Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 13
Fjórðungur
til félagsmála
Framh. úr opnu
arar hafa fengið. Gert er ráð fyr-
ir, að uppbætur þessar falli niður
þegar nýr launastigi fyrir opin-
bera starfsmenn hefur tekið gildi
en það á að verða ekki síðar en
1. júií 1963. Hins vegar munu
þeir kjarasamningar er þá eiga
að taka gildi fela þessar uppbæt-
ur í sér með einhyerjum hætti.
Þriðji stærsti liðurinn gjaldameg-
in í f járlögunum eru kennslumál-
in. Til þeirra fara samkvæmt fjár
lagafrumvarpinu 241.4 millj. en
auk þess 15.5 millj. til opinberra
safna, bókaútgáfu og listastarf-
semi. Hækkun á framlögum til
kennslumála er mikil sem eðlilegt
er, þar eð kostnaður við gagn-
fræða- og barnaskólamenntun
eykst stöðugt eftir því sem börn-
um fjölgar og talið hefur verið
nauðsynlegt að hækka einnig veru-
lega framlög til háskólans. Fram-
lög til barnafræðslu hækka alls
.um 6.7' millj. kr. Kostnaður við
gagnfræðamenntun eykst um 6.9
millj. kr. Og framlag til háskólans
hækkar um 1.4 millj. Framlög til
ýmissa annarra skóla á landiru
hækka einnig nokkuð.
Til samgöngumála er áætlað, að
fara muni 189.7- mill. kr. næsta
ár. Sú upphæð skiptist sem hér
segir: Vegamál 114,2 millj., sam-
göngur á sjó 17.6 millj., vitamál og
liafnargerðir 34 millj., flugmál 12
millj., veðurþjónusta 5.2 millj.
og ýmislegt annað 6.5 millj. Áætl-
að er, að vegaviðhald hækki um
5 millj. kr. Ákveðið er að byggja
tvo nýja flóabáta fyrir farsvæði
Djúpbáta og Breiðafjarðarbáta. Er
talið að hvor bátur muni kosta 7
.millj. og að ríkið greiði 50% af
byggingarkostnaði. Verður ríkis-
sjóður að greiða þar af 3.5 mUlj.
1963. Framlög til flugmála hækka
en þó sparar ríkissjóðut 2 millj.
netto vegna breytinga á Keflavík-
urflugvelli. Til atvinnumála eru
veittar 182.2 rnillj. Sú upphæð
skiptist sem hér segir: Sjávarút-
vegsmál 36.7 millj., landbúnaðar-
mál, 95.2 njillj,, raforkumál 31.8
millj. iðnáðarmál 5.8 mUlj. raf-
orkumál 31.8 millj. og rannsóknir
í þágu atvinnuveganna 12.8 mlllj.
Hækka framlög til landbúnaðar og
sjávarútvegs m. a. vegna laganna
um Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins og Almannatryggingasjóðs
sjávarútvegsins. Til heilbrigðis-
mála fara 66,1 miilj. Til kirkju-
mála er áætlað að fari 16,5 millj.
og til dómgæzlu, lögreglustjórnar
og innheimtu tolla og skatta 130.4
millj. Er þá aðeins ótalinn kostn-
aður við æðstu stjórn landsins,
alþingi og ríkisstjórn, en sá kostn-
aður er 64.8 millj. og skiptist sem
hér segir: Æðsta stjórn landslns
1.6 millj., alþingi 12.6 miUj., ríkis
stjórn 50,6 millj,
Og hvar fáum við peninga til
þess að standa undir öllum þessum
gjöldum? Við fáum 1785 millj. í
sköttum og tollum, 315,4 millj. í
tekjur af ríkisstofnunum, 2 millj.
í tekjur af bönkum og vöxtum og
20 millj. ýmsar aðrar óvlssar tekj-
•ur. Tekjur eru áætlaðar 2123 millj.
2 milljarðar fara í gjöldin, en
rekstrarafgangur er áætlaður
137.7 millj.
LUGUMADUR
ÁTAR ALLT
Framh. úr opnu
— Georgy að nafni, tilkynnti,
að ákveðið hefði verið að ryðja
Bandera úr vegi á sama hátt og
Rebet.
„Georgy sagði mér, að skipun-
in kæmi frá æðstu stöðum, og
þar sem ég er málunum vel kunn-
ugur, :?etur enginn vafi leikið
á því, að það var annað hvort
ríkisstjómin eða miðstjóm
Kommúnistaflokksins, eða kann-
ski báðir þessir aðilar, sem gáfu
fyrirskipunina. Yfirmaður KGB,
Shelepin, staðfesti þetta seinna
í viðtali við mig,“ sagði Stashin-
sky.
Stashinsky var afhent tví-
hleypt eiturbyssa, og var hér
um endurbætta útgáfu af þvi
vopni, er hann hafði drepið Re-
bat með, að ræða. Það var um
að gera, að skilja engar vísbend-
ingar eftir, þannig að lögreglan
áliti, að fórnarlambið hefði lát-
ist úr hjartaslagi, en það hélt
hún að Rebat hefði gert. Eins
og kunnugt er, töldu glæpamáia-
sérfræðingar í Munehen, að
Bandera hershöfðingi hefði
framið sjálfsmorð.
Frá Moskvu hélt Stashinsky
til höfuðstaðar Bayem undir
dulnefninu Lehmann.
í tvo daga beið hann árangurs
laust eftir Bandera nálægt heim-
ili hans. Á þriðja degi kom bers
höfðinginn loksins. Stashinsky
dró upp eitursprautuna, er hers-
höfðinginn ók bifreið sinni inn í
bílskúrinn.
— Eg stóð rétt fyrir framan
dyrnar og hugsaði um, að nú
mundi hann læsa bílskúrnum og
vera grunlaus um, hve nærri
hann væri dauðanum. Því næst
sagði ég við sjálfan mig: Nei, ég
geri það ekki, Hann skal fá að
lifa lengur.
Því næst gekk Stashinsky burt
og kastaði morðvopninu í ána,
sem rennur gegnum Hofgarten
í Munchen — „til þess að ég
gæti ekki skipt um skoðun," —
að því er hann tjáði réttinum
í Karlsmhe-.
Hann ákvað að afsaka sig með
því. í Austur-Berlín, að þriðja
manninum hefði skyndilega skot-
ið upp.
Til þess að tryggja sér fjar-
vistarsönnun reyndi hann næstu
daga á eftir nokkra lykla á dyr-
um Bandera. Nokkrar flísar
brotnuðu af tveimur þessara
lykla, og fundust þær slðar og
vom lagðar fram sem sönnunar-
gögn í réttinum.
í byrjun október var Stashin-
sky aftur sendur til Miinchen
með nýja, tvihleypta eiturbyssu.
15. október kl. 12 á hádegi
stóð hann fyrir utan húsið, bar
sem skæruliðahershöfðinginn
bjó. ’
- Eg vildi bíða til kl. 12. -
Þegar klukkuna vantaði tíu min.
i tólf kom hann, og allt gekk
fljótt fyryir sig, sagði Stashin-
sky í réttinum.
Stashinsky gekk inn í húsið
og hljóp upp á efstu hæð. Síð-
an gekk liann hægt nlður stig-
ann. Bandera stóð fyrir utan
dyrnar hjá sér og reyndi að
stinga lykli í skrána.
— Eg gekk næstum því fram
hjá honum og spurði, ég veit
ekki hvers vegna, hvort lásinn
væri í ólagi. Já, það held ég,
sagði Bandera. Á sömu stundu
hafði ég byssuna í hendinni, —
hleypti af og sýran sprautaðist
úr báðum hlaupunum. Því næst
gekk ég rólegur niður stigann
aftur eins og ekkert hefði gerzt.
Stashinsky gekk út í Hofgart-
en og henti morðvopninu í vatn-
ið. Áður hafði hann tekið inn
móteytur af öryggisástæðum.
Tveim tímum seinna sat hann
í lestinni, sem fór til Frankfurt.
Daginn eftir var hann í Austur-
Berlín. Þar tók Sergei hrifinn á
móti honum. Hann var með blaða
bunka undir hendinni. í blöðun-
um var sagt, að Bandera hefði
dáið skyndiiega og sennilega
hefði hann framið sjálfsmorð. A3
launum fyrir morð Bandera og
Lev Rebat var Stashinsky sæmd
ur orðu hins rauða fána — og
allra náðarsamlegast levft að
vera viðstaddur 1. maí skrúð-
gönguna á Rauða torginu í Mos-
kva.
Stashinsky sagðl í réttinum, að
honum hefði orðið mikið um. er
hann sá fréttamynd frá útför
Bandera í kvikmyndahúsi í Au.-
Berlín. Hann reyndi að ræða
morðið við Sergej. yfirmann
sinn, og létta þannig af sam-
vizku sinni. Hann sagði Sergei,
að sú umhugsun, að Bandera
lét eftir sig konu og lítll börn,
kveldi sig stöðugt.
Sergei svaraði: — Hugsaðu
ekki um það, þegar böm Band-
era eru orðin fuilorðin, verða
þau þér þakklát.
Kona Ley Rebat hefur verið
viðstödd réttarhöldin, og athygli
hefur vakið, að hún hefur latið
í ljós mannlegan skilning á hin-
um fyrrverandi útsendara Rússa.
Samt hefur ríkissaksóknarinn
ekki fundið neinar mildandi á-
stæður, er réttlætt gætu vægari
dóm.
Frú Rebet hefur sagt, að hún
væri sannfærð um, að Stashinsky
iðraðist gerða sinna, og það sé
Margrét og
stjarnan
BREZKU kóngafólki var
boðið að vera við frumsýn-
ingu bandarísku kvikmýndar
innar „The longest hour“,
Hún lýsir 1. degi innrásar-
bandamanna á meginlandið
Margrét prinessa mætti
þarna fyrir hönd systur sinn-
ar Elizabethar. Hér heilsar
hún stúlknnni, sem fer með
aðal kvenhlutverkið, Irinu
Demich. í baksýn: Kenneth
Moore, gamanleikarinn á-
gæti.
WWMWWMWMWMMWWWM
henni nóg. Hún segir, að hann sé
ekki sekur, heldur stjórnkerfi
það, er ríki í Sovétríkjunum.
Stashinsky er Úkrainumaður
og sagður lítt glæpamannslegur
í útliti. Þvert á móti komi hann
vel fyrir og sé mjög viðfelldinn.
Framkoma hans í réttarhöldun-
um hefur verið róleg og hæversk.
Fjölskylda Stashinskys var
þjóðernissinnuð. Laust eftir 1950
handtók sovézka leynilögreglan
hann og var hann ákærður fyrir
gagnbyltingarstarfsemi. Siðan
var hann neyddur til þess að ger-
ast útsendari lögreglunnar.
Á næstu árum var hann lát-
ir.n læra pólsku og þýzku til hlít-
ar auk nokkurra annarra tungu-
mála. Því næst var hann sendur
til Póllands og V.-Þýzkalands
þar sem hann starfaði gegn Úka-
inumönnum, sem setzt höfðu að
í þessum löndum.
Það var ekki fyrr en Stashin-
sky flýði til V.-Berlínar 12. ágúst
1961, tæpum sólarhring áður en
Berlínarmúriun var reistur, að
vestur þýzka lðgreglan vissi um
morðið.
Stashinsky skýrði henni frá
öllu. Með honum flúði kona hans.
„^.thygli vakti fyrsta dag réttar-
haldanna, að fyrrum flóttamála-
ráðherra, prófessor Theódór Ob-
erlander, sem þekkti fjölskyldu
Stashinskys á dögum hemáms
Þjóðverja í Úkrainu á stríðsár-
unum, mætti í réttarsalnum.
SÍÐUSTU FRÉTTIR.
Hæstiréttur dænidi Stashinsky
í átta ára þrælkunarvinnu í Karls
ruhe á föstudaginn. Hann var sek-
ur fundinn um morð Bandera og
Rebets og samvinnu við útsend-
ara sovézku leyniþjónustunnar.
Vísindamenn hafa nýlega
komist að raun um að hægt
er að búa til fyrsta flokks
viský með notkun geisla-
virkra ísótópa á aðeins 7
^iínútum. Frægur skozknr
viskýframleiðandi sagði er
hann heyrði fréttina. Ég lief
alltaf haft vantrú á vísinda-
mönnum, og nú er sá grnn-
ur orðinn að vissu.
mWMMWWMWMMWWMIf
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. október 1962 |,3