Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 13
Friðrik V. Ólafsson skélastjóri - MINNING ÞEGAR mætir menn falla í valinn frá þýðingarmiklum störfum, sem þeir hafa verið eins og skapaðir til að gegna og sem þeir hafa þ.ión- að með alveg sórstakri ábjTgðar- tilfinningu og trúmennsku, þá setur flesta hljóða, því þeirn er ljóst sá hnckkur, sem bjóðfélagið hef ur beðið við andlát slíkra manna. Þannig var það með Friðrik V. Ólafsson skólastjóra sjómanna- skóiáns, að það voru fleiri en hans nánustu, sem fundu þann missi sem varð við fráfall hans. Friðrik heitinn skolastjóri var orðinn þjóðkunnur maður löngu áður en hann varð skóiastjóri Stýrimannaskólans, sem hann hef- ur veitt forstöðu með mikiili prýði undanfarinn aldarf jórðung. Þau e;-u því orðin mörg sjómannsefn- in, sem hann hefur veitt farbeina út á hvítfextar öldur úthafsins og sem nú minnast hans með ynniieg um söknuði og hlýjum hug fyrir þá handleiðslu og góðar leiðbci.a- ingar sem hann veitti þeim í ar.d- legt nesti áður en þeir hurfu að stjórn á skipum við veður öll vá- iynd. í nafni Sjómannasamtakanna og í nafni Slysavarnafélags ísisnds vildi ég mega minnast hans íneð sérstöku þakklæti fyrir mikilsverð störf hans í þágu þessara samtaka. Ég minnist Friðriks aðeins ó- Ijóst frá æskuárum mínum á isa- firði, fyrst er hann fór til sjós á Kútter Haraldi, sem þá var gerður út frá ísafirði og mun þá hafa ver- ið stærst skipa er þaðan gekk. — Friðrik Var aðeins rúmlega 15 ára og yngsti maður um borð. Næst man ég eftir Friðriki þegar hann er orðinn lærður stýrimaður í Vestmannaeyjum um jólaleytíð 1921. Hann var þá stýrimaður á björgunar- og eftirlitsskipinu Þór, sem var nýkeypt til landsins fyrir áhuga og framtak Vestmannaeyj- inga. Heyrði ég þá mikið talað um hina glæsilegu og áhugasömu yfir- menn þessa fyrsta bjöi-gunarskips, er fyllti alla þjóðina stolti. Ég var þá vikapiltur á skonn- ortunni „Svalan” sem var að lesta þarna saltfiski til Spánar, en 2. stýrimaður um borð hjá okkur var jafnaldri Friðriks og skólabróðir frá ísafirði, og kom Friðrik um borð til að kveðja hann, er við létum úr höfn. Þegar jólahátíðin var gengin í garð leystum við land- festar og létum í haf. Sólarhring síðar var þessi kunningi og starfs- bróðir Friðriks drukknaður. Hann tók fyrir borð í ofviðri, sem brast á nóttina eftir. Þannig er lífið, sumir deyja ungir þegar þeir eru að heyja' lífsstarfið og með þeim margar brostnar vonir, öðrum auðnast að Ijúka góðu ævistarfi. Þannig var það með Friðrik V. Ólafsson, mest hans ævistarf hef- ur Verið þróttmikið og háleitt björgunar- og leiðbeiningarstarf bæði á sjó og landi. Sama árið og Friðrik varð skóia- stjóri, minnist ég með sérst.öku þakklæti þess, að Skipstjórafélag íslands valdi hann sem fulltrúa sinn til að vinna að stofnun Sjó- mannadagsins. Hann var þá kjörinn einn af þremur mönnum til að koma á fót hinni fyrstu sýningu hér á landi, er sýndi þróun íslenzkrar sjósókn- ar frá fyrstu tíð. Sjómannasamtökin studdu hann ósleitilega við að koma upp bygg- ingu hins nýja Sjómannaskóla, en hann var formaður bygginga- nefndarinnar. Þegar lagður var hornsteinn byggingarinnar á Sjómannadaginn 1944 sæmdi forseti íslands hann riddarakrossi fálkaorðunnar í sjó- mannahófinu um kvöldið að Hótel Borg í viðurkenningarskyni fyrir mikilsverð störf hans. Þegar sjómannadagssamtökin minntust 25 ára afmælis síns sl. vor, og ákveðið var að heiðra þá þrjá fulltrúa aðalstarfsgreina sjó- mannastéttarinnar, er taldir voru hafa haft mest áhrif á msnntun og félagsmálastarfsemi sjómanna- samtakanna, varð Friðrik V. Ói- afsson fyrir valinu af hálfu skip- stjórnarmanna. Engan mann hef ég þó þekkt, sem er hlédrægari en Friðrik í þessum efnum. Hann vildi helzt vinna hverju máli eins vel og hann gat, en hann vildi gera það svo að ekkert bæri á því. Þegar Friðrik V. Ólafsson var kjörinn forseti Slysavarnafélags íslands, var það mikill fengur fyr- ir félagssamtökin og honum var mjög ljúft að vinna fyrir Slysa- varnafélagið eins og hann hafði áðúr. unnið björgunarstarfinu á sjónum. Hann baðst þó undan að verða endurkjörinn forséti af ótta við að hann sem skólastjóri gæti ekki sinnt því eins og hann vildi, en hann féllst á að verða með- stjórnandi og varaforseti, sem hann hefur gegnt samfleytt í tvo ára- tugi. Við. sem samstarf höfum átt með honum í þessi ár, minnumst með þakklæti þess dýrmæta starfs sem hann hefur þar lagt af mörkum byggt á þekkingu hans og reynslu. Ef velja ætti starfi Friðriks lieit ins einhver einkunnarorð væri engin betur til þess fallin en: Stjórnsemi, nákvæmni og ábyrgð- artilfinning. Honum var mjög um- hugað að allar ályktanir og sam- þykktir frá Slysavarnafélaginu væru rétt grundvallaðar og vel og einarðlega orðaðar. Hin margvíslegu trúnaðarstörf sem Friðrik V. Ólafssyni skóla- stjóra voru falin, sýndu líka að hann naut óskoraðs trausts, enda ávann hann með starfi sínu og þægilegu viðmóti sínu bæði virð- ingar og velvild allra þeirra sem kynntust honum og samskipti áttu við hann. Þetta á ekki sízt við hinn fjöl- menna hóp Slysavarnafólks, er minnist samstarfsins við liann með sérstöku þakklæti og sendir eftir- lifandi eiginkonu hans og öðrum ástvinum ynnilegastu samúðar- kveðjur. Henry llálfdánsson. 75 ára ARNBJÖRG SIGURÐARDOTTIR ARNBJÖRG Sigurðardóttir, ekkja Hannesar Einarssonar, sem er að góðu kunn öllum eldri Keflvíkingum, er 75 ára í dag. Arnbjörg er Snæfellingur að ætt. Fædd í Bergþórsbúð á Am arstapa á Snæfellsnesi 29. sept. Þaðan fluttist hún með foreldr- um sínum, Sigurði Vigfússyni og Sigriði Guðmundsdóttur vestur í Dali. Var hún þá k sjöunda ári. í Dölunum átti hún svo heima þar Arnbjörg Sigurðardóttir til á árinu 1912, að hún fluttist með manni sínum til Keflavík- ur, en þar hefur hún átt heima og dvalið nær óslitið síðan. Á þessum tímamótum minnist hún því einnig annars áfanga í lífi sínu, því á þessu ári eru lið- in 50 ár síðan hún eignaðist sitt fyrsta heimili í Keflavík. Og þessi áfangi hefur áreiðanlega markað heillarik þáttaskil í lífi hennar. Þess báru vott orð henn ar, er ég ræddi við hana fyrir nokkrum dögum. Henni féllu góð orð til Keflvíkinga og í Kefla- vík vildi hún vera á með- an aldur endist, og þar að iok- um, hvila beinin. Þau Arnbjörg og Hannes bjuggu í Keflavík þar til Hann- es lézt, 13. júH 1947. Þau eign- uðust 13 börn og eru 9 þeirra á lífi. Þau eru í aldursröð: Guð- mundur, búsettur í Hafnarfirði Guðrún, Sigrún og Ellert búsett í Keflavík, Svava, býr £ Reykja- vík, Margrét og Einar búa 1 Keflavik, Lára, býr í Hafnarfirði og Bjamheiður, býr í Keflavík Og sem að líkum lætur, á Am- björg afkomendur fleiri. Baraa- börn hennar eru nú 50 á Iífi, átta hafá dáið. Og börn þeirra em 43. Síðan hún hætti búskap hefur hún dvalizt hjá bömum sínum og tengdabömum, „sem öll hafa bor ið mig á höndum sér“, sagði Ara- björg, „svo mér finnst lífið nú sannkallaðir sólskinsdagar". Og barnabörnin eru mér sérstaklega góð og nærgætin og á ég méð þeim og börnum þeirra margar yndisiegar stundir". „En þú mátt ekki fara að skrifa þetta í blöðin, sem ég er- að rabba við þig“, sagði Arabjörg að lokum. „Þetta er ekkert merki legt. Ég er ekki neitt, og hefi ekk ert afrekað". Þessi síðustu orð Arnbjargar, hinnar hógværu konu, snertu mig mjög og vöktu hjá mér mik- ilvægar spurningar, sem okkur er hollt að hugleiða: Hvers virði er líf og starf góðrar móður? — Hvémig getum við bezt launað það starf? Hver hefur afrekað meira? Þessum spumingum þarf hver æskumaður að svara. Og á þvl veltúr gæfa þjóðarinnar, hver svörin verða hjá fjöldanum. Og mér komu í hug orð þjóð- skáldsins: „Því hvað er ástar og hróðrardís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móð ur?“ Ég sá fyrir mér fylkingu mæðra í fortíð og nútíð, hóg- værra og lítillátra, sem hafa lif- að lífinu í kyrrþey. En þær hafa lagt allt sitt fram, til þess að börnum þeirra mætti vegna sem Framhald á 14. síðu. ERLENDUR SKRIFAR FRÁ AUSTUR-ÞÝZKALANDI Framhald af Opnu ar. Það er sama hvaða hlutur eða athöfn er góð, að ef þvinga á mann til hennar, þa verður hún ekki lengur góð. Þetta er veigamikið atriði, því injög reynir á hollustu og fclagsleg- an hugsunarhátt þegnamla í sósíalistísku þjóðfélagi, þar sem eiginhagsraunasjónarmiðið fær ekki að njóta sín í sama mæli og í öðrum þjóðfélögum. Verst hefur ástandið verið af þessum sökurn i landhúraðin- um, en þar er framleiðslan á ha. minni nú en fyrir stríð, en í V.-Þýzka?.andi hins vegar aldrei meiri en nú. Ein þeirra byrða, sem rcynzt hafa þjóðarbúinu þungai;. er mikið og óþjált skrifstofubákn og fjöldi pólitískra starfsmanna flokksins. Þá má einnig' nefna það, að verzlunarsendinefndir A.-Þ. eru venjulega fjölmenn- ari en sendiráð V.-Þ. í sömu löndum og þá jafnframt mun dýrari í rekstri, þótt ekki megi gleyma því, að vegna þess að öll stærri fyrirtækl eru i eigu ríkisins, verður starfsemi sendi ráðanna eðlilega meiri en ella. Þá er og miklu fé farlð til áróðurs r ýmsum mvndum inn- an lands og utan. Gífurleg fjárfcsting hefur einnig verið og er enn í land- inu og er það einnig talin ein orsök hinna lágu fifskjara eins og áður var gefið í skyn. llér veldur ekki einungis uppbygg- ing eftir stríð, heldur einnig sú breyting á atvinnuhátfum, sem áður var minnzt á. Þá hefur flóttamannaslraum- urinn orðið atv’.nnulífi A.-Þ. dýrkeyptur. Landið hefur ckki aðeins flúið mikill fjötffT bænda heldur einnig mikið af dýr- mætu faglærðu vlnnuafU. AIls flúðu Iandið töluvert á. fjórðu miIIJón manna og neyddi það stjórnina beinlínis til að reisa múrihn fræga, sem er austur þýzku stjórninni siður en. svo nokkuð gleðiefni. Anuars var sú hætta yfirvofandl, að hinu austur-þýzka ríki myndi bein- línis blæða út. Stjórnin áttl aðeins um tvo kosti að velja, að gefast upp við framkvæir.d kommúnismans í landinu, scm hún hafði þvingað á þjóðina í skjóli erlends hervalds eða loka öllum glufum og halda „framkvæmdinni" áfram. Þá má geta þess, að A.-Þ. greiddi eitthvað lengur og meiri stríðsskaðabætur ' til Rússa en V.-Þ. til Bandainanna. Þetta atriði ásamt Marsliall- hjálpinni varð því fljótt til þess, að lífskjör urðu litilshátt- ar hærri í V.-Þ., þótt sá litli munur, sem í fyrstu var, hafi fyrst verulega aukizt nokkrum árum seinna. Samkvæmt áætlun átti að ná lífskjörum V.-Þ. á þ-jssu ári, en reyndin hefur hins vegar orðið sú, að fremur hefur dreg- ið sundur en saman og hefur það ekk.i orðið til þess að styrkja trú manna á stiórn Ul- brichts, sem ekki var mikil fyr- ir. Rússum hefur reyn/t erfitt að skilja óánægju A.-Þjóðverja, því þrátt fyrir allt, eru lífskjör- in A.-Þ. hin beztu í allri A,- Evrópu, þótt ófrelsi sé þar lík- lega meira en í nokkru öðru kommúnistísku ríki. Síðast en ekki sízt, ínætti nefna það, að raunverulega hefur sania stjóm setiff í A.-Þ. frá stríðslokum, þótt t. d. jafnvel í Rússlandi hafi stjórn- in gjörbreytzt á sama tíma. Þessi fasta einræðisstjórn í A.-Þ. hefur því stöðugt setið, hve svo miklar skyssur, sem hún hefur gert, ekki vegna þess, að hún stjómaði í sósíalistisku skipulagi, heldur vegna klaufsku sinnar. Hér liefur greinilega komið fram hinn mikli ókostur einræðisins, óhæf stjórn getur setið svo endalaust og þau beppilegu áhrif, sem breytt stjöra og aðrir stjómar- herrar alltaf hafa á stiórnmála- lífið, þegar til lengdar lætnr, Já alls ekki að koma fram. Hér er ekki um að kenna sósíal- istísku skipulagi, heldur EIN- RÆÐI í sósíalistísku skipulagi, því ef vel á að fara til lengdar verður lýðræði að fá að njóta sín, hvert sem svo skipulagiff er. Erletrdur HavaldSson. ALÞÝÐUBLADH) - 29- sept. 1962 J.3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.