Alþýðublaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 9
mm ÞÚ ERT búinn að eignast lít- inn bróður ípheldon. — Hvaðan kom hann, pabbi? — Hann kom frá landi, sem er langt í burtu. — Einn déskotans útlend- ingurinn enn. ★ AF HVERJU er hann pabbi þinn svoria reiður yfir því að við vorum á bílnum í gær- kveldi? — Það var hann sem við keyrðum á. ★ MAMMA, er ég nokkuð var- úlfur? — Þegiðu, og greiddu þér í framan. ★ HVERSVEGNA stöðvaðir þú hann ekki þegar hann sagðist ætla að stíga ofan af þakinu og út á ský? — Blessaður, ég hélt að hann mundi alveg geta þetta. ★ A mynd Isson og FYRIR SKÖMMU síð- an birtum við smá- klausu um það hér í opnunni, að brezkar konur væru farnar að reykja pípu, af ótta við að fá lungnakrabba af sígarettureykingum. — Þessar ungu og fallegu stúlkur eru hinsvegar ekki brezkar heldur bandarískar og eru þær við nám í Rutgers há- skólanum í New Jersey í Bandaríkjunum. Fylg ir það sögunni, að þetta sé nú lenzka hjá kvenfólki þar viff skól- ann. Stúlkurnar segj- ast hafa snúið sér aff pípunni vegna þess að þaff sé mun ódýrara og ekki eins óhollt. Hér eru þær sem sagt þrjár og púa hver í kapp við aðra. Hótfyndni SKÓGARVÖRÐUR nokkur í Nýju Mexico sá oft Indíána nokkurn ásamt konu sinni. Indíáninn var jafnan ríðandi en konan gekk. Hann spurði Indíánann eitt sinn hvernig á því stæði, að kona hans væri alltaf gangandi. — Hún á engan hest, svar- aði Indíáninn hátíðlega. Aé INDÍÁNI nokkur sat uppi á háu fjalli í Nevada og sendi reykmerki í gríð og erg. — Allt í einu kvað við ógurleg sprenging á tilraunasvæði hersins skammt þar frá, og geýsistór skýmökkur leið upp í loftið. Indiáninn varð hugsi við og sagði svo: Þetta hefði ég sko átt að segja. ★ tE 10 ferð búinn viff bryggjuna í Naut- hólsvík PRESTUR segir við fanga, sem á að fara að taka af lífi í rafmagnsstólnum. Er nokkuð, sem ég get að síðustu gert fyrir yður? — Já, haldið í hendina á mér. ★ % SVO Þér hafið sótt um starf sem merkjamaður. Hvað mund uð þér nú gera ef þér sæjuð tvær lestir koma hvora á móti annarri á. sömu teinum? — Ég mundi taka í skipti- stöngina og beina annarri inn á aðra teina. — Og ef skiptistöngin stæði nú föst? — Þá mundi ég kveikja á rauðu ljósunum. — En ef kviknaði nú ekki á þeim? — Þá mundi ég hlaupa út með rautt flagg og veifa því. — En ef lestarstjórarn- ir sæju það ekki? — Þá mundi ég senda eftir henni systur minni. — Systur yðar, hvað ætli hún gæti svo sem gert? — Ekkert. En hún veit ekk- ert skemmtiiegra en járn- brautarslys. tla um að o mikla á- af þessari sitja inni allan daginn mestgn hluta árs ins, er það skemmtileg' til- breyting að róa til fiskjar eft- ir dagsins önn og anda að sér fersku sjávarloftinu. Ekki þurfa menn að óttast sjóveik- ina um borð í Nóa, því þar eru mönnum boðnar sjóveik- istöflur áður en lagt er af stað. Að bryggjunni í Nauthóls- vík komum við svo um klukk- an ellefu. Þá tók hver sinn hlut og hélt til síns heima. Sumir höfðu veitt vel, aðr* ir sæmilega, allir voru þó á- nægðir og skipti það óneitan- lega mestu máli. Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir i Tjarnargötu, sér um rekstur bátsins í sumar og þangað geta menn snúið sér varðandi farbeiðnir. * Hafnfirðingar athugið Affeins í nokkra daga bjóffum viff glæsilegt úrval af kápum, kjólum og drögtum frá verzluninni Eygló. Notiff einstakt tækifæri. Verzlunin SIGRIÍN Strandgötu 31. — Sími 50038. Beint frá Skotlandi! Nýkominn fallegur ullarbarnafatnaður Heimsþekkt gæðavara. # Aðalstræti 9. - Sími 18860. Atvinna Atvinna í glerhúðunardeild verksmiðju vorrar viljiHUt vér ráða laghentan mann, ef til vill málara, 30—35 ára. Góð laun, góð vinnuskilyrði, framtíðarat- , vinna fyrir réttan mann. H.f. Raftækjaverksnriiðjan Hafnarfirði. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík • gegnst fyrir samkomu í kirkju sinni mánudaginn 28. þ. m. klukkan 8,30. 1. Orgelsóló: Sigurður ísólfsson kirkjuorganisti. 2. Ávarp: séra Þorsteinn Björnsson. 3. Einsöngur: Björn Þorgeirsson. 4. Erindi: Páll V. G. Kolka læknir. 5. Orgelsóló: Sigurður ísólfsson, kirkjuorganisti. 6. Blandaður kór Fríkirkjunnar syngur, undir stjórn Sig- urðar ísólfssonar. Lokaorð flytur formaður safnaðarins Kristján Siggeirsson kaupmaður. ALLIR VELKOMNIR. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. mah!962 #

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.