Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Framh. af 10. síðu menn, en Fram er spáð sigri í kvöld. — Þriðji meistaraflokks- leikurinn er milli KR og Þróttar og við spáum þeim fyrrnefndu sigri. ★ HANDKNATTLEIKUR ■ ANNAÐ KVÖLD Keppnin heldur áfram á sama tíma annað kvöld, en þá fara fram i 8 leikir í yngri flokkunum, í 2. flokki kvenna leika Víkingur— Fram, Ármann —KR og Þróttur— Valur. í 3. flokki karla (A) eigast við KR—Valur og Víkingur—ÍR. Loks leika í 2. flokki karla Víking- ur—Fram, ÍR—Valur og Ármann— Víkingur. Valur.... Framhaíd af 10. síðu. til, að Óli B. Jónsson, sem þjálfað hefur KR í mörg ár, var á lausum kili, og átti formaður viðræður við hann um þjálfun meistara- og 1. flokks fyrir Val. Samkomulag náðist til eins árs, frá 1. janúar lil 31, 12. 1962. Óli B. Jórisson er talinn einn snjallasti þjálfari landsins, og hafa leikmenn Vals kunnað að meta hin ar ágætu æfingar hans, skipulag allt og þann áhuga sem hann hefur sýnt flokkum þeim, sem hann hef- ur þjálfað. Það eru mörg ár síðan leikmenn meistaraflokks hafa ver- ið í jafn góðri æfingu eins og síðastliðið keppnistímabil. Árang- urinn kom líka í ljós. Meistara- flokkur lék aukaleik til úrslita urn íslandsmeistaratignina, og þó sig- urinn hafi ekki orðið okkar megin,1 verðum við að þakka þann árang- ur, sem náðist, og vona, að verði.; Þetta er bíllinn sem svo tnargér bíða eftir. FORD er framtíðin Sýningar bíH er væntanlegur miög bráðlega Lestið upplýsinga hjá oss. FORD-umboðið SVEINN EGILSSON h.f. matti a Óli B. Jónsson hjá Val áfram, sé i þessi árangur í sumar aðeins for- j leikur að sigurgöngu næstu ára. Míkil rækt var lögð við 1. flokk,! enda sigraði sá flokkur í Reykja-, víkur- og miðsumarsmótinu. Stjórn in þakkar Óla fyrir hans ágæta j starf og vonar, að áframhald geti, orðið á starfi hans fyrir félagið. Sérstök nefnd starfaði til að á- kveða kapplið meistara- og 1. flokks. Nefndina skipuðu Óli B. Jónsson, Ægir Ferdinandsson og Guðmundur Ólafsson. Fyrir áramót höfðu allir flokkar i einn tíma í viku í íþróttahúsinu, I nema 5. flokkur, sem hafði 2 tíma. Eftir áramót fékk meistara-; og 4. flokkur einn tíma til við- bótar. Á sunnudögum æfðu meist- ara- og 1. flokkur úti fyrir hádegi, en 2. flokkur eftir hádegi. Um j miðjan apríl byrjuðu allir flokkar 1 að æfa úti, og hafði þá hver flokk- ur 3 æfingatíma í viku. Æfinga- sókn var góð í öllum flokkum, enda úrvalsþjálfarar með hvern flokk. MINNING - Framhald af 2. síðu. tækifæri. Árni mun hafa verið eini íslendingurinn sem sungið hef ur eftir tilvísun taktsþrota þessa fræga tónskálds. Síðan lærði Árni ljósmynda- fræði í Kaupmannahöfn, og stund aði ljósmyndaiðn í Reykjavík um tvo áratugi, en gerðist þá starfs- maður hjá Sjóvátryggingafélagi ís lands og loks í Landsbanka ÍS- lands. En þó að hann væri skyldu rækinn starfsmaður í hinum borg- aralegu störfum sínum, var tónlist in þó jafnan efst í huga hans, og tók hann mikinn þátt í sör.g- og tónlistarlífi borgarinnar, og var um mörg ár tónlistargagnrýnandi biaða. Ég átti því láni að fagna að kynnast Árna Thorsteinssyni fyrir nokkrum árum, og atvikin höguðu þvi svo, að ég var um skeið tíður gestur á heimili hans og llelgu konu hans. Og þær stundir munu jafnan verða mér kærar i minni. Ávallt mætti maður þar góðvild og glaðværð, og það var sem um- hverfis mann tendraðist ljóhii og yU’,r í návist þeirra hjóna. I Ég vil með þessum fáu oiðum færa hinu látna tónskáidi þakkir fyrir allar ánægju- og fræðslu- stundirnar er ég fékk notið með honum. Þjóðin mun blessa minningu Árna Thorsteinssonar og þakka honum lögin hans. Ingólfur Kristjánsson Viðtal við Brodda Framh. úr opnu inu leiðir til þess, að hinn ófag- lærði maður verður senn úr sög- unni. Erfiðismaðurinn, sem ekk- ert kann nema stritið, hverfur. Skólunum er og verður ætlað að ala upp börnin og foreldrarnir kasta af sér allri ábyrgð. — En getur skólinn tekið við uppeldinu? — Nei. í mörgum greinum er ætlazt til meira af skólanum en hann getur leyst. Skólinn getur aldrei komið í staðinn fyrir heim ili eða foreldra, ekki í okkar heimi, — Kannski verður það þannig hjá nýju mannkyni, — en við þurfum ekki að hafa á- hyggjur af því. Nú var klukkan orðin sex og ekki tími til frekari viðræðna við doktor Brodda. Við komumst aldrei út fyrir gáfurnar og próf- in. Komumst aldrei til þess að tala um hestana, siluginn eða draumana. Hvað þá: Sumarhús — það, sem rís í Skagafirði. Við kveðjum manninn, sem af mörgum er talinn ástsælasti kennari á íslandi og óskum hon- um til hamingju með stöðuna, — skólastjóri Kennaraskóla íslands H. Lesið Alþýðublaðið ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20, október 1962 !£

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.