynd hafa bæði Belgar og Hollendingar vísað á bug, nema því aðeins að Bretar séu aðilar að samning- unum frá byrjun. (Aths. Þróun mála siðustu daga vikunnar bendir þó til, að þessi afstaða kunni að hafa breytzt eitt- hvað). Belgar og Hollendingar hafa til þessa viljað fá fram „yfir- þjóðlega” stjórn, þar sem meiri hluti atkvæða mundi ráða, eftír ákveðinn tíma, í stað fulls sam- komulags, sem gilda mundi til að byrja með, í öllum ákvörð- unum. Coudenhov-Kalergi greifi, sem er um 68 ára gamall og stofnaði „Al-Evrópuhreyfing- una” á árunum milli 1920 og 1930, hefur eiginlega frá byrj- un haft þá hugmynd, að franskt þýzkt lýðveldi skuli sett upp. Þess má geta, að Pompidou, nú- verandi . f orsætisráðherra Frakka, var til skamms tíma vara-forseti lu-eyfingar þessarar og formaður hinnar frönsku deildar hennar. Greifinn bjó f New York á stríðsárunum og keruidi sögu við háskólann þar, en býr nú í Bern í Sviss. ♦MWMimMMMWMWMHMtWWMMtWMMMiWVWWVWWIWWWWtWWWIWWWWMWWWWMWWWMWWWWWWWWWWWWVWMWWI Tekiö á móti framlögum MUNID KQSNINGASIQOINN I á skriístofu flokksins iMWIMWMWIMWMMIMIMMMIIMMIMMMMMMWIIMMWiMMWMMIIMMMWIWIWIMWMMMMIWWWI 27. maí 1962 ALÞÝÐUBLA9IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.