Alþýðublaðið - 27.05.1962, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 27.05.1962, Qupperneq 12
LEMMY..^. Og þá er um a'ö gera, að komast til baka, — Hvað hefur komið fyrir? hlaup. áður en þeir taka eftir því, að ég er horf- — Það hlýtur að hafa orðið skamm- Éff hef verið rænd . . . inn. FYRIR LITLA FÓLKIÐ GRANNARNIR Sagan af Gunnu og gömlu ömmu í kofanum „Uss“, sagði greifafrúin, því að Gunna var að ganga fram hjá dyrunum, hún hélí á Ríkharði litla og söng við hann á leiðinni til baðherbergis- ins. „Þú ert alltof góðhjörtuð“, sagði greifinn og kleip í eyrað á konunni sinni. „Jæja, þarna heyr- ist mér vera hringt dyrabjöllunni, það er víst ekki til setunnar boðið“, „Gestir greifahjónanna voru komnir og það fyrsta, sem Margrét sagði, þegar hún var búin að heilsa greifafrúnni, var: „Jæja, fæ ég nú að sjá Ríharð litla?“ „Hann er í baði, blessaður“, sagði greifafrúin. „Það var indælt“, sagði Margrét og þaut af stað upp stigann án þess að segja meira. Greifafrúin hljóp á eftir henni, því að hana lang aði til að sjá hvernig Margréti litist á indæla barn ið hennar og hún kallaði yfir öxl sér til prófessors ins: Langar þig ekki til að koma líka Jimmi? Hún var alveg viss um, að alla hlyti að langa til að sjá barnið hennar í baði. Nú, eigum við að fara að borða, mamma. Þá er víst bezt, að égr hleypi pabba út úr geymslunni. „Auðvitað kærir hann sig ekkert um það, vina mín“, sagði Margrét óþolinmóðlega, en prófessor- inn sagði vingjarnlega, „auðvitað langar mig til þess“. Karlmennirnir tveir héldu upp stigann á eftir konunum og þegar þeir komu að baðherberg isdyrunum rákust þeir á Margréti, sem stóð í dyra gættinni og hélt fingrunum við varir sér eins og hún væri að biðja um þögn. Ríkharður litli var í Vélskólinn Frh. a£ 7. síðu. verður almennur nemendamóts- dagur allra Vélskólamanna til ánægju og gagns fyrir skólann og þátttakendur mótsins. Á skólaárinu kvað skólastjór- inn að kéypt hefðu verið nokk- ur kennslutæki: ein 180 hestafla Lister-dieselvél, skuggamynda- vél og nokkuð af rafmagns- og eðlisfræðistækjiHn auk mæli- tækja. Gjafir höfðu skólanum borizt á skólaárinu. Hópur nemenda, sem áttu 10 óra vélstjóraafmæli - við síðustu uppsögn afhentu skólanum kvikmyndasýningar- vél af fullkomnustu gerð. Þor- steinn Ársælsson vélstjóri af- henti bókasafni skólans að gjöf safn bóka eftir föður sinn, Ár- sæl Árnason bókbindara. Voru það ýmist frumsamdar bækur eða þýðingar. Er skólanum mik- ill fengur að gjöfum þessum og ekki síður að því hugarfari, sem þær bera vott um. Því næst lýsti skólastjórinn nýloknum prófum : 02 nemend- ur gengu undir próf: 35 vélstjór- ar undir fullnaðarpróf úr raf- magnsdeild, 15 undir vélstjóra- próf og 12 undir fullnaðarpróf rafvirkja. Af fullnaðarprófsvél- stjórum hlutu 2 ágætiseinkunn, þeir Gísli Gíslason, 7,44, og Sig- urður Haraldsson, 7,01, tíu hlutu fyrstu einkunn, 16 aðra betri, 6 aðra lakari, en einn stóðst ekki. Af þeim, sem luku vélstjórapróf ‘ hlutu 3 ágætiseinkunn, þeir Magnús Már Sævar Gústafsson, 7,74, einhver hæsta einkunn, sem tekin hefur verið við skólann, Björgvin Þór Jóliannsson, 7,51, og Adolf Tómasson, 7,15, 3 hlutu fyrstu eink., 7 aðra betri og 2 aðra lakari. Af rafvirkjum hlutu 3 ágætiseinkunn, þeir Ólafur Jóh. Sigurðsson, 7,21, Sigurjón Antonsson, 7,45, og Bj. Páll Óskarsson, 7,01. 5 rafvirkjar hlutu 1. eink., 1 aðra betri og 3 aðra lakari. Skólastjóri afhenti hverjum nemanda skírteini, síðan af- henti hann bókáverðlaun til þeirra, sem hæsta einkunn höfðu hlotið í hverri deild. Þessir hlutu verðlaun: Gísli Gíslason, Magn- ús Gústafsson og Ólafur Jóh. Sigurðsson. Að þessu loknu ávarpaði skóla- stjórinn nemendurna, árnaði þeim heilla og hvatti þá til dáða í framtíðinni. Þorsteinn Árnason vélstjóri kvaddi sér hljóðs, en hann er nú einn á lífi þeirra, sem luku prófi fvrir 45 árum. Sagðist Þorsteinn minnast með ánægju veru sinn- ar í skólanum, sem lauk fyrir 45 árum og árnaði hinum nýút- skrifuðu vélstjórum og skólan- um heiila með hlýjum orðum. Skólastjóri þakkaði Þorsteini langt og heilladrjúgt starf í þágu skólans sérstaklega og vél- stjórastéttarinnar í heild, en hann hefur m. a. verið próf- nefndarmaður við skólann um árabil og var löngum framar- lega í félagsmálum vélstjóra. í upphafi þessarar athafnar kvaddi Hákon Þorsteinsson vél- stjóri sér liljóðs og mælti fyrir hönd 10 ára vélstjóra. Afhenti hann skólanum vandaðan ræðu- stól, með merki skólans, að gjöf frá þeim félögum. Skólastjóri þakkaði þessa veglegu gjöf og tók hana í notkun. Síðan sagði skólastjóri skólan- um slitið. 12 27■ maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.