Alþýðublaðið - 17.10.1962, Side 2

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Side 2
Kitstjórar: Gísli .1 Ástþórrson (áb) og Benedikt Gröndal.—A3sto3arritstjóri Björgvin Guðmuudsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. uglýsingasxmi: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Preutsmiðja Aiþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kri. Oa.í-O á mánuði. 1 lausaíölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Frarn- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. FRIONOR NORSKA STÓRFYRIRTÆKIÐ Frionor, fullu itafni Norsk Frosenfisk A/L, hélt aðalfund í Osló fyrir síðustu helgi. Þetta fyrirtæki hefur svipaða stöðu í Noregi og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hér á landi, og komu fram á aðalfundinum tvö at- riði, sem hljóta að vekja sérstáka athygli íslend- inga. í fyrsta lagi var skýrt frá sölu á frystum fiski isíðasta ár. Kom í ljós, að sala á Ameríkumarkaði hafði aukizt um 50% og aukning varð einnig í Vestur-Evrópu. Hins vegar hefur sala til Austur- Evrópu minnkað, sérstaklega til Tékkóslóvakíu, Póllands og Sovétríkjanna. Ástæðan var sögð vera sú, að þessi lönd hefðu lagt mikla áherzlu á að knýja fiskverðið niður, og hefði Frinor ekki getað unað við það. Hér á Islandi hefur svipað gerzt, og hefur verið notað til pólitískra árása á ríkisstjórnina. Er hald- ið fram, að stjórnarflokkarnir séu vísvitandi að eyðileggja austurmarkaðina. Þessar upplýsingar nm reynslu Norðmanna sanna, að svo er ekki og áróður kommúnista um þetta efni er marklaus. í öðru lagi kom fram í skýrslu stjómar Frionor afstaða til Efnahagsbandalags Evrópu. Þar segir, a!ð fyrirhugaðir innflutningstollar sexveldanna á frystum fiski muni gera.samkeppnisaðstöðu Norð- manna stórum verri. Síðan segir: „Svo lengi sem helztu keppinautar okkar á Evrópumarkaðinum eru í sömu aðstöðu og Norðmenn — við e:gum við England, Island og Danmörku — mun ástandið ekki verða eins alvarlegt og það yrði, ef ein þess- ara þjóða eða þær allar fengju einhver tengsl við Efnahagsbandalagið, en Norðmenn stæðu utan v:ð það“. Þessi afstaða Frionor er nákvæmlega sú sama sem íslenzk yfirvöld hafa lýst. Ef Noregur, Danmörk eða England tengjast efnahagsbandalaginu, en ís- land hefur engin tengsl við það, verður samkeppn isaðstaða frysta fiskjarins, sem er mesta útflutn- ingsvara okkar, mjög erfið og þjóðin verður fyrir miklum skakkaföllum. Þess vegna verða íslend- ingar, ef Bretar, Danir og Norðmenn tengjast bandalaginu, að tryggja sér einhvers konar leið gegnum tollmúrinn til að hafa sömu aðstöðu á þessum mikla markaði, sem er ennþá þýðingar- meiri fyrir ísland en Noreg. ORÐ PÁFANS £ 5 VIÐ TRÚUM ékki á óskeikulleik páfans. í Róm, en honum mæltist vel á hinu mikla kirkjuþingi, sem stendur yfir þar syðra er hann sagði: „Oss finnst vér verða að mótmæla þeim spámönnum böl- áýninnar, sem eru alltaf að segja fyrir hörmungar, »étt eins og heimsendir sé framundan“. HANNES Á HORNINU •k Mesta slysahornið. ★ Nauðsyn á götuvitum. ★ Malbikun Fischers- sunds. ★ Þýzkir gefa þingmönn- um rauðkrítarblýanta. HORN LÖNGUHLÍÐAR og Miklubrautar er að verða hættuleg asta slysahornið í borginni. Ég veit ekki hvað veldur, en lielst er ég á því, að akreinar og gangstígar Sextugur , . ✓ Jóhann Olafur Haraldsson tónskáld Heill þér, Jóhann! Hljóðs mér kveð ég. Ekki hæfir að ég þegi. Margar góðar og glaðar stundir þakka vil ég á þessum degi. Þú liefur gleði- gjafi verið, góðlátlega glettinn, kíminn. Meira er þó hitt að menntagyðja minnzt við þig hefur: Þú ert maður hlýminn. I sönglist þinni eru sólskinstöfrar, æska og fegurð, sem ei ég gleymi, — einhver dýrð, sem er yfirjarðnesk, eitthvert sólblik frá æðra lieimi. séu þarna of margbrotnir og í aug um' ökumanna of flæktir. Þarna hefur hvert slysið oröið á fætur öðru og verður að vinda bráðan bug að því að koma UPP götuvitum þarna til þess að stjórna umferð- inni. Langt er nú liðið síðan síðasti götuvitinn var settur upp, en brýn nauösyn er á að setja upp vita á þessum gatnamótum svo og gatna mótum Hringbrautar og Ilofsvalla- götu, og raunar víðar. EKKERT HLÉ má verða á þessu starfi, því að umferðin fer sífellt vaxandi. Hún vex svo ört, að maö- ur finnur það á lengri og lengri biðum við hringtorg, bæði Mela- ioi g og Miklatorg svo að tveir staðir séu nefndir. Bifreiðum fjölgar mjög ört. Þess vegna verð- um við að hafa hraðann á. MIG FURÐAR stórlega á því, að borgaryfirvöldin skulu hafa ráðist i það að malbika Fischersund. Ég sé ekki betur en að það sé alveg út í hött. Fischersund er ein ó- merkilegasta gatan í borginni. Þarna eru fáar verzlanir, að vísu er þar Ingólfsapótek, en þar með líka talið. Hitt er athyglisverðara að að öðru leyti eru aflógaðar kol- ryðgaðar ruslakistur báðum megin götunnar svo og ruslaport og alls konar kumbaldar. Það ætti að rifa allt þarna í nágrenninu, hleypa gtimmri jarðýtu á hauginn og hefja síðan endurbyggingu og þá má gjaman fara að malbika eða steypa, en ekki fyrr. JÓHANNA SKRIFAR: „Nýlega birtist í Alþýðublaðinu athyglis- verð grein um stjórn fyrirtækja og stofnana. Var í grcinni með skýr- um rökum bent á, hversu mikil- vægt það er, ekki aðeins fyrir við komandi fyrirtæki eða ítofnun, að þar ríki stjórnsemi, festa regia og liagsýni og að sparnaðar sé gætt í hvívetna, heldur og ekki síður fyrir alla þjóðina. VIÐ ÞEKKJUM ÖLL dæmin um óskabörn, sem urðu að vandræða- börnum. Eins er það með mörg fyrirtæki og stofnanir, sem eru í eigu ríkisins, félaga, einstaklinga / eða bæjar- og sveitarfélaga. Slíkar greinar birtast of sjaldan. Of lítið er gert af því að benda á allt sukkið og reiðuleysið, enda þótt við — þjóðin — borgum það á einn eða annan hátt. FJÁRLÖGIN fyrir 1963 hafa ver ið lögð fyrir alþingi. Útgjöldin eru komin yfir 2000.000.000 — tvö þús und milljónir króna, — að vísu verðlitlar krónur, en við höfum ■ekki aðrar og verðum því að reikna með þeim. Ef hægt væri að spara eina af þúsund væru það 2 milljónir en ein af hundraði 20 milljónir. í ÞÝZKALANDI er fylgzt dálít- ið betur með fjármálum en annars staðar, og hafa félög skattgreiðenda sent þingmönnum í Bonn blýanta með rauðri krít! Þeir eiga að strika út öll óþarfa útgjöld. Hér myndi heidur ekki veita af, að senda iþcim rauða blýanta, af nægu er að taka“. Alþýðuflokkskonur: Fyrsti fundur- inn á haustinu KVENFÉLAG Alþýðu- flokksfélagsins í Reykjavík, heídur fyrsta fund sinn á þessu hausti í kvöld kl. 8:30 í Iðnó uppi. Fundarefni: Ýms áríð’andi félagsmál varffandi vetrarstarfið, þar á meðal rætt um námskeið og bazar. Á fundinum mætir Vestur- íslenzk kona, frú Laufey Ol- son, og segir frá líknar- og menningarstörfum innan kirkjunnar vestan hafs, en frú Laufey starfar þar að þeim málum. Erindi hennar fylgja litskuggamyndir. Aiþýðuflokkskonur eru beðnar að mæta vel og stund víslega. rAWWWWWWWWWW Á heimili þínu lief ég löngum setið við lindir söngva þinna, átt þar dýrmætar óskastundir, dulheima notið drauma minna. ibúöir i borgarbyggingum Skemmtinn varstu á vinafundum, gerðir þar margt að gamanmálum. Gestum þyrstum þú gafst að drekka gleðinnar vín í gylltum skálum. Á vegum borgarsjóðs eru í byggingu 64 íbúðir að Álftamýri nr. 16—30. íbúðir þessar eru byggðar til útrýmingar heilsu spillandi húsnæðis, skv. IV kafla laga nr. 42/1957. Umsóknareyðublöð eru til afhendingar í skrifstofu félags- og framfærslumála, Pósthússtræti 9, 4 hæð og skulu um- Til að auka yndi mörgum, sálum á vængjum söngs að lyfta, vckja gleði og verma hjörtu, endist þér aldur, afl og gifta. sóknir um íbúðir þessar hafa borizt til skrifstofunnar eigi síðar en 3. nóvember n.k. Borgarstjórinn í Rcykjavík. Jfc 17. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.