Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 13
Kjaramálin rædd á þingi framhaldsskóiakennara 9. ÞING Landssambands fram- lialdsskólakennara var haldið í Eeykjavík dagana 14.—16. júní s.I. Þingið sátu 68 fulltrúar kennarafé- laga víðs vegar að af landinu. Aðalmál þingsins voru að þessu sinni kennaramenntunin og kjara- málin, en í kjaramálunum hefur skapast nýtt viðhorf vegna laga um samningsrétt opinberra starfs- manna, sem samþykkt voru á síð- asta Alþingi. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: A) UM KENNARAMENNTUN: I. „Þingið telur nauðsynlegt að breyta lagafyrirmælum varðandi menntun og réttindi til kennslu- starfa í bóknámsgreinum gagn- fræðistigs. Telur þingið að breyta þurfi að þessu leyti 37. gr. laga um gagnfræðanám nr. ( 48, 7. maí 1946, svo sem hér fer á eftir“. ,,Til þess að verða settur kenn- ari í bóknámsgreinum við skóla 1. gagnfræðastigsins þarf að full- nægja öðru hvoru eftirtalinna skil- yrða: a. að hafa lokið prófi með kenn- araréttindum frá Heimspeki- 2. deild Háskóla íslands eða hafa skilríki frá erlendum háskóla um fyllilega jafngilda menntun, enda veiti þau kennararéttindi í viðkomandi landi, b. að hafa lokið prófi án kennara- réttinda í kennslugreinum sín- um eða skyldum við háskóla eða hliðstæða menntastofnun, inn- lenda eða erlenda, og prófi í kennslu- og uppeldisfræði við Háskóla íslands. B) TM KJARAMÁLIN: „Við væntanlega samninga BS RB við’ ríkisstjórn felur LSFK stjórn sinni m. a. að beita sér fyr- ir eftirfarandi breytingum: Launagreiðslur til Framhalds- skólakennara verði í framtiðinni miðaðar við menntun og undir- búning, og kemur í því sam- bándi til athugunar að hafa t.d. þrjá möguleika. „Settar verði bráðabirgðareglur a. Settir kennarar (alm. kenn- arapróf, stúdentspróf). Handa vinnukennarar, húsmæðra- kennarar, söngkennarar, í- þróttakennarar (enda verði menntun og undirbúinngur sambærileg við alm. kennara- próf). b. B.A.-próf, Verknámskennarar með kennaraprófi og meist- araréttindi í sinni iðn eða a. m. k. 1—2 ára sérnámi. c. Kand. mag.-próf eða B.A.-próf » með a, m. k. 2 viðbótarstigum. Verknámskennarar með kenn araprófi frá viðurkenndum tækniskóla í sinni grein“. vegna þeirra kennara, sem eru komnir á full laun, þegar þess- ar breytingar koma til íram- kvæmda, en yrðu ekki í c-flokki, þar. sem þeim verði gert mögu- -legt að hækka í flokki eftir á- kveðinn starfstíma með því að sækja námskeið, sem efnt yrði til í því skyni“. 3. „Til viðbótár hámarkslaunum, sem nú fást á 5. ári, komi nokkr- ar aldurshækkanir, þannig að hámarki verði náð eftir t .d. 15 ára- starf“. 4. „Yfirvinna verði greidd með 50% álagi á tímakaup". 5. „Vfð ákvörðun launa skólastjóra verði tekið fullt íillit til ábyrgð- ar og langs daglegs vinnutíma og árlegs starfstíma“. 6. „Störf kennara við húsmæðra- skóla verði metin til jafns við störf annarra verknámskennara bæði hvað snertir laun og starfs tíma“. 7. „Stefnt verði að -því, að í stað greiðslu fyrir aukastörf komi sambærileg stytting skyldu- kennslu“. Ennfremur var samþykkt að met- in verði að nýju eftirstörf í þágu nemenda, t. d. í heimavistarskól- um o. fl. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiitiiiiuiiiiiiiiiiituiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuilii'i iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii iiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiIiiiIii,ii.i^ Fírestone hjólbarðar heimsbekkt gæðavara f. 900 X 20 — 12 Nylon. Kr. 6.637.00 f* 825 X 20 — 12 Nylon. Kr. 5.701.00 750 X 17 — 8 Rayon. Kr. 3.208.00 700 X 17 — 8 Rayon. Kr. 2.664.00 1 550 X 17 — 6 Rayon. Kr. 1.263.00 | 500 X 17 — 4 Rayon. Kr. 972.00 450 X 17 — 4 Rayon. Kr. 800.00 I 600 X 16 — Rayon. Kr. 1.265.00 550 X 16 — 6 Rayon. Kr. 1.217.00 f 500 X 16 — 4 Nylon. Kr. 1.115.00 500 X 16 — 4 Rayon.. Kr. 899.00 760 X 15 — 4 Nylon. Kr. 1:640.00 1 _ 640 X 15 — 4 Nylon. Kr; 1.302.00 í. 590 X 15 — 4 Nylon. Kr. 1.219.00 1 560 X 15 — 4 Nylon. Kr. 1.143.00 725 X 13 — 4 Nylon. Kr. 1.216.00 f 640 X 13 — 4 Nylon. Kr. 1.138.00 590 X 13 — 4 Nylon. Kr. 1.097.00 520 X 13 — 4 Nylon. Kr. 940.00 750 X 14 — 4 Nylon. Kr. 1.223.00 700 X 14 — 4 Nylon. Kr. 1.076.00 AFF-ELGUNARVÉL fyrir vöruhjólbarða. Sú eina sinnar tegundar hérlendis fyrir affelgun á erfiðum hjólbörðum. Forðist skemmdir á hjólbörðum. Verzlið.við þá sem beztu tækin hafa. Sendum um allt land. Onnumst allar hjólbarðaviðgerðir með fullkomnum tækjum. GÚMMlVINNUSTOFAN hf. Skipholti 35, Sími 18955, Reykjavík. Að lokum var kosin stjórn LSFK til næstu tveggja ára. og hlutu þessir kosningu: Friðbjörn Benónís son, form., og meðstjórnendur. Helgi Hallgrímsson, Ingólfur A. Þorkelsson, Jakobína Guðmunds- dóttir, Jónas Eysteinsson, Kristinn Gíslason og Þórhallur Guttorms- son. í varastjórn: Lýður Björnsson, Bryndís Steinþórsdóttir, Guttorm- ur Sigurbjarnarson, Hörður Berg- mann og Guðmundur Hansen. 1 ^ »lll|ll|IJ||ll»HMIII«*M......»»IIIIIIIIIIHI.rfll t Illllllllllllllli.ai. Illllllllllllllfttllllllllll fllll.llI.>^l'^llll«llllllllllll*l«lllllllllllllllllllllllllll|lllllll'llll|llllllll|l||l|||||||l|||||lli,||l,|,||l|llllllllllllil|il|l|||.|||||,|l|||ilii|.|l||l|||||li,iili|,i11 |V spyma Framhald af 10- siðn anna á bak aftur. Einu sinni til tvisvar heppnaðist þetta í hverj- um leik og það var Fluminense nóg. Svo fáránlegt, sem það kann að virðast, þá var það fyrst og fremst „spark og hlaup” aðferð- in, sem fór sigurför um landið á knattspyrnusviðinu, meðal tækni- lega beztu og snjöilustu leik- mannanna. Hins vegar hefur eng- um enn, hinna leiknustu, tekist að ná algjörlega réttum tökum 4 aðferðinni. Það leikur ekki á tveim tung- um, að slíkt kerfi sem þetta, hef- ur, er til lerigdar lét, spillt leikti- um, vegna þeirrar eldraunar, sem liinir 11 eru settir í við að fram- kvæma það. En segja má það sé í raun og veru mannlegum mætti ofviða.' Leikmennirnir verða að vera á harðahlaupum og berjast látlayst. allan le.ikinn. Enda dugði. aðferðin Fluminense ekki nema tiltölulega stuttan tíma i senn, er ieikmönnunum fór að dapr-r ast og urðu að draga af sér. 1: i! VELRÆNT ORYGGI. M En hvað um það. Þetta er bak- jarlinn, að hinni frægu varnarað- ferð Brazilíumanna. Aðferðin var valin með tilliti til þess, fyrst og fremst, að fá öruggt lið, lið, sem ekki yrði komið í opna skjöldu,: né sett út af laginu, með snögg- um árásum mótherjanna og ár- angurinn er sá að skapast hefur heild, sem segja má, að vinni af vélrænu öryggi. Til þess að ná sem mestum árangri með aðferð- inni er hraði, tækni og fimi (ak- robatik) leikmanna nýtt til hins. ýtrasta. Hips vegar var bróður Zczei- Moreira, Aymoré, vel ljós sá vandi, sem fólginn var í því að æfa og viðhalda þessari aðferð, sem 1958 gafst svo vel ásamt „eldri tilbrigðum.” Liðið réði mjög vel yfir varnaraðferðinni. Aginn var ágætur. Framherj- arnir leiknir. Vörnin örugg. Sem sagt: Hæfni framlínuimar og ör- yggi varnarinnar myndi smám saman skapa það, sem á vantaði, til þess að tryggja Brazilíu sigur- inn í heimsmeistarakeppninni. Spurningin er nú aðeins sú, — hvað skeði á næstu árum. Er ný- liðamir, óhjákvæmilega, verða að taka við. Verður þá unnt að notast við hina sömu aðferð, eða krefst ný kynslóð knattspyrnu- manna, nýrra aðferða? ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júlí 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.