Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 3
VETRARSTARF ÆSKULÝÐS- RAÐS NU AÐ HEFJAST Hðustverk í Landmanna- laugum i Ferðafélajr íslands fer á hverju hausti í eftirlitsferðir í sæluhús sín. Þar er haö lagfæit, sem þörf er á, geröar endurhæt ur og allt viðrað og þvegið út úr dyrum. Þeir, sem þessi störf vinna eru velunnarar félagsins og eru það allt sjálfboðaliðar í byrjun október var farið í Landmannalaugar þar var ailt hreinsað og fágað, lagfærð göngubrú yfir Laugaiækinn og fleira. Á myndinni eru Magnús Pálsson glerslípunarmeistari aö setja rúðu í eldhúsgluggann, en fijá honum standa Jóhannes Kolbcinsson og Guðmundur Magnússon. Jóhannes Kolbeins- son var fararstjóri. Guðmundur er þarna- á sumrin þegar hann má því við koma, og sýnir í verki að hann ann staðnum og húsinu. Ljósm. S. Nik. MUMHMMMMHMHWHWM Jólakort r sr Asgríms- safnsins Ásgrímssafn hefur látið lit- prjrnta kort eftir vatnslitamynd Ásgrims, Haust á Þingvöllum, og verður það jólakort Ásgrímssafns ins 1962. Ásgrímssafn hóf útgáfu Iistaverkakorta fyrir jólin 1961. Sala á Þingvallakortinu hefst 5. nóvember, en þann dag var Ás- Verður kortið aðeins til sölu í safninu, og í Baðstofu Ferðaskrif- grímssafn opnað fyrir tveim árum. stofu ríkisins, þar sem safnið er ekki opið nema þrjá daga vikunn- ar. Á norðurlandi verður kortið selt í Blóma- og listmunabúðinni á Akureyri. Kvikmyndaklúhbur fyrir æskufólk ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur og kvikmyndaklúbburinn FILMÍA hafa ákveðið að beita sér fyrir stofnun sérstaks kvikmyndaklúbbs fyrir æskufólk, tólf ára og cldra. Ætlunin er að í þessum klúbbi verði ungu fólki gefinn kostur á að sjá úrvalskvikmyndir frá ýmsum tímum og löndum, og verði auk þess veitt fræðsla um k’ ikmynda- leik og kvikmyndagerð. Klúbbur- inn mun í vetur hafa tíu sýningar, og verða þær annan hvern laugar- dag. Fjórar fyrstu sýningarnar hafa þegar verið ákveðnar. Fyrsta sýningin fór fram í gær, var þá sýnd mynd cr heitir Ei- lífðar vinir, itölsk mynd, sem fjall ar um tvo 13 ára skólaféiaga og vini. Næsta mynd verður indversk verðlauna kvikmynd, er neínist Hinn ósigrandi. Síðan verður sýnd kvikmyndin Börnin frá Hiroshima, mynd, sem hlotið hefur viðurkenn- ingu, hvarvetna, sem hún hefur verið sýnd. Æskufólk getur ritað sig inn í klúbbinn daglega í Tjarnarbæ, frá kl. 4-7 e, h. Þátttökugjald fyrir vet urinn er 25 krónur. Aðalfundur klúbbsins verður haldinn innan [skamms og verður þar fjallað nán ar um starfsemi hans. LÖGREGLU- FRÉTTIR í fyrrinótt var brotizt inn í bið- skýli við Ásgarð, skammt frá Hafnarfirði. Þaðan var stolið tóiu- verðu af sælgæti, og hafði þjófur- inn brotið glugga, og komizt þann ig inn. Nokkru seinna íannst hluti af þýfinu undir netab.rúgu. í gær varö harður árekstur á gatnamótum Safamýrar og Háa- leitisbrautar. Volkswagen-bifreið var ekið norður Háaieiíisbraut og í veg fyrir fólksbifrelð, sem kom austur Safamýri. Varð þarna liarö- ur árekstur, og skemmdist Volks- wagen-inn mjög mikið. Þrír far- þegar hlutu nokkrar skrámur. WWHMHMMHWMMHHHHV Spilað á Akranesi Alþýðuflokksfélögin á Akra nesi haida spilakvöld í kvöld kl. 21. Spiluð verður félags- vist í féiagsheimilinu, Vc-stur götu 53. Alþýðuflokksfélag Akraness. NYLEGA hefur borgarstjórn kosið fulltrúa í nýtt æskulýðsráð samkvæmt nýrri reglugerð fyrir Æskulýðsráð Reykjavíkur. Formaður og fulltrúi borgar- stjóra er Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri. Varaformaður er Jónas B. Jóns- son fræðslustjóri. Aðrir í æskulýðsráði eru: Bjarni Beinteinsson, lögt'r. Auður Eir Vilhjálmsdóttir cand. theol. Bendt Bendtsen, forstjóri, Böðvar Pétursson, verzlimarm. Eyjólfur Sigurðsson prentari. Ennfremur munu taka þar sæti tvö ungmenni, stúlka og piltur. Framkvæmdastjóri er séra Bragi Friðriksson. Starfsemin er nú að hefjast á ýmsum stöðum í bænum. í Tómstundaheimilinu að Lind- argötu 50 verður starfað alla daga og geta unglingar 12 ára og eidri tekið þátt í þessum viðfangsefn- um: Ljósmyndaiðja mánud. og fimmtud. kl. 7,30. Bast-tága og perluvinna, þriðjud. kl. 7 e. h. Bein- og homavinna, mánud. kl. 7 e. h. Leðuriðja, þriðjud. kl. 7 e. h. Taflklúbbur, fimmtud. kl. 7,30. Málm- og rafmagnsiðja, þriðjudaga kl. 7,30. Frímerkjasöfnun, miðvikud. kl. 6 e. h. Fiskiræktarkynning, þriðjudaga kl. 6 e. h. Flugmódelsmíði, fimmtudaga kl. 7,30 Nýju manna hópur kynnir sér EBE VARÐBERG félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, hélt aðalfund sinn sl. mánudag í Iðnó. Fundurinn var mjög fjöl- mennur og hvert sæti skipað. Guðmundur H. Garðarson, við- skiptafræðingur, formaður Varð- bergs setti fundinn og siðan var Jón Arnþórsson kjörinn fundar- stjóri og Sigurður Hafsteln rit- ari. Formaður flutti ‘síðan skýrslu stjórnarinnar, sem sýndi að starf félagsins hafði verið mikið og fjöl þætt sl. starfsár. Efnt hafði verið til fimm al- mennra funda um efnið „ísland og vestræn samvinna" víðs vegar um land, kvikmyndir sýndar og ráð- stefnur haldnar og fulltrúar voru sendir á verkalýðsmálaráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þá efndi félagið til ráðstefnu ungra manna frá NATO-ríkiun- um að Bifröst í Borgarfirði 1. júni sl. um efnið „Atlantshaf.sþjóðirnar næsta áratug.“ Tókst ráðstefna þessi hið bezta Hópur ungra manna er nú er- lendis á vegum félagsins að kynna sér málefni EBE, og ýmissa al- þjóðlegra stofnana i Evrópu. Fer hópurinn til London og ræð ir þar við bæði þá sem eru með og i móti þútttöku Breta í EBE, og síð- an verður haldið til Brussel og Strassbourg og Bonn. Þá hefur félagið í undirbúningi að senda nokkru stærri hóp áhuga- manna til Parísar á næstunni, til að kynna sér málefni Atlantshafs- bandalagsins. Að lokum þakkaði formaður stjórnarmcnnum mjög gott sam- starf á liðnu starfsári. Að lokinni skýrslu formanns las gjaldkeri félagsins upp reikninga liðins starfsárs, og voru þeir sam- þykktir samhljóða. Umræður urðu nokkrar um skýrslu formanns, sem , lýsti þvi greinilega að ungir menn í lýð- ræðisflokkunum vilja ákveðna sam stöðu um utanríkismál. í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár voru eftirtaldir menn kjörnir, sem síðan skiptu með sér '•erkum sem hér segir: Heimir Hannesson, formaður, Björgvin Vilmundarson, 1. varafor- maður, Bjarni Beinteinsson, 2. varaformaður, Björgvin Guðmunds son, ritari, Ólafur Egilsson, gjald- keri, og meðstjórnendur: Birgir ísl. Gunnarsson, Jóhannes Sölva- son, Jón Arnþórsson og Stefnir Helgason. Varastjóm: Þór White head, Hörður Einarsson, Jón A. Ólafsson. Pétur Guðmundsson, Unnar Stefánsson og Sigurður Guð mundsson. Kvikmyndasýningar fyrir törn 11 ára og yngri, laugard. kl. 4. „Opið hús“ fyrir 12 ára og eldri laugard. kl. 8,30. í tómstundaheimilinu við Bræðraborgarstíg 9, 5. hæð, gefst kostur á margskonar fönduriðju, leiklistaræfingum, kvikmynda- fræðslu, skartgripagerð o. fl. Auk þess verður efnt til skemmtistarf- semi. N Nánari upplýsingar og innritun á staðnum, þriðjudaga og föstu- daga kl. 4 e. h. í Háagerðisskóla verður í sam- vinnu við sóknarnefnd Bústaða- sóknar starfað að bast-tága og leðurvinnu, mánud. og miðviku- daga kl. 8,30. Upplýsingar og inn- ritun á staðnum á sama tíma. Einnig vejða þar kvikmyndasýn ingar fyrir börn á laugardögum kl. 3,30 og 4,45 e. h. í kvikmyndasal Austurbæjar- skólans verður kvikmyndaklúbbur fyrir börn, sunnudaga kl. 3 og kl. 5 e. h. í Áhaldahúsi borgarinnar við Skúlatún verður trésmíði fyrir pilta. Uppl. og innritun á staðn- um miðvikud. kl. 8 e. h. í viðgerðarstofu Ríkisútvarps- ins, sænska frystihúsinu verður Radíó-vinna miðvikud. kl. 8.15 eh. Klúbbstarfsemi: Leikhús æskunnar. Félag fyrir á- hugafólk 16 ára og eldri um leiklist. Klúbbfundir og isr.rit- un á miðvikudögum kl. 8.30 e. h. að Lindargötu 50. Le.iksýn- ingar fara fram í Tjamarhæ. Fræðafélagið Fróði. Málfundir á fimmtudögum. Ritklúbbur æskufólks. Fundir annan hvern föstudag kl. 8 að Lindargötu 50. Vélhjólaklúbburinn Elding. Klúbb- ur fyrir eigendur vélhjóla, viku legir fundir, hjólreiðaæfingar, fræðsla um umferð, hjálp í við- lögum og meðferð vélhjóla. Kvikmyndaklúbbur æskufólks. Fræðsla um kvikmyndir og sýn- ingar úrvalsmynda. Starfsemitt fer fram í Tjarnarbæ. Tilkynnt verður síðar um störf annarra klúbba. Æskulýðsráð vinnur að ýmsum málum, og munu verða birtar fréttir af þeim síðar. Aðalfundur Bridgefélags Hafnarfjarðar Aðalfundur Bridgefélags Hafnar fjarðar var haldinn 17. þ.m. í stjóm félagsins voru kosnir: Formaður, Sigurður Þórðarson, Varaformaður, Árni Þorvaldsson, Ritari Gunnlaugur Guðmundsson, Gjaldkeri, Stígur Herlufsen, Á- haldavörður, Sveinbjörn Pálmason. Vetrarstarfsemi félagsins hefst 24. þessa mánaðar með fundi í Ai þýðuhúsinu. Nýir félagar eru velkomnir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.