Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 7
f . íigipl Myndirnar: Þessi mynd sýnir fyrsta fund Danny Kaye og Boontings. Lítill veikur drengur, heilsar skemmti legum stórum manni. Hér hittast þeir aftur eftir sjö ár, stærðarmunurinn hefur minnk aff og aðstöSumunurinn líka. BOONTING var sjö ára óham- ingjusamur drengur, sem var mjög þjáður af Yaws, og hafði af þeim sökum stór, rauð, hindberja kennd sár um allan kroppinn. Sex af átta systkinum hans voru líka með Yaws. Fyrir sjö árum stjórnaði Danny Kaye töku kvikmyndar um barna hjálp Sameinuðu þjóðanna. Mcð honum starfaði hópur síamskra lækna, og í sameiningu leituðu þeir uppi börri lík Boonting, sem hægt var að gefa penicillin til þess að lækna sýkingu þeirra á tveimur vikum. Danny Kaye og Bonnting yrðu strax góðir vinir, og Danny stóð við hlið hans, þegar læknarnir sprautuðu í hann penicillini. Tveim vikum síðan kom harin | afrur til að heimsækja hinn nýja vin sinn og komst þá að raun um, að Boonting var orðinn fullkomlega heilbrigður og engin sár voru lengur á líkama hans. „Þetta var dálitið kraftaverk”’, sagði Danny Kaye, „unnið með penicillini fyrir þrjátíu aura”. Siðan skildu Boonting og Dan- ny, en þeir áttu eftir að hittast. Sjö árum síðar ákvað UNICEF ráðið í Japan að halda fund með Asíubörnunum, sem Danny Kaye hafði kj'nnst og eignast að vin- urn, þegar hann var að taka kvik myhdina forðum. Meðal þeirra barna, sem sér- staklega var boðið var Boonting, sem menn fundu einhvers staðar í Thailandi — nú var hann orð- inn 14 ára og vann á hrísekrum pabba síns. Booting var settur upp í flug- vél, sem flutti hann til Tokío, og þar steig hann út nokkrum dög- um síðar íklæddur skínandi hvít- um jakka og bláum buxum, sem hann klæddist með síömskum virðuleik. Danny Kaye tók á móti á flug- vellinum með hinni þjóðlegu kveðju „Sawaddi krab, sabaidi Hollywood ,á hausnum' SIÐUSTU fregnir frá Holly- wood herma, að Spyros P. Skouras liafi sagt af sér sem forseti kvikmyndafélagsins Twentieth Century Fox. Segja blaðafregnir, að þetta hafi gerzt á mesta hávaðafundi, sem haldinn hafi verið í stjórn fyrirtækisins síðan það var stofnað. Fox hefur átt í stórkostleg- umerfiðleikum undanf-.rið (enda allt stórkostlegt í Hoily- wood) og mun hafa tapað 35 milljónum dollara á siðustu tveim starfsárum. Opinber- iega er sagt, að Skouras segi af sér af heilsufarsástæðum, en þó mun fjárhagsástandið hafa haft þar meira að segja. Orðasveimur hefur nú ver- ið lengi uppi um, að reynt væri að fá Skouras til að se.gja af sér, en gagnrýni á hann náði hámarki á síðasta aðal- fundi félagsins, er rætt var um hina víð-auglýstu mynd „Kleópötru”, sem mun vera dýrasta kvikmynd, er nokkurn tíma hefur verið gerð, kostnr um 30 milljónir dollara. Það var þessi mynd, sem Skouras hafði ætlað það verk ,,að bjarga félaginu” og afla sér sjálfum aftur það vald, sem hann fann að var að ganga sér úr greipum. Hann hafði lýst yfir, að mynd þessi, sem þegar hefur kostað helin- ingi meira en áætlað var í fyrstu, m. a. vegna síendur- tekinna veikinda stjörnunnar, Elizabeth Taylor, yrði ,-tekju hæsta mynd allra tíma”, jafn- framt því að vera „stórkost- legasta mynd”, sem nokkurn tíma hefði verið gerð. Sumir telja, að deilurnar í stjórninni hafi ekki aðallega verið vegna Kleópötru, lield- ur annarra mynda félagsms. Skouras hefur nefnilega lvald ið fast við að senda frá sér stöðugan straum kvikmynda, þrátt fyrir síaukinn kostnað við kvikmyndagerð -og niinnk andi gróða sl. tíu ár. Þessi stefna er þveröfug við það, sem önnur kvikmyndaíéicg hafa gert. Þau framleiða stöð- ugt minna af myndum s.iálf, en leggja megináherzlu á dreifingu mynda fyrir sjátf- stæða kvikmyndaframleiðend ur. Á siðustu mánuðum hefur félagið svo hætt við fram- leiðslu nokkurra dýrra mvnda — nú siðast myyndarinnar „Something’s Got to Give“, með Marilyn Monroe, eftir að deilur upphófust milli stjörn unnar og félagsins. Sú ákvörð un mun hafa kostað féiagið um 2 milljónir dollara. Þar eð Kleópatra á ekki að koma út fyrr en 1963, á féiag- ið aðeins eina von um gróða á árinu 1962, en það er af mynd inni „The Longest Day”, sem Zanuck hefur gert um innrás ina í Normandie. Sú mynd kostaði líka margar milljónir. ryu?” (góðan dag, hvernig líður þér) og um leið lagði hsnn sam- an iófana og bar þá upp að enn- inu og hneigði sig. Eins og sjá má af myndinni urðu fagnaðarfundir og Boonting litli bar nýju fötin með virðuleik og gætti þess vandlega, að halda þeinv lireinum. Áður en hanri hélt heim lofaði hann því a3 bera þau aðeins í musterinu. NÝ BÓK FRÁ AB ÚT ER koniið á vegum Aimenna Bókafélagsins 4. bindi af skáid- veikum Gunnars Gunnarssonar, Með þessu bindi er hálfnuð útgáfa AB á verkum skáldsins. Á þéssm- ári koma út tvö bindi til viðbótar. í þessu bindi, sem nýkomið er út, er síðari hluti Fjallkirkjunnar — þ. e. Óreyndur ferðaiangur og Hugleikur —, Vikivaki og Frá Blindbúsum. Halldór Kiljan Lax- 'ness islenzkaði allar þessar sögur. Með hverri sögu fylgir litmynd, sem Gunnar Gunnarsson yngri'hef ur gert frummynd að. Tvö síðustu bindi safnsins koiru út íyrri hluta árs 1963. - 3. júlí 1962 % ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.