Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 2
 t Ritstjórar: Gísli J Ástþórsyon (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 -- 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 55.00 á manuði. í iautc'sölu kr. 3 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Hannibal og bráðabirgbalögin HAFA MENN íhugað, hvílíkur reginmunur er á orðum og gerðum kommúnista? Hafa menn borið saman, hvað þeir segja í stjómarandstöðu og hvað þeir gerðu, er þeir sátu í stjórn? i Ætla mætti, a>ð forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, hefði starfað í anda þess, sem hann segir, þegar hann er ábyrgðarlaus. En svo var ekki. Eitt fyrsta verk hans sem ráðherra •var að gefa út bráðabirgðalög, sem svif tu launþega landsins kaupuppbótum, sem þeir áttu að fá að lög um. Þá stóðu þingmenn kommúniista upp hver af öðrum og vörðu þetta. Sögðu þeir meira að segja, að þessi kauplækkun væri beinlínis kjarabót fyr- ir verkalýðinn. Þeir segja annað í dag. Ekki gekk þessum herrum betur en öðrum sam- vinna við launþegasamtökin, sem verja hagsmuni sína, hverjir sem sitja í stjórn. Mikið var um verk föll í tíð vinstri stjórnarinnar, og fór svo, að þolin- mæði Hannibals var komin að því að bresta. Á öðru ráðherraári hans varð langvinnt sjómanna- xærkfall og kaupskipaflotinn bundinn í höfn. Þá lét Hannibal semja fyrir sig bráðabirgðalög til að fcinda endi á verkfallið og var reiðubúinn að gefa þau út, ef aðrir menn hefði ekki komið til og leyst málið. Sjómenn skyldu fara varlega í að treysta áróðri kommúnista. Lokaátakið er eftir 'ÞAÐ ERU gleðileg tíðindi, að stjórn skuli hafa veitt um 1000 húsbyggjendum 50 milljónir króna í byggingalánum. Hafa þeir Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, og Eggert G. Þor- steinsson, formaður húsnæðismálastjórnar, unnið að útvegun fjár til þessarar lánveitingar, en lána- stofnanir brugðizt svo vel við, sem raun ber vitni. Tíminn dregur það fram á áberandi hátt í frá- sögn af þessu máli, að enn vanti 37 milljónir til að fullnægja eftirspurn eftir íbúðalánum. Hitt nefn- ir Tíminn ekki, að aldrei hefur vantað minna en r.ú, og í stjórnartíð Framsóknarmanna var algengt, að vantaði 100-150 milljónir fyrir þörfinni. Það er veigamikið hagsmunamál fyrir alþýð- una, að veitt sé eins mikið af íbúðalánum og fram ast er unnt. Væri ánægjulcgt, ef til þess fyndist leið að taka nú sprett, fullnægja eftirspurninni og reyna í framtíðinni að hafa við, þannig að íslendingar geti eins og aðrar þjóðir veitt íbúðalán eftir hend- inni. Það er takmark Alþýðuflokksins, sem allir hljóta að vera sammála. Þetta átak ætti ekki að vera óframkvæmanlegt, ef allir eru samhuga. HANNES Á HORNINU ★ Skemmtistaðir fyrir ungt fólk. ★ Er heppilegt að ungt fólk og miðaldra skemmti sér saman? ★ Bréf frá hálfþrítugri konu um þessi vanda- mál. NOKKUÐ HEFUR VERIB rætt um skemmtanalíf og skemmtana- þörf unga fólksins. Það er með þetta eins og annað, að það er gott ef það er í hófi, en ekki gott ef um óhóf er að ræða. Unglingar eiga hins vegar erfitt með að tak- marka það, sem þeim þykir garnan að og þeir njóta, ef þeir hafa möguleika til þess að njóta ein- hvers af því. Þetta eru algild sann- indi og þýðir ekki um að tala. Hér veltur á því hvernig persónu- Ieikinn er. TALAÐ HEFUR VERIB um, að gefa unglingunum möguleika á því að skemmta sér í fallegu og góðu umhverfi, sem lyti ákveðn- um reglum um skemmtanir og hegðun, án þess þó að allt væri fellt í steinrunnar hömlur. Æsku- lýðsráð ræðir þetta mál og skrið- ur mun kominn á það, að Lició opni dyr sínar fyrir þessu unga fólki. Mér lízt vel á þetta, að minnsta kosti tel ég sjálfsagt, að gera tilraunina, — og verbur svo að ráðast hvernig fer. ÉG HEF FENGIÐ nokkur biéf um þetta undanfarið og öll eru þau skrifuð af gefnu tilefni hér í pistlum mínum. Ég get ekki birt öll þessi bréf, en vil hér taka eitt af því að það fjallar um það hvort heppilegt sé að fullorðið fólk og unglingar skemmti sér saman. Það er vandamál út af fyrir sig. Það er varhugavert að skilja alveg á milli, það er að banna unglingum að skemmta sér á sama stað og eldra fólk er, og gagnstætt. HÁLFÞRÍTUG STÚLKA SKRIF AR: „Þann 20. þ. m. birtir þú grein eftir ungling, sem var mjög ieiður yfir, að komast ekk. inn á „gott og gegnt“ veitingahús. Ég er drengnum alveg sammála með, að einkennilegt er, ef stúlkur á sama aldri komast Lnn en ekki drengir. Annars játa ég þá eigingirni, að vera sjálf mjög ánægð með þá tilhögun, að til séu liér í borg skemmtistaðir, sem lokaðir eru fólki innan 21 árs. Mér finnst að blessaðir unglingarnir eigi að rifja upp fyrir sér, áður cn þeir skrifa næstu blaðagrein um þetta efni, að jnemendur í III. og IV. bekkjum í gagnfræðaskólum cru elckert sérlega hrifnir af, dansæf- ingum, sem eru sameiginlega fyrir alla 4 bekkina, kalla þcer barna- böll og segja: „Þar er allt fullt af 13 ára krökkum. Mér finnst ekk- ert gaman að skemmta mér með þeim“. 1 FYRIR UM ÞAÐ BIL firnm ár- um var ég stödd á dansleik hér í borg. Fyrir framan spcgil í and- dyri hússins stóð kona á að gizka 35 ára gömul. Tveir drengir 16— 18 ára, gengu framhjá henni og fóru að syngja: „Þegar liún amma var ung o. s. frv.“, virtist mér þetta eindregin sneið til hennar, að svo gömul kona skyldi vera að skemmta sér! í VIKUNNI í SUMAR, birtist grein með mörgum myndum og forsíðufyrirsögn. Þar virtist mér gefið í skyn það, sem enginn fær mig til að trúa, sem sé að af þvi að 2—3 samkomuhús í R.vik, eru Framh. á 14. síðu 2 29- sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.