Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 11
Haukar sigruðu í 3. flokkum FH í 2 TAUNUS 12M (Cardinal) Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir : 1. fl. Haukar-FH 1:3 2. fl. Haukar-FH 7.0 3. fl. Haukar-FH 1:2 4. fl. Haukar-FH 0:3 5. fl. Haukar-FH 1:0 EINS og við höfum skýrt frá á íþróttasíðunni, er að færast mik ið fjör í knattspyrnuna í Hafn- arfirði. Orsök þessa er vafalaust sú, að Knattspyrnufélagið Hauk- ar hefur tekið mikinn fjörkipp og þar æfa nú af kappi bæði ungir og gamlir í tugatali. Bæði Haukar og Fimleikafélag Hafnarfjarðar hafa æft af miklu fjöri í sumar og um síðustu helgi fór fram keppni í öllum flokkum knattspyrnunnar. Úrslit urðu þau, að Haukar sigruðu í þrem flokk- um og hlutu 6 stig, en FH í 2. fl. og hlutu 4 stig. Haukar hljóta því titilinn „Bezta knatt- spymufélag Hafnarfjarðar 1902.“ Þjálfari Hauka í sumar hefur verið Sigurður Sigurðsson „Sid- on“, sem um skeið lék með meist- araflokki Vals. Sigurður er nú fluttur til Hafnarfjarðar og er að setja upp skósmíðaverkstæði á Hverfisgötunni. í leiknum í I. fl. var það Sigurður, sem skoraði mark Hauka, en þeir sigruðu með 1 marki gegn engu. Þess má einn- ig geta, að hinn frægi knatt- spyrnukappi, Albert Guðmundsson lék með FH. Sú íþrótt, sem Hafnfirðingar hafa getið sér mestan orðstír í er handknattleikur og bæði félögin, Haukar og FH æfa af miklu kappi og munu senda sterk lið á íslands mótið. FH tapaði íslandsmótinu í vetur og hafa vafalaust í huga að endurheimta þann titil. Haukar léku í II. deild í fyrra og stóðu sig vel. Þeir verða sterkii’ í velur og koma til greina sem sig- urvegarar í II. deild. Formaður Hauka er Óskár Halldórsson, en formaður FH Valgarð Thoroddsen. ÍÞRÓTTIR Framh. af 10. síðu Fjárhagur Skíðaráðsins er allgóð- ur. Endurskoðaðar starfsreglur voru lagðar fyrir fundinn og sam- þykktar. Skíðaráð Reykjavíkur var stofnað 1938 og hafa reglur ráðsins lítið sem ekkert verið end- urskoðaðar fyrr en nú. Ólafur Nilsson hafði framsögu fyrir hönd nefndarinnar, sem endurskoðaði reglur þessar. Hið nýkjöma Skíðaráð skipa: Formaður er Ellen Sighvats- son, Í.K. Aðrir meðlimir eru: Leifur Muller, Skf. Rv. Sigurður R. Guðjónsson, Á. Baldvin Ársælsson, KR. Þorbergur Eysteinsson, ÍR. Jón Margeirsson, Vík. Guðm. Magnússon, Val. Þetta er bíllinn sem svo margir bíða efttr. FORD er framtíðin Sýningar bíll er væntanlegur m]ög bráðlega Leitið upplýsinga hjá oss. FORD-umboðið SVEINN EGIESSON h.f. FERMING HÁTEIGSSÓKN Ferming í Laugarnesskirkju 21. október kl. 2. (Séra Jón Þorvarðs- son). Drengir: Arnar Jóhann Magnússon, Barma- hlíð 14. Einar Helgi Björnsson, Þvexholti 5. Sigurður Eyþórsson, Stórholti 41. Ásdís Runólfsdóttir, Holtsgötu 27. Stúlkur: Ásdís Runólfsdóttir, Holtsgötu 87. Málfríður Ragnarsdóttir, Meðal- holti 19. Þóra Biering, Skaftahlíð 3. FEKK 10 ÞÚSUND DALI í ARF Kramhald af 1. siðn. og sat og var a'ð jafna sig eftir matinn. Hún hefur alUaf fóta- vist, en heyrnin er farin að bila nokkuð. _ Ætliff þiff aff fara aff skrifa eitthvaff um þessa aura? spurffi hún, þegar blaðamaffur og Ijósmyndari voru komnir inn. — Þaff kemur sko engum viff nema mér einnh Ég er ekkert búin aff fá, og vext ekkert hvenær effa hvort þaff verffur. Eftir dálitla þögn sagði nún. — þaff ætlar allt upp x loft, ef einhver eignast eitthvaff. — Þótti yffur ekki vænt um aff fá þessa óvæntu pcninga? — Ég hefffi nú heldur kosiff, aff hún hefffi lifaff, — en þaff er eins og þaff er, citt af því marga, sem maffur ekki fær viff ráffiff í þessum hei ni. — Ætliff þér aff halda áfram að dvelja á elliheimiiinu. effa breyta peningarnir einhverju í því sambandi? — Nei, ætli ég haidi ekki á- fram aff vera hér, ég er lík- lega orffin full gömul tii aff fara aff byrja aff búa úr þessu. Þaff mundi heldur enginn vilja mig, ég er orðin svo góniul, það' væri þá ekki nema vegna aur- anna. Svo hló hún dátt. Þrátt fyrir háan aldur er Agn- er vel ern, og var hin hressi- legasta viff að ræffa. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. október 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.