Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 1
Hassan, prins heldur til Jemen: STYRJOLD ADEN og LONDON', 28. september. HASSAN PRINS, sem kveðst hafa erft konungrdóm í Jemen eftir fráfall Imam Muhammed, sem féll í árás á höll hans í cær, kom við í London í dag frá New York á leið sinni til Jemen, þar sem hann hyggst taka við vöidum þrátt fyrir aðvaranir uppreisnar- manna. Seint í kvöid kom prinsinn til Khartoum, höfuðborgar Súdan. Skipuð hefur verið ríkisstjórn 18 manna og 5 manna ráðherra- nefnd eða byltingarráð í hinu nýja lýðveldi. Árnaðaróskir streyma til stjórnarinnar, en Bretar og Vest- ur-Þjóðverjar munu styðja Hass- an prins. Samkvæmt fregnum í kvöld streyma stríðsmenn ættarhöfðingja til höfuðborgarinnar. Hinn nýi forsætisráðherra Je- men, sem jafnframt er yfirhers- höfðingi er Abdullah Salaal of-| ursti. Sýnt þykir, að hann hafi skipulagt og stjórnað byltingunni í landinu. Hann er lítt þekktur en var fyrir vikn skipaður yfirmað ur lífvarðar konungs^ Lítið annað er vitað um ofurst- ann en það, að hann var þjálfaður í írak, sat um sjö ára skeið í fangelsi vegna hlutdeildar í ann- arri byltingu og var grunaður um að hafa verið viðriðinn misheppn- að banatilræði, sem hinum látna Imam Ahmed I. var sýnt í hafn- arbænum Hodeida í fyrra. | Allir ráðherrarnir í hinni nýju1 stjórn lýðveldisins Jemen eru borgarar nema forsætisráðherr-. ann, landvarnaráðherrann og inn- j anríkisráðherrann. Hlutverk hinnar fimm manna ráðherranefndar eða byltingar- ráðs virðist eiga að vera það, að sjá til þess, að mannréttindi verði í heiðri höfð, að koma í veg fyrir valdabrölt og að snúið verði til — lýðræðislegra stjórnarhátta. Framhald á 4. síðu. Blaðið hefur hlerað „AÐEINS, ef við hefðum þrjá daga til viðbótar,“ sagði frú Anna Borg Reumert í við- tali við fréttamenn’ í gærdag. Eins og flestum mun kunnugt, eru þau hjónin hingáð komin í boði Norræna félagsins, — og munu þau lesa upp á fjörutíu ára afmæli félagsins í kvöld. Þau hjónin eiga son, sem bú- settur er í Ilafnarfirði, og Paul Reumert sagði, að hánn þættist hafa jafnað sakirnar við ísland. Hann hefði að visu rænt ís- lenzkri konu, en hann hefði gef- ið íslandi son í staðinn. — Finnst yður ekki, frú Anna, að Danmörk sé orðin yðar annað fósturland? — Jú. — Hafið þér aldrei haft heim- þrá til íslands? — Jú, fyrstu árin, þegar ég var mjög ung og þekkti engan í Danmörku. Eg botnaði ekkert í þessum Dönum. En ég gerði - mér ljóst, að ég yrði að laga mig eftir þeim, en þeir ekki eftir mér, og að ég yrði að læra . lýtalausa dönsku. — Og var það ekki erfitt. — Jú, það var erfitt. Eg man alltaf eftir því, að ég æfði mig heilan dag á því að segja ej á réttan hátt. íslendingar halda, Framh. á 11. stðu AÐ upplag Fálkans hafi tvö- faldast frá síðustu áramót- um og sé enn í aukningu. T ogveið- ar fiieð jb yrlu FJÓRIR hugvitsmenn í Yorks- shire í Englendi hafa gert teikn ingu af þyrilvængju, sem þeir ætla að megi nota til togveiöa. Stærð þyrlunnar er 400 rúmlest ir og á hún að geta flogið 3 m. ofan við sjávarmál. Áætlað- ur hraði að og frá fiskimiðum er 100 mílur á klst. og fiugþol ið um 3500 mílur. Smíðakostn- aður muni verða um 120 mill- jónir króna. Fréttir frá SÍS. BLAÐIÐ hefur fregnað, að nú, hafi verið ráðnir þrír nýir fram- kvæmdastjórar hjá Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna. Mennnnir eru Björn Ilalldórsson, Eyjólfur ísfeíd Eyjólfsson og Einar G. Kvaran Skipta þeir þannig með sér verk- um, að Björn annast sölumál, Eyj ólfur fjármál og Einar framleiðslu mál. Eins og skýrt var frá í blaöinu fyrir nokkru, hefur siaðið yfir mik il endurskipulagning í starfsejni. samtakanna, en hafizt var handa ettir aoaitunauui a sí. vori þai* | , sem Jón Gunnarsson sagði af sér i störfum hjá S.H. Var ehdurskipu- I lagningin liafin með tilliti til nauð synjar á frekari v.erkaskiptingu, og , .þarfa vegna hinnar öru stækkun-'! ar samtakanna og brevttra að- 1 stæðna í markaðslöndúnum, sem krafðist meira starfsliðs. Blaðið hafði spurnir af miklum stjórnarfundum, sem haldnir hafa verið nær daglega og mun fornt- Iega hafa verið ákveðið um ráðn- j ingu nýju framkvæmdastjóranna á fundi í fyrradag. Var ákveðið aö þeir skiptu með sér verkum, þann ig að einn annaðist sölumál, annar j ijaiíiítu v>0 iiuuak'tujjiuiúui. Eftir því sem blaðið hefur kom- izt næst verður verkaskiptingin þannig: Björn Halldórsson mun taka að sér sölumálin. Hann var áður framkvæmdastjóri fram- Iciðsluntála hjá samtökunum. Eyj- ólfur ísfeld Eyjólfsson verður framkvæmdastjóri fjármála, en hann hefur um árabil verið endur- skoðandi S.H. Þá verður Einar G. Kvaran framkvæmdastjóri fram- Iciðslumála, en hann hefur vcrið skrifstofustjóri hjá S.H. Þetta munu vera aðal-skipulags breytingarnar en ákvaröauir hafa verið teknar um ýmsar aðrar breyt ingar. Má segja að með ráðningu þessara þriggja manna hafi stjórn samtakanna komið í veg fyrir þá möguleika að einvaldsfyrirkomu- lag það sem áður var, geti kom- izt á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.