Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 15
 eftir J Vicky Baum iB Jú, þú átt nú líka þínar björtu stundir eins og stundum hér áö- ur. Þú ættir að ganga með tendr- aðan lampa um dimmar stofur. Það er þín köUun að — “ „Nei, mín köllun er að brjóta mér braut gegn um harðan vegg. — En þú sjálf ?“ . „Ég telst alls ekki með, þegar um er að ræða ást eða kvenleg- an yndisþokka". Helena fleygði sér í rúmið með liendurnar aftan við hnakkann. „Ert þú aldrei haldin löngun eða þrá?“ mælti hún litlu seinna. „Þrá”, endurtók Gudula Rapp og starði inn í lampaljósið. „Jú, í Kína er klaustur, og i klaustr- inu sitja 40 ábótar og munkar af bronzi allt í kring í stórum sal. Þessa 40 vildi ég gjarnan sjá. Þrá, áttu við. Þrá eftir hverju?" „já, eftir hverju?” endurtók Helena. Kwannon brosti til þeirra frá. öðrum stofuveggnum, á hinu hafði Helena krassað upp tvær gríðar langar efnafræðireglur. til þess að festa þær betur í minni fyrir prófið. Með þeim komst hún nær kjarna efnafræð- innar. Djúpt í vitund hennar örl- aði á mynd prófessorsins, eins og hann hafði litið út við störf sín. Ef til vill var það þetta. sem maður þráði; hvort sem það nú var maðurinn eða starfið. Það er blístrað niðri á götunni; það er Rainer, og Helena gengur út að glugganum. Hann stendur berhöfðaður undir götuljósi. — Hann er að sjá eitthvað svo vot- ur og umkomulaus. Handleggirn- ir hanga niður, og í vinstri hendi heldur hann vendi af snjóklukk- um. Rök mold hangir enn við ræturnar. Helena sér það allt greinilega, og það eins og þurk- ar út myndina af hinum starf- sama Ambrosíusi, sem snöggvast fyllist hugurinn áður óþekktum sætum gagntakandi kvíða. Svo opnar hún gluggann. Úti ilmar af vori. , „Hvaðan komið þé_r Rainer?" , „Utan úr skógi. Ég er með blóm til yðar. Má ég koma upp?“ „Nei, bíddu heldur, ég skal koma niður”. „Þér voruð úti í skógi”, segir Helena í ströngum rómi, þegar hún er komin niður. „Það kalla ég að skrópa”. „Ég get ekki hlustað á fyrir- lestra 12 tíma í röð á hverjum degi. Ég flúði”. „Frá hverju?” „Það vitið þér vel. Frá iækn- isfræðinni, frá sjálfum mér — og frá nokkru, sem ég get ekki sagt j’ður”. „Eru blómin til min? En hvað þau eru falleg Ég skal segja yð- ur, að ég get orðið frá mér af gleði af svona löguðu. Og moldin hangir við. En hvað hún angar. Það er næstum því eins gott og heill skógur. Ég ætla að gróður- setja þær”. „Þér ættuð að koma með þang- að út um einhverja helgi Hel- ena; það er svo yndislegt þar núna”. „Já, við skulum tala um það við hin”. „Nei, við þurfum ekki alltaf að hafa hin með. Bara þér og ég — við tvö — Helena”. „Við tvö — enga vitleysu. — Vértu nú ekki að blása neitt upp Rainer. — Eigum við ekki að senda Kranieh blómin? Hvað gengur annars að honum?” „Ég ætla að grennslast eftir því — mig langar bara ekkert til að láta leyndarráðið sjá mig í dag. Og þér verðið að lofa því að eiga sjglf blómin frá mér Þér ætlið þó ekki að gera mér gramt í geði?” „Bara að ég gæti hert svo- lítið í yður Rainer. Nú skipt- um við blómunum: helminginn fæ ég; hinn hlutann færið þér Kranich og berið honum kveðju mína. Ég lít inn til hans strax og hann fær heimsóknarleyfi. Góða nótt Rainer. Hvað er annars fram orðið?” „Hún er að slá 8. Góða nótt Helena. Sjáumst aftur á morgun í matsölunni”. Síðari hluta nætur vaknar Kro nich bóksali eftir svæfinguna; Hann hefur miklar kvalir í vinstri liandleggnum; það er eins og verið sé að skera, rífa og. brenna hann allan alveg fram í fingurgóma. „Jæja, hvernig líður?” Vöku- konan kemur að rúminu og held- ur á vendi af döggvotum snæ- klukkum. „Má ég hreyfa handlegginn?” spyr hann með erfiðismunum. Ifjúkrunarkonan starir á hann og þegir. Án þess að breyta stellingum lítur Kranich til vinstri hliðar. Þar er ekkert að sjá. Um axlar- liðinn eru þykkar umbúðir. Ann- að er ekki að sjá. „O—o—” segir hann og liggur grafkyrr. „Hér eru blóm til vðar og kveðja frá ungfrú Willfiier’”. seg ir hjúkrunarkonan með hægð. „Nú ertu búinn að vera”, hugs- ar Kranich. „Aldrei framar get- ur þú faðmað konu. Nú ertu að- eins hálfur maður — en þú ert þó lifandi og andar; þú getur séð blómin, gengið um fjöllin, hlustað á hljómlist. Ennþá sérðu heiminn umhverfis þig; hann er hér enn. Það er að vísu gálga- frestur, — en lifandi ertu. — Já, já”, segir hann einsog til að svara einhverju, svo lokar hann augunum og sofnar við hvítra vængja þyt fyrir eyrum. Þegar Helena Willfiier síðar reyndi að rifja upp, hvernig með Rainer hefði byrjað, sá liún hann ætið fyrir sér eins og hann leit út þetta kvöld, þar sem hann stóð undir götuljósinu og sncri andlitinu upp í gluggann með liangandi örmum, og vönd af snæklukkum í vinstri hönd með rakri mold við ræturnar. Það var þá, sem það byrjaði. Eftir það lá það hulið í brjósti hennar og óx eins og kímplanta, sem leitar ljóssins. í fyrstu var allt eins og áður. Fyrirlestrar, til- raunir, matsalan, og svo vinna, vinna og aftur vinna. Stöku sinn um gönguför á kvöldin, hlýtt á samsöng eða farið í leikhús, eða skotið var saman í máltíð heima fyrir með heimabruggi og löng- um rökræðum. Rainer var þá allt af með. — Rainer var þá alltaf sá vitrasti, finasti, eftirtektarverð- asti og — að Helenu fannst — sá fríðasti. Að öðru leyti var allt eins og áður; en hún hugsaði oft til hans, einnig meðan hún var að starfi, sem þó var auðvitað rammvitlaust. Stundum kom hún við öxlina á honum, er þau gengu saman, eða hönd hennar hvíldi augnabliki lengur í hans en nauðsynlegt var, þegar þau kvöddust. Það kom líka fyrir, að hún var að raula. — Það var henni alveg nýtt. Ef til vill breytt ist svefn hennar lítið eitt — ekki beinlínis slæmur — en öðruvísi — og það komu dökkir skuggar undir augun. Stundum varð hún svo yfirkomin af sætúm heill- andi svefni og þreytu, að hún fleygði sér í rúmið og lét sig dreyma. Annað gerðist ekki. „Ég veit ekki hvað er að þér”, sagði Gudula Rapp ólundarlega. „Þú verður að liressa þig upp. Þú ért svo óttalega þreytandi”. „Ég er þreytandi fyrir sjálfa mig” svaraði Helena. „Það er allt að kenna þessum bansettum vor- veðrum. Maður slæpist allt of mikið”. En á því síðast nefnda var ekki svo mikil hætta. Hún gerði síð- ustu tilraun til að ljúka síðari hluta prófsins, tróð síðustu sönn- ununum inn í yfirfyllt höfuðið, sem hana verkjaði jafnan í þessa daga, og arkaði svo upp í efnafræðistofnun einn daginn til að ganga undir próf. Hún var máttlítil í hnjánum og heili henn ar var allur i stjórnlausu upp- námi. Hún sat á flauelsdregnum sófa ásamt tveim öðrum náms- félögum og starði í augun á hin- um spyrjandi prófessor, og þegar öllu var lokið hafði hún staðizt prófið með prýði. í stækjuklef- anum var á boðstólum lyfjabúð- arlíkjör, kökur og háfleygar ræður ... „Ég held að við ættum að gera eitthvað fyrir ungfrú Willfiier”, sagði Ambrosíus nokkrum dög- um síðar við konu sína. Hún er dóttir Willfuers heitins, þú skil- ur, sem reit bókina alkunnu um altarið í Isenheim. Hún á víst töluvert erfitt stúlkukindin”. Þannig atvikaðist það, að ung- frú Willfiier var boðið á næsta hljómleikakvöld í húsi Ambrosí- usar. Fyrir Helenu var það enginn smáviðburður, síður en svo. Og hún skapraunaði Gullvör ekki smáræði næstu daga. Og það batnaði ekki, þegar hún heyrði að Frits Rainer væri lika boðinn. Það var ekki aðeins að hann væri boðinn eins og hin, hann lék einnig ó slaghörpu og æfði með frú Pastouri Ambrosíus og hljómlistardósent dr. Gebhardt tríó eftir Brahms og sónötu eftir Reger. Rainer varð eftir þetta í hennar augum fjarlæg æðri vera. Það var henni óþekkt svið, þar sem hann naut sín eins og fiskur í vatni, hún varð þess vör með undrun, hvernig Rainer gat sökkt sér niður í hljómlistina og horf- ið þar með öllu. Eftir því var þó til það verksvið, þar sem Rainer dugði, þar sem hann var metinn, þar sem hann, hinn duglausi, dugði vel. Rainer viðurkenndi, að nokk- uð væri til í þessu og bætti því við, að svo árum skipti hefði hann barizt fyrir því við fjöl- skyldu sína að fá að snúa sér að hljómlistinni. Smám saman kom það upp úr dúrnum, að Rainer sótti hina vísindalegu fyrirlestra um hljómlist og hafði með því að svelta sig núrlað saman aurum fyrir slaghörpu, sem stóð í kvist- herberginu hans; það var lélegt og leigugripur, en samt sem áður hreinasti dýrgripur, þegar allt annað brást honum. Það er bezt að tala sem minnzt um þá eyðslusemi sem ungfrú Willfiier steyypti sér út í til að uppfylla þær kröfur, sem boð þetta gerði til hennar. Hún fer og kaupir sokka, og svo kaupir hún lakkskó, og sem ég er lifandi pjakkar hún af stað og kaupir sér slæðu á herðarnar. Fjárhagur hennar stefnir í beinan voða. Hún situr við það langt fram á nætur að spretta upp bezta kjólnum sínum, auð- vitað er hann ekki alveg nýr. Hún kaupir bönd og knipplinga og gerir úr þessu nýjan kjól und- ir handleiðslu Friedel Manns- field, pressar hann svo í bak- herberginu hjá Grosmucke, sem er öll í uppnámi yfir þessum mesta viðburði. Hendurnar eru hreinsaðar með zyankalium eftir Meiers fyrirsögn. Þá hverfa silf- ■ urnitratblettirnir, þó að húðin< milli þumals og vísifingurs verði aldrei upp á það bezta. Og til að kóróna allt saman labbar hún sig * til hárgreiðslustofu og lætur þar ■' setja bylgjur í hið brúna, slétta hár sitt. í speglinum sér hún eft- , ir á, að hún hefur fallegt enni og útlit hennar er að öllu saman» lögðu ekki sem verst. Og svo eitt kvöldið situr hún raunverulega i hljómlistarher- berginu heima hjá Ambrosíusi, situr í hinum flauelsmjúka legu- bekk, sem er við vegginn í hinu hálfhringlagaða herbergi, og heyrir bæði tríó eftir Brahms og sónötu eftir Reger, og til upp-. bótar leikur frú Pastouri tvö smálög eftir gamla snillinga. — . Helena heillast af hljómleikun- um, og hún er hamingjusöm. — Hjarta hennar er yfirfullt og í þann veginn að springa. Því hægra megin við hana hallar pró- • fessorinn sér áfram. Höndin með örinu hvílir á gráu flauelinu, ' ennið undir slútandi hárlokkun- um, hin hvössu gráu augu hin mikilfenglega persóna — allt bar » þetta vott um þrótt og viljastyrk. En við slaghörpuna situr líka .= Frits Rainer, lítill og grannur. Hann er í dökkum fötum, sem • gera hann fölleitan, og lautin milli hálssinanna í linakkanum laðar til ástaratlota. Þegar hann snýr sér að Pastouri líkist hann munkinum hans Giorgiones meira en nokkru sinni áður. Lík- ingin er svo mikil, að aðrir taka einnig eftir því. May Kolding i bendiCj á liann og hefur orð á 1 því; en Pastouri þrífur í hárið á ! honurn og snýr höfði hans að < slaghörpunni. „Nú leikum við tvö „Liebeslied” munkur góður, og það af tilfinningu. Hinir mildu tónar lagsins streymdu frá fiðlunni og hittu Nú geturðu komið í bilnum inn í bílskúr. Ég er búin að , ganga frá öllu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29- sept. 1962 15 '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.