Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 15
[>' FRÁ SOVÉT 0 0 c> í vændum. Sígauninn sagði okk- ur að gæta okkar. Nú segi ég lúð sama. Við getum leikið leik- inn á billjarðborðinu, en við verð um báðir að vera á verði gagn- vart heiminum utan við billjarðs stofuna. Nefið á mér,” hann 'Snerti það með einum fingrin- um,” segir mér það.” Hneykslað hljóð heyrðist frá niaga Kerims, eins og hljóðið í sírhtóli, sem maður hefur gleymt ' að leggja á, þegar maðurinn hin- um megin er orðinn reiður. — ..Sjáðu,” sagði liann áhyggju- fullur. „Hvað sagði ég ekki? Við verðum að fara að borða.” Þau luku kvöldverði rétt i þann mund er lestin rann inn á hina forljótu, nýtízku brautarstöð í Tliessaloniki. Bond bar litlu tösk- una ,er þau gengu aftur eftir ganginum og skildu. „Við verð- um fljótlega trufluð aftur,” sagði Kerim. „Það eru landamæri um eitt-leytið. Það verða engir erf- iðleikar með Grikkina, en Júgó- slavarnir hafa gaman af að vekja upp hvern þann, sem ferðast þægilega. Ef þeir valda vkkur erfiðleikum, þá sendið eftir mér. Jafnvel í þeirra landi eru til nöfn, sem ég gæti tæpt á. Eg er í öðrum klefa í næsta/ vagni. Eg er einn þar. Á morgun flyt ég . inn í rúm vinar okkar Goldfarbs . í klcfa 12. Sem stendur er fyrsta farrými nægjanlegt. Bond hálfdottaði, er lestin streittist upp tunglskinsbjartan Vardardalinn í áttina til Júgó- slavíu. Tatiana svaf aftur með liöfuðið í kjöltu hans. Honum varð hugsað til þess, sem Darko hafði sagt. Hann velti því fvrir sér, hvort hann gæti ekki sent stóra manninn aftur til Istanbul, þegar þau væru komin heilu og höldnu gegnum Belgrad. Það var ■ ekki heiðarlegt að draga hann yf- ir þvera Evrópu vegna ævintýr- is, sem var utan starfssviðs hans og hann hafði takmarkaðan á- huga á. Darko grunaði sýnilega, að Bond væri orðinn yfir sig ást- fanginn af stúlkunni ^g-sæi að- gerðirnar ekki lengur i réttu Ijósi. Jæja, það var sánnleiks- korn í þvf. Það yrði vissuiega ör uggara að fara úr lestinni og fara aðra leið heim. En Bond viður- kenndi fyrir sér, að hann þyldi ekki þá hugmynd, að hlaupast á brott frá samsærinu, ef .það var þá samsæri. Ef það var það ekki, mátti hann ekkert frekar til þess hugsa, að fórna þeim þrem dög- um, sem hann átti eftir með Tati- önu. Og M. hafði látið lionum eftir að taka ákvörðunina. Eins og Darko sagði, þá var M. líka fo'-vitinn að sjá, hvernig þetta æxlaðist. M. vildi líka vita, hvaða þýðingu þetta allt saman hefði. Bond vísaði vandanum á bug. Eerðin gekk vel. Því þá að skelf- ast? Tíu mínútum eftir að lestin var komin til grísku landamærastöðv- arinnar Idomeni var barið fljótt að dyrum. Stúlkan vaknaði. — Bond smeygði sér undan höfði hennar. Hann lagði eyrað að dyr- unum. „Já.” „Vagnþjónninn, Monsieur. Það hefur orðið slys. Vinur yðar Ker- im Bey.” „Bíðið,” sagði Bond ofsalega. Hann kom Berettunni fyrir í h.vlkinu og fór í jakkann. Hann þreif upp dyrnar. „Hvað er að?”' Andlit vagnþjónsins var gult í gangijósinu. „Komið.” Hann liljóp fram eftir ganginum í átt- ina að fyrsta farrýmis vagns- ins. Embættismenn stóðu í hóp við opnar dyrnar á öðrum klefa. — Þeir stóðu og störðu. Vagnþjónninn ruddi braut fyrir Bond. Hann komst að dyrunum og leit inn. Hárið hálfreis á höfði hans. Á sætinu hægra megin voru tveir líkamar. Þeir voru stirðnaðir í óhugnanlegum dauða teygjum, sem alveg eins hefðu getað verið settar á svið til kvik m.vndunar. Undir var Kerim með hnén í loft upp í síðustu tilraun til að standa á fætur. Rýtingshjöltu stóðu út úr hálsi hans rétt við aðalslagæðina. Höfuð hans var keyrt aftur á bak, og tóm, blóð- hlaupin augun störðu upp i nótt- ina. Þunn blóðrák rann niður kinn hans. Að hálfu leyti ofan á honum var þungur líkami MGB-manns- ins, sem kallaði sig Benz, fastur þar með heljartaki handleggs Kerims. Bond gat greint hluta af Stalínsskeggi dökka kinn. Hægri handleggur Kerims lá eins og kæruleysislega, yfir bak mann inum. Höndin endaöi í kreppt- um hnefa og andaði á hnífs- hjalti, og það var stór blettur á jakkanuin undir hendinni. Bond hlustaði á ímyndunarafl sitt. Það var eins og að horfa á kvikmynd. Darko sofandi í sæt- inu, maðurinn læðist inn um dyrnar, tvö skref áfram og svo leggur hann snögglega til slag- æðarinnar. Síðustu, ofsalegar krampateygjur hins deyjandi manns, er hann reiddi upp hand- legginn, þreif morðingjann til sín og stakk hníf að fimmtá rif- beininu. Þessi dásamlegi maður, sem hafði borið sólina með sér. Nú var hann búinn að vera, stein- dauður. Bond snerist snögglega á hæli og gekk þangað, sem hann sá ekki manninn, sem hafði dáið fyrir hann. Hann byrjaði að svara spurn- ingum, varlega og hlutlaust. 24. kafli. ÚR HÆTTU. Austurlandalestin seig inn í Belgrad klukkan þrjú síð- degis hálftíma á eftir áætlun. Það yrði átta stunda töf, á með- an hinn hluti lestarinnar kæmi gegnum járntjaldið frá Búlgaríu. Bond horfði á mannfjöldann fyrir utan og beið eftir að barið væri — og að starfsmaður Ker- ims kæmi. Tatiana sat í loðskinnskápu sinni við dyrn- ar, horfði á Bond og velti því fyrir sér, hvort hann mundi l®ma til hennar aftur. Hún hafði séð það allt út um gluggann — löngu tágakörfurn- ar, sem bornar voru að lestinni, glampana í perum myndaranna, handapatið í lestar- stjóranum, sem reyndi að flýta formsatriðunum, og háan líkama Bonds, beinan og harðan kaldan, eins og slátrarahníf, koma og fara. Bond hafði komið til baka og setið og horft á hana. Hann hafði spurt skarpra, hrottalegra spurninga. Hún hafði barizt ör- væntingarbaráttu, haldið fast við fyrri sögu sína, vitandi, að hún segði honum allt, segði hon- um til dæmis, að Smersh væri í leiknum, mundi hún vissulega missa hann fyrir fullt og allt. Nú sat hún og var hrædd, - lirædd við vefinn, sem hún sat föst í, hrædd við það, sem kynni að liggja að baki lygunum, sem henni höfðu verið sagðar í Mos- kva — umfram allt hrædd um, að hún kynni að missa mann- inn, sem skyndilega var orðinn Ijós lífs hennar. Það var barið að dyrum. Bond stóð upp og opnaði þær. Sterk- legur glaðlegur maður með hin bláu augu Kerims og ljósan hár- flóka yfir brúnu andiiti kom rösk lega inn í herbergið. „Stefan Trempo, yðar þénustu reiðubúinn,” breitt brosið tók til þeirra beggja. „Þeir kalla þig „Tempo.” Hvar er foringinri?” „Setjist niður,” sagði Bond. Hann hugsaði með sjálfum sér, ég veit það. Þetta er einn af son um Darkos. Maðurinn horfði hvasst á þau bæði. Hann spurði engra spurn- inga. Hann sagði: „Þakka yður fyrir. Viljið þér gjöra svo vel að koma. „Við förum til íbúðar minn ar. Það er margt, sem þarf að gera.” Hann gekk út í ganginn og stóð þar með bakið við þeim og horfði út á jámbrautarsporin. Þegar stúlkan kom út, gekk hann niður eftir ganginum, án þess að líta við. Bond gekk á eftir stúlk- unni með þungu töskuna og skjalatösku sína. Þau gengu út á torgið við stöð- ina. Það var komin úðarigning. IJmhverfið, með örfáum, beygluð- um leigubílum og ljótum nýtízku byggingum, var dapurlegt. Mað- urinn opnaði afturdyrnar á illa förnum Morris Oxford. Hann settist undir stýri. Þau óku í stundarfjórðung um tómar göt- ur. Þau sáu fáa fótgangandi, og aðeins örfáa aðra bíla. Þau sönzuðu miðja vega upp eftir steinlagðri liliðargötu. Tom- po opnaði fyrir þeim breiðar úti- dyr á sambýlishúsi og fór á un i- an þeim upp tvo stiga, þar sem var balkönsk lykt — lykt af mjög gömlum svita og sígarettureyk og hvítkáli. Hann opnaði dyr og vísaði þeim inn í tveggja her- bergja íbúð með litlausum hús- gögnum og þykkum rauðum gluggatjöldum, sem dregin voru frá, svo að sá í tóma gluggana í húsinu á móti. Á skenk stóð bakki með nokkrum, óopnuðum flöskum, glös og diskar með áL vöxtum og kexi — móttökurnar fyrir Darko og vini Darkos. Tempo bandaði hendinni óljóst til drykkjarfanganna. „Gjörið svo vel, herra minn, látið semi þið séuð heima hjá ykkur. Þam er baðherbergi. Þið viljið vafar laust hringja!” Maðurinn geklý hratt inn í svefnherbergið og lok aði dyrunum á eftir sér. Nú komu á eftir tvær lómlegj- ar klukkustundir, er Bond eyddi í að sitja við gluggann og horfá á vegginn hinum megin. Við og við stóð hann upp og gekk frarii og/ aftur og settist síðan niður aftur. Fyrri klukkutímann sat Tatiana og lést vera að horfa á tímarit. Síðan gekk hún snögg- lega inn í baðherbergið, og Bond hfeyrði vatn buna í baðkerið. : Um sex leytið kom Tempo út úr svefnherberginu. Hann sagði Bond, að hann væri að fara út. „Það er malur í eldhúsinu. Eg kem aftur klukkan níu og fer með ykkur aftur í lestina. Vin- samlegast látið, eins og þið séuð lieima hjá ykkur.” Án þess að' bíða eftir svari Bonds, gekk hann hljóðlega út og lokaði dyrun- um. Bond heyrði hann ganga nið ur, útidyrnar lokast og Morris- inn fara af stað. Bond fór inn í svefnhermberg- ið, settist á rúmið og tók upp sím ann og talaði á þýzku við lands- símann. Hálftíma síðar heyrði hann rólega rödd : Bond talaði eins og farandsali mundi tala við forstjóra fyrir- ■M—-BBBMamw———arojg’ajtsaa—— eftir lan Fleming Tímarnir breytast ... FIMM orustuþotur þjóta yfir orustuflugvél úr síðasta stríði á flugsýningu, sem efnt var til i tilefni af fimmtíu ára afmæll brezka flughersins. Sýningin var haldin í Upavon í Wiltshir.e, en þar var bækistöð fyrsta flug- skóla flughersins. WW>WtWWW»WWWWWW»WWWWW*WWWWWWWM»WWt ALÞYÐUBLAÐIÐ - 3. júlí 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.