Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 1
Harka í landa- mærastríðinu Nýju Dehli, 19. okt. Krisma Menon, landvarnaráð- lierra Indlands, sagði á blaða- mannafundi í Nýju Dehli í dag, álj barizt væri af mikilli hörku á t'veim stöðum á landamænim Ind- lands og Kína. ' < Þ.egar síðast fréttist, var enn tfarizt, en ekki var vitað um mann-, fall. , • ; , ■ ' Menon sagði, að bæði væri bar- izt á norðausturlandamærunum og á landamærum Kasmírs og- Kína. Indverjar segja, að bardagarn- ir hafi hafizt er Kínverjar gerðu árás á indverskar birgðaflugvcl- ar. Hann sagði, að árás Kínverja hefði verið fyrirfram ábveðin, — enda var sagt frá árásinni rétt áð ur en hún hófst í kínverska út- varpinu. j Ekki er vitað með vissu um fjöida hermanna Kínverja og Ind- verja á landamærunum, en talið ] er, að hermenn beggja skipti þus- undum. Frásögn Kínverja af bardögun- um er á þá lund, að Indverjar hafi ráðízt á herlið Kínverja og hafi Kínverjar verið tilneyddir til að svara í sömu mynt. Kínverjar segja einnig, að bæði hafi verið barizt á norðausturlanda mærunum og í Kasmír. Þeir segja, að margir Kínverjar hafi falitð. Að sögn, þeirra, hófust bardag- arnir á norðáusturlandamærunum kl. .23 í gærkvöldi. en bardagárn- ir, í I^asmír fjórum, tímum fyrr, Kommúnistaflokkur , Indlands hefur fprdæmt Kínverja fyrir að i ráðast inn i indv.erskt land. , Nýlega lýsti Nehru, forsætisráð- herra því yfir, áð Kínverjar yrðu hraktir burtu af indversku landi. Ekki yrði hætt fyrr en allir Kin- ; verjar hefðu verið reknir burtu. Ef þetta yrði ekki gert, mundu Kínverjar sækja lengra og lengra inn í Indland. 10 ÞÚS. DALIÍ ARF Alþýðublaðinu barst þaS til eyrna fyrir skömmu, að gönml kona á Elliheimilinu Crund hefði hlotið allriflegan arf vest an úr Bandarikjunum. Við nánari eftirgrennslaa kom í ljós, að þetta átli við rök að styðjast, og reyndist bér vera um tíu þúsund dollara að ræða, eða hátt í hálfa miöjón íslenzkra króna. Vií^ fórum á stúfana í gær- morgun og ræddum viS gömla konuna, sem á þessa fjárfúlgu í vændum. Hún heitir Agnes Pálsdóttir og er komin hátt á níræðisald- ur. Við hittum Agnesi á her- bergi hennar á elllheimiHnu, sem hún deilir með tveim kor,- um öðrnm. Áður en við fórum á hcnnar fund hafði okkur verið' sagt, að tiu þúsund dollararn. ir væru arfur eftir dóttur Agn- esar, sem nýiega lézt vestan hafs, Sigrúnu Sigurgeirsdóttor að nafni. Sigrún var gift Sófon- íasi Þorkelssyni. Við hittum vel á Agnesi, hún hafði nýlokið við að borða, Framhald á 11. síðu DEYFILYFJAMALIÐ mun koma til umræðu á Alþingi áð- ur en langt líður. Hefur verið lögð fram fjTirspurn til dóms- málaráðherra, og verður lienni væntanlega útbýtt með öðrum fyrirspurnum á miðvikudag. Fyrirspurnin er lögð fram af Benedikt Gröndal, og hljóð- ar svo: 1) Telur dómsmálastjórnin, að vaxandi misnotkun deyfi- lyfja hér á landi gefi til- efni til sérstakra gagnráð- stafana af liálfu ríkisvalds- ins? 2) Ef svo er, telur dómsmála- stjórnin gildandi laga- ákvæði I þeim efnum nægi- lega ströng? Eftir þær upplýsingar um stórvaxandi misnotkun deyfi- lyfja, sem fram hafa komið síðustu daga, er eðlilegt, að málinu sé hreyft á Alþingi, — enda virðist vera í uppsiglingu meiri háttar þjóðfélagsvanda- mál, sem þegar er litið alvar- Iegum augum í nágrannalönd- um okkar. Má búast við, að fyrirspurn þessi gefi þeim embættismönnum, sem þessi mál snerta, tækifæri til að láta Alþingi í té álit sitt, og fer svo væntanlega eftir upplýsing- um og áliti þeirra og viðkom- andi ráðherra, hvort ástæða þykir til frekari aðgerða af þingsins hálfu. Fyrirspurn þessi var lögð fram á skrifstofu þingsins í sl. viku. Er sá háttur hafður á, að fyrirspurnum er safnað sam an, þær eru skráðar á þriðju- dögum og útbýtt sem þingskjöl- um á miðvikudögum. Líða svo venjulega ein vika eða fleiri, áður en fyrirspurn er tckin fyrir á fundi sameinaðs þings og viðkomandi ráðherrar svar- ar henni. Það er eðiilega fyrsta áhuga- mál Alþingis, hvort þörf er á brcyttum lagaákvæðum tii að gera embættismönnum ríkisins kleift að berjast gegn himii nýju deyfilyfjaplágu. Ef svo reynist vera, verður að sjálf- sögðu að gera nauðsynlegar lagabreytingar, því ekki verð- ur efazt um, að allir ábyrgir borgarar utan þings og innan vilji leggja mikla áherzlu á að stöðva útbreiðslu deyfilyfj- anna og hindra vaxandi mis- notkun þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.