Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 3
ELLA 1 i lí bý u cíi ||||Q nrn F.L.N. Kl .ofið DU PUo. Htn NEITA AÐ HLYÐA F. L. N. Algeirsborg og Túnis. 2. júlí. (NTB-Reuter-AFP). Forsætisráðherra serknesku út- lagastjórnarinnar, Ben Youssef Ben Khedda, skoraði í dag á al- sírska þjóðfrelsisherinn að' vera sameinaðan uhdir hans stjórn í þágu sameinaðs Alsírs. Ben Khedda, sem talaði í Túnis, kvað stjórn sína eina ráða þar. Sigur- inn er unninn vegna aga og ein- ingar sagði hann. Samkvæmt Kairó-frétt kom Ben Bella til Benghazi í Líbyu í kvöld. Veitti Idris konungur hon- um áheyrn. Ben Khedda gaf yfirlýsingu sína samtímis því, sem vaxandi klofningur innan þjóðfrelsishreyf inarinnar FLN gerir vart við sig. Þjóðin bíður þess, að lýst verði opinberlega yfir sjálfstæði lands- ins. Alls hafa 50 þús. liermenn sem vel eru vopnum búnir neit- að að hlýðnast skipunum FLN- stjórnar, sem vék yfirstjórn hers- ins frá störfum á sunnudag. Herstjórnir Serkja í Túnis og Marokkó hafa báðar gefið út yfir lýsingar þar sem segir, að þær muni framvegis aðeins taka við skipunum frá yfirmanni herráðs- ins, sein hefur verið settur af, Bou Madian ofursta. í yfirlýsingu her- stjórnar Serkja í Marokkó sagði, WWMWWWUWMVWWUW* 99,7« - með sjálfstæði Algeirsborg, 2. júlí. (NTB-Reuter). Litlir hópar ráðvilltra manna af evrópskum stofni virtu þögulir fyrir sér fagn- aðarlæti Serkja vegna úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Bæði í Algeirsborg og Oran áttu sér stað friðsamlegar en liávaðasamar „innrásir” í hverfi manna af evrópskum stofni. Bílhornum hundraða bifreiða, fullum af Múhameðs trúarmönnum, var beitt til að auka hávaða og fagnaðar- óp gullu við. Síðdegis í dag höfðu verið talin 3.300.000 atkvæði. Þar af liöfðu 3.284.000 — eða 99,7% — greitt atkvæði með sjálfstæði Alsírs. Kosninga- þátttakan var 84%. Nefnd sú, sem liefur eftir- lit með þjóðaratkvæðinu, til- kynnti í kvöld, að ekki yrði gefin út tilkynning um at- kvæðagreiðsluna f'i'r en á þriðjudag. Símalinur hafa verið eyðilagðar, og eftirlits- nefndin á í erfiðleikum með að ná úrslitunum frá nokkr- um liéruðum. MtWHWWWWWMMMWWWW m. a.: „Við göngum í lið með Ma- dian ofursta og við höfum veitt þeim ummælum Ben Bella vara- forsætisráðherra eftirtekt, að brottreksturinn er mjög alvarlegt skref af hálfu stjórnarinnar.” Við landamæri Túnis og Alsírs eru u. þ. b. 35 þúsund alsírskir hermenn og við landamæri Túnis og Alsírs um 15000 hermenn. — Verður her Frakka dreginn til baka frá landamærunum í Alsír, á þriðjudag eða miðvikudag. — Þegar franski herinn er farinn frá landamærunum geta alsírsku her sveitirnar í Túnis og í Marokkó lialdið inn í Alsír. FLN-stjórnin í Túnis skipaði í dag tryggum, alsírskum hersveit-1 um að koma í veg fyrir að einræði I verði komið á í landinu. Þótt um I 1000 hermenn á Algeirsborgar- j svæðinu hefðu strokið í dag, er' talið, að friðsamleg lausn náist í deilu FLN-stjómarinnar og upp- reisnarmanna úr hemum. Lið- hlauparnir höfðu á brott með sér 1500 skotvopn. Margir liðsfor. af evrópskum ættum munu hafa horf ið. Það er talið sennilegt, að þess- ir menn styðji Ben Bella. Herforingjar þeir, sem voru sett ir af á sunnudag, réðu aðeins yfir ALN-hersveitunum utan Alsírs. Hersveitirnar í Alsír sjálfu lýstu yfir stuðningi við FLN-stjórnina, og sömu sögu er að segja um her sveitirnar í héruðunum Kabýla í Austur-Alsír. Ástandið er óljóst, hvað aðrar hersveitir þjóðernis- sinna varðar. Ráðherrarnir í FLN-stjórninni munu halda til Alsír á þriðjudag, að því er fréttir frá Túnis herma. Boullem Taibi ofursti, yfirmað- Adenauer heimsókn París, 2. júlí. (NTB-AFP). De Gaulle forseti tók í dagj á móti Adenauer kanzlara Vest- ur-Þýzkalands, sem lenti á Orly- flugvelli kl. 17 eftir Jsl. tíma. — Þetta er í fyrsta sinn, sem Aden- auer kemur í opinbera heimsókn til Frakklands síðan hann tók við stjórnartaumunum í Vestur- Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina. í stuttri ræðu bauð de Gaulle Adenauer velkominn til Frakk- lands. Allir Frakkar fagna yður sem sögulegri persónu, er steig fram úr rústum harðstjórnar til þess að leiða Þjóðverja inn á braut þróunar, sem einkennist af skynsemi og virðingu fyrir öðr- um, þannig, að landinu hefur tek izt að endurheimta frelsi sitt, vel- megun og álit, sagði de Gaulle. De Gaulle minnti á nána sam- vinnu Þióðverja og Frakka. Hann sagði, að þessi samvinna væri sí- fellt að aukast. Þar með hefur ver ið lagður grundvöllur að evróp- skri einingu, sem dreymt hefur verið um og virðist nú fyrst vera að verða að veruleika, sagði hann. F.vrir brottförina frá Bonn kvað Adenauer heimsókn sína til Frakklands minnisvarða í sögu liinna tveggja landa. Adenauer NATO styrkur GREINT er frá því í síðasta liefti Nato Letter, sem gefið er út af Atlantshafsbandalaginu, að Davíð Ólafssyni hafi verið veittur styrkur til þess að vinna að ritgerð um lausn landhelgisdeilu íslend- inga og Breta. Á ensku nefnist rit gerðarefnið: The Ieelandic Fish- ery Limits: a study of a peace- ful solution of an economic con- flict within the Atlantic Alliance. / 6 daga í Frakkl. ur áróðurs- og upplýsingamála- stofnunar FLN, fór nokkrum orð- um um brottrekstur Bou Madian ofursta á blaðamannafundi í dag. Hann kvað alsírsku þjóðina, FLN og útlagastjórnina eina heild. — Hann sagði, að þegar upp risi hreyfing, er ógnaði þessari ein- ingu, sem allir Alsírbúar tækju þátt í, væri eðlilegt, að þeim yrði útrýmt, sem að þessu stæði. Taibi ofursti kvaðst ekki ætla, að óeirðir yrðu í Algeirsborg eða l öðrum bæjum Alsír vegna úrslit- anna í þjóðaratkvæðinu. En samt sem áður verður gripið til mjög strangra öryggisráðstafana, sagði hann. Taibi ofursti kvað Gyðinga njóta sömu réttinda og. gegna sömu skyldum og aðrir er hann var spurður um framtíð þeirra í landinu. Ef einhverjir Gyðingar telja sig franska, geta þeir valið franskan ríkisborgararétt á sama hátt og annað fólk af evrópskum stofni, sagði hann. í dag var orðrómur á kreiki um það, að Ben Bella hefði komið til Kairó í flugvél um morguninn. Egypzkir talsmenn neituðu að verður sex daga í hinni opinberu heimsókn sinni. í fylgd með hon- I um er m. a. Schröder; utanríkis j ráðherra, elzta dóttir hans og ann ar sonur hans, dr. Max von Ad- enauer. Adenauer sagði við komuna til Parísar, að hann vonaði að heim- sókn hans mundi styrkja einingu Frakka og V-Þjóðverjá. Skilning- ur Frakka og Þjóðverja er horn- steinn þýzkrar utanríkismála- stefnu, sagði kanzlarinn. láta uppi nokkuð um þennan orð- róm og alsírskir talsmenn héldu fast við það, að þeir vissu ekki um dvalarstað Ben Bella. Nasser forseti hvatti alsírska leiðtoga í kvöld að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að. tryggja einingu -alsírsku bylting- arinnar. Nasser sagði í útvarpsræðu, að hann hefði sent bæði Ben Khedda forsætisráðherra, og Ben Bella, varaforsætisráðherra, boðskap sinn, þar eð hann teldi, að ef ein- ingunni í Alsír væri ógnað gæti næsta skrefið orðið erlend íhlut- un og þar með væri örlögum þjóðarinnar stefnt í voða. Nasser kvaðst hafa beint þeim tilmælum til Bourguiba Túnisfor seta og Hassan Marokkókonungs, að þeir sendu svipaðan boðskap. Hann lýsti yfir ugg sínum vegna ástandsins í Alsír. Frá París berast þær fregnir, að OAS foringi, sem lýst hefur verið eftir, hafi verið handtekinn á landamærum Ítalíu og Frakk- lands. Hér er um að ræða Anto- ine Andros, sem lögreglan hefur leitað að síðan í desember 1960. Hann átti sæti í framkvæmdaráði OAS. LWWi%WWWWWWWWWWWW>< ✓ A BATAVEGI ★ AUSTUR-BERLÍN: Ákveðið hef ur verið að framfylgja ekki dómi yfir 3 V.-Berlínarbúum fyrir „glæpi gegn landamærum lands- ins“. Þeir voru dæmdir í fimm til höfðu hjálpað til við skipulagningu fimmtán ára nauðungarvinnu. Þeir skurðgerðar. Tveir þeirra voru stúd entar frá V.-Berlin. Undirmaður de Gaulle fyrirfer sér París, 2. júlí. (NTB-Reuter). FORMAÐUR franska herdóm- stólsins, Réne de Larminat hers- höfðingi, sem réð sér bana á sunnu dag, lét eftir sig bréf til de Gaulle, herma opinberar heimildir í París. Larminat skrifaði, að hann hefði ákveðið að svipta sig lífi þar eð hann hefði hvorki líkamlega né andlega getu til þess að gegna störfum dómsforseta. Ég vil gjarna að fólk viti að ákvörðunin er veik- leikum mínum að kenna en ekki þrótti yðar, skrifaði Larminat. — Hann var þekktur fyrir fylgisspekt við de Gaulle. Krústjov lýsir yfir stuðningi við Kína Moskva, 2. júlí. (NTB-Reuter.) Krústjov forsætisráðherra sagði í útvarps- og sjónvarpsræðu sinni í kvöld, að öll kommúnistaríki mundu fylkja sér við hlið Kín- verja, ef Chiang Kai Shek gerði árás á mcginland Kína. „Sá, sem gerir árás á Kína mun mæta öflugri gagnárás sósíalista- ríkjanna. Það má ekki vera neirtn vafi ríkjandi í þessu atriði,” sagði Krústjov. Fréttamenn í Moskva hafa veitt því eftirtekt, að þetta er í fyrsta sinn, sem Krústjov hefur talað með svo mikilli hollustu um kínverska alþýðulýðveldið. Krjústjov gagnrýndi hershöfð- ingjana og aðmírálana í Pentagon (Landvarnaráðuneyti USA), sem hann kvað styðja Chiang Kai Shek og hvetja til þess að leggja út í CHURCHILL er á góðum batavcgi eftir fallið og bein brotið — og veröldin sam- fagnar „þeim gamla.” Mynd in: Churchill lyftir hendi og sýnir sigurmerkið fræga, þegar hann kemur til Midd- lesex sjúkraliúss. Þar beið mikill mannfjöldi, klappaði honum lof í Iófa og kallaði til hans hvatningar og hlut- tekningarorð. Hann er 87 ára. wwwwwwwwwwwwwtww ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júlí 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.