Alþýðublaðið - 21.07.1962, Page 2
fetjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AÖstoðarritstjóri:
örgyin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
J906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
|l0. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
í andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannessom
Hvað vilja Þingeyingar?
) ÞAÐ voru nýlega haldnir tveir athyglisverðir
fundir fyrir norðan.
Fyrri fundurinn var um orkumál Norðurlands,
til þess haldinn að fylgja eftir kröfum Norðlend-
inga um stórvirkjun við Dettifoss og alúminíum-
iðnað þar í nágrenni. Enda þótt sérfróðir menn
gæfu í skyn, að tormerki ryæru á slíkum fram-
kvæmdum í næstu framtíð, ivildu fundarmenn
ekki gefast upp, heldur fylgdu kröfum sínum eft-
ir. Þarna voru m. a. mættir ýmsir Þingeyingar og
stýrði einn þeirra fundinum.
Síðari fundurinn var haldinn fyrir nokkrum
dögum á Laugum að tilhlutan Búnaðarsambands
Suður-Þingeyinga og fjallaði um Efnahagsbanda
•lag Evrópu. Mættur var norskur prófessor og tal-
aði. Ekki var mál hans þýTtt, heldur þótti nóg að
tfundarmenn fengju „endursögn£i af ræðunni. Eftir
okkrar spumingar og eina ræðu var samþykkt,
að mótmæla aðild íslands að efnahagsbandalaginu
rvegna smæðar íslands, vanþróaðra atvinnuhátta
og af fleiri ástæðum. Var skorað á samtök um land
aflt að hefja virka baráttu gegn þátttöku í Efna-
hagsbandalaginu.
Ekki getur Alþýðublaðið 'fullyrt, hvort sömu
menn hafi setið báða þessa fundi. Sé svo, hafa
þeir annað hvort lítið hugsað um þau mál, sem
þeir tala mest um, eða gert sig seka um ljótan tví-
fikinnung.
Þa'ð er vitað mál, að íslendingar geta ekki
næstu áratugi reist stóriðju til alúminíumfram-
leiðslu af eigin rammleik og þurfa til þess samstarf
við aðra og erlent fjármagn í einhverri mynd. Nú
er langmestur markaður fyrir alúminíum í Vestur
Evrópu, og án sölu þangað, er verksmiðja hér vart
hugsanleg. Efnahagsbandalagið hefur ákveðið 9%
toll á alúmíníum, svo að slík verksmiðja verður
ekki samkeppnisfær, nema íslendingar eigi aðgang
að markaði bandalagsins tollalaust að mestu. Til
þess þarf ekki fulla aðild að bandalaginu, en ein-
hvers konar tengsl, sem tryggja hagsmuni okkar,
sérstaklega varðandi fisk, en einnig varðandi
næstu skrefin í uppbyggingu iðnaðar, sem hag-
nýtir orku landsins.
Af þessu verður Ijóst, að Þingeyingar heimta
fyrst oíkuver og stóriðju til að umbreyta atvinnu-
háttum þjóðarinnar og hagnýta auðlindir lands-
iiis. Svo halda þeir annan fund, klappa fyrir úr-
drætti úr ræðu prófessors Frisch, og samþykkja
að mótmæla öllum aðgerðum til þess að tryggja
hagsmuni a,tvinnuveganna og skapa grundvöll
fýrir framtíðarvöxt þeirra.
1 Þingeyingar þeir, sem hér eiga hlut að máli
(§em er vonandi aðeins brot af íbúum þess ágæta
héraðs) verða að átta sig betur og ákveða, hvort.
þáeir vilja.
Orbsending til viðskipto-
manna H AB
Dregið verður 10. ágúst næstk. um Taunus-fólksbif-
reið að verðmæti kr. 164.000.
Gleymið ekki að endurnýja áður en þér farið í sum-
arleyfið.
Látið ekki HAB úr hendi sleppa !
Happdrætti Alþýðublaðsins
HANNES
Á HORNINU
★ Þingvallahneykslin
endurtekin.
★ Fyrsta sinn tekið föst-
um tökum.
★ Blað birtir nafn eins
umkomuleysing j a.
★ Einkennilegir verzl-
unarhættir.
ENX EINU SINNI hefur orðið
hneyksli á Þingvöllum. Brjálaður
skríll safnaðist þangað á hesta-
mannamót eða af tilefni þess til
þess eins að drekka frá sér vit ogr
koma af stað óeirðum. Annars er
rétt að vekja atliygli á því um leið,
að samkvæmt frásögnum blaða var
hér ekki aðeins um krakkaskamm-
ir að ræða frá sjávarsíðunni heldur
og fólk úr svcitum og þar á meðal
fullorðið bændafólk. Verður sagan
um bændurna tvo sem fiuttir voru
handjárnaðir til Keykjavíkur eftir-
minnileg.
AULT þetta ástand veldur manni
fremur liryggðar en reiði — og
þó hvort tveggja. Það er alveg víst,.
að það er mikið að í þjóðlífi okk
ar. Það þekkíst váíla þjóðfélágs-
legur agi. Fjöldageggjun grýpur
um sig og áður en við er litið er
komið brjálað ástand. Mér virðist
að nú hafi í fyrsta skipti verið beitt
aðferðum, sem hefði átt að vera
búið að taka upp fyrir löngu. Um
90 manns var flutt í fanga-
geymslu til Reykjavikur, þar af
um 40 í handjárnum. Og 75 verða
ákærðir fyrir óspektir á almanna-
færi, siðleysi og skepnuskap.
ÉG HEF margsagt það, að ég hef
enga trú á því að í þessum efnum
komi' nokkuð annað að haldi en
harður agi, í raun og veru ætti að
„poka“ þennan lýð um sinn og
hegningin á að vera það ströng að
hún verði eftirminnileg. Vatns-
grautarmiskunnsemi í þessum mál
um er aðeins t,il þess að skríllinn
gengur á lagið.
EN í SAMBANDI við þetta vil
ég geta um annað. Eitt blaðanna,
sem um þessi mál skrifa, lætur
sig hafa það, að birta nafn eins
v'esalings. Sá liinn sami, sem blað-
ið nefnir er tíður gestur í fanga-
geymslunni vegna heimilisleysis
og drykkjuskapar. Hann varð að
víkja vegna aðstreymisins af Þing-
völlum. Nafn hans er birt. Engra
annarra. Er það vegna þess að
hann sé meiri umkomuleysingi en
hinir?
J. SV. SKRIFAR: „Margt er at-
I hugavert við verzlunarháttu á
I landi hér, og lítið tillit virðist tek-
| ið til kaupandans, en allt miðað
við seljandann. Til dæmis eru
margar vörur seldar í stórum
skömmtum, og verður kaupandinn
þannig að taka ákveðið magn,
hvort sem hann hefur þörf fyrir
það eða ekki, og þótt varan liggi
undir skemmdum. Erlendis er unnt
að kaupa svo lítið, sem kaupandinn
nálega óskar. Hér verður maður
t. d. að kaupa 5 kg. af jarðeplum,
ef hann vill nokkuð fá. Oft eru
jarðeplin skemmd eða mjög féleg
og fúkkulykt úr pokanum. ■
ÉG VIL GREINA hér frá einu
atviki, er bregður nokkru Ijósi á
óviðkunnanlega verzlunarháttu. —
Fyrir nokkru kom ég í brauðbúð
spurði ég eftir svokölluðum kúm-
enbrauðum. Var mér sagt, að að-
| eins eitt slíkt brauð væri til frá
' deginum áður. Keypti ég því næst
brauðið. En er til átti að taka, leizt
þeim, er neyta átti brauðsins, ekki
á það og bað mig að skila þvi og
fá franskbrauð í stað'nn. Fór ég
svo aftur í búðina og bað um að
fá að skila því gegn franskbrauði.
Tjáði þá afgreiðslumærin mér, að
aldrei mætti skila brauðum aftur,
líklega af hreinlætis- og heilbrigð-
! isástæðum, og er það : sjálfu sér'
’gott og blessað, þótt raunar stúlk-
urnar í þessari búð eins og líklega
í fleirum, káfi með berum lúkun-
um á brauðunum, áður en kaup-
endurnir taka við þeim. . :
BAÐ ÉG ÞÁ afgreiðslumeyna að
fleygja brauðinu, og tók hún við
I því. Nú stóð svo á, að franskbrauð
var ekki til í svipinn en sagt var,að
það kæmi von bráðar. Fór ég þvf
heim, en kom aftúr eftir stund í
Framhald á 11. siða.
2 21. júií 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ