Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 7
r: Betri íþróttaa&stöðu vantar í Ólafsvík AÐSTAÐA til íþróttaiðkana er eitt af því, sem asskuna í Ólafsvík. vanhagar mest um, sagði Bjarni Andrésson skólastjóri í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Börnin og unglingarnir eru mjög gó.ður efni- viður, og þau hafa sýnt mikinn áhuga á íþróttum, enda þótt þau hafi mátt skapa sér sjálf þá litlu aðstöðu, sem þau hafa til dæmis til knattspyrnu á sumrin, hélt Bjarni áfram. Bjarni kvað nú vera í barna- og unglingadeildum skólans í Ól- afsvík um 160 nemendur. Kvað hann mikilsvert, ef unnt yrði að koma upp einhvers konar tóm- stundastarfi, og kvaðst hann hafa áhuga á að skólinn reyndi að verða að liði á því sviði, þótt hús- næði hans sníði þröngan stakk í þeim efnum. Tvær sjoppur hafa nýlega verið settar upp í Ólafs- vík og kvað Bjarni nauðsynlegt að setja reglur um afgreiðslu barna á kvöldin. Bjarni kvað það mjög veiga- mikið fyrir æskulýð landsins, að honum verði kennt að nota frí- sturídir betur en hann gerir. Börn- in kunni ekki með að fara þau fjárráð, sem þau hafa nú á dög- um, og fá raunar mjsiafnt for- dæmi hjá fuliorðnum í þeim efn- ÞESSI litla stúlka heitir Guðrún Bára Gunnarsdóttir og er níu ára gömul. Hún var söluhæst í sölukeppni Sjálfs- bjargar, sem hafði merkja- og blaffsölu síðastl. sunnu- dag. Guðrún Bára seldi hvorki meira né minna en 70 blöð og 48 merki. Andvirði þess var 1550 krónur, og sá, sem komst næst henni í söl- unni seldi fyrir á áttunda hundrað. í verðlaun fyrir þessa ágætu frammistöðu fékk hún 500 króna verðlaun og þar fyrir utan 150 krón- ur í sölulaun. Guðrún Bára ætlar nú að' fara að selja happdrættis- miða Sjálfsbjargar og kveðst hún vona, að fólkið taki eins vel á móti sér þá, eins og það gerði í vonda veðrinu sl. sunnudag. Á myndinni heldur hún á eintaki af blað- inu Sjálfsbjörg. FIMIWTUDAGINN 27. septem- ber kl. 14 var útrunninn frestur' til aff skila listum um kjör full-1 trúa Landssambands vörubifreiða- stjóra á 28. þing Alþýðusambands íslands. Aðeins einn listi var lagff- ur fram, listi stjómar og trún- aðarmannaráðs og er hann því sjálfkjörinn. Samkvæmt því eru eftirtaldir menn aðal- og varafull- trúar L. V. á næsta þing ASÍ: Aðalfulltrúar: Einar Ögmundsson, Rvík. Pétur Guðfinnsson, Rvík. JON ÞORLAKSSON LANDAR 60 TONNUM BV. JÓN ÞORLÁKSSON kom til Reykjavíkur í gærmorgun með um 60 tonn af fiski. Aflinn var mestmegnis ýsa af heimamiðum. ■ Asgrímur Gíslason, Rvík. Magnús Þ. Helgason, Keflavík. Haraldur Bogason, Akureyri. Sig. Ingvarsson, Eýrarbakka. Kristinn B. Gíslason, Stkh. Hrafn Sveinbjarnarson, Hall- ormsstað. Ólafur B. Þórarinsson, Patr.f. Varafulltrúar : Sveinbjörn Guðlaugsson, Rv. Stefán Hannesson, Rvík. Guðm. Jósefsson, Rvík. Þorst. Kristinsson, Höfnum. Guðm. Snorrason, Akureyri. Þorst. Runólfsson, Hellu. Arnb. Stefánsson, Borgarnesi. Jón Jóhannsson, Sauðárkróki. Sig. Lárusson, Dalasýslu. SÍÐASTLIÐINN miðvikudag fór fram kjör fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing í Bakarasveinafé- lagi íslands. Aðeins eitt framboð kom fram og varð því sjálfkjörið. Kjörnir voru: Guðmundur Hers- ir og til vara Herbert Sigurjóns- son. um. En tómstundastarfið gerii.t ekki af sjálfu sér og krefst mik- illar vinnu, alúðar og nokkurrar aðstöðu. Hin nýkjörna hreppsnefnd í Ól- afsvík hefur oft haft samráð viði Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa um íþróttamálin, og er talið rétti að vinna að vallarmálum í þrem áföngum. Hefur verið veitt fé ,til hins fyrsta, en það er leikvöliur við skólann. Næsta framkvæmd við barna- skólann í Ólafsvík, sem Bjairni taldi mjög aðkallandi, er bygging íþróttahúss, en það er ekkert til í bænum. Hefur íþróttafulltrúi mælt með þeirri skipan, að relst verði sundlaug og leikfimihús í einni byggingu, þannig, að góif fimleikasalur yrði sett yfir la|tg“ ina. Eru líkindi til verulegs spárn aðar með því móti, ef miðað er við að reisa laug og fimleikáhús hvort í sínu lagi. Hingað til hafa börn í Ólafsvík verið flutt á vörn bíl undir Enni til sundnáms á Sandi, en slíkir flutningar geta verið varhugaveríðir og er þvl knýjandi nauðsyn að fá lau^: i Ólafsvík. . - MMMWMMMUMMMHHMM SLYS ÍESJU ÞAÐ slys vildi til í gærdag um fjögurleytiff, að stúlka slasaðist allalvarlega á hendi í Kexverk- smiðjunni Esju. Nánari tildrög slyssins voru þau, að stúlkan var að laga deig • á færibandi fyrir neðan svokallaðan „stans“, sem þrýstist niður og mótar kexið og munstrar þaff. Deigiff hafði lagzt í fellingar og meffan stúlkan var að laga þaff, var „stansinn" sett- ur af staff og lenti á vinstri hönd hennar. Blaðinu er ekki kunnugt um hversu alvarleg meiffsl hennar voru, en hún var flutt á Slysa- varffstofuna, þar sem blöðumun eru ekki gefnar upplýsingar um líðan eða meiðsl á fólki. ' Bragi Ás- geirsson sýnir í Snorrasal BRAGI Ásgeirsson, lisunál- ari, opnar listaverkasýningu í Snorrasal að Laugavegi 18 kl. 14 í dag. Sýningin verður opin frá kl. 14-22 næstu tíu daga effa svo. Samtímis sýningunni verffa ýmis konar myndir eftir Braga sýndar á Mokkakaffi við Skólavörffustíg. Bragi nefnir sýningu sína í Snorrasal, Brot úr Grafik í 10 ár. Á sýningunni eru tréristur, sáldþrykk, litografíur, Rader- ingar, agvatint og teikningar. Verkin á sýningunni eru yf- ir fimmtíu aff tölu, og eru þau öll til sölu. Bragi hefur tekið þátt í mörg- um sýningum bæöi innanlands og utan. Um þessar mundir eru sex verk eftir hann á sýningu i Þýzkalandi. Sýning þessi var síffast í Kiel en verffur sýnd víffar í Þýzkalandi. Allar sex myndir Braga á þessari sýningu eru seldar og keypti þær einn og sami maff- urinn. Sýningin í Snorrasal verður’ eins og áður er sagt opnuff kl. 14 á morgun. Á myndinni sést listamaður- inn hjá nokkrum verka sinna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29- sept. 1962 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.