Alþýðublaðið - 15.08.1962, Page 4
ÞAÐ VAE EITT SINN, að Hannibal og Napoleon
fóru yfir Alpaf jöll — og urðu frægir af. Áður en langt
um líður getur hvaða skemmtiferðamaður sem er
ferðazt UNDIR Alpafjöll, hvort sem er í steikjandi
sólarhita eða á nístingsköldum vetrardegi, þegar öll
fjallaskörð eru lokuð af snjó.
Hin risastóru jarðgöng, 11,6 km. að lengd, undir
hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc, eru brátt orðin að
veruleika. Aldagamall draumur hefur rætzt, þegar
bormenn frá Ítalíu og Frakklandi hafa nú hitzt inni
í fjallinu —* en það mun líða a. m. k. heilt ár, þar til
fyrstu einkabílarnir þjóta gegnum nýju göngin.
. Eréttir síðustu daga hafa skýrt
•frá störfunum inni í fjallinu, um
ítalina, -sem virðast hafa orðið
fyrri til mótstaðarins, en höfðu
.. ,,snuðað“ af því að aðeins fyrstu
4 kílómetrarnih af göngunum
. þeim megin munu vera af fullri
bre’idd. Eiga ítalir að vinna heilt
ár, þar íil öll göngin eru komin
í .þá breidd, sem verkfræðingarn
ir hafa reiknað með.
Fréttir frá Chamonix í Frakk-
. landi skýra svo frá, að franski
borflokkurinn hafi á laugardags
morgun átt eftir aðeins íiltölulega
þunnan granítvegg, sem þeir
gerðu ráð fyrir að ljúka við á
mánudag. Þar að auki kemur svo
þaö, að þeir hafa grafið öll göng
in sín megin í fullri breidd. Þegar
það'.gerist, eru jarðgöngin undir
Mont Blanc orðin að veruleika.
★ 2,5 MILLJARÐAR
KRÓNA
Einhvern tíma á næsta ári,
•kannski ekki fyrr en um áramót
in 1963-1964 verða göngin, eitt
mesta verkfræðilegt afrek Evrópu
tilbúin til umferðar og kostnaður
inn verður nálega 2,5 milljarðar
íslenzkra króna. En þá verða líka
lengstu jarðgöng í heimi íil orð
in. Þegar þau verða opnuð munu
þau geta annað ,264.00Q fólksbíl
um, 24.000 langferðavögnum, 49.
0Q0 mótorhjólum og 15.000 vöru
bílum á ári. Farþegatalan verour
1,5 milljarðar manna á ári og um
ferðarþunginn 75.000 tonn.
Jarðgöngin verða geysilega
veigamikil samgöngubót. Þau
verða eini bílvegurinn gegnum
Alpana, sem opinn er allt árið.
Þau -verða eðlilegur þáttur í Evr
ópuvegi nr. 3 frá Norðurhöfða, til
suðurodda Sikileyjar. Allir aðrir
vegir um Alpana liggja upp i
2000 metra hæð og eru lokaðir
af snjó yfir vetrarmánuðma. —
Jarðgöngin munu stytta -leiðina
n.illi Parísar og.Ró.uar um næst
um því 200 km., og almennt er
talið nú .þegar, að vegurinn fái
geysilega þýðingu fyrir Sameigin
lega markaðinn.
★ HUGÐIST BYGGJA
„PRÍ V ATGÖNG“
Hugmyndin um veg gegnum
þettá 4000 metra háa f jall er eld-
gömul, en það var ekki fyrr en
á átjándu öld, að hugmyndin var
raunverulega sett fram. Það var
svissneski jarðfræðingurinn og
fjallgöngumaðurinn Horace Bene
dict de Saussure, sem sagði, er
hann hafði klifið Mont Blanc: ,,Sá
dagur mun koma, er fær vegur
verður brotinn gegnum fjallið og
tengir Chamonix og Aosta.“
Alla nítjándu öldina dreymdi
menn um göngin, en á okkar öld
fengu draumarnir á sig raunveru
legri blæ, er ítalski verkfræðing
urinn og greifinn Dino Lora To-
tino tók árið 1945 að höggva sína
eigin smáholu í fjallið Hann hafði
gengið með hugmyndina að jarð-
göngunum í maganum í 20 ár,
en ekki notið skilnings yfirvald
anna. Hann lagði 200 milijónii
líra fram sjálfur og byrjaði að
grafa, en þegar hann var kominn
200 metra inn, stöðvuðu þessi
sömu yfirvöld aðgerðir lians.
Hann varð að.hætta við sfn „prí-
vatgöng“, en hann hafði a.m.k.
komið því til leiðar, að hreyfing
var komin á málið. Ef íil vill var
það ekki hvað minnst hin nýja
herfræðilega aðstaða í Evrópu,
sem varð til þess að Frakkar og
ítalir tóku málið upp. Hin hernað
arlegu not af göngunum voru aug
ljós. Byrjað var á hinum erfiðu
borunum 1958, og nú er því versta
lokið.
★ KAPPHLAUPIÐ
Allt frá upphafi var um kapp
hlaup að ræða, ef til vill eitt
hið einkennilegasta, sem sagan
segir frá. Djúpt inni í fjallinu
strituðu ítölsku og frönsku bor-
mennirnir við að komast á áfanga
stað, eins fljótt og hægt var. Hvor
ir sigruðu? Það er erfitt að á-
kvarða það. Látum dóminn þar
um bíða, þar til fyrsti vagninn
ekur í gegn. Einnig var um að
ræða einskonar keppni borvéla.
Frakkar hafa notað þunga bora
frá ameríska fyrirtækinu Inger-
soll-Rand, en ítalir hins vegar
léttari bora, sem smíðaðir eru
af sænska fyrirtækinu Atlas
Copco. Hafa Svíar haldið því
fram að það væri hreint glap-
ræði að v.era að kaupa borvélar
sem kosta um hálfa milljón ísl.
króna hver þegar hægt sé að
vinna verkið með smærri tækjum
sem kosta íæpar 17.500 krónur.
★ NIAGARAFOSS í
FJALLINU.
Vinnan hefur verið erfið
beggja megin. ítalirnir hafa rek
izt á svæði, þar sem er svokallað
ur rotinn klettur, gljúp svæði
þar sem mikið hrundi úr lofti og
veggjum og mikil hætta var fyrir
verkamennina. Það voru líka ítal
ir, sem í desember í fyrra rákust
Framhald á 14. síðu.
,!Upphafið að 11,6 kílómetra löngum gangi undir risann Mont Blanc.
| Göngin í föluml
j! LENGD: 11,600 metrar
jj!. MESTA HÆÐ: 1397 metrar yfir haffleti. Í!
j! HOL: 72 Jermetrar, þegar gólf hafa verið j>
jj steypt. j:
MESTA UMFERÐ Á ÁRI: 352.000 ökutæki með |
j! 1,5 milljarð farþega. j í
j; 1 MILLJÓN rúmetra er talið, að hafi verið j>
j! sprengd og flutt hurtu. j;
j! MEÐ 300 METRA millibili verða útskot til að jj
j j leyfa viðgerðir á hílum. j j
jj KOSTNAÐUR: Upphaflega gert ráð fyrir tæp jj
jj um milljarði króna, en kostnaður verður senni- jj
j; lega nær 2,5 milljörðum. jj
jj 20 MÍNÚTUR mun það taka bifreið að fara jj
jj gegnum göngin, þar sem hámarkshraði verður 50 jj
jj km. á klst. i j
í i
4 15. ^gúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
;t „• -■{ r . - Ullv I'i jC:' ‘