Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 8
Norðmenn gefa okkur 4200 girð- ingarstaura MEÐ Arnarfellinu kom nýlegra hingraff til lands stór sending girð- ingastaura frá Sogni I Noregi. Em þaff 4200 staurar, sem fáeinir Norff- memi hafa safnaff saman til hess aff létta skógræktarfélögrum hér á landi störfin. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ýmsir einstaklingar í Noregi senda skógræktarfélögunum staura. Séra Harald Hope i Ytre Ama við Berg- en kom hingað með skogræktar- fólki árið 1952 í fyrsta sinni Síðan hefur han ntvívegis komið hingað í sömu erindum. Fyrir atbeina nans hafa skógræktarfélögin þegið rösk- lega 18.000 girðingastaura að gjöf á 10 árum. Að gjöfum þessum nafa margir staðið, þar á meðal ýrnsir, sem tekið hafa þátt í skógræktar- ferðum hingað til lands. En að aiiki koma þar margir Ísíandsvinir við sögu, sem aldrei hafa haft tæki færi til að kynnast íslandi eða ís- lendingum. í þetta skipta hafa tveir skóg- ræktarfarar verið aðal hvaí amenn að staurasendingunni, þeir Oiav Mjölsvik í Innstevik í Sogni og Ola ESd, kennari í Nordfjörd. En Ola Rád lést nú fyrir mánuði. Auk þessara tveggja hafa cftir- taldir aðilar tekið þátt í giöiinni: Erik Hagen í Sunnfjord, Kr Eam- stad á Fjöllum, J. L. Ándreassen Skják Almenning, búnaðnrskóla- stjóri Lien á Aurlandi, Kristoffer Hovland í Dale, Ola Hovland í Eike fjord ásamt verkamönnum við tunnuverksmiðju Ola Hovlands og verkatnönnum við tunnuverk- smiðju Kristoffers Hovland í Dale. Þegar skógræktarfélögunum ber ast jafn kærkomnar og þarflegar gjafir sem þessar, ekki í eitt sinn heldur ár eftir ár, minnir það okk ur íslendinga á, hve traust og trygg vinátta Norðmanna er til Isiands og þess málefnis, sem alla íslend- inga varðar. Jafnframt hlýtur það að verða okkur umhugsunarefni, hvort við siálfir rækjum þá vin- áttu sem skyldi. Fyrir hönd Skógræktarfélags ís lands og héraðsfélaga þess vil ég með línum þessum senda hinum norsku vinum okkar hiartans þakk ir. Gjöfin verður skógroektarfélög- unum mikil hvatning til þess að starfa meira en áður. Hákon Bjarnason (Fréttatilkynning frá Sk5g- ræktarfélagi íslands.) Tékkar hand- taka njósnara (NTB—Reuter) TÉKKNESKIR landamæraveröir hafa handtekiff mann nokkurn, sem að sögn tékknesku frétta- stofnunarinnar er bandariskur njósnari. Hann á að hafa játað, að hafa verið sendur yfir landamærin í njósnaerindum í þágu NATO. Maður þessi mun áður hafa ver- ið handtekinn, árið 195'i, fyrir njósnir í Tékkóslóvakíu. Frétta- stofan segir, að hann hafi yfirgef- ið landið á ólöglegan hátt eftir að hann hafði verið látinn laus og gengið í þjónustu bandarísku leyni þjónustunnar. FYRSTA umræffa fjárlaga fer fram á þriffjudaginn kemur. Þá hefst rifrildi, sem standa mun allt fram undir jól, þegar vænta má aff fjárlög verffi afgreidd. í meff- fylgjandi grein svarar Aiþýffubiaff iff spurningunni: HVERT FARA PENINGARNIR? SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi því, er lagt hefur verið fram á alþingi, verða rekstursgjöld um það bil 2 milljarðar króna árið 1963. Mörgum finnst upphæðin há en fróðlegt er að athuga hvert þessir peningar renna. Sannleik- urinn er sá, að mikill hluti þeirra rennur aftur til borgaranna í formi tryggingabóta og niður- greiðslna á vöruverði. Rúmur fjórðungur gjaldanna rennur til félagsmála og tæpur fjórðungur til niðurgreiðslna og launaupp- bóta. Sá hluti fjárlagaupphæðarinn- ar er rennur til félagsmála, hefur stöðugt farið stækkandi á undan- förnum árum og er nú enn gert ráð fyrir, að hann aukizt. Fram- lög til félagsmála eru í fjárlaga- frumvarpinu fyrir 1963 áætluð 504.4 milljónir króna. Er það mik- il hækkun frá fjárlögum yfir- standandi árs. Stafar hækkun fyrst og fremst af því, a® nú stendur yfir heildarendurskoðun á almannatryggingalögunum og er gert ráð fyrir, að nokkrar breyt ingar taki gildi fyrir áramót. Munu þær hafa í för með sér útgjalda- hækkun fyrir tryggingarnar og eru teknar í fjárlagafrumvarpið upphæðir, sem nema milljónum vegna þeirra. Framlag til sjúkratrygginga er hækkað um 9.7 millj., framlag til atvinnu- leysistrygginga er 39.7 millj. en það var fellt niður í fjárlögum þessa árs og önnur framlög til al- mannatrygginga hækka um 9,1 millj. kr. Einnig hækka framlög til annarra félagsmála, svo sem til ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Næst stærsti gjaldaliður fjár- laganna er kostnaður við niður- greiðslur og launauppbætur. Þessi liður er nú 495 millj. kr., þar af 430 millj. til niðurgreiðsla á vöru verði og vegna uppbóta á útflutt- ar landbúnaðarafurðir. Hefur kostnaður við niðurgreiðslur og landbúnaðaruppbætur aukizt um 130 millj. frá fjárlögum yfirstand- andi árs. Ástæða hækkunarinnar er sú, að rikisstjómin ákvað að auka niðurgreiðslur á landbúnað- arafurðum eftir að sex manna nefndin samdi um hækkun á verð lagsgrundvelli landbúnaðarafurða sl. haust. En þar á móti kemur að vísu, að niðurgreiðslur á kartöfl- um hafa verið lagðar niður. Auk þess er gert ráð fyrir verulegri aukningu á áætluðu sölumagni niðurgreiddra vara innan lands frá því sem var í áætlun fyrir yfir- standandi ár. Til launauppbóta er áætlað að fara muni 65 millj. kr. Er þar uin að ræða launauppbót til opinberra starfsmanna vegna þeirrar 7% hækkunar, er þeir fengu í september sl. svo og vegna sérstakrar kaupuppbótar, er kenn- Framh. á 13. síffu TIL AÐ skýra fyrir lesendum höfum við dreg ið upp mynd af útgjöldum ríkissjóðs, sem er auð- skilin og einföld. Ýmislegt er dregið saman, en þetta verður í stórum dráttum af peningunum, sem ríkið tekur af okkur. SIGGA VIGGA OG TILVERAN „Gufflaugur Rósinkranz skrifandi kvikmyndahandrit fy ir Eddufilm, Gotti Bernhöft orffinn kvikmyndaleik- ari hjá Mai Zetterling .. Má ekki Holiywood fara aff pakka saman?“ OPINBER ákærandi í Vestur- Þýzkalandi hefur krafizt þess, að rússneski leigumorðinginn Bogd- an Nikolajvitsch Stashinsky, sem játar hefur á sig morð tveggja foringja ukrainskra út- laga í Miinchen samkvæmt skip- unum sovésku leyniþjónustunn- ar, verði dæmdur í ævilangt fangelsi. Stashinsky, sem er 31 árs að aldri, myrti Ukrainumennina, þá Stefan Bandera og rithöfundinn j Lev Rebet, með því að sprauta blásýru í andlit þeirra með sér- stakri byssu. Málaferlin, sem fara fram í Karlsruhe, hófust fyr- ir rúmri viku. Aldrei hefur verið í gripið til eins víðtækra varúð- j arráðstafana í sambandi við rétt- ; arhöld þar í borg. Stashinsky heldur því fram, að ; hann hafi myrt Úkrainumenn- j ina samkvæmt skipunum frá æðstu stöðum í Kreml. Hann seg ir, að það hafi annað hvort ver- ið sovézka stjórnin eða mið- stjórn kommúnistaflokksins er tekið hafi ákvörðunina. Blásýru-byssan, sem sovézka í leynilögreglan lét gera til þess j að myrða Lev Rebet með, var < 8 21. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.