Alþýðublaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 12
cOu sí er styRésMÁier eior, I _C wem OER EHD6R MED AT . nawe h\æm ! ...h'AN JE6 BHU6E ET 60£>.r UDCAUDSSTED HERF<iA ,,, AF$TAKL£n BR NQ6tt4~ íUNOc PASLBNUB,,, , HV/S OBT BROBTHUS, BVA TALTB OM*,. IPtHHCifr' Ef þetta er húsið, sem Eva talaði um . . . lægðin er nokkuð hæfileg . . . nú er aðeins spurning, hver gabbar hvern . . . get ég notað ágætan stökkpall héðan — fjar Fátæki Jói oq hundur hans „Jæja, þá get ég í það minnsta staðið við orð mín“, sagði kóngurinn. Hann benti Jóa að koma nær. „Hvað langar þig til að eignast, skógarhöggs maður? Segðu mér hvað það er og þú skalt fá það“. Kóngsdóttirin horfði á Jóa og hann horfði á kóngsdótturin í hvíta kjólnum sínum og með gult hárið. En hann vissi, að hann gat ekki beðið um það, sem hqnn langaði mest til að fá. Svo að hann sleppti því úr huga sér og sagði: „Mér þætti mjög vænt um, ef ég gæti fengið aukadýnu, því það er svo hart að liggja á gólfinu“. r „Þú skalt fá beztu dýnu, sem til er í kóngsrík- inu“, sagði kóngurinn. „En kóngsdóttirin hrópaði í flýti. „En hann verð ur að fá eitthvað annað líka, því að á síðasta ári gaf hann mér líka það, sem mig langaði til að eignast.“ Og hún hélt á Ioft gamla giftingarhringnum. Kóngurinn, sem alltaf stóð við orð sín, snéri sér aftur að Jóa og sagði. „Hvað er annað, sem þig lang ar .til að eignast?“ Jói þrýsti hvolpinum sínum upp að sér, en að Þú verður að útvega mér nýja barnfóstru mamma, þú fyrsta er strokin. sjálfsögðu gat hann ekki heðið um hann, því að kóngsdóttirin myndi deyja af þrá eftir honum, ef hann tæki hvolpinn í burtu. Svo að hann losaði sig líka við slíkar hugsanir og sagði. „Þegar ég kom hingað, þá skyldi ég eftir gamla stólinn hans pabba míns, þar sem ég átti heima. Mér þætti mjög vænt um, ef ég gæti feng ið stól til að sitja í á kvöldin — ef það kæmi engum illa“. 12 18- ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sparisjóðsstofnun i Hveragerði Á sl. vetri var stofnaður í Hvera- gerði, Sparisjóður Hveragerðis og nágrennis af 40 ábyrgðarniönnum. Verður hann opnaður föstudaginn 17. ágúst í vistlegum húsakynnum að Breiðumörk 19 Hveragerðir Ákveðið hefur verið að hann verði opinn fjórum sinnum í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 5-6.30 og á laugardögum kl. 11-12 f.h. fyrst um sinn og fari þar fram öll venjuleg sparisjóðs viðskiptii. Tilgangur sjóðsins er fyrst og fremst, að auka sparnað yngri sem eldri og greiða íyrir al- mennum peningaviðskiptum á staðnum og í nágrenninu. Stjórn sjóðsins skipa: Stefón J. Guðmundsson, hreppstjóri, formað ur, Bragi Einarsson ,, garðyrkju- maður. og Rögnvaldur Guðjónsson verkstjóri. Starfsfólk sjóðsins verður tvennt fyrst um sinn, Ragnar G. Guðjóns- son, sparisjóðstjóri, og frú Bryn hildur Baldvins. / Bifröst Framhald af 4 síðu. nýju. Voru þá komnir gestir á fundinn þ. e. Steindór Stein- dórsson, menntaskólakennari og frú, Benedikt Gröndal alþm. og með honum tveir Borgnes- ingar, þeir Ingi Ingimundarson og Jóhann Ingimundarson. Steindór átti sextugsafmæli þennan dag og í tilefni af því hyllti fundurinn hann og ósk- aði eftir því að afmælisbarnið segði nokkur orð. Varð Stein- dór við þeirri ósk. Einnig flutti Benedikt Gröndal stutt J ávarp. Síðan hófust umræður ' J um drög að nýrri stefnuskrá fyrir Alþýðuflokldnn. Sigurður Guðmundsson rit- ari SUJ flutti framsöguræðu en síðan tóku margir til máls. Kom fram mikil gagnrýni á uppkastið ,og töldu margir að ekki væri nægilega skýr ákvæði um ýmis atriði þess. Mikil ánægja kom þó fram með ýmis atriði í uppkastinu eins og ákvæði um það að berjast gegn einokun og fyrirtækjasamtök- um og voru allir á einu máli um það að Alþýðuflokkurinn ætti að berjast fyrir harðri löggjöf gegn hringmyndunum. Að lokum var samþykkt að kjósa. 5 manna nefnd til þess að endurskoða uppkastið og gera við það breytingartillögur. Þessir voru lcjörnir í nefndina: Björgvin Guðmundsson, Sig- urður Guðmundsson, Unnar Stefánsson, Óttar Yngvason og Hörður Zóphaniasson. Þá var samþykkt að FUJ félögin yrðu að hafa sent SUJ breytingar- tillögur sínar við uppkastið fyrir 15. september. Samhliða umræðunum um drögin að stefnuskrá flokksins var nokkuð rætt um skipulag Alþýðuflokksins. Kom fram mjög eindreginn vilji fyrir því að endurskoða þyrfti skipulag Aiþýðuflokksins. Fundinum lauk kl. 6 á sunnu- dag. Ríkti mikil ánægja með fundinn, og voru menn á einu máli um það að fundurinn heíði verið bezti og árangurs- ríkasti sambandsráðsfundurinn, i er SUJ hefur haldið. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.