Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 8
Erlendur Haraidsson skrifar frá Aust- ur-Berlín. Og segir meðal annars frá flugvéíinni, sem kosfaði 1500 milljónir marka - og aldrei kom aö gagni. þungaiðnað óhjákvæmUega I vera undirstöðu atvinnulífsins. Fyrir stríðið var enginn telj- andi þungaiðnaður í A.-Þ., enda voru þar ekki fyrir hendi þau hráefni, sem til þess iðn- aðar þarf. Landið var fyrst og fremst landbúnaðarland með þeim iðnaði, sem landbúnaðin- um fylgir og auk þess nokkuð af léttum iðnaði svo s^m gleri og vefnaði. Eftir að kommúnistar náðu völdum var eitt hið fyrsta verk þeirra, að semja áætlun um uppbyggingu þungaiðnaðar í landinu, sem fyrirsjáanlega hlaut þó að verða nokkuð dýr, þar sem hvorki kol né járn er í landinu og hvort tveggja verður því að flytja að. Reist var ný borg, Stalin- stadt, — hún hefur nú verið endurskirð — og hafin fram- leiðsla með kolum frá Póllandi og járni, sem flutt var alla lcið frá Úralfjöllum. Að vísu áttu Rússar járn, sem lá nær en það notuðu þeir sjálfir. Flutningskostnaður þessara hrá efna reyndist mikill og fram- leiðslan varð dýr. Þarna hefur því verið lagt út í fyrirtæki, sem engum, hvorki einkatyrir- tæki né rikisstjórn, sem fyrst og fremst hugsar um að reka hallalaust fyrirtæki, hefði nokkru sinni dottið í hug að ráðast í. Hér fór saman gífur- ieg fjárfesting og óeðlilega dýr framleiðsla. Annað svipað pólitískt fyrir- tæki mætti nefna, sem kostaði þjóðina hálfan annan milljarð marka. Stofnaðut var flugvéla- iðnaður í landinu árið 1954. Voru strax hafnar miklar til- raunir með byggingu þrýsti- loftsflugvéla fyrir augum. V.- Þjóðverjar framleiddu engar þrýstiloftsflugvélar, og átti nú að sýna ágæti hins a.-þýzka ríkis með því að hefju smíði flugvéla, sem hinn revndi og vandaði v.-þýzki iðnaður taldi sig ekki geta fengizt við. Að lokum var framleidd ein þrýstiloftsflugvél. Skyldi hún sýnd á mikilli pólitískri sam- komu árið 1959, en svo ólieppi- lega vildi tU, að hún hrapaði við það tækifæri. Var þá hætt við þetta fyrirtæki, sem efnt hafði verið tU með svo mikl- um áróðri og hávaða, en kost- aði þjóðina að lokum 1500 milljónir marka, sem er gífur- Ieg upphæð fyrir 17 milljón manna þjóð. Nú eru framleidd- ar rafmagnsvörur í þessum verksmiðjum. Þetta eru tvö þekktustu dæm in um óarðbær pólitísk fyrir- tæki, sem stjórnin hefur ráð- izt í, en þau eru fleiri, þótt ekki hafi hin orðið þjóðinni jafndjx og þessi tvö. Orsakanr.a er ekki beinlínis að leita í hinu sósialistiska skipulagi heldur í óskynsamlegri stjórn. Vart er því unnt, að ásaka hið sósíalistíska skipulag í A.- Þýzkalandi fyrir þau lágu Iífs- kjör, sem þjóðin býr nii við, samanborlð við flest önnur ríki V.-Evrópu. Orsakanna er að leita ann- ars staðar. Þegar allt kemur tU alls, mun það sjaldnast skipu lagið, sem ákveður velferð þegnanna, heldur auk ytri að- stæðna, hæfni stjórnandanna og vilji. Þriðja orsök efnahagsásíands ins í A.-Þýzkalandi, er áhuga- leysi fólksins fyrir framleiðsl- unni, eftir að nær allar eignir og fyrirtæki voru þjóðnýtt. Þetta stafar samt ekki af Ieti, heldur vegna þess að hinu sósíalistíska skipulagi hefur verið komið á með þvingun og gegn vilja meirihluta þjóðarinn Framh. á 13. síðu Skjót viðbrögð HERMENNSKA er meira en blóð og eldur. Fjórum dögum eftir jarðskjálftana miklu í íran var bandaríski herinn búinn að flytja hundrað rúma sjúkrahús til héraðsins, sem verst varð úti. Það var flutt með flugvéliun frá Vestur-Berlín. Á mynd- ' inni vísar stúlka úr hernum föður, sem ber barn sitt slasað í fanginu, til sjúkrahússins. MXKIÐ er unnið bæði í Vést- ur- og Austur-Þýzkalandi og uppbyggingin hefur verið gífur leg í báðum hlutum landsins. Umfangsmikil! iðnaður hefur verið reistur nærri frá grunni og húsnæði verið reist fyrir milljónir manna. í stríðslok munu skemmdir hafa verið álíka miklar í Aust- ur- -og Vestur-Þýzkalandi, en enginn, sem löndunum kynnist nú, kemst hjá því, að greina þann mikla mun, sem er á landshlutunum. í Austur-Þýzkalandi er vinnuaflið vel skipulagt og nýtt og framleiðslan hlýtur því að vera mikil. Engu að síður, er það staðreynd, að lífskjör eru þar mun lakari, en í A7.-Þýzka- landi og mikill skortuv á ýms- um nauðsynjavörum, t. d. mat- vöru. Mörgum finnst þetta ó- trúlegt , og verð ég að játa, að ég lagði ekki fyllilega trúnað á þetta fyrr en ég kynntist því af eigin raun, hve ástandið er að þessu leyti slæmt í Austur- Þýzkalandi. Þótt áróðurs gæti í mörgu af J>ví, sem fréttaþjón- nsta beggja landshlutanna læt- ur frá sér fara, þá er þetta þó staðreynd, sem enginn, cr á- standið þekkir af eigin raun reynir að neita. Jafnvel a.- þýzku yfirvöldin viðurkenna erfileika sína á þessu sviði. Spurningin er því, hver er orsök hins slæma efnahags- ástands? Hvert fer framleiðsl- an og auðurinn, sem þjóðin skapar með vinnu sinni og hvers vegna hefur henni enn ekki tekizt að ná svipuðum lífs- kjörum og V.-Þjóðverjum? í V.-Þýzkalandi eru allar vetzl- anir yfirfullar af vörum, fra>n- leiðslan aldrei meiri en nú, bankarnir yfirfullir af erlend- um gjaldeyri og lífskjör al- mennings ein hin beztu í allri V.-Evrópu og rara liægt en örugglega batnandi. Þyngsta byrði hins a.-þýzka þjóðarbús er herbúnaðurinn. Miðað við fólksfjölda, hafa A.- Þjóðverjar fjölmennasta her í Evrópu. Þjóðarherinn svoncfndi National Volksarmé, telur nm 150 þús. manns, en þar við bæt- ist um 100 þús. manna vopnuð alþýðulögregla, Volkspolizei, og býr hún í herbúðum og er skipulögð og vopnuð eins og hver annar her. Er hún nokkurs konar varalið, þvi stjórninni er vel ljóst, að hún nýtur ekki almenns fylgis. Austur-þýzka stjórnin hefur því um 250 þús. manna lið undir vopnum. Til hliðsjónar má geta þess. að vestur-þýzki herinn telur um 380 þús. hermenn (og finnst sumum nóg um). íbúatala V.- Þýzkalands er hins vegar nær 60 milljónir, en aðeins 17 millj- ónir í A.-Þýzkalandi. Hlutfalls- lega jafnfjölmennur her í V.- Þýzkalandi ætti því að hafa um 800 þús. hermenn. Hinn fjölmenni her A.-Þ. er ekki aðeins þnng fjárhagsleg byrði á landinu, heldur er einn- ig á þennan hátt dregið úr framleiðslunni dýrmætt vinnu- afl. Önnur ástæða hins slæma efnahagsástands í landinu, er ýmis fyrirtæki og framkvæmd- ir, sem ráðizt hefur verið í af pólitískum ástæðum eingöngu og stórkostlegur halli hefur oft orðið á. Hér má fyrst nefna róttæka breytingu á atvinnulífi landsins í samræmi við komm- únistíska kenningu, sem telur g 29- sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.