Alþýðublaðið - 15.08.1962, Side 10

Alþýðublaðið - 15.08.1962, Side 10
 RitstjórL ÖRN EiÐSSON Akureyri sigr- aði Keflav. 3:2 AKUEEYRI OG KEFLAVÍK léku á laugardag á Akureyri. Akureyri: Einar Helgason Siguróii Sigurðsson, Sigurður Víglundsson, Guðni Jónsson, Magnús Jónatansson, Páll Jónsson, Jakob Jakobsson, Steingrímur Björnsson, Haukur Jakobsson, Þormóður Einarsson. Keflavík: Kjartan Sigurðsson, Magnús Haraldsson Gísli Ellerup, Magnús Torfason, Ólafur Markús- son, Sigurður Albertsson, Páll Jónsson, Herbert Friðjónsson, Jón Jóhannsson, Emar Magnússon, Geirmundur Kristinsson. Kalt var í veðri og nokkur norð- an vindur og því varð leikurinn ekki eins skemmtilegur og hann annars hefði getað orðið. Ak. kusu að leika í suður en K að byrja með knöttinn og endurtekur sig sú gamla saga er Ak. eru að verða þekktir fyrir að knötturinn hafnar í netinu eftir fyrsta upp- hlaup K. eða nokkrum sek. eftir að leikurinn hefst. En síðan ná Ak. yfirtökunum í leiknum og eru oftast í sókn allan hálfleikinn, á 16. mín. ná þeir fyrsta markinu er Jakob spyrnir frá miðjum velli í átt að markinu, Steingrímur fylgir eftir, markm, hleypur út úr markinu en truflast af ásókn Steingríms, svo að knötturinn lioppar í- netið beint af fótum Jakobs. Er 19 mín. eru af lcik bæta svo *Ak. öðru markinu við, sem hefur nokkuð sérstakan aðdraganda, Einar spyrnir frá marki langt fram knötturinn hoppar innfyrir vörn K., tveir varnarmenn og Stein- grímur fylga eftir, markm. hleyp- ur út úr markinu en Steingrímur nær að lyfta knettinum yfir mark- manninn og í netið og höfðu þá aðeins Einar og Steingr. komið við knöttinn frá því spyrnt var frá marki Ak. Upp úr þessu er nær látlaus sókn á K. og á 31. mín kemur svj þriðja markið er Ak. gera eftir laglegt upphlaup og vel uppbyggt. Er þar Steingrímur að verki, sem skorar jarðarspyrnu í hægra horn. Rétt fyrir hálfleik ná svo K. sóknarkafla, en tekst ekki að skapa verulega hættu í þessum hálfleik fá K á sig sjö horn, en Ak. ekkert. í seinni hálfleik jafnast leikur- inn nokkuð nú hafa K. vindinn með sér og skapast nokkur góð tækifæri á báða bóga. Er nokkuð er liðið á leikinn, fá K. sitt bezta tækifæri, sem af er leiknum,' ef 1. markið er frátekið. Páll sendir laglega fyrir úr hornspyrnu knötturinn gengur til Geirmund- ar, sem á skot á mark of stuttu færi, en yfir þverslá. Öðru sinni fá K. skemmtilegt tækifæri. Ein- ar spymir frá marki, Jón mið- herji er staðsettur rétt framan við vítateig, knötturinn stefnir beint á höfuð Jóns, sem skallar í átt að mannlausu markinu, en rétt yfir. Rétt fyrir leikslok ná F-auihald á 13. síðu. Þessi mynd er tekið í viðbragði 400 m. hlaupsins á Meistaramóti ís- lands. Sigurvegarinn, Grétar Þorsteinsson er á innstu braut. 15. ágúst 1962 ALÞÝÐUBLAÐIÐ iþréttaf réttir frá Skagafirði ÍSLENZKA landsliðið á- | | samt fararstjórn við komuna i I til Reykjavíkur í fyrrakvöld. i | Þeir eru glaðir en þreyttir i : eftir erfiða ferð. Velkomnir i | heim! I Kvennamót IR ifer fram í dag í dag kl. 6 fer fram kvennamót í frjálsum íþróttum á vegum ÍR á Melavellinum. Keppt verður í 100 m. hlaupi, hástökki, langstökki kúluvarpi, kringlukasti og 4X400 m. hlaupi. Gunnar Sólnes Ákureyrarmeistari MEISTARAMÓT Akureyrar í golfi fór fram um helgina 27. — 29. júlí s. 1, Þátttakendur voru 19, 11 í meistaraflokki og 8 í I. flokki. Leiknar voru 72 holur. Eftir 36 holur var Gunnar Kon- ráðsson beztur í 157 höggum og Gunnar Sólnes í 158 höggum. Eftir 45 holur var G. Sólnes í 194 höggum og G. Konr. í 199 höggum. Eftir 63 holur var G. Sólnes 1 höggi betri en G. Konr., en G. Framh. á 12. síðu HOFSÓSI 27. júlí ’62. SIGRAR Ólafs Guðmundssonar á Sveinameistaramótinu komu okkur, er bezt þekktum til, ekki alveg á óvart, en vöktu engu að síður mikla ánægju og gleði hér í Skagafirði. Hann keppti hér um daginn ásamt nokkrum drengjum frá Sauð árkróki, og eftir það mátti o:t heyra kallað á æfingum þeirra yngstu á íþróttavellinum „ég panta vera Óli“. Tvívegis hafa verið haldin hér drengja- og kvennamót og beztu árangrar verið: KÚLUVARP (drengjakúla): Ólafur Guðmundsson, T, 12,78 m. Baldvin Þorsteinsson, H. 12,12 m. LANGSTÖKK: Ólafur Guðmundsson, T, 6,13 m. Gestur Þorsteinsson, H, 5,83 m. KRINGLUKAST (drengjakr.): Ólaíur Guðmundsson, T, 34,70 m. Gestur Þorsteinsson, H, 30,95 m. HÁSTÖKK: I Ólafur Guðmundsson, T, 1,65 m. Gestur Þorsteinsson, H, 1,54 m. næstu 3 menn stukku 1,50 m. , Bragi Vilhjálmsson stökk með sem gestur 1,54 m. KONUR: LANGSTÖKK: Anna S. Guðmundsd., H, 4,15 m. Helga Friðbjörnsdóttir, H, 3,96 m. HÁSTÖKK: Anna S. Guðmundsd., H, 1,30 m. Skagafjarðarmet. Dórá Þorsteinsdóttir, H, 1,20 m. Framh. á 12. síði jMimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiinuiiiiiiiiuiinmimi í KVÖLD kl. 8,30 heldur | | íslandsmótið í I. deild áfram | I á Laugardalsvellinum. Það | | eru Valur og KR, sem eigast | \ við. Þar scm þrír af lands- | i liðsmönnum KR meiddust * I í (andsiciknum, er vafasamt, i : að þeir verði með. Þetta get- | \ ur veikt lið KR, en þess i i skal einnig gætt að þeir i | eiga góða varamenn. Leik- i E urinn verður vafalaust : i skemmtilegur. :

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.