Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 2
ílRI é Hitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentaniðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri; Ásgeir Jóhannesson. ÉNDURSKOÐUN LOFTFERÐASAMNINGS EINS og skýrt var frá í Alþýðublaðinu síðast- liðinn sunnudag, hefur ríkisstjórnin í Washington borið fram tihnæli um endurskoðun á gildandi loftferðasamningi milli íslands og Bandaríkjanna. Viðræður urn málið munu hefjast í september. næstkomandi, ivæntanlega vestra. Loftleiðir, sem hér eiga mikilla hagsmuna að gæta, munu að sjálfsögðu fylgjast nákvæmlega með þessum viðræðum. En Loftleiðamenn verða ekki einir. íslendingar allir munu gægjast yfir öxl samningamanna, ef svo mætti að orði komast, og fylgjast af áhuga með því sem fram fer við samn- ingaborðið. Því að íslendingum er það vitanlega meir en lítið kappsmál, að ekki verði lagður steinn í götu • flugfélaga þeirra ~ sízt af vinveittum þjóðum. Ætla má að Bandaríkjastjórn taki á málinu af . skilniíigi. Bandaríkjamenn eru hörðustu meðmæl • endur „frjálsa framtaksins“, og er það ekki nema ' að vonum, svo blómlegt sem um er að litast í þeirra kapítaliska þjóðfélagi. Það kæmi því úr hörðustu átt — og mundi jafnvel teljast til skop- leika — ef þeir færu nú að amast við einstaklings framtaki fámennrar þjóðar, sem af lofsverðri at- orku hefur komið sér upp flugflota, sem á hverju ári skilar íslendingum dýrmætum gjaldeyris- sjóðum. Bandaríkjamenn hafa þráfaldlega látið í ljós þá ósk við vinaþjóðir sínar, að þær beittu hugviti sínu og kunnáttu og dugnaði í þá átt að ‘hlúa að efnalegu sjálfstæði sínu. Flugið er snar þátt í þeirri viðleitni íslendinga. — Og má ætla að Bandaríkjamenn með sínum stórhug og sínu stórframkvæmdaviti hafi fyrir löngu komið auga á þá staðreynd. Sexfugur / dag: Eyjóifur Eyjólfsson skósmíðameistari EYJÓLFUR EYJÓLFSSON skó- smíðameistari, Týsgötu 7, er sex- tugur i dag. Hann fæddist að Hraunsh.iáleigu í Ölfusi, sonur hjónanna Guðrúnar Ó. Guð- mundsdóttur og Eyjólfs Eyjólfs- sonar, en fluttist með þeim að Bakkárholti í sömu syeit, þar sem þau hjónin bjuggu langan aldur við mikinn myndarskap og fyrirhyggju. Ættir Eyjólfs standa um Ölfus og víðar í Árnessýslu, allt hefur það fóllt verið myndar- fólk að allri gerð, fyrirhyggju- samt og dugmikið og ekki talið eftir sér að vinna og vinna vel sér sjálfu og öðmi til hagsældar og umbóta. Eyjólfur veiktist í æsku og átti við. mikið heilsuleysi að stríða, enda ber hann menjar þessara veikinda, og þau gerðu það.óhjá- kvæmilegt að liann leitaði sér framtíðaratvinnu utan sveitar sinnar, enda ófær til allra erfið- isverka. Að öðru leyti fékk hann þó fulla bót meina sinna. Hann fór til Reykjavíkur og lærði skó- smíði hjá Guðmundi Jónssyni, á- gætum manni, sem margir Reyk- víkingar kannast við, en Guð- mundur hafði þá skósmíðavinnu- stofu sína á Bergstaðastíg. Að afloknu námi fór Eyjólfur til Vestmannaeyja og stundaði skó- NÝTI HEFTI AF SAMVINNUNNI BLAÐINU hefur borizt maí- júní hefti Samvinnunnar. Er sér- staklega vandað til þessa heftis vegna 60 ára afmælis Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Rit- stjóri Samvinnunnar er Guð- mundur Sveinsson. Maí-júní hefti Samvinnunnar er rúmar áttatíu blaðsíður að stærð og er frágangur þess aliur mjög til fyrirmyndar. Fjölmargar fróðlegar greinar eru í heftir.u og einnig er þar mikið af línurit- um. Örlygur Hálfdánarson réði útliti og umbroti blaðsins. HÖFUM FLUTT skrifstofur okkar og vörugeymslui- úr Hafnarstræti 1. að Sætúni 8 (gegnt Höfða) Óbreytt símanúmer 2 4 0 0 0 O. JOHNSON Sr KAABER H. F. smíði þar um fimm ára skeið. Eft ir það kom hann aftur til Reykja- víkur og vann með Kristjáni Guð mundssyni um skeið í vinnustofu hans á Týsgötu 7, en keypti síðan Eyjólfur Eyjólfsson af honum og hefur rekið skóvinnu stofu sína á sama stað. Eyjólfur er kvæntur Sigur- björgu Guðmundsdóttur, frá Haukadal í Dýrafirði og eiga þau fimm börn. Eyjólfur Eyjólfsson er ágætur félagi, góður félagsmaður í stétt- arfélagi sínu og áhugamikill um málefni stéttar sinnar. Hann er fyrirhyggjusamur og gætinn, en framfaramaður og ljær þeim mál- efnum óskiptan stuðning, sem hann telur muni geta orðið til hjálpar og hagsbóta íyrir alþýðu landsins. Hann er víðsýnn og bjartsýnn, en rasar þó aldrei um ráð fram. Það er alltaf gott að koma í vinnustofu Eyjólfs Eyjólfssonar. Hann er áreiðanlegur í viðskipt- um og þægilegur viðmóts, enda nýtur hann óskiptra vinsælda allra hinna mörgu, sem hafa kynnst lionum. Hann mun því fá margar hug- heilar hamingjuóskir á þessum afmælisdegi sinum. ALLT A SAMA STAÐ Nýjar vörur fyrir skoöun < s w » Þ4 t" > CJ w H H „ & I ^ 5' s RAFKERFIÐ STEFNULJÓS FRAMLUKTIR SAMLOKUR HÁSPENNUKEFLI STRAUMROFAR PLATÍNUR STARTARAR DYNAMÓAR VÉLAHLUTAR STIMPLAR STIMPILHRINGIR LEGUR VENTLAR o. fl. CARTER BLÖNDUN GAR BENZÍNDÆLUR TIIOMPSON SPINDILBOLTAR SLITBOLTAR STÝRISENDAR GORMAR o. fl. o. fl. FERODO-bremsuborðar HJÓLADÆLUR HÖFUÐDÆLUR BREMSUBAKKAR BREMSUROFAR PAYEN PAKNINGAR og DÓSIR TIMKEN-LEGUR Það er yður og bifreiðinni í hag að verzla hjá Agli. EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Laugavegi 118, sími 2-22-40. Áskriftarsíminn er 14901 2 3. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÖIfl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.