Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.07.1962, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júlí 1962 u Öruggur sigur IBA yfir ÍBÍ 5 gegn 1 STRAX -í upphafi leiks Akur- eyringa og ísfirðinga kom í ljós, að leikurinn mundi verða r.okkuð ó- jafn, því að ekki var liðið íangt á fyrri hálfleik, er Akureyringar voru búnir að skora tvö mörk hjá ísfirðingum, og var þar Steingrím- ur Björnsson að verki í bæði skipi- in. Nokkru síðar bætir svo Stein- grímur þriðja markinu við, eftir að framlína .Akureyringa hafói byggt upp nokkuð góðan samleik. ísfirð- ingar reyndu þó að Dýggja upp sóknarleik og tókst oft að kornast inn fyrir vörn Akurevringa, sem virtist iðulega vera sundurlaus og fálmkennd, og áður en hálfleik lýk- ur, tekst svo ísfirðingum að skora mark, og er þar Erlingur Sigur- laugsson að verki. Er um 20 mín- útur voru af leik vildi það ohapp til, að markvörður Akureyringa, Halldór Kristjánsson, varð fyrir höggi á andlitið og varð e.ð yfir- gefa völlinn. Jón Friðriksson, sem leikið hafði bakvörð, fór þá í mark ið og Siguróli kom inn.í bakvarð- arstöðuna í stað Jóns. Síðari hálfleikur var nokkuð daufur, sérstaklega af há'tfu Akur- eyringa, sem og varð til bess, að ísfirðingar komust oft í góð tæki- færi, sem nýttust þó ekki vegna ó- samstöðu framlínu þeirra. Þó bæta Akureyringar tveim mörkum við. Fyrra markið skorar Kári úr erf- iðri stöðu og það síðara Steingrím- ur, sem lyfti knettinum í efra mark hornið, einnig vel gert. Þannig Jýk ur leiknum 5:1 íyrir Akureyri. Er um 15 mín. voru eftir af leik, meiddist Albert Karl, sem lék hægri framvörð hjá Xsfirðingum og léku þeir, 10 eftir það. í liði ísfirðinga bar mest á Birni Helgasyni, sem nú lék hægri inn- lierja og miðframherjanum Erl ingi. Kristján í markinu stóð sig einnig vel og verður ekki sakaður um mörkin. Liðið í heild virtist heldur ósam- stætt, einkum framlínan, sem sýndi sig, er þeir komust að marki Ak- ureyringa, en þá vantaði nákvæmm í sendingar og einnig skotin. í liði Akureyringa var nú Stein- : grímur driffjöður í framlínunni, ; vann vel og skoraði 4 af 5 mörkum, ‘ er Akureyringar skoruðu. Skúli vann vel í vörn og sókn og var , þeirra leiknastur. Kári gerði margt | laglega, en var of kærulaus. í þess um leik í vörninni bar mest á ' Guðna og Magnúsi, og Jón, sem kom í markið í stað Halidórs, stóð sig með prýði. Dómari var Einar Hjartarson. Framhald á 14. síðu. Jón Þ.: 1,95 m ! ★ Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTINU I Moskvu á laugardag stökk Jón Þ. Ólafsson 1,95 m. í hástökki og varð níundi í rööinni. USA sýndi mjög mikla yfirburði Chicago, 1. júlí (NTB- Reuter). LANDSKEPPNI Bandaríkjanna og Pólverja fór fram hér urr. helg- ina. Var keppt bæði í karla og kvennagreinum. Eftir fyrri dag höfðu Bandaríkjamenn hl jtið 72 stig gegn 34 stigum Pólverja i karlagreinum, en í kvennagrein- unum höfðu Pólverjar betur eða 35 gegn 27. Tarr sigraði í 110 m. grind á 13,6, en Hayes Jones varð annar á sama ííma. Pólverjinn viyzuk varð þriðji á 14,9. Sayers sigraði í lOOm. á 10,5 og Foik, T óllandl varð annar á sama tíma. Gene Johnson, USA stökk hæst í há- stökki eða 2,14, Szernik, Póllanl varð annar með 2,07 og Thomas þriðji með sömu hæð Dallas Long sigraði í kúluvarpi með 19,44 m. og Gubner varð annar með 19,32m. USA sigraði í 4xl00m. á 40 se.í réttum, Beatty varð fyistur í 1500 m. á 3:41,2, Weisinger annar með 3:42,5, A1 Hall sigraði sleegjukasti með 65,50, Conolly kastaði 64 36. Williams sigraði í 400 m. á 47,4 og Boston í langstökki með 7,54. Eini sigur Pólverja fyrri daginr, var í 5000 m., en þar varð Zimmy Keflvíkingar sóttu oft hart gegn Þrótti og hér tekst Þórði að verja glæsilega. agamenn ÞESSI MYND var tekin, er Frakk- inn Michel Jazy setti heimsmet sitt í 3000 m. hlaupi — 7:49,2 mín. SBU-IA 2-2 Ríkharður hylltur í leikslok í GÆRKVOLDI lék danska liðið SBU, þriðja leik sinn hér og hlaut þá hörðustu mótstöðu, sem það hef ur fengið til þessa. Það voru Ak- urnesingar, sem sýndu Dönunum í tvo heimana. En jafntefli varð í leiknum 2 mörk gegn 2. Danirnir skoruðu bæði sín mörk í fyrri hálf- leik, en Akurnesingar jöfnuðu í þeim síðari. Sá leikmaðurinn, sem átti mesf- an þáttinn í þessum næstu óvæntu úrslitum, var Ríkharður Jónsson, sem lék miðherja með síuu gamla liði. Hann var bezti maður fram- línunnar, og í kringum hann var alltaf eitthvað að gerast, jákvætt. Það var miðherji Dana, Hans Andersen, hinn ljóshærði og lipri leikmaður, sem skoraði fyrsta markið, eftir hornspyrnu. Skallaði hann snöggt og óvænt inn, án þess að Helgi fengi áttað sig. Fram að því er markið var skorað, hafði sókn og vörn skipzt á, og Akurnes- ingar átt ýmsa möguleika til þess að skora, þó bogalistin brygðist. Er aðeins fimm mínútur voru af |leik, var Ingvar í opnu færi, eftir /sendingu frá Jóhannesi, en skaut framhjá. Helgi varði m. a. með eldsnögg- um yfirslætti hörkuskot frá v út- herja. Rétt á eftir skallaði Ingvar yfir, og Ríkharður átti fast skot stuttu síðar, en framhjá. Á 42. mín tekst svo Dönum aS Framh. á tí. síðu ★ I I. DEILD hafa nú verið leiknir 16 leikir, 8 í Reykja- vík, 3 á Akranesi, 3 á ísafirði og 2 Akureyri. Úrslit leikj- anna hafa orðið þessi: ★ í REYKJAVÍK: Fram—í B A 2:0. Valur—K R 2:0. K R—Fram 1:1. Valur—Fram 1:0. Fram—Valur 1:1. K R—ÍBÍ 4:0. Valur—í B A 0:1. Fram—K R 2:2. ★ Á AIÍRANESI: í A—Valur 1:1. í A—í B A 5:4. í A—í B í 0:0. ★ Á AKUREYRI: í B A—Valur 1:0. ÍBA—ÍBÍ 5:1. LU J T M: St. Fram 6 2 3 1 12:5 7 í A 4 2 2 0 12:5 6 K R 5 2 2 1 9:5 6 ÍB A 5 3 0 2 11:8 6 Valur 6 2 2 2 5:4 6 ÍBÍ 6 0 1 5 1:23 1 ★ II. DEILD. ÚRSLIT UM HELGINA: Breiðablik—Víkingur 2:1. í B II—Reynir 5:1. Þróttur—í B K 2:1. Þróttur ÍBK ÍBH Breiðablik Reynir Víkingur 5 5 5 4 5 2 5 2 5 1 5 1 0 0 24:4 0 1 23:5 0 3 12:15 0 3 10:18 0 4 10:19 0 4 6:24 10 8 4 4 2 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.