Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 16
43. árg. - Sunnudagur 21. október 19B2 - 233. tbl. ✓ Sýning á Asgríms- myndum, sem fund- Kirkjuþing í Reykjavík KIRKJUÞING var sett í Nes- fcirkju í Reykjavík kl. 2 í gærdag. Séra Þorgrímur Sigurðsson, prest- tir að Staðarstað, flutti hugleið- ángu, en biskupinn yfir íslandi, lierra Sigurbjörn Einarsson, setti jþingið. Á kirkjuþinginu eru fjórtán Itjörnir fulltrúar alls staðar að af landinu. Þar eru sjö prestar og sjö leikmenn, en landinu er skipt í sjö kirkjuleg kjördæmi. í hverju kjör- CÍæmi kjósa viðkomandi prestar 1 fulltrúa úr sínum hópi á kirkju- gingið, og söfnuður og safnaðar- fulltrúar annan úr sínum hópi. Þessir fulltrúar sitja siðan kirkju- þing í Reykjavík. Auk hinna kjördæmakjömu full- trúa situr þingið einn prófessor úr guðfræðideild. Biskup landsins er sjálfkjörinn þingforseti, kirkju- málaráðherra hefur ennfremur rctt til að sitja þingið. ■ Það kirkjuþing, sem hófst í iReykjavík í gærdag, er hið þriðja Jí röð slíkra þinga. Aðalmál j þingsins eru: frumvarp til laga um ! prestakallaveitingar, sem felur í sér, að prestkosningar verði felld- , ar niður, og frumvarp til laga um kirkjugarða og sóknarnefndir Búizt er við, að kirkjuþingið standi í um það bil hálfan mánuð. Kirkjuhöfðingjar ÞESSI mynd var tekin í gær, er kirkjuþingið hofst. Biskupinn yfir íslandi, lierra Sigurbjörn Einarsson, og fyrrverandi biskup, herra Ás- mundur Guðmundsson, ræð- ast við. WWWMWWWHWHVtVWW Mæla meb Einari Ólafi HEIMSPEKIDEILD háskólans hef ur lagt til, að Einar Ólafur Sveins son, verði skipaður forstöðumaður handritastofnunarinnar, eftir því sem Gylfi Þ. Gíslason skýrði blað- inu frá í gær. Umsækjendur um embættið voru fjórir, þeir: Jakob Bene- diktsson, Jónas Kristjánsson og Ólafur Halldórsson auk Einars. Dómnefnd fjallaði um hæfni umsækjenda og úrskurðaði alla h.æfa. Dómnefnd skipuðu prófess- •orarnir, Guðni Jónsson, Halldór Halldórsson og Sigurður Nordai. BERLÍN: Pólski kommúnistafor inginn Gomulka sagði á föstudag, að kommúnistaríkin mundu bráð- lega gera sérfriðarsamning við Austur-Þjóðverja. Hann gagnrýndi hugmynd Willy Brandts um þjóð- aratkvæði í Y.-Berlín. ust eftir lát hans Aukinn áhugi á íslandsferðum Sýning á 34 myndum eftir lista- manninn Ásgrím Jónsson verður opnuð í Ásgrímssafni í dag. Sum ar þeirra mynda, sem þarna verða sýndar, hafa aldrei áður komið fyrir almenningssjónir, en þær fundust við leit í húsi Iistamanns- ins eftir lát hans. Á þessari sýningu eru 34 myndir 17 olíumálverk, sem sýnd eru í vinnustofu Ásgrims Jónssonar, og 17 vatnslitamyndir í heimili hans. Siðar í vetur mun verða sýning i á myndum úr þjóðsögum og ís- • lendingasögum, en þær voru Ás- grími Jónssyni huglcikið viðfangs efni. Hefur safnið haft eina siíka sýningu á ári. Sýningin, sem opn- uð verður í dag er 7. sýningin t Ás grímssafni en nú í haust eru 2 ár siðan safnið var opnað. Ásgrims- safn, Bergstaðastræti 74 er opið HÉR á landi er um þessar mundir staddur Christian Bönd- ing, ritstjóri hjá Nordisk Presse- bureau í Kaupmannahöfn. Hann hélt í gærkvöldi erindi fyrir landa sína í félaginu Dannebrog, — og f jallaði það einkum um ferðir hans um Norðurlöndin, og sér í lagi þau áhrif, sem hann hefur orðlð fyrir á ferðum sínum til íslands, en þetta er I fjórða skipti, sem hann kemur hingað. Það kom einnig í Ijós í erindi Bondings, að mikill áhugi er nú fyrir íslandsferðum meðal Ianda hans, og einnig er komin á stúfana ráðagerð um að ísland taki þátt í samstarfi við hin Norðurlöndin um ódýrari ferðalög landanna á milli. Bonding sagði, að vegna aukinna fjárráða ferðuðust Norðurlandabú- ar nú meira en nokkru sinni fyrr. Ferðamannastraumurinn til Suður landa væri orðinn svo mikiii, að fóik kæmi dauðþreytyt úr þeim ferðalögum í stað þess að ve.ra hvílt og endurnært. Það er mikið af þessari ástæðu, sem áhugi manna beinist nú að ferðum norð- ur á bóginn. Bonding hefur tekið mikið af litskuggamyndum og litmyndum hér. Hafa þær verið til sýnis víða í Danmörku og hvarvetna vakið mikla athygli, Næsta sumar verður gerð til- raun með að koma á skiptiferðum milli Norræna fólagsins á Mið- Fjóni og Ferðaskrifstofu ríkisins. Þeir Danir, sem hingað koma munu þá búa á einkaheimilum hér, og til endurgjalds verður sama fjölda íslendinga boðið að búa á einkaheimilum á Fjóni. Bazar Kvenfélags Alþýðuflokksins BAZAR Kvenfélags Alþýðu flokksins, verður í byrjun des. Undirbúningsstarfið er hafið. Kvöldvinna hefst á þriðjudagskvöldlð. Félags konur, sem ætla að hjálpa tU, eiga að koma á skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhús inu við Hverfisgötu, klukkan 8. sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga, kl. 1.30-4. Aðgangur er ó- keypis. LONDON: Rússar skutu nýj- um gervihnetti á braut umhverfis jörðu á laugardag, hermir MoskvU útvarpið. Gervihnötturinn, sem heitir Kosmos 11,, fer á 69 mín, umhverfis jörðu. PARÍS: Ríkisráðið franska, æðsti áfrýjnnarréttur Frakka, kveð úr herrrétt þann, er de Gaulle kom á fót í vor, brjóta í bága viS stjórn arskrána og dóma hans ógilda. Her rétturinn dæmdi í Salanmálinu og dæmdi OAS-foringjann Canal til dauða í haust. Lögfræðingar Canal ófrýjuðu til ríkisráðsins, og ósk uðu eftir áliti hans á hæfni her- réttarins. Mál Canals mun nú fara fyrir venjulegan herrétt. Sagt er, að hér sé um mikinn ósigur fyrir de Gaulle að ræða. ELISBETIIVILLE: Kimba, ut- anríkisráðherra Katanga, hafnaðl á laugardag ásökunum SÞ um ár- ásir Katangamanna í N-Katanga. Jafnframt sakaði hann SÞ um fjandsamlega afstöðu gagnvart Kat anga. 6000 A 3 Tl FYRIR hádegi í gær — á þremur klukkutímum — bárust Alþýðublaðinu rösklega sex þúsund krónur til hungruðu barnanna í Alsír. Söfnunin nemur þá alls 63,000 krónum. Undirtektir meðal almennings eru hinar beztu, sem blaðið hefði getað kosið. Ýmsir einstaklingar hafa látið í Ijósi ánægju sína yfir þessari tímabæruherferð, og starfsbræður okkar við önnur blöð halda áfram að veita okkur stuðning. Þannig gerði Vísir söfnunina að umræðuefni í leiðara á föstudaginn, og viljum við votta honum beztu þakkir fyrir hina drengilegu aðstoð. Um leið og Alþýðublaðið þakkar gefendum, hvetur það enn til eftirbreytni. Munið: Það munar börnum öllu, en ykkur engu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.