Alþýðublaðið - 28.06.1962, Page 15

Alþýðublaðið - 28.06.1962, Page 15
að hann héldi að hurðin væri föst. „Látið mig ekki trufla yð- ur, Monsieur11, sagði ég kurteis- lega. „Ýtið miðanum undir hurð ina“. Hann fitlaði eitthvað meira við hurðarhúninn, og ég gat heyrt þungan andardrátt. Svo varð hlé ög ég heyrði skrjáfá und ir hurðinni. Það var miðinn. Ég sagði: „Merci, Monsieur“ mjög kurtcislega, tók upp miðann og steig í skyndi yfir í næsta vagn“. Kerim veifaði höndinni. „Þessi hálfviti sefur senn'ilega rólegur nú þegar. Hann heldur, að hon um verði fenginn miðinn aftur við landmærin. Þar hefur hann rangt fyrir sér. Miðinn verður þá orðinn að ösku og askan komin k t í veður og vind“. Kerim benti út í myrkrið fyrir utan. „Ég mun sjá um, að maðurinn verði tekinn úr lestinni, hversu mikla peninga sem hann er með. Honum verður sagt, að rannsaka þurfi aðstæður og framburður lians staðfestur af íarmiðasalan- um. Honum verður leyft að halda áfram með síðari lest“. Bond brosti við tilhugsunina um Kerim að leika skólabrögð sín. „Þú ert magnaður, Darko. En hvað um hina tvo?“ Karko Kerim yppti breiðum öxlunum. „Mér dettur eitthvað í, hug“, sagði hann öruggur. „Að ferðin til að hafa í fullu tré við Rússa er að láta þá líta út eins og asna. Kom þeim í klípu. Hlæja að þeim. Þeir þola það ekki. Við komum einhvern veg inn út svitanum á þessum mönn um. Og svo látum við MGB um að hegna þeim fyrir að hafa mis tekizt verkefni sitt. Þeir verða vafalaust skotnir af sínum eig- in mönnum“. Á meðan þeir voru að tala hafði þjónninn komið út úr klefa 7. Kerim sneri sér að Bond og lagði hönd á öxl honum. „Vertu ekki hræddur, James“, sagði liann glaðlega. „Við sigrum þessa náunga. Farðu til stúlkunnar þinnar. Við hittumst aftur i fyrramálið. Við sofum ekki mik ið í nótt, en því er ekkert að gera. Allir dagar eru ólíkir hver öðrum. Ef til vill sofum við á rnorgun". Bond horfði á eftir stóra manninum ganga léttilega niður eftir ganginum. Hann tók eftir því, að þrátt fyrir hreyfingu lest arinnar, komu axlir Kerims aldrei við veggina. Bond fann til mikillar ástúðar í garð þessa harðgerða, glaða atvinnuspæj- ara. Kerim hvarf inn í klefa miða- varðarins. Bond sneri sér við og barði lágt að dyrum á nr. 7. 22. kafli. ÚT ÚR TYRKLANDI. Lestin æddi gegnum nóttina. Bond sat og horfði á tunglbjart landslagið og einbeitti sér að því að sofna ekki. Allt hjálpaðist að við að gera hann syfjaðan — málmhljóðið í lijólunum dáleiðandi sveigja síma víranna, dapurlegt hljóðið í eim pípunni við og við, málmkennt hljóðið í tengslunum milli vagn anna við sitt hvorn enda gangs- ins og svæfandi brakið í timbr- inu í litlum klefanum. Jafnvel blátt næturljósið yfir dyrunum virtist segja: „Ég skal vaka fyr ir þig. Það getur ekkert gerzt á meðan ég lýsi. Lokaðu augun- um og sofnaðu, sofnaðu". Höfuð stúlkunnar var heitt og þungt í kjöltu hans. Það var, svo augljóstlega rúm fyrir hann til að smeygja sér undir lakið og leggjast alveg upp að henni. Bond kreisti aftur augun og opnaði þau aftur. Hann lyfti handleggnum varlega. Klukkan var fjögur. Aðeins klukkustund eftir að landamærunum. Ef til viil gæti hann sofið að deginum til. Hann gæti fengið henni byss una, sett þvingu á hurðirnar aftur og hún gæti staðið vörð. Hann horfði niður á fagran, sofandi vangasvipinn. En hvað hún var sakleysisleg þessi stúlka úr rússnesku leyniþjónustunni. Hann fann blíðu fara um sig eins og straum og fann til ákafr ar lönjgunar til að taka hana í faðm sér og þrýsta henni að sér. Hann iangaði til að vekja hana, ef til vill af draumi, svo að hann gæti kysst hana og sagt henni, að allt væri í lagi, og sjá hana sofna aftur. Stúlkan liafði heimtað að fá að sofna svona. „Ég sofna ekki, nema þú haldir utan um mig“, hafði hún sagt. „Ég verð að vita, að þú sért. alltaf þarna. Það væri hræðilegt. að vakna og snerta þig ekki. Viltu það. James._ Viltu það, duschka“. Bond hafði farið úr jakkanum ' og tekið af sér bindið og komið sér fyrir í horninu með fæturna á tösku sinni og Berettuna und eftir lan Fleming ir koddanum svo að hann náði auðveldlega til hennar. Hún hafði ekki minnzt neitt á byss- una. Hún hafði farið úr öllum fötunum, nema svarta bandið um hálsinn og hafði látizt ekki vera neitt ginnandi, er hún fór upp í og kom sér þægilega fyrir. Hún liafði teygt hendurnar til hans. Bond hafði tekið í hár lienni og sveigt höfuðið aftur á bak og síðan kysst hana lengi og grimmdarlega. Síðan hafði hann sagt henni að.fara að sofa og hafði hallað sér aftur á bak og beðið kuldalega eftir því, að hann fengi að vera_ í friði fyrir líkama sínum. Hún hafði nöldr- að syfjandalega og síðan lagzt út af með annan handlegginn hvílandi á læri hans. í fyrstu hafði hún haldið fast utan um hann, en slakað smám saman á og síðan sofnað. Bond útilokaði alla umhugsun um hana og einbeitti sér að ferða laginu, sem fram undan var. Brátt mundu þau vera komin út úr Tyrklandi. En yrði Grikk land nokkuð auðveldara? Sam- komúlagið milli Englands og Grikklands var ekkert alltof gott. Og Júgóslavía? Með hvor- um stóð Titó? Sennilega báð- um. Hverjar sem fyrirskipanir þessara þriggja MGB-manna voru, þá vissu þeir annað hvort nú þegar, að Bond og Tatiana væru með lestinni, eða mundi fljótlega komast að því. Hann og stúlkan gátu ekki setið í fjóra sólarhringa í klefanum með dregið fyrir alla glugga. Skýrsla um verustað þeirra yrði símsend til Istanbul, og með morgunin- um mundi komast upp um hvarf Spektorsins. Og hvað svo? Skjót ar aðgerðir gegnum rússneska sendiráðið í Aþenu eða Belgrad? Stúlkan tekin úr lestinni sem þjófur? Eða var það of einfalt? Og ef þetta væri flóknara — ef þetta væri allt saman eitthvert dularfullt, rússneskt samsæri — ætti hann að reyna að sleppa? Ættu hann og stúlkan að fara úr lestinni öfugu megin á ein- hverri smástöð, leigja sér bíl og komast einhvern veginn með flugvél til London? Fyrir utan var farið að grilla í dagsljósið á bak við krónur trjánna, sem þutu framhjá. Bond horfði á úrið. Klukkan var fimm. Þau kæmu brátt til Uzunkopru. Hvað var að gerast í lestinni að baki þeim? Hverju hafði Kerim fengið áorkað? Bond hallaði sér aftur á bak og slappaði af. Auðvitað var til einfalt svar við þessum vanda. Ef þeir gætu i sameiningu losað sig við MBG-mennina þrjá, mundi liann koma stúlkunni og vélinni burtu úr lestinni, ein- hvers staðar í Grikklandi, og fara aðra leið heim. En ef lík- urnar bötnuðu vildi Bond halda áfram. Hann og Kerim voru úr- ræðagóðir náungar. Kerim hafði starfsmann í Belgrad, sem ætl- aði að taka á móti lestinni. Og svo var alltaf sendiráðið. Hugur Bonds starfaði leiftur hratt og gerði sér grein fyrir því, sem var með og móti. Bond viðurkenndi það fyrir sjálfum sér, að á bak við þessa röksemda færslu al alla lá brjálæðiselg löng un til að leika leikinn til enda og sjá, hvað um væri að vera. Hann langaði til að kljást við þessa menn og ráða gátuna, og sigrast á samsærinu, ef um slíkt var að ræða. M. hafði falið hon- um að stjórna þessu. I-Iann var með stúlkuna og vélina. Hví að verða hæddur? Við hvað þurfti hann að vera hræddur? Það væri brjálæði að hlaupast á brott og komast ef til vill hjá einni gildr unni til þess eins að falla í aðra. Það heyrðist langt hljóð í eim pípunni og lestin tók að hægja á sér. Þá hófst fyrsta lota. Ef Kerim mistækist. Ef mennirnir þrír yrðu um kyrrt í lestinni. Vöruflutningalest kom á móti þeim og nú kom langur brautar- pallur í ljós. Hani heyrðist gala og Austurlandahraðlestin stanz- aði. Siúlkan hreyfði sig i svefn- inum. Bond ljdti höfði hennar mjúklega til, lagði það á kodd- ann og stóð upp og smeygði sér út úr klefanum. Þetta var eins og a'lar aðrar smástöðvar á Balkanskaga — drungalegar, málaðar steinbvgg- ingar, rykugur brautarpallur, sem ekki var uppnækkaður, held ur jafnhár jörðu, svo ati það var langt að stíga niður úr lest- inni, hænur á vappi og nokkrir MOUSON 8LM- • SÁPUR A\ O s 14 KREM : . Bankastræti 3. skítugir starfsmenn, sem stóðu þarna athafnalausir, órakaðir, og reyndu ekki einu sinni að virð- ast miklir menn. Rétt að baki eimreiðinni stóð hópur af bænd- um með pakka og körfur og beið eftír tollskoðun og vegabréfs- skoðun til þess síðan að geta klifrað um borð til mannfjöld- ans, sem þegar var fyrir á þriðja farr^mi. Handan við brautarpallinn. gegnt sér, sá Bond lokaðar dyr með skilti yfir, sem á stóð POL- IS. Inn um skítugan gluggann við hliðina á dyrunum kom Bond auga á stórt höfuð og þrék legar axlir Kerims. „Vegabréf. Tollur!” Óeinkennisklæddur lögreglu- maður og tveir lögreglumenn í dökkgrænum einkennisbúning- um með skammbyssur við beltið komu inn í ganginn. Vagnþjónn- inn fór fyrir þeim og barði að dyrum. BREZKUR verkfræðingu. ar líkan af brú, sem byggja á yfir Severn í Suð-vestur Eng- landi. Þetta verður 3,240 feta löng liengibrú með 400 feta há- um stálturnum. Brúarsmíðinni á að verða Iokið 1966. Áætlaður kostnaöur: 1600 milljónir króna. N ALÞÝOUBLAÐiÐ - 28. júní 1962 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.